Morgunblaðið - 14.03.1993, Page 17
við þingmenn hans eigin flokks, en
þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Úr
þeim röðum beinist því gagnrýnin
í þessu máli fyrst og fremst að
framkomu og vinnubrögðum ráð-
herrans. Menn eru ekki endilega
að segja að stofnun slíks fjárfest-
ingarbanka þyrfti að verða að
ágreiningsefni, að minnsta kosti
ekki stjómmálamennirnir, þótt
skoðanir um slíkan banka séu vissu-
lega skiptar.
PÓLITÍSKIR
MINNISVARÐAR
Svo er að heyra sem almennt sé
nú litið þannig á í stjórnarflokkun-
um að Jón Sigurðsson iðnaðar- og
viðskiptaráðherra hafi ákveðið að
láta af ráðherradómi í súmar og
taka sæti dr. Jóhannesar Nordal í
Seðlabankanum á miðju sumri.
Samstarfsmenn hans í ríkisstjóm
segja að kannski þvælist það fyrir
ráðherranum þegar hann lítur um
öxl og skoðar eigin afrekaskrá að
á þeirri vegferð séu ekki þeir póli-
tísku minnisvarðar sem hann vildi
reisa sér í ráðherratíð. Hann hafi
iðulega rekið í vörðurnar í stað þess
að reisa þær. Nú sé hver að verða
seinastur fyrir ráðherrann, og með
afmælisgjöfínni „góðu“ til iðnrek-
enda hafí hann kannski náð, a.m.k.
í hugum sumra, að gera eins og
einn minnisvarðann fokheldan.
Þótt menn séu ærið harðir í gagn-
rýni sinni á ráðherrann, em þó ein-
staka menn sem taka upp hanskann
fyrir hann og benda á að ekki sé
alfarið hægt að sakast við ráðherr-
ann, þótt stefnumál hans hafí ekki
orðið að vemleika, samanber álmál-
ið. Frestun þess hafí fyrst og fremst
ráðist af ytri aðstæðum, verðfalli á
áli, offramboði frá Rússlandi og
efnahagskreppu í heiminum. En
jafnvel málsveijendur ráðherrans á
þessu sviði segja þó að ráðherrann
hafí mjög skemmt fyrir sér með
stöðugum og ótímabæmm yfirlýs-
ingum um að þetta málið eða hitt
væri í höfn, þegar það var kannski
enn ekkert nema hugmynd sem
búið var að setja á blað.
UMRÆÐA KOMIN SKAMMT
ÁVEG
Umræðan um stofnun fjárfest-
ingarbanka atvinnuveganna er síð-
ur en svo komin vel á veg innan
ríkisstjórnarinnar, þar sem málið
kom fyrst til umræðu á ríkisstjórn-
arfundinum 9. febrúar síðastliðinn.
Þó mun þeirri hugmynd hafa verið
varpað fram í ríkisstjóminni á fund-
inum, að ástæða kynni að vera til
þess að breyta Fiskveiðasjóði í
hlutafélag í kjölfar breytinganna á
sjóðum iðnaðarins og þegar það
hefði verið gert, væri raunhæft að
sameina þessa sjóði í einum íjárfest-
ingarsjóði atvinnuveganna.
