Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993
Lagfærðu
„ónýtan“
slökkvibíl
Keflavík. ,
SLÖKKVILIÐIÐ á Keflavíkurflug-
velli hefur löngum verið þekkt fyr-
ir að takast á við erfið verkefni og
jafnvel sum sem talin eru allt að
því óleysanleg. í vetur varð það
óhapp þjá slökkviliðinu að svo til
nýr slökkvibíll valt í fljúgandi hálku
og var hann talinn ónýtur á eftir.
En Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri
taldi að sínir menn gætu gert við bílinn og
sparað með því verulegar upphæðir því bíll-
inn kostaði liðlega 17 milljónir. Nú hefur
bíllinn verið tekinn í gagnið að nýju að lokn-
um liðlega 1.000 vinnustundum og um 800
þúsund króna kostnaði. Við það tækifæri
afhenti Tom Butler, kafteinn og yfirmaður
flotastöðvar varnarliðsins, þeim slökkviliðs-
mönnum sem sáu um viðgerðina viðurkenn-
ingu fyrir þeirra þátt í að gera það sem
virtist ómögulegt.
-BB
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Við verklok
Slökkviliðsmennirnir ásamt fulltrúum
starfsmannahalds og yfirmönnum við
slökkvibílinn sem er sérstaklega gerður
til að fást við flugvélaelda. Á miðri
myndinni er Haraldur Stefánsson
slökkviliðsstjóri, vinstra megin við hann
er Michael D. Haskins flotaforingi og
hægra megin er Tom Butler kafteinn.
Innfellda myndin er tekin á vettvar ~:
þegar slökkvibíilinn valt, en engin
meiðsli urðu á mönnum í þessu óhappi.
Sjö myndir á íslenskri kvikmyndahátíð sem nú stendur yfir í New York
Fjölmenni kom á opnun
Omega með
morgundag-
skrá í apríl
kvikmyndahátíðarinnar
Frá Huga Óíafssyni, fréttaritara Morgunblaðslns í Ne» Ydrit.
VEL á þriðja hundrað manns komu á sýningu kvikmynddr-
innar Svo á jörðu sem á himni í New York á fimmtudags-
kvöid, þegar fyrsta íslenska kvikmyridahátíðin hófst í
Bandaríkjunum. „Hressið upp á íslenskukunnáttuna,“ sagði
í fyrirsögn biaðsins New York Post þar sem hátíðin var
kynnt og það verður lítill vandi næsta mánuðinn, því alls
verða sýndar sjö íslenskar myndir í tveimur af virtustu
sýningarstöðum borgarinnar.
„Þetta er gífurlega mikilvægt
og jákvætt skref,“ sagði Kristín
Jóhannesdóttir, leikstjóri Svo á
jörðu, er rætt var við hana á opn-
unarhátíð sem haldin var að lok-
inni sýningu. „Þessi bandaríski
heimur hefur verið mjög lokaður
hingað til fyrir okkur og marga
aðra erlenda kvikmyndaframleið-
endur.“ Hún sagði að það væri
greinilega mikill áhugi vestra á
útlendum kvikmyndum um þessar
mundir og hún væri mjög ánægð
með þær viðtökur sem myndin
hefði fengið frá áhorfendum, sem
ræddu við hana að sýningu lok-
inni.
Áhugi umboðsmanna
Júlíus Kemp, leikstjóri Vegg-
fóðurs, sem einnig er sýnd á hátíð-
inni, sagði að bandaríski kvik-
myndaheimurinn liti nú mjög út
fyrir landsteinana í leit að ferskum
hugmyndum og umboðsmenn
hefðu sýnt því mikinn áhuga að
sjá myndina á hátíðinni: Þó að~
hægt væri að kynna kvikmyndir
á myndbandi væri það ekki sam-
bærilegt við að sýna hana á tjaldi
og því hefði hátíð sem þessi mikið
gildi.
Sex íslenskar kvikmyndir verða
sýndar fjóra fímmtudaga í röð í
Angelika-kvikmyndahúsinu á
Manhattan, sem er einn þekktasti
sýningarstaður eriendra og fram-
sækinna bandarískra kvikmynda
í New York. Auk fyrrgreindra
mynda verða sýndar Börn náttúr-
unnar, Karlakórinn Hekla, Magn-
ús og Ryð. Þá verður myndin Ing-
aló einnig sýnd í Nútímalistasafn-
inu í New Yörk á anriarri hátíð
þar seiri kyririt eru verk ungra
leikstjóra víða að úr heiminurii.
