Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.03.1993, Blaðsíða 28
MORGUNBLABIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. MARZ 1993 Minning t Faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, EiNAR VALGARÐ BJARNASON, lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði að morgni 12. mars. Guðbjörg Ester Einarsdóttir, Högni Einarsson, barnabörn og barnabarnabarn. Fjóla V. Bjarnadóttir, Hólmfrfður S. Bjarnadóttir, Jón Bjarnason, Björgvin Bjarnason, Ragnar Bjarnason. t Ástkær eiginmaður minn, KJARTAN HALLDÓRSSON frá Bæjum, Miðleiti 5, Reykjavfk, sem lést 7. mars sl. verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 16. mars kl. 13.30. Kristfn Þorsteinsdóttir. t Móðir okkar, ANNA GUÐMONSDÓTTIR frá Kolbeinsvfk, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, er lést í Sjúkrahúsi Akraness 7. mars, verður jarðsungin frá Akra- neskirkju mánudaginn 15. mars kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Börnin. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANN BALDVINSSON, Hafnargötu 77, Keflavík, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 9. mars, verður jarðsunginn frá Kefla- víkurkirkju þriðjudaginn 16. mars kl. 14.00. Guðrfður Eirfksdóttir, Björn Jóhannsson, Hrönn Sigmundsdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, Roy Ólafsson, barnabörn og langafabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JAKOBÍNA ODDSDÓTTIR, Háaleitisbraut 32, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. mars kl. 13.30. Kristbjörg Guðmundsdóttir, Fanney Magnúsdóttir, Jón Frímannsson Guðrún Guðmundsdóttir, Gunnar Hjartarson og barnabörn. t Faðir okkar, afi og langafi, TRYGGVI EMILSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. mars kl. 15.00. Fanney Tryggvadóttir, Elsa Tryggvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, GUÐJÓN VALGEIRSSON, Sólheimum 24, andaðist í Landspítalanum 7. mars. Útförin verður gerð frá Langholtskirkju þriðjudaginn 16. mars kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Félag nýrnasjúklinga. Hallveig Halldórsdóttir, Valgeir Guðjónsson, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, Guðrún Arna Guðjónsdóttir, Pétur Bjarnason, Sigrfður Anna Guðjónsdóttir, Ragnar Marteinsson og barnabörn. Ingibjörg Margrét Guðmundsdóttir Fædd 15. september 1901 Dáin 8. mars 1993 Síminn hringir, Anna mágkona mín segir mér að tengdamamma mín sé dáin. Ég átti von á þessum fréttum, hún var búin að vera veik 1 nokkum tíma, en alltaf verður söknuður sár þegar góðir vinir kveðja. Hún var ekki bara tengda- móðir mín, heldur líka sönn og góð vinkona mín. Mér finnst ég vera lán- söm að kynnast slíkri konu, hún var hetja síns tíma. Hún verður lögð til hinstu hvfldar á morgun, mánudag- inn 15. mars, kl. 14, við hlið eigin- manns síns, Valgeirs Jónssonar í Mýrakirkjugarði, Dýrafírði, við fal- lega fjörðinn sinn þar sem hún bjó alla tíð þar til þau fluttust til Húsa- víkur vorið 1964. Ingibjörg Guðmundsdóttir var fædd á Bessastöðum í Mýrahreppi í Dýrafírði. Foreldrar hennar voru Anna Jónína Bjarnadóttir og Guð- mundur Engilbertsson. Hún fór í fóstur til hjónanna Ingibjargar Guð- mundsdóttir og Friðriks Bjamasonar á Mýrum í Dýrafírði og ólst þar upp. Árið 1924 giftist hún Valgeiri Jónssyni frá Höfðaströnd í Gmnna- víkurhreppi, f. 3. aprfl 1899. Þau hófu búskap á Mýram árið 1925, en fluttust að Gemlufjalli 1927 og bjuggu þar til 1957 er þau fluttust að Lækjarósi og bjuggu þar ásamt syni sínum Jóni og tengdadóttur. Um vorið 1964 fluttust þau til Húsa- víkur til Önnu dóttur sinnar og Bald- urs. Þau bjuggu í Sólbrekku 14 í notalegri íbúð sem þau höfðu sér. Ingibjörg átti 11 systkini sem öll era látin. Ingibjörg