FORDÆMISGDLDIGJAFA
Á EIGUM RÍKISINS
Eitt atriðið á minnisblaði iðnaðar-
ráðherra er svohljóðandi: „í lögum
um ÍFB verði ákvæði um heimild
til samruna Ferðamálasjóðs og
e.t.v. fleiri flárfestingarlánasjóða
atvinnulífsins við ÍFB.“
Hafí menn gert sér í hugarlund
að breyting á sjóðakerfi iðnaðarins
með þessum hætti hefði ekkert for-
dæmisgildi, hafa þeir að líkindum
vaðið villu og reyk. Það leikur eng-
inn vafi á því að sjávarútvegurinn
með LÍÚ í fararbroddi mun fagna
þessari breytingu heilshugar og
styðja hana og síðan bara bíða
átekta. Að biðinni lokinni munu
Kristján og co. í LÍÚ heija upp raust
sína og segja: „Iðnaðurinn átti sam-
kvæmt úrskurði iðnaðarráðherra
svo og svo mikinn hluta í sjóðum
iðnaðarins. Við gerum sömu kröfu
til Fiskveiðasjóðs." Þrátt fyrir sér-
stakt ákvæði í lögunum um Fisk-
veiðasjóð um að sjóðurinn sé eign
ríkisins, mun það ekki koma í veg
fyrir slíka kröfugerð, eða hvað? Og
hvað er þá eðlilegra en að bænda-
samtökin fylgi í kjölfarið og hrópi:
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993
17
Þaé leikur enginn vaf i á því aö sjávarútvegurinn
með LÍÚ í fararbroddi mun fagna þessari
breytingu heilshugar og styöja hana og síöan
bara bíða átekta. Að biðinni lokinni munu
Kristján og co. í LÍÚ hef ja upp raust sína og segja:
„Iðnaðurinn átti samkvæmt úrskurði
iðnaðarráðherra svo og svo mikinn hluta í sjóðum
iðnaðarins. Við gerum sömu kröf u til
Fiskveiðasjóðs.
„Það er komin hefð fyrir því, sam-
kvæmt stjórnvaldsákvörðunum um
sjóði iðnaðarins og sjávarútvegsins
um eignarhald, að við eigum Stofn-
lánadeild landbúnaðarins, þrátt fyr-
ir lagaákvæði sem segir eitthvað
annað.“
Það hefur auðvitað legið fyrir að
taka þyrfti ákvörðun um hver af-
drif Iðnþróunarsjóðs yrðu. Hann var
stofnaður með inngöngu íslands í
EFTA árið 1970 og eignir sjóðsins
grundvallast af stofnframlögum
Norðurlandaþjóðanna frá því það
ár. Iðnaðarráðherra virðist því hafa
kosið upp á eigin spýtur að ráð-
stafa sjóðnum í íjárfestingarbanka
iðnaðarins, að því tilskyldu að FÍI
féllist á að leggja eign sína í Iðn-
lánasjóði fram á móti.
HVER ÁIÐNLÁNAS JÓÐ?
. Málið er þó síður en svo jafnein-
falt og þessi orð gefa til kynna, þar
sem deildar meiningar hafa verið
um það hver eða hveijir eigi Iðn-
lánasjóð. Fulltrúar iðnaðarins hafa
jafnan verið þeirrar skoðunar að
Iðnlánasjóður væri ekki í eigu ríkis-
ins. Þeir segja raunar i minnisblaði
til iðnaðarráðherra frá því 27. jan-
úar sl. að eðlilegt sé að ætla að 70%
eignarhluta í Iðnlánasjóði kæmu í
hlut iðnaðarins við breytingu í
hlutafélag, en aðeins 30% í hlut rík-
isins. Byggja þeir útreikninga sína
á framlögum ríkisins annars vegar
og iðnaðarins hins vegar frá árinu
1963 til ársins 1990. Talsmenn
þeirra hafa einnig stutt þessa sltoð-
un með því, að í lögum um Iðnlána-
sjóð er ekki að finna ákvæði eins
og í lögunum um Fiskveiðasjóð og
Stofnlánadeild landbúnaðarins um
að sjóðimir séu í eigu ríkisins.
Niðurstaða lögfræðinga fyrir all-
löngu, þegar ríkið lét kanna hverjir
ættu þessa sjóði, varð sú að ríkið
ætti Iðnþróunarsjóð án nokkurs
vafa, en að vissu marki yrði að við-
urkenna fjármögnun iðnrekenda á
Iðnlánasjóði að hluta, að því er varð-
aði Iögbundin framlög iðnrekenda
í sjóðinn. Þó var litið þannig á að
Iðnlánasjóður væri í meginatriðum
í eigu ríkisins.
