Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 HÚTEL MHMMH er að ræða, ef börnin forðast að takast á við sjálfstætt líf, getur dvöl- in heima verið neikvæð. Þegar börn dvelja lengi í foreldra- húsum verður í raun að stokka upp móðurhlutverkið, þannig að börnin taki á sig vissa ábyrgð inni á heimil- inu sem fullorðnir einstaklingar en séu þar ekki sem börn.“ í sambandi við framfærslu segir Pétur að ekki sé hægt að alhæfa neitt. „Ef um einstaklinga er að ræða sem vinna fyrir launum eiga þeir að sjálfsögðu að taka þátt í kostnaði við rekstur heimilisins, en þegar skólafólk á í hlut fer fram- færslan frekar eftir fjárhag foreldr- anna. Skólafólk á rétt á láni og því fyndist mér í öllu falli að þau ættu að koma til móts við rekstur heimil- isins sem fullorðnir einstaklingar." Álit „hóteleigenda“ í raun hlýtur það að vera mikið öryggi fyrir ungt fólk að dvelja í foreldrahúsum meðan það er í námi eða er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, en hvemig gengur sam- búðin fyrir sig og heimilisreksturinn þegar fólk á þrítugsaldri er nánast á framfæri foreldra sinna? Borgar það heim eða fær allt ókeypis? Eldar það og þrífur til jafns við foreldra, þvær það sjálft af sér spjarimar, eða býr það á fimm stjörnu hóteli? Og ef svo er, hvað hafa þá „hóteleigend- ur“ um málið að segja? Til að kanna lítillega hug fólks í þessum efnum var haft samband við foreldra, um tuttugu manns, sem eiga dætur eða syni á þrítugsaldri sem enn búa heima. Rætt var við fólk úr ýmsum starfsstéttum, til dæmis kennara, forstjóra, iðnað- armenn, verslunarfólk, skrifstofu- fólk, lækna og listamenn, svo ein- hver störf séu nefnd, og svör þess dregin saman. Spurt var hvað þeim fyndist um það þegar böm þeirra komin yfir tvítugt væru í heimahúsum, hveijir væru kostir þess og gallar, bæði fyrir börnin og fyrir þau sjálf. Einn- ig vora þau spurð álits á framfærslu- kostnaði, hvað þeim fyndist sann- gjarnt í þeim efnum. Nokkur munur var á svöram eftir því hvort feður eða mæður áttu í hlut. Yfírleitt reyndust feður vera mun jákvæðari gagnvart því að hafa bömin heima, sáu fáa ókosti við það, nema helst háan símreikning, og höfðu oftar áhyggjur af fjárhags- legri afkomu bama sinna. Af þeim þætti virtust mæður hafa síður áhyggjur, óttuðust frekar að þau lærðu seint að standa á eigin fótum meðan þau væra heima, töluðu um ósjálfstæði og vora yfirleitt ekki ánægðar með verkaskiptinguna heima fyrir og þá þjónustu sem þær þyrftu að inna af hendi við fullorðið fólk. Stuðningur og skjól Feður vora mjög sammála og ein- huga í því að hafa börnin í foreldra- húsum meðan þau væru í námi. „Þau hafa þörf fyrir stuðning meðan á námi stendur og því eðlilegt að þau fái skjól heima. Ungt fólk um tvítugt er engan veginn búið að koma undir sig fótunum og það á enga sjóði. í mörgum tilfellum eru það foreldrarnir sem ætlast til þess að þau læri eitthvað og því er sjálf- sagt að hjálpa þeim. Þau spjara sig engan veginn meðan þau eru í námi og því er betra að þau séu heima þar til því er lokið." Hvað varðaði fjárhagslegan stuðning vora svörin skýr hjá feðr- um. „Það er ástæðulaust að moka í þau peningum, því það kostar pen- inga að hafa þau heima. En ef þau era í námi er eðlilegt að þau fái ókeypis húsnæði, fæði og þjónustu, en sjái að öðru leyti um sig sjálf. Þau geta fengið námslán og sumar- hýran ætti að duga fyrir vasapening- um yfir veturinn. Ef þau eru hins vegar í fullri vinnu ber þeim skilyrð- isiaust að borga heim.