Morgunblaðið - 14.03.1993, Page 21

Morgunblaðið - 14.03.1993, Page 21
MOfiGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 21,o FYRIR BÓHEMANA - fatnaður í anda flóa- markaðanna og er eins konar undirlína frá hippaáhrifunum sem gætir mjög innan tísk- unnar um þessar mundir. í ÖLLUM UMHLEYPINGUM YFIRSTANDANDIVETRAR ER TÍMABÆRT AÐ RÁÐA í TÍSKUSTRAUMANNA SEM EIGA EFTIR AÐ GERA OKKUR NÆSTA VETUR BÆRILEGRI HERRAGARÐSSTÍLL. RÓMANTÍSKAR BLÚNDUR OG PÍFUR. DÆMI UM SÍGILDAR ÚTGÁFUR. sand, leir, mold, grös og mosa, himin og haf. Munstur eru gjaman köflótt eða blómstruð og ávallt úr nátt- úraefnum, eina undantekn- ingin eru gerfiloðfeldir og leðurlíki. Ekki er vafi á að mikill áugi á náttúruvernd skilar sér út í tízkuna. Hin harða uppakona er gersam- lega horfin og í staðinn kom- in mildari, rómantískari út- gáfa. ÞJÓÐLEGT OG LITSKRÚÐUGT Talsvert verður vart þjóð- legra áhrifa frá mið- og Austur-Evrópu og norðlægri Asíu. Dregur þessi lína áhrif frá því víðáttumikla svæði, sem Atli Húnakonungur lagði undir sig til foma. Þarna má sjá miklu meiri litadýrð og eru rauðir tónar áberandi. Kraftmiklir, kryddaðir litir og munstur sígauna, kósakka og mon- góla. Efnin allt frá grófri ull yfír í fín silki. Oft má sjá mörg lög af fatnaði mynda hvem búning, hug- myndafluginu gefinn laus taumur. PRINSESSUKJÓLAR Samkvæmisfatnaður verður dularfullur og seið- magnaður, eins og úr göml- um ævintýmm. Djúpir bar- rok litir: vínrauðir, gullnir, flöskugrænir, blekbláir, súkkulaðibrúnir og mikið af svörtu. Prinsessukjólar úr flaueli, tafti, silki og org- anza. Blúndur, pífur, út- saumur. Slð, víð pils, fínar blússur, uppreimuð lífstykki. Hetjur liðinna tíma stökkva fram. Rómantíkin í fyrir- rúmi. í heimi tízkunnar er alltaf sífelld hringrás. Hinir frægu fatahönnuðir fá gjaman hugmyndir úr tízku fortíðar- innar og því, sem þeir sjá í kringum sig og gefa síðan tóninn um framtíðina, en vörur þeirra era ekki alltaf aðgengilegar fyrir venjulegt fólk, sökum hás verðs og oft takmarkaðs notagildis. Á vörasýningu sem þessari er búið að aðlaga fatnaðinn þörfum almennings. Síðan er undir viðtökum fólks komið hvað raunverulega verður að tízku, því að tízka. stendur ekki undir nafni nema nógu margir tileinki sér hana. Höfundur er fatahönnuður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.