VILDU HLUTAF JÁREIGN í
SAMRÆMIVIÐ
INNBORGANIR
Iðnrekendur hafa greitt og greiða
enn iðnlánasjóðsgjald, sem er
ákveðið hlutfall af aðstöðugjalds-
stofni. Þannig hafa þeir greitt mjög
misjafnar upphæðir í sjóðinn í gegn-
um árin og hefur upphæðin farið
eftir veltu og umfangi fyrirtælq'-
anna. Greiðslurnar hafa verið frá
því að nema nokkrum þúsundum
króna á ári í sjóðinn upp í upphæð-
ir sem skipta milljónum. Þeir sem
greitt hafa hvað mest í Iðnlánasjóð
í gegnum tíðina, tugi milljóna króna
og allt upp í að hafa greitt samtals
yfir 100 milljónir króna, hafa verið
þeirrar skoðunar að þegar Iðnlána-
sjóði yrði breytt í hlutafélag, bæri
að breyta innborgunum hvers greið-
anda í hlutafé, og væri þannig eign-
arhlutur iðnrekendanna mjög mis-
jafnlega stór. Þeir líta þannig á að
þeir Ijármunir sem þeir hafa greitt
til Iðnlánasjóðs í gegnum árin, séu
þeirra eign, en ekki eign samtaka
iðnaðarins.
ÁGREININGUR UM
TEKJUSKATT
Þar sem iðnlánasjóðsgjaldið hef-
ur alla tíð verið frádráttarbært frá
tekjuskatti, var um það rætt að
ákveðið hlutfall af hlutabréfunum
þyrfti að greiða til ríkisins sem
tekjuskatt, en á þessu strönduðu
samningar á milli iðnrekenda og
Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra,
sem ekki var reiðubúinn til þess að
fallast á þessar hugmyndir iðnrek-
pnda. Það var fyrir frumkvæði ráð-
herrans sem sú tillaga að lausn kom
fram sem aðilar málsins, það er að
segja iðnaðarráðherra sjálfur og
samtök iðnrekenda, hafa nú fallist
á.
SKIPTING EIGNARHLUTA
60%-40%
Á minnisblaði iðnaðarráðherra
um hvernig eignarhluti íslenska
fjárfestingarbankans skiptist segir
m.a.: „Samtökin (þ.e. hagsmuna-
samtök iðnrekenda, innskot blaða-
manns) vilja að eignarhlutinn skipt-
ist jafnt milli ríkissjóðs og þeirra í
upphafi, en þeim hefur verið gerð
grein fyrir að slíkt verði ekki sam-
þykkt og að skiptingin 60%-40% sé
nær lagi.“ Þarna á ráðherrann við
að nær lagi sé að ríkissjóður eigi
60%.
Þar sem ráðherrann greinir ríkis-
stjóminni frá áformum sínum um
samruna Iðnþróunarsjóðs við Iðn-
lánasjóð segir orðrétt: „í ársbyrjun
1996 verði hlutafé ÍFB (íslenska
fjárfestingarbankans, innskot
blaðamanns) aukið um leið og Iðn-
þróunarsjóður verði sameinaður
bankanum. Á móti fái ríkissjóður
ný hlutabréf í ÍFB sem svari til
helmings eigin fjár Iðnþróunar-
sjóðs, en eigið fé sjóðsins renni að
öðru leyti til vöruþróunar- og mark-
aðsdeildar.“
Það að þetta samkomulag náðist
mun ekki síst hafa verið vegna
ákveðinna grunsemda í röðum iðn-
rekenda, að ætlunin væri, þegar
Iðnþróunarsjóður hefði lokið hlut-
verki sínu, samkvæmt sérstökum
samningi milli Norðurlandanna um
Iðnþróunarsjóð, að sjóðurinn myndi
bara renna eins og hann leggur sig
inn í Landsbanka íslands og það
var þeim mörgum og raunar fleirum
í mun að koma í veg fyrir að yrði.
Það hefur legið fyrir um nokkurt
skeið að Eyjólfur Sigutjónsson, for-
maður bankaráðs Landsbankans,
hefur verið þeirrar skoðunar að
eðlilegt væri að stuðla að því að
Iðnþróunarsjóður rynni inn í Lands-
bankann, en aðrir fulltrúar Lands-
bankans sem rætt hefur verið við,
segja það af og frá að Landsbank-
inn stefni að slíkri yfírtöku.