“ Einn faðirinn var þó á öðra máli, fannst eðlilegt að sjá skólafólki einn- ig fyrir fatnaði og skólabókum, auk húsnæðis, fæði og þjónustu. Einnig fannst honum ekki nauðsynlegt að unga fólkið borgaði heim þótt það væri í fullri vinnu, miklu skynsam- legra væri að það fé rynni í verð- bréf eða aðra fjárfestingu sem gæti komið því að gagni síðar meir. Feður sáttir Feðrum fannst mjög óæskilegt og jafnvel ábyrgðarhluti að börn innan við tvítugt færa að heiman. Einn faðirinn hafði þá skoðun að hjá þeim bömum sem færa snemma að búa yrði lítil framþróun. Þau sem væru PÍTA A MIÐJUM DEGI HAUKUR GUÐMUNDSSON LAGANEMI „ÞEGAR fuglar eru á ákveðnum aldri byrja þeir að tína til drasl og búa til hreiður án þess að hafa hugmynd um af hverju þeir gera það,“ segir Haukur Guðmundsson, 25 ára gamall Iaganemi, þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að yfirgefa hreiðrið. Eg fór að heiman rúmlega tvítugur og sá um mig sjálfur í ein þijú ár en þá fluttist ég aftur heim á Hót- el mömmu og pabba. Þá var ég byijaður í námi og bjó hjá þeim meðan ég var að koma mér fyrir fjárhagslega. Nú er ég sem sagt fluttur aftur að heiman og það er nyög ljúft, ég er til dæmis að borða pítu núna á miðjum degi, annars hefði ég þurft að vera svangur uppi í skóla og koma mér síðan heim klukkan sjö í kvöldmatinn. Haukur segir að ástæðan fyrir því að hann fór að heiman hafí ekki verið fjárhagsleg, heldur hafí hér hreinlega verið um „hreiður- gerðarkomplexinn“ að ræða. „Kostimir við að vera í foreldra- húsum era tíma- og peninga- sparnaður. Heimilishaldið lendir þá ekki að fullum þunga á manni sjálf- um. Mér leið eins og blómi í eggi heima, skil varla af hveiju ég fór. En ætli ókostimir við að búa heima felist ekki helst í meiri af- skiptum af manni en ella, og auk þess þarf maður að sýna meiri til- litssemi. Því fylgir mikill sveigjanleiki að búa út af fyrir sig, menn geta borð- að, sofið og farið í bað þegar þeim hentar. Ég hef nú ekki enn fundið fyrir því að standa á eigin fótum, enda geri ég það ekki, ég er á fram- færi LÍN og lifí á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Þegar kynslóð for- eldra minna var á mínum aldri var hún oft komin með þijú böm, þann- ig að ég held að ég hljóti að vera undir það búinn að leigja mér litla íbúð úti í_bæ.“ HÓLMFRÍÐUR ERLA FINNSDÓTTIR SAGNFRÆÐINEMI Á FIMM STJðRNU HÖTELI ÉG BÝ í foreldrahúsum því ég hef það gott þar og svo finnst mér alltof dýrt að borga nær 40 þúsund krónur í húsaleigu. Það er miklu nær að leggja þá peninga fyrir og kaupa sér íbúð seinna,“ segir Hólmfríður Erla Finnsdóttir, 23 ára gamali sagnfræðinemi. Við ákváðum það í sameiningu, ég og unnusti minn, að búa heima þar til við höfum bæði lokið námi, og reyna þá að fara út í íbúðar- kaup. Við erum bæði yngst systk- ina og það gerir hlutina auðveldari. Hólmfríður segir að þau séu oftar heima hjá henni því hún sé með gott herbergi með baði í kjall- aranum. Hún er í ókeypis fæði og húsnæði en hefur að öðru leyti lif- að af sumarkaupinu og skyldu- sparnaðinum, og unnustinn er með námslán. „Mér fínnst það mikill kostur að vera heima, því foreldrar mínir eru afskaplega jákvæðir og ég stjóma mínum málum sjálf. Við erum líka útaf fyrir okkur þama niðri, það er helst að maður sakni þess að hafa ekki eldhús! Ég reyni að taka þátt í heimilisstörfunum, elda stöku sinnum og þríf. Mamma sér nú að mestu leyti um allan þvott og ég kvíði mest fyrir því að þurfa að fara að strauja þegar ég flyst að heiman. Maður býr á fimm stjörnu hóteli, ég geri mér það alveg ljóst. Eftir því sem ég heyri á kunn- ingjum mínum fer það eftir ástandinu heima fyrir, þrengslum eða sambandi við foreldra, hvort þeir koma_ sér fljótt að heiman eða ekki. Ég held nú samt þrátt fyrir allt að fólk verði latt á því að vera of lengi heima, og líklega er það engum hollt." YNGVI RAFN YNGVASON MYNDATÖKUMAÐUR LÍTID HAFT FYRIR HLUTUNUM ÉG HEF ekkert verið að flýta mér að heiman, segir Yngvi Rafn Yngvason, 27 ára gamall myndatökumaður og klippari hjá Stöð 2. „Það er nú ekki langt síðan ég lagði það á mig að fara að safna og nú er ég búinn að festa kaup á íbúð og ætla að flytjast í hana í september. Þannig að nú er loksins komið að því! Foreldrar mínir hafa aldrei lagt að mér að fara, kannski af því að ég er einhleypur, og þar af leiðandi hefur maður ekki hugsað mikið um það. En það er kominn tími á það núna og ég hlakka til að takast á við lífíð einn.