Tíu mánaða undirbúningur
Það er íslendingafélagið í New
York sem á veg og vanda að undir-
búningi hátíðarinnar, sem hefur
staðið yfír í tíu mánuði, að sögn
Eddu Steingrímsdóttur Magnús-
son, formanns félagsins. Hún
sagði að ýmis fyrirtæki og ein-
staklingar, íslenskir og erlendir,
hefðu stutt þetta framtak, sem
væri hið stærsta sem félagið hefði
ráðist í til að kynna íslenska
menningu í borginni. Verndari
hátíðarinnar er Vigdís Finnboga-
dóttir forseti íslands.
HJÁ kristilegu sjónvarps-
stöðinni Omega eru uppi
hugmyndir um að hefja
morgunútsendingar í apríl.
Að sögn Eiríks Sigurbjörns-
sonar er hugmyndin sú að
ná til sjúkra, heimavinnandi
og annarra sem heima sitja.
Gert er ráð fyrlr að útsendingar
á fastri dagskrá hefjist kl. 10 að
morgni og standi til kl. 14 en þá
taki við tilraunaútsending fram til
miðnættis. Dagskráin mun hefjast
með trúarlegri tónlist fram til kl.
10.15 en þá tekur við þátturinn
Góðar fréttir, fræðsla úr Biblíunni,
kl. 10:30 trúartónlist, kl. 11 Ný
vídd, fræðandi þáttur um mannlífið,
og loþs tekur við trúartónlist.
Eiríkur sagði að von væri á
öflugri sendi til landsins sem settur
yrði upp á Vatnsenda og standa
vonir til að hann verði kominn upp
í sumar. Miðað við viðbrögð áhorf-
enda nást sendingar þegar á Akra-
nesi og í Keflavík auk höfuðborgar-
svæðisins.
Formaður VR um umsýsluþóknun
Stendur ekki
undir kostnaði
MAGNÚS L. Sveinsson formaður Verslunarmannafélags
Reykjavíkur segir að sú 5% umsýsluþóknun sem VR fær af
framlagi Atvinnuleysistryggingarsjóðs vegna greiðslu at-
vinnuleysisbóta sé síst of há. „Þessi upphæð stendur ekki
undir kostnaði hjá okkur nú en við erum ekki að kvarta,“
segir Magnús. Halldór Björnsson varaformaður Dagsbrúnar
tekur í sama streng og segir að í núverandi ástandi fari
megnið af starfsemi skrifstofu félagsins í vinnu kringum at-
vinnuleysisbætur. „Það væri eðlilegra að endurskoða þessa
þóknun í venjulegu árferði þegar lítið er að gera í kringum
atvinnuleysisbætur," segir Halidór.
Eins og fram kom í frétt
Morgunbiaðsins í gærdag getur
5% umsýsluþóknun numið tölu-
verðum fjárhæðum hjá stóru
verkalýðsfélögunum sem eru með
marga félagsmenn á atvinnuleys-
isskrá. Þannig fékk VR 9,2 millj-
ónir kr. á síðasta ári og Dagsbrún
5,1 milljón kr. Magnús L. Sveins-
son segir að VR borgi nú atvinnu-
íeysisbætur til um 700 félaga og
að fjórir starfsmenn á skrifstof-
unni sinni ekki öðru á meðan.
Halldór Björnsson segir að mið-
að við stöðuna í dag telji hann að
5% séu eðlilegt hlutfall til verka-
lýðsfélaganna og þær hugmyndir_
sem Atvinnuleysistryggingarsjóð-
ur hafi um að endurskoða eða
lækka hlutfallið eigi ekki við.
Hópuppsagnip 1990 - (eb. '93
sem tilkynntar voru til Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins
O
þar af 640 manns
sagt upp á Landakoti
JFMAMJJÁSONDJFMAMJJÁSONDJFMAMJJÁSONDJF
’90 1990 alls 811 ’91 1991 alls 1.950 ’92 1992 alls 2.916 ’93
Skýrsla Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins
Mikil fjölgun uppsagna
TILKYNNT var um uppsagnir tæplega þúsund fleiri starfs-
manna til Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins árið
1992 en árið áður. Ef fyrirtæki segir upp fjórum eða fleiri
starfsmönnum þarf að tilkynna uppsagnirnar til ráðuneytisins.
Árið 1990 var tilkynnt um upp-
sagnir 811 starfsmanna, árið 1991
1950 starfsmanna og árið 1992
2.916 starfsmanna. Flestum var
sagt upp í janúar, eða 763, en af
þeim var 640 sagt upp á Landa-
koti. í febrúar var 81 sagt upp, í
mars 39, apríl 61, maí 70, júní 42,
júlí 224, ágúst 254, september 433,
otkóber 455, nóvember 245 og des-
ember 249. í janúar 1993 var til-
kynnt um uppsagnir 137 starfs-
manna og í febrúar 164. Ekki er
vitað hvað stórt hlutfail starfs-
mannanna sem sagt var upp fékk
endurráðningu.