VANTAR TEKJUSTOFN
Annað sem gerði það að verkum
að þetta samkomulag forystu-
manna FÍI og Landssambands iðn-
aðarmanna tókst við iðnaðarráð-
herra var sú staðreynd að hin nýju
samtök iðnaðarins, þ.e. Félag ís-
lenskra iðnrekenda, Landssamband
iðnaðarmanna, Félag íslenska
prentiðnaðarins og Verktakasam-
band íslands, vantar tekjustofn,
vegna þess að iðnaðarmálagjaldið,
sem samkvæmt núgildandi skipu-
lagi gefur þeim umtalsverðar tekj-
ur, eða nokkra tugi milljóna á ári
hveiju, mun leggjast af um leið og
aðstöðugjaldið, þar sem það er
reiknað af sama stofni. Iðnaðar-
málagjaldið hefur hingað til verið
drýgsti tekjustofn FII og Lands-
sambands íslenskra iðnaðarmanna.
Á síðastliðnu ári námu tekjur hvorra
samtakanna fyrir sig af iðnaðar-
málagjaldinu rétt rúmum 40 millj-
ónum króna. Auk þess mun tilhugs-
unin um að þurfa ekki lengur að
greiða lögbundin gjöld iðnaðarins
vera iðnrekendum afar notaleg til-
hugsun og hafa haft sitt að segja
um það að þetta samkomulag náð-
ist.
Með þessu samkomulagi líta tals-
menn hinna nýju samtaka iðnaðar-
ins þannig á að með því að eignast
40% hlut í ÍFB, myndist í stað iðnað-
armálagjaldsins stofn til arð-
greiðslu, sem verði þannig telqu-
stofn hinna nýju samtaka. Sá galli
kann þó að vera á gjöf Njarðar í
þessum efnum, að arðgreiðslur af
slíkum 40% eignarhlut verði einung-
is brot af þeim tekjustofni sem iðn-
aðarmálagjaldið hefur verið hags-
munasamtökum iðnaðarins.
VEM)UR ARÐSEMI
BANKANS NÆG?
Þessu er hér varpað fram, ein-
ungis í ljósi þess að fátt eitt bendir
til þess að arðsemi ÍFB, sem verður
með skattlagða starfsemi eftir árið
1995, verði með þeim hætti að hún
standi undir væntingum samtaka
iðnaðarins. Nægir í því sambandi
að benda á að Iðnþróunarsjóður var
með um 100 milljóna króna hagnað
á liðnu ári, af 2,5 milljarða eigin
fé og er starfsemin undanþegin
skatti. Svipaða sögu mun vera að
segja af rekstri Iðnlánasjóðs.
Menn eru í meginatriðum sam-
mála um að fyrirkomulagi þessa
sjóðakerfis verði að breyta og það
beri að endurskoða. En það er eins
í þessum efnum og öðrum, að ekki
eru allir endilega sammála um leið-
ir. Það eru til dæmis áhöld um hvort
skynsamlegt sé að blanda saman
fj árfestingarbanka, sem á að starfa
á hreinum viðskiptagrundvelli, og
vöruþróunar- og markaðsdeild.
Fj árfestingarbanki sem slíkur þarf
auðvitað að fjármagna sig og starf-
semi sína með langtímalánum. En
ef slíkur banki er jafnframt á kafi
í vöruþróunar- og markaðsmálum,
með þeim áhættulánum og styrkj-
um sem slíkri starfsemi hlýtur allt-
af að fylgja, geta vaknað efasemdir
um hinn hreina viðskiptalega
grunn, sem hann ætti að starfa á.
SMÁFLÍS LÍKA
Hafa ber í huga að hér er ekki
verið að ræða um nokkrar krónur
og aura, heldur samruna tveggja
sjóða, sem í lagalegum skilningi til-
heyra ríkissjóði að miklu eða öllu
leyti. Sjóði sem samtals eiga eigið
fé vel á sjötta milljarð króna. Því
er ekki óeðlilegt að íhuga hvað
verkalýðssamtök iðnverkafólks
munu segja við þessari ákvörðun
iðnaðarráðherrans. Munu þau telja
)að eðlilegt og sjálfsagt að ráðherr-
ann afhendi hagsmunasamtökum
iðnrekenda milljarða í sjóði, óg þar
með arð til þess að standa undir
rekstrarkostnaði? Getur ekki alveg
eins farið svo að Landssamband
iðnverkafólks telji að hinni marg-
frægu köku hafí nú ekki verið skipt
á þann veg sem réttlátast getur
talist og iðnverkafólkið ætti kannski
að fá smáflís líka?
