Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 Tæknifiræóingafélag íslands Eru tæknifræðingar tryggðir? í kjölfar dóms sem kveðinn var upp ( Héraðsdómi Reykjaness ( nóvember 1992 yfir tæknifraeðingi sem aðstoðaði umgjóðanda sinn við tilboðsgerð hafa umræður um tryggingamál verk- og kerfisfræðinga beinst að tryggingavernd þessara stétta. Hádegisfundur verður haldinn á Holiday Inn, Setrinu, mánudaginn 15. mars og hefst kl. 12.10. Frummælandi verður Þorvarður Sæmundsson, deildarstjóri hjá Sjóvá/Almennum, og mun hann m.a. koma inn á eftirfarandi þætti: - Starfsábyrgð, - skaðabótarétt, — IST 35 staðalinn. Fundarstjóri verður Eiríkur Þorbjörnsson, formaður Tæknifræðingafélags islands, Boðið verður upp á léttan hádegisverð á kr. 900. Fundurinn er öllum opinn og eru verk- og tæknifræðingar sérstaklega hvattir til að mæta. Hluthafaskrá / Islandsbanka flytur Starfsemi Hluthafaskrár íslandsbanka hefur verið flutt frá Bankastræti 5 að Armúla 7, 3. hæð. Nýtt símanúmer Hluthafaskrár er 91-608000 og bréfsímanúmer er 91-608551. ÍSLANDSBANKI ULTIMAl Ráðstefna haldin um málefni atvinnulausra í SAMVINNU við landssambönd launþega og atvinnurekenda boðar þjóðmálanefnd Þjóðkirkjunnar til ráðstefnu um málefni atvinnlausra í Norræna húsinu í Reykjavík miðvikudaginn 17. mars og hefst kl. 13.30. Ráðstefnan er öllum opin. Á ráðstefnunni verður í senn leit- ast við að skilgreina þann mikla vanda sem atvinnuleysi fylgir og um leið að skoða nýjar leiðir til úrbóta, þar sem sjónarmið kristinnar trúar 'verða í öndvegi og rétturinn til vinnu og gildi vinnunnar verða rædd í ljósi hins kristna mannskilnings. Ávörp flytja: Hjörtur Eiríksson, framkvæmdastjóri Vinnumálsam- bands samvinnufélaga, og Ögmund- ur Jónasson, formaður BSRB. Fyrir- lesarar verða: Pétur Pétursson, heil- sugæslulæknir: Þáttur vinnunnar fyrir almenna heilbrigði, Hólmfríður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri vinnu- vemdarársins: Andleg líðan og að- búnaður á vinnustað, dr. Sigutjón Ámi Eyjólfsson, prestur: Vinnan í ljósi mannskilnings kristinnar trúar, Eyjólfur Guðjónsson, fulltrúi fólks í atvinnuleit: Sá er eldurinn heitastur er á sjálfum brennur, Jón Bjömsson, félagsmálastjóri á Akureyri: Hin fé- lagslega hlið atvinnuleysis, sr. Ólaf- ur Oddur Jónsson, sóknarprestur: AHUGAVERT OG GEFANDI VERKEFNI FYRIR UNGT FÓLK Rauðakrosshúsið er neyðarathvarf fyrir böm og unglinga að 18 ára aldri. Við Rauðakrosshúsið starfar hópur sjálfboðaliða Ungmennahreyfíngar Rauða krossins sem styður við bakið á innra starfi þess. Þátttakendur, sem eru á aldrinum 20-26 ára, skiptast á að vinna með starfsfólki á vöktum, stuttan tíma í senn, með því að sinna gestum á staðnum og utan hans. Við leitum að fólki sem hefur örlítinn tíma aflögu og er tilbúið að taka þátt í krefjandi en jafnframt gefandi sjálfboðaliðastarfi með Ungmennahreyfmgu RKÍ í Reykjavík. Námskeið fyrir nýja þátttakendur verður haldið helgina 20.-21. mars nk. Skráning og allar nánari upplýsingar í síma 622266. RAUÐAKROSSHÚSIÐ Tjamargötu 35, 101 Reykjavík FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Viðbrögð við atvinnuleysi, Halldór Kr. Júlíusson, sálfræðingur: Mið- stöðvar fyrir fók í atvinnuleit, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur: Tengsl kirkju og atvinnulífs og Ragnheiður Sverrisdóttir, fræðslu- fulltrúi: Þjónusta kirkjunnar í ná- grannalöndum. Þjóðmálanefnd kirkjunnar boðar til þessarar ráðstefnu í samvinnu við Vinnuveitendasambands íslands, Vinnumálasambands samvinnufé- laganna, Alþýðusambands íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, BHMR, Kennarasamband Islands, Vélstjórafélag íslands og Stéttar- samband bænda. (Úr fréttatilkynningu) ♦ ♦ ♦------ Færeysk- ir dagar í Norræna húsinu DAGSKRÁ Færeyskra daga hefst kl. 14 sunnudaginn 14. mars með kvikmyndasýningu fyrir börn. Sýnd verður myndin Hannis eftir Katrinu Ottarsdóttur. Myndin er með íslensku tali. Havnar Hornorkestur heldur tón- leika kl. 16. Lúðrasveitin fagnar 90 ára starfsemi á þessu ári og eru tón- leikamir í Norræna húsinu liður í afmælishátíð sveitarinnar. Havnar Homorkestur hefur verið aflvaki í færeysku tónlistarlífi frá stofnun. Stjómendur hafa ýmist verið heima- menn eða útlendingar til að fá meiri fjölbreytni í lagaval og hljóðfæraleik. Dagskrá Færeyskra daga lýkur á sunnudagskvöldið með tónleikum þar sem Annika Hoydal, vísnasöngvari og leikkona, syngur við undirleik Gaiy Snider, bassaleikara. Þau flytja m.a. lög af nýjustu hljómplötu Ann- iku sem heitir Dulcinea. Lögin eru samin af Anniku en bróðir hennar, Gunnar Hoydal, hefur samið textana. Gary Snider bassaleikari er vel þekktur í Danmörku. Þau Annika hafa haldið tónleika víða í Dan- mörku. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Sóleyjar og Sólrúnar sími 650009. Hvernig væri að breyta um útlit, fá líf og liti í hár og húð ? Z/angar þig til að fá náttúrulegar krullur í slappt og erfitt hár ? Z/angar þig til að fá marga litatóna og háglans í hárið svo það verði fullt af hreyfingu og fegurð? Langar þig til að fermingargreiðslan heppnist fullkomlega og endingin verði góð? Við erum með allt það nýjasta í hártækni og hátíðargreiðslum. A snyrtistofunni muntu ná algerri slökun í andlitsbaði og nuddi, hand og fótsnyrtingu. Verið velkomin á nýjn stofuna okkar að Strandgötu 26-28,2. hœð, simi 650009. Sólrún Guðjónsdótttir Aldís Sigurðardóttir Opið mánudaga-fóstudagafrá kl. 9-18. laugardagafrá kl. 10-U.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.