“ Yngvi Rafn segir að það sé óskaplega gott að vera heima, en annars sé hann lítið á staðnum, lengur heima yrðu kröfuharðari um húsnæði og annað sem heimili fylgdi, og oftast hefðu þau það betra fjár- hagslega. Flestum feðrum fannst notalegt að hafa bömin í kringum sig jafnvel þótt þau væra á þrítugsaldri, en við- urkenndu þó að því fylgdu ýmsir ókostir, einkum þegar menn væra komnir með kærastur eða kærasta. „Þá fer maður víst ekki inn á baðher- bergi á næturnar nema uppábúinn." Þegar rætt var um verkaskiptingu og þátttöku í heimilisstörfum fannst, feðrum sjálfsagt að unga fólkið rétti þar hjálparhönd, svo framalega sem það hefði tíma. Faðir sem er með dóttur og son heima viðurkenndi að mestöll vinnan lenti á þeim hjónum. Þau væra þó búin að hafa það í gegn að láta unga fólkið elda stöku sinnum, það gengi mjög vel með dótturina, en komi helst heim til að borða og sofa. „Ég borga heim og hef alltaf gert. Nú eðlilega þrífur maður her- bergið sitt og tekur þátt í uppvask- inu, það er að segja þegar maður er heima. Mesti kosturinn við að vera heima er sá að maður þarf ekki að hafa mikið fyrir hlutunum, en vissulega er það ekki sanngjamt að öll vinnan lendi á foreldrunum. sonurinn virtist vera með tíu þumal- fingur þegar hússtörfin væru annars vegar. Þeir feður sem rætt var við fóra flestir að heiman sjálfír á aldrinum 22 til 28 ára. Einn hafði þó farið að heiman 17 ára gamall, og þá við lítinn fögnuð. Mæður kröfuharðar Hjá mæðranum var yfírleitt ekki um neitt „elsku mamma“ að ræða. Þær voru mun ákveðnari í afstöðu til þessara mála. Að vísu fannst þeim öllum sjálfsagt að sjá bömum sínum sem væru í námi fyrir fæði og hús- næði, en þjónustuna skyldu þau ekki taka sem sjálfsagða og aftóku með öllu að sjá þeim fyrir fatnaði, skóla- bókum eða vasapeningi. Nokkrar mæður nefndu tvítugsaldurinn sem tímamörk hvað þetta snerti, sögðu að eftir að framhaldsskólanámi lyki Ókostirnir eru fáir, kannski helst þeir að maður er sjaldan einn og getur kannski ekki boðið heim vin- um sínum þegar maður kýs það sjálfur. Að sjálfsögðu leggja for- eldrar manni lífsreglumar eins og þeirra er von og vísa, þau hafa lengi hvatt mig til að spara og safna, en það er ekki fyrr en nýlega að ég fór að taka mark á því. Hvort það er jákvætt fyrir ungt fólk að vera heima lengi, held ég að fari eftir einstaklingum, en ef fólk er komið í tilhugalífið finnst mér að það eigi að leggja kapp á að stofna sitt eigið heimili." væri ástæðulaust að veita þeim vasa- peninga. Þótt þeim fyndist eðlilegt að sjá að hluta fyrir ungu fólki meðan það væri í námi voru þær á móti því að taka kærustur og kærasta inn á heimilið á sömu forsendum. „Ef bæði ætla að læra, verða þau að búa hvort í sínu lagi. Þau verða bara að sætta sig við það. Einnig mættu þau taka tillit til þess að foreldrar vilja gjarnan hafa sitt einkalíf ekki síður en þau.“ Ef börnin vora komin í fulla vinnu en ekki flutt að heiman, fannst mæðrum að þau ættu skilyrðislaust að borga heim. Ein móðirin hafði um þetta að segja: Þegar dóttir okk- ar hætti í skóla og fór að vinna lét- um við hana borga heim. Henni fannst við vera. mjög grimm. En reyndar létum við þær greiðslur inn á bankabók án hennar vitundar, því

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.