Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 10
10
MORGÚNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993
eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
í FLESTUM iðnríkjum
Evrópu hefur sú þróun átt
sér stað á undanförnum
árum að ungt fólk dvelur
leng-ur í heimahúsum en
áður tíðkaðist. A Islandi
virðist svipuð þróun eiga sér
stað, ógiftum einstaklingum
innan við þrítugt hefur fjölg-
að um meira en helming síð-
ustu tuttugu árin og hlutfall
námsmanna sem búa í for-
eldrahúsum hefur hækkað
úr 30% í 46% á sex árum. í
samtölum við foreldra sem
hafa börn á þrítugsaldri
heima kemur í ljós að feður
vilja gjarnan tryggja fjár-
hagslega afkomu þeirra með
því að hafa þau heima, en
mæður óttast fremur að þau
verði ósjálfstæð og eru auk
þess ekki ánægðar með þá
þjónustu sem fylgir því að
hafa fullorðið fólk í heima-
húsum. Unga fólkið er yfir-
leitt mjög ánægt með dvölina
heima, en uppeldisfræðingar
telja að ef börn þurfi að vera
háð foreldrum sínum of
lengi geti þroska þeirra og
tilfinningalegu sjálfstæði
seinkað miðað við núverandi
aðstæður.
Flest bendir til
þess að unga
fólkið yfirgefi nú
hreiðrið seinna en
óður tíðkaðist.
Ogiftum einstak-
lingum ó þrítugs-
aldri hefur fjölgað
um helming ó
síðustu tuttugu
órum og hlutfall
nómsmanna sem
búa í foreldrahús-
um hefur hækkað
úr 30% í 46%
ú sex órum.
Ogiftum einstaklingum á
aldrinum 20 til 29 ára hef-
ur fjölgað gífuriega á ís-
landi síðustu tuttugu árin.
Samkvæmt manntali Hag-
stofu íslands voru giftir
einstaklingar á þessum
aldri 18.664 og ógiftir
14.566 árið 1972, en árið 1992 voru
hinir giftu aðeins 7.660 en hinir
ógiftu 34.111. Einstaklingum á
þessum aldri hefur þó aðeins fjölgað
um 8.657 á tuttugu árum, voru
33.787 árið 1972, en 42.444 árið
1992.
Að vísu hefur giftingum fækkað
um leið og þeim hefur fjölgað sem
búa í óvígðri sambúð og hefur það
áhrif á ofangreindar tölur.
Námi lýkur seinna hér en í ná-
grannalöndum, enda ekki kennt í
þijá mánuði á ári hverju, og má því
ætla að ungt fólk í námi dvelji leng-
ur heima. A sama tíma hefur nýstúd-
entum við Háskóla íslands fjölgað
um helming á siðustu tuttugu árum,
Einhleypingum á aldrinum 20-29 ára fjölgar
Ó G I F T G I F T Áður gift
___________1972 1992 1972 1992 1972 1992
Karlar 9.064 18.205 8.255 2.918 218 230
Konur 5.502 15.906 10.409 4.679 339 443
Tölur frá Hagstofu Islands. Árið 1972 voru 33.787 einstaklingar á aldrinum 20-29
ára, en árið 1992 vom þeir 42.444. Hefur þeim því fjölgað um 8.657.
Námsmönnun í foreldrahúsum fjölgar
Námsárið Fjöldi námsmanna* í foreldrahúsum Hlutfall
1987-88 2.424 724 30,0%
1988-89 2.705 869 32,1%
1989-90 3.258 1.052 32,5%
1990-91 3.314 670 20,2%
1991-92 3.340 1.220 33,5%
1992-93 3.438 1.580 46,0%
*Tölur frá Lánasjóði íslenskra námsmanna sem sýna fjölda barnlausra og maka-
lausra námsmanna sem fá lán frá LÍN og hlutfall þeirra sem búa í foreldrahúsum,
árið 1972-73 innritaðist 961 stúd-
ent, en 1.999 stúdentar árið
1992-93.
Tölur frá Lánasjóði íslenskra
námsmanna sýna þó óvítrætt að
námsmönnum sem búa í foreldra-
húsum hefur fjölgað. Árið 1987-88
voru 30% bamlausra og makalausra
námsmanna í foreldrahúsum og fór
sú tala aðeins hækkandi næstu tvö
ár á eftir. Með skerðingu námslána
til námsmanna í heimahúsum árið
1990 fækkaði þeim verulega, voru
aðeins um 20%, en síðan fjölgaði
þeim aftur sem kusu að vera heima
og árið 1992-93 bjuggu um 46%
námsmanna heima.
Meðvitað val eða uppgjöf?
Flest virðist benda til þess að
unga fólkið flýti sér ekki um of að
stofna heimili nú orðið og geta bæði
efnahagslegar og uppeldislegar
ástæður legið þar að baki.
Pétur Pétursson, trúarbragðafé-
lagsfræðingur og dósent við Háskóla
íslands, segir að líklega megi rekja
þessa þróun í fyrsta lagi til hús-
næðismarkaðarins, því foreldrar búi
að öllu jöfnu í stærra húsnæði nú
en kynslóðin á undan og eigi því
fremur möguleika á að hýsa unga
fólkið. í öðru lagi eru nú fleiri sem
stunda langskólanám, og í þriðja
lagi gerir atvinnuleysi það að verk-
um að ungt fólk á erfiðara með að
rífa upp tekjur eins og það hefur
getað gert til þessa.
„Það er ekkert óeðlilegt að ungt
fólk í langskólanámi sjái sér ekki
fært að vera með fjölskyldu, og ef
það er meðvitað val að vera í for-
elcþ-ahúsum tel ég að það geti verið
jákvætt fyrir báða aðila," segir Pét-
ur. „Fyrir foreldra er það jákvætt
ef þau eru í stóru húsnæði og vilja
hafa náið samband við börnin og
aðstoða þau í námi. Fyrir hendi verð-
ur þó að vera ákveðið skipulag á
hlutunum og sú vitneskja að börnin
stefni á það að fara úr heimahúsum
þegar námi lýkur. Ef um uppgjöf
SJÁ BLS. 12