og Valgeir eignuðust níu mannvænleg börn sem öll era á lífi og era þau í aldursröð: Guðbjörg Sigrún, fædd 1926; Jón Kristinn, fæddur 1927; Ingibjörg Elín, fædd 1929; Anna Jónína, fædd 1931; Amór, fæddur 1932; Guðrún Sigíð- ur, fædd 1934; Elísabet, fædd 1936; Friðrik Halldór, fæddur 1940; og Guðmundur fæddur 1942. Það var fyrir 32 áram sem ég sá Ingu mína í fýrsta sinn. Hún var létt í fasi, brosmild og kvik í hreyfingum og kaffíð hennar ilmaði vel. Hún var ekki jengi að bera það á borð ásamt góðu meðlæti. Með okkur tókust góð kynni sem héldust alla tíð. Við skrif- uðumst á, hún var úti á landi, en við bjuggum í Hafnarfirði. Alltaf hlakkaði ég til að fá bréfin frá henni. Af blaðsíðunum lýsti góðvild og hlýja sem hún var svo rík af. Umhyggjan fyrir öðram var einstök hjá þessari góðu konu. Hún vann verk sín í kyrrþey og nærri má geta hvort ekki hefur verið í nógu að snúast með svo stóran bamahóp þar sem engin þægindi vora eins og tíðkast nú til dags. Mér hefur verið sagt að hún hafí oft sungið við störfin sín bseði innanhúss og utan. Ég minnist þess hve gott var að koma til þeirra Ingu og Valgeirs á Húsa- vík. Við fóram flest sumur norður til þeirra og þá var oft glatt á hjalla. Tengdapabbi minn var söngelskur maður, söng í kirkjukómum og hafði gaman af ættjarðarlögum og ljóðum. Við hjónin eigum góðar minningar frá þessum ferðum og bömin okkar líka. Þær minningar munu aldrei gleymast. Þegar við fóram var tengdapabbi minn vanur að fylgja okkur úr hlaði, kom með okkur í bflnum út fyrir bæinn og eftir góðar kveðjur gekk hann einn til baka heim. Þau vora bæði bamgóð og segir það meira en mörg orð. Ég vil þakka Önnu og Baldri fyr- ir hönd fjölskyldu minnar hversu góð og fórnfús þau vora tengdaforeld- ram mínum á ævikvöldinu. Valgeir lést 5. júlí 1981, afkomendur þeirra hjóna era um 120 talsins. Svo vil ég þakka af heilum hug, elsku Inga mín, fyrir allt sem þú varst okkur. Ég veit að nú líður þér vel og ert búin að hitta alla ástvin- ina sem á undan þér vora farnir. Vertu ávallt Guði falin. Blessuð sé minning þín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Heiða Jónsdóttir. Elli þú ert ekki þung anda Guði kærum fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum. (Steingr. Thorst.) Þessar ljóðlínur komu oft upp í huga minn er mér varð hugsað til ömmu minnar og nöfnu, Ingibjargar M. Guðmundsdóttur. Hún var hjartahlý og góð kona sem öllum vildi gott gera. Velferð annarra var ávallt höfð í fyrirrúmi. Hún var eitt af þessum nægjusömu aldamótabörnum sem mundu tímana tvenna. Hennar auður var ekki stór á ver- aldlega vísu, hennar auður vora bömin hennar níu sem öll lifa móður sína. Hún bar mikla umhyggju fyrir fólkinu sínu og fylgdist vel með því, þó úr fjarlægð væri. Amma hafði létta lund og raulaði yfirleitt meðan hún vann verk sín. Hún gat verið föst fyrir og sýndi það sig best þegar hún giftist afa mínum, Valgeiri Jónssyni, þrátt fyr- ir mikinn mótbyr frá fósturföður sín- um. Afí hafði þá verið vinnumaður þar á heimili hreppstjórahjónanna og þótti það ekki við hæfi að amma tæki svo niður fyrir sig. Þetta var hennar stærsta gæfuspor, svo góður var hann afi. Afi minn lést fyrir tæpum tólf áram og var það ömmu mikill missir. Örlögin höguðu því þannig til að ég var mikið samvistum við þau afa og ömmu þegar þau bjuggu í sveit- inni sinni vestur í Dýrafirði. Frá þeim tímum á ég margar góðar minningar sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Seint gleymi ég henn- ar óþijótandi þolinmæði þegar ég kom rennvot eftir að hafa vaðið í fjörunni hvað eftir annað. Meðan til voru þurr föt heima var lítið sagt. Þau vora ófá ijómaglösin sem hún amma lét mig drekka í búrinu, í þeirri veiku