Morgunblaðið - 17.03.1993, Page 13

Morgunblaðið - 17.03.1993, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 13 Hvað hefur sparast í heilbrig’öiskerímu? eftirÞorkel Helgason Margt hefur verið ritað undan- farið hér í Morgunblaðinu um sparnað í heilbrigðismálum og hvort þar hafi náðst árangur og þá hver. Ég þykist þess fullviss að lesendur eigi margir hveijir erfítt með að ná áttum í þessum sumpart misvís- andi upplýsingum og skoðunum. Grein þessari er ætlað að skýra stærstu þætti þessa viðfangsefnis. Sparnaður í rekstri heilbrigðisstofnana hátt í milljarð Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur metið árangur af hagræðingu í rekstri heilbrigðis- stofnana á síðasta ári. Fram kemur að útgjöld hafa lækkað milli áranna 1991 og 1992 um hátt í einn millj- arð króna.Lækkunin er einkum í rékstri sjúkrahúsanna.en hjá þeim einum nemur hann rúmum 800 millj. króna.í báðum tölum er búið að taka tillit til verðbreytinga milli ára. Samtímis hefur orðið aukning í umsvifum sjúkrahúsanna. Vissu- lega kann að vera unnt að fínna dæmi um hið gagnstæða en á heild- ina litið verður ekki annað séð en orðið hafi umtalsverð afkastaaukn- ing. Ríkisendurskoðun er að vinna að úttekt á báðum þessum atriðum, rekstrarspamaðinum og afköstum sjúkrahúsanna. Bráðabirgðaniður- stöður koma heim og saman við það sem þegar hefur verið sagt. Spamaðurinn í rekstri sjúkrahús- anna er verulegur og er mér til efs að sambærilegur árangur hafí náðst á öðmm stómm útgjaldasviðum hins opinbera.Þetta er þeim mun athyglisverðara þar sem afköst sjúkrahúsanna hafa haldist eða jafnvel aukist. Álíka sparnaðarað- gerðir annars staðar hafa einatt leitt til samdráttar í umsvifum. Hvemig hefur þetta gerst? Ein skýring er breyting á skipan sjúkra- húsmála í Reykjavík þar sem al- mennar bráðavaktir á Landakoti vom aflagðar. Þessi aðgerð ein hef- ur sparað nokkur hundmð milljónir króna. Hún var umdeild í fýrra en nú em ekki margir sem vefengja árangurinn. Að öðm leyti var beitt almennum niðurskurði á fjárveit- ingum um leið og sjúkrastofnunum var gert að gera grein fyrir því sérstaklega hvemig þær hygðust bregðast við. Þetta náði að efla við- leitni stjómenda og starfsmanna til ýmiss konar hagræðingar í rekstri. Hefur engínn árangur náðst í lyfjamálum? í þeirri umræðu sem vísað er til í upphafi hefur mest verið fjallað um lyfjamálin. Heilbrigðisráðuneyt- ið hefur lagt fram tölur um að áætla megi sparnaðinn upp á 500 milljónir króna árið 1991 og 700 milljónir króna 1992. Svavar Gests- son alþingismaður fullyrðir í grein hér í blaðinu þann 3. mars að í stað spamaðar hafí reyndar orðið hækk- un um 10,5%. Erfítt er að fóta sig í röksemdafærslunni í grein Svav- ars en sumpart byggist hún á röng- um eða ósambærilegum upplýsing- um um lyfjaútgjöld seinustu árin, en meginmunurinn á niðurstöðu okkar í heilbrigðisráðuneytinu og hjá Svavari em gjörólíkar forsendur um það hvert stefnt hefði ef ekki hefði verið gripið til aðgerða til að hemja lyfjaútgjöldin. Árin 1984-1990 var vöxtur í lyfjakostnaði Tryggingastofnunar nær jafnt og þétt 13% á ári og em þá útgjöldin reiknuð miðað við fast gengi. Á þessum forsendum dregur heilbrigðisráðuneytið þá ályktun að sparast hafi í lyfjaútgjöldum nær 1200 milljónir króna sl. tvö ár eins og fyrr segir. Gagnrýnendur segja þrennt við þessu: 1. Framreikningur ráðuneytisins er hugbarburður manna þar og lé- leg reikningskúnst. 2. Jafnvel þótt spá megi á þennan hátt sér hver heilvita maður að eitthvað hefði verið gert til að stemma stigu við þvílíkum út- gjaldavexti. 3. Sparnaðurinn er bara fenginn með því að seilast dýpra í vasa sjúkra og aldraðra og lítið til að státa af. 4. Nær væri að örva kostnaðarvit- und lækna en vesalings sjúkling- anna og þjamia um leið svolítið að apótekumnum, sem allir em moldríkir. Enginn er spámaður í sínu föðurlandi Lítum fyrst á gagnrýnina á fram- reikningana. Nú vill svo til að fram- reikningur ráðuneytisins kemur heim og saman við útreikninga stofnunar utanlands. í Danmörku er rekin upplýsingaskrifstofa, Dansk lægemiddeí statistik, sem gefur út upplýsingar um lyfjamark- aðinn í Danmörku og fomum ný- lendum Dana. Stofnunin heldur því utan um heildarsölu lyfja á íslandi og er þar bæði um lyf að ræða sem seld em í apótekum og notuð em á sjúkrahúsum. Það sem hér skiptir einkum máli er að danska stofnunin spáir lyfja- sölu tvö ár fram í tímann. Á miðju ári 1991, áður en gripið hafði verið til aðgerða í heilbrigðisráðuneytinu, spáði stofnunin að lyfjaútgjöld þjóð- arinnar það árið í heild yrðu um 24% meiri en raunin varð. Fyrr- greint mat heilbrigðisráðuneytisins á lyfjaútgjöldum Tryggingastofn- unar án aðgerða hljóðar uppá 21% hærri útgjöld en þau urðu í reynd. Þá ber að hafa í huga að tölur ráðu- neytisins taka til útgjalda Trygg- ingastofnunar einnar, en tölur Dan- anna ná einnig ti) lyfjaútgjalda sjúkrahúsanna og til hlutdeildar sjúklinga í lyfjakostnaðinum, sem hækkaði nokkuð. í Ijósi alls þessa era sparnaðartölur ráðuneytisins hógværar miðað við það sem lesa má úr áætlun Dananna. Fullyrðingar ráðuneytisins um 700 milljónja króna sparnað líka árið 1992 byggist á því að vöxtur- inn frá fyrri ámm hefði enn haldið áfram það árið. Auðvitað er því ekki að neita að slíkir framreikning- ar verða hæpnari þeim mun lengra sem horft er fram á við. En hér skiptir ekki höfuðmáli hvort meta megi árangurinn á 500, 700 eða jafnvel 1.000 milljónir króna. Aðal- atriðið er að unnt reyndist að halda megninu af þeim mikla ávinningi sem náðist 1991, sejn sést m.a. á því að útgjöldin 1992 voru þau sömu og tveimur ámm áður. Kólumbusareggið Gagnrýnendur á aðgerðir heil- brigðisráðherra segja að auðvitað hefði ekki verið látið reka á reiðan- um í lyfjamálum þótt annar ráð- herra hefði setið í stólnum. En hví höfðu menn þá horft upp á útgjald- avöxt án stórvægilegra aðgerða árum saman? í ráðherratíð Guð- mundar Bjarnasonar hafði að vísu samist um nokkurn afslátt frá áiagningu lyfsala. Um sjötti hluti þess sem sparast hefur tvö sl. ár er því að þakka. Seinustu fjárlög fyrri ríkisstjórn- ar mæltu fyrir um lækkun lyíja- kostnaðar og í greinargerð með fjárlagaframvarpinu fyrir 1991 segir að ráð sé fyrir því gert „að ná þar fram sparnaði sem nemur 500-600 milljónum króna. M.a. er gert ráð fyrir að ná þessum sparn- aði með breyttu skipulagi á inn- flutningi og dreifingu lyfja, lækk- aðri álagningu í heildsölu og smá- sölu og breyttu skipulagi á kostnað- arþátttöku notenda í lyfjakostnaði“. Við stjórnarskiptin hafði fátt komist til framkvæmda í þessum málum og stefndi lyfjareikningur- inn því í hæðir. Það var núverandi heilbrigðisráðherra sem hafði þor til að framfylgja því sem að hafði verið stefnt en ekki uppfyllt. Bera sjúklingarnir byrðamar? Þá er það þriðja gagnrýnisatriðið um að sparnaðurinn sé allur á Þorkell Helgason „Við viljum sem besta heilbrigðisþj ónustu sem sé öllum aðgengi- leg og að fjárhagur fólks skipti þá ekki máli.“ kostnað sjúklinga. Áður en tekið var til hendinni í lyfjamálum á miðju ári 1991 nam hlutdeild sjúklinga í lyfseðilsskyldum lyfjum um 17-18%. A árinu 1992 er talið að þessi hlutdeild hafi verið 24-25%. Þau 7% sem hér munar svöraðu það árið til um 250 millj. króna. Órð- ugra er að meta árið 1991 þar sem þá giltu mismunandi reglur á fyrri og seinni árshelmingi, en ætla má að hækkun á hlutdeild sjúklinga hafí svarað til allt að 200 milljóna króna. Samtals hefur því hlutur sjúklinga aukist um 450 milljónir króna þessi tvö ár. En hvað hefðu sjúklingar orðið að borga mikið ef lyflaútgjöldin hefðu orðið eins og spáð var en hlutdeildin verið óbreytt? Þá hefðu útgjöld þeirra aukist um 200 milljónir króna. Því má með nokkrum sanni segja ’að sviftingarnar í lyfjamálunum hafí í raun aukið útgjöld neytendanna um mismuninn eða 250 milljónir króna. Læknar og apótekarar Heilbrigðismálin og ekki hvað síst lyfjaþáttur þeirra em hvarvetna í skoðun í grannlöndum okkar. Það er gegnumgangandi í umfjöllun um málin að nokkur hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaðinum sé mikilvægt tæki til að veita aðhald. Auðvitað er það sjaldnast svo að sjálfír neyt- endur lyíjanna fái miklu um það ráðið hvaða lyf em valin og þar með hvað þau kosta. En læknar bera eðlilega meiri umhyggju fyrir sjúklingum sínum en ræflinum hon