Morgunblaðið - 17.03.1993, Side 9

Morgunblaðið - 17.03.1993, Side 9
■ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 9 ^ffl/jartans þakkir og kveðjur til ykkar allra sem glödduð mig með skeytum, gjöfum og heimsóknum í tilefni 90 ára afmœlis míns. Olafur Helgason Smárahvammi 18, Hafnarfirði. Nú er rétti tíminn til að hefja reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum Magnús L. Sveinsson um leiöara Morgunblaösins: Lýsir mikilli óvild í garð YR Klci&an MorJunbUðiim i.L laugardaí *r tajjt að mc&limir vcrka- lm .. inð>r .iíi krtlu IH.1* hrart vrA.lý*.iaoSiB h,(i SJSJffifíSÍSSí i Móðursýki Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar, að formaður Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur kæmist að þeirri niðurstöðu, að Morgunblaðið sýndi félagi hans mikla „óvild"! í áratugi hafa Morgunblaðið og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur átt málefnalega samleið á flestum sviðum þjóðmála, verkalýðsmála og kjaramála og skal dregið í efa, að nokkurt verkalýðsfélag hafi notið jafn mikils stuðnings fjölmiðils og VR hefur hlotið af hálfu Morgunblaðsins. Þess vegna er ekki hægt að hafa önnur orð um viðtal, sem Tíminn birti í gær við Magnús L. Sveinsson, formann VR, vegna forystugreinar Morgunblaðsins sl. sunnudag, en að viðbrögð hans einkenn- ist af móðursýki. Formaður VR kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að vegna at- hugasemda Morgunblaðsins um um- sýsluþóknun verkalýðsfélaga í tengslum við greiðslu atvinnuleysisbóta „sé verið að setja menn á sakabekk eins og þá, sem hafa tekið fé ófrjálsri hendi eða á röngum forsendum"! Þóknunin lækkuð Ut af fyrir sig má segja, að óþarfi sé að deila um þetta mál, þar sem þar til bærir aðilar hafa þeg- ar tekið ákvörðun um að lækka þessa þóknun til verkalýðsfélaganna, sem er auðvitað staðfesting á því, að hún hafi verið of há. En vegna gífuryrða Magnúsar L. Sveinssonar í garð Morgunblaðsins verður ekki hjá því kom- izt að fjalla svolítið um ummæli tians í viðtali við Tímann. Formaður VR segin „Þeir fengu upp- lýsingar en birtu þær ekki og segja ekki frá þeim. Ritstjórinn, sem skrifar leiðarann, lætur eins og hann viti ekki af upplýsingunum, sem búið er að fá hjá for- manni VR.“ Alkunna er, að blaða- menn vinna úr samtölum, sem þeir eiga við viðmæl- endur sína. Ef hvert orð væri birt, sem viðmæl- endur blaðamanna láta faila í samtölum við þá, væri dagblaðapappírinn illa notaður. I frétt í Morgunblaðinu á sunnu- daginn kemur það grundvallaratriði fram í málflutningi formanns VR, sem máli skiptir fyr- ir hann að koma á fram- færi, þ.e. það mat hans að umsýsluþóknunin hafi sízt verið of há. En það er óneitanlega broslegt að sjá formann VR kvarta imdan því, að sjónarmið hans fáist ekki birt í Morgunblaðinu. Ætli nokkur verkalýðs- leiðtogi hafí átt jafn greiðan aðgang að nokkrum fjölmiðli og sá, sem gegnt hefur for- mennsku í VR hverju sinni?! Samanburður viðVSÍ í vörn sinni í Tímanum fyrir hina háu umsýslu- þóknun af atvinnuleysis- bótum grípur Magnús L. Sveinsson til samanburð- ar við skrifstofukostnað 2 Tíminn Vinnuveitendasambands Islands. Á hvaða leið er verkalýðshreyfingin, ef hún telur eðlilegt að bera skrifstofukostnað sinn saman við skrifstofu- kostnað VSÍ? Fyrirfram hefði mátt ætla, að verkalýðsfélag teldi sér skylt að gæta meiri hófsemi í húsakosti, húsbúnaði og skrifstofu- haldi en samtök atvinnu- rekenda. Þess vegna kemur það á óvart, að Magnús L. Sveinsson telji ástæðu til samanburðar við VSÍ. Af viðtalinu við Magnús L. Sveinsson í Timanum má draga þá ályktun, að kostnaður VR við hvem starfsmann í umsýslunni sé 2,8 millj- ónir króna. Það bendir til þess að heildarkostnaður við hvem starfsmann sé 233 þúsund krónur á mánuði. Þótt gert sé ráð fyrir, að launatengd gjöld séu í þeirri tölu er það býsna hár launakostnað- ur a.m.k. ef tekið er mið af sammngsbundnum launalgömm félags- manna í VR. Ef í þessari tölu er hins vegar gert ráð fyrir öllum skrifstofukostnaði VR, þ.e. þeim kostnaði er skipt niður á hvem starfs- mann, er óhjákvæmilegt að spyija hvort VR mundi ekki reka neina skrif- stofu, ef umsýslan væri ekki fyrir hendi! Stað- reyndin er auðvitað sú, að i þessu tilviki er ekki hægt að deila öllum skrif- stofukostnaði VR niður á þá starfsmenn, sem vinna við umsýsluna. Fastur kostnaður við skrifstofu- hald stærsta verkalýðsfé- lags landsins værí auðvit- að til staðar, hvað sem liði umsýslu með greiðslu atvinnuleysisbóta. Ef for- maður VR notar svona reikningsaðferðir í samn- ingagerð sinni við vinnu- veitendur um launakjör félagsmanna VR er ekki við góðu að búast. Aðhald í rekstri verka- lýðsfélaga Umræður um umsýslu- þóknunina hljóta að leiða til þess, að sömu kröfur verða gerðar til verka- lýðsfélaga og annarra um aðhald í rekstri. Félögin hafa áratugum saman safnað miklum sjóðum með því að taka til sín prósentur af launum. Dæmi um það er hinn mikli sjúkrasjóður VR, sem það félag hefur á stundum a.m.k. átt í mestu vandræðum með að nýta. I kreppuástandi eins og nú ríkir, er full- komlega eðlilegt, að fé- lagsmenn verkalýðsfélag- anna setji fram þær kröf- ur á hendur féiögunum sjálfum, að eitthvað af þeim greiðslum, sem ganga í þessa sjóði, renni nú beint i vasa launþega og að þeir ákveði sjálfir hvemig þeir nota þessa peninga í stað þess að það sé ákveðið á skrifstofu og í stjórn VR eða annarra verkalýðsfélaga. Hefur formaður VR nokkuð á móti því? Nú þegar eng- inn möguleiki er á launa- hækkun er kannski hægt að létta eitthvað undir með launþegum með því að beina þessum greiðsl- um til þeirra í stað þess, að þær fari í sjóðamynd- un verkalýðsfélagaima. Hvað skyldi annars „um- sýsluþóknun" þeirra vegna þessara sjóða vera há?! ríkissjóðs. Notaðu símann núna, hringdu í 62 60 40, 69 96 00 eða 99 66 99 sem er grænt númer. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Kalkofnsvegi 1, sími 91- 699600 Hverflsgötu 6, sími 91- 626040 Kringlunni, sími 91- 689797 Almenriur lífeyrissjóður VÍB ÞITT FRAMLAG - ÞÍN EIGN Almennur Lífeyrissjóður VIB, ALVIB, er séreignarsjóður þar sem öll framlög sjóðfélaga eru hans eign og færast á sérreikning hans. Eign í ALVIB erfist því við andlát sjóðfélaga. Þeir sem ekki eru skyldugir til að greiða í annan lífeyrissjóð geta greitt öll sín iðgjöld í ALVÍB. Sjóðurinn hentar einnig sem viðbótarlífeyrissjóður fyrir þá sem vilja auka við lífeyrisréttindi og þar með tekjur á eftirlaunaárunum. Við ávöxtun sjóðsins er lögð megináhersla á öryggi og stöðugleika. Rekstrarkostnaður AI.VIB hefur á síðustu tveimur árum verið mjög lágur. Arsfjórðungslega fá sjóðfélagar send ýtarleg yfírlit og geta þannig fylgst náið með inneign sinni hverju sinni. Ráðgjafar VJB veita frekari upplýsingar um AIVÍB og einnig er hægt að fá sendar upplýsingar í pósti. Hringdu í síma 68 15 30 til að fá upplýsingar um AI.VÍB v\VEYft^, Já takk, ég vil fá sendar upplýsingar um ALVIB. Nafn: ________________ Heimili: Póstfang: Sími: VIB VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. , ------ Ármúla 13a, 155 Reykjavík. -'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.