von að ég myndi nú braggast eitthvað. Það var líka hún amma sem minnti hann afa á að kaupa ölpelana fyrir nöfnu sína þeg- ar hann fór í kaupstaðinn. Þegar árin færðust yfir tóku gömlu hjónin sig upp og fluttust norður til Húsa- víkur til dóttur sinnar Önnu og tengdasonar, sem ávallt reyndust þeim vel. Þangað var líka gott að koma, tekið höfðinglega á móti öllum og var gestagangur þar oft mikill yfir sumartímann. Ég held að amma hafi lifað á því allan veturinn og strax farið að hlakka til næsta sumars. Amma mín átti því Iáni að fagna að vera frekar heilsuhraust um dag- ana, að minnsta kosti kvartaði hún ekki. Hún dvaldi á sjúkrastofnun í tæpt ár og átti þaðan ekki aftur- kvæmt. Það var hennar fyrsta og síðasta sjúkrahúslega. Heilsu hennar hrakaði ört undir það síðasta og kraftarnir fóra dvínandi. Það var erfitt að vita af þessari dugmiklu konu sem sjaldnast hafði verið að- gerðarlaus liggja svo máttvana og ósjálfbjarga sem raun varð á. Nú er sláttur hjartans hljóðnaður. Langri ævi er lokið. Fullviss er ég að nú hefur hann afi tekið á móti henni opnum örmum og víst er að hún amma fagnar endurfundunum. Ég vil þakka ömmu fyrir alla þá tryggð og kærleika sem hún sýndi mér og fjölskyldunni allri og kveð hana með sömu orðum og hún kvaddi mig rúmri viku fyrir andlát sitt. „Farðu í Guðs friði, elsku nafna mín.“ Ingibjörg S. Magnúsdóttir. Hún Ingibjörg okkar er dáin, þessi orð sagði móðir mín þegar hún flutti mér lát Ingibjargar Guðmundsdótt- ur, og ósjálfrátt setur mann hljóðan, þó að maður hafi búist við kalli dauð- ans undanfamar vikur. Ingibjörg var orðin eldri kona þegar ég man eftir henni fyrst. Ég var á öðru ári þegar hún og maður hennar Valgeir Jónsson fluttust úr Dýrafirði til Húsavíkur og settust að á efri hæðinpi í Ámahúsinu (Ket- ilsbraut 8). Þar höfðu þau litla íbúð, en í hinum hlutanum af hæðinni vora Anna dóttir þeirra og Baldur maður hennar, móðurbróðir minn. Það var sjálfsagður viðkomustað- ur fyrir okkur sveitafólkið að stansa í Ámahúsinu þegar kaupstaðarferð- imar vora famar, mín tilhlökkun við þær ferðir var að koma í Ámahúsið og leika við frænda minn sem er litlu eldri en ég. Ég man fyrst eftir Ingibjörgu við störf í litla eldhúsinu sínu í Árnahús- inu, en betur man ég þó eftir henni og kynntiSt henni betur eftir að þau hjónin fluttust í litlu íbúðina sína, sem þau byggðu í félagi við dóttur sína og tengdason er þau byggðu húsið sitt að Sólbrekku 14. Ibúðin þeirra Ingibjargar og Val- geirs var lítil, en mjög notaleg. Inn- angengt var úr íbúð yngri hjónanna inn til þeirra. Það var yndislegt að skjótast inn til Ingibjargar og Val- geirs, hann svo kátur og gamansam- ur, en hún svo blíð og góð. Það voru því friður, ró og glettni sem streymdu á móti manni þegar dyrn- ar voru opnaðar inn til þeirra. Nokkuð oft fóru þau Ingibjörg og Valgeir í heimsókn til barna sinna sem búsett era bæði á Vestfjörðum og á Reykjavíkursvæðinu, og eftir að Valgeir andaðist 5. júlí 1981, fór Ingibjörg ein í þessar ferðir á meðan þrek og heilsa leyfðu. Ingibjörg bjó ein í íbúðinni sinni eftir fráfall Valgeirs og inn í þá íbúð var alltaf sjálfsagt að koma þegar heimsóknir í Sólbrekkuna vora ann- ars vegar. Það var gaman að setjast inn hjá Ingibjörgu og spjalla við hana yfir bragðgóðu kaffi, því að hún var fróð og minnug og gat sagt frá svo að gaman var að hlusta, ekki síst ef hún var að rifja uþp gamla tímann og foma búskaparhætti. Eftir að ég fluttist til Reykjavík- ur, hitti ég Ingibjörgu ekki eins oft. Þó var hægt að skjótast inn til henn- ar, þegar komið var norður í sum- arfrí. Þá kom best í Ijós lifandi áhugi hennar á því sem maður var að gera

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.