Eigið fé Iðnþróunarsjóðs var um
síðustu áramót um 2,6 milljarðar
króna. Þar af eru stofnframlög sem
ógreidd eru til Norðurlandanna 382
milljónir króna, þannig að í raun
er eigið fé sjóðsins rúmir 2,2 millj-
arðar króna. Niðurstaða efnahags-
reiknings Iðnþróunarsjóðs í árslok
1992 var 7,6 milljarðar króna. Allt
eigið fé sjóðsins eru stofnframlög
Norðurlandanna frá því árið 1970,
sem byijað var að endurgreiða 10
árum eftir stofnunina eða 1981.
Samkvæmt samningum um sjóðinn
verður endurgreiðslum lokið árið
1995 og þá má búast við að eigið
fé Iðnþróunarsjóðs á verðlagi dags-
ins í dag verði um 2,5 milljarðar
króna. Jón Sigurðsson miðar við að
sjóðurinn geti sameinast Iðnlána-
sjóði strax í ársbyijun 1996, þegar
endurgreiðslum er lokið. Hagnaður
sjóðsins á liðnu ári nam rúmlega
100 milljónum króna.
Eigið fé Iðnlánasjóðs nam um
síðustu áramót rúmum þremur
milljörðum króna, en þar af er um
hálfur milljarður króna útistandandi
í vöruþróunar- og áhættulánum, og
má að líkindum draga þá upphæð
frá eigin fénu eins og hún leggur
sig.
HORFAMEÐUGGTIL
FRAMTÍÐAR
Vel má vera að skynsamlegt sé
að sameina þessa sjóði á þann hátt
sem iðnaðarráðherra vill að gert
verði. En það er auðheyrt á sam-
starfsmönnum hans að þeir telja
þá framkomu hans að ákveða að
gefa iðnrekendum eignir ríkisins
upp á eigið eindæmi án nokkurs
samráðs við ráðherra, stjómar-
flokka og sjóðastjómendur óþol-
andi. Fari svo að fmmvarp ráðherr-
ans um þetta efni verði að lögum,
horfa menn með ugg til framtíðar,
með það í huga hvers konar vopn
hann hafi þar með lagt í hendumar
á hagsmunaaðilum í sjávarútyegi
og landbúnaði, sem auðveldlega
geti byggt sjóðayfírtökukröfur sínar
á þessu fordæmi sem ráðherrann
reynir nú að gefa.
ER FRAMTÍÐARÞÖRF
Á SLÍKUM S JÓÐI?
Loks ræða menn það af fullri
alvöm, hver eigi að verða framtíð
íslenska fjárfestingarbankans hf.,
með það í huga að erlendis tíðkast
það í afar litlum mæli að fyrirtæki
á fjármagnsmarkaðinum séu að-
greind með þeim hætti að viðskipta-
bankamir sinni nánast einvörðungu
útlánastarfsemi til skamms tíma og
sjóðir og fjárfestingarbankar hafí
langtímalánin á sinni könnu. Lang
algengast sé að útlánastarfsemin
sé blönduð.
Einnig er talið að íslenskir við-
skiptabankar muni í auknum mæli
sækja inn á langtímalánamarkað-
inn, eftir að skattfríðindi flárfest-
ingarlánasjóðanna hafa verið af-
numin. Samkeppnisstaðan hefur
með öðmm orðum jafnast mjög á
milli sjóðanna og viðskiptabank-
anna, og því eðlilegt að álykta sem
svo að í kjölfar þess muni viðskipta-
bankamir auka sína hlutdeild á
langtímalánamarkaðinum. Þar að
auki gera bankasérfræðingar ráð
fyrir því að á næstu ámm muni
sókn erlendra banka inn á íslenskan
lánamarkað aukast, sem eykur enn
við efasemdir um hver framtíðar-
þörf sjóðakerfís af þessu tagi verði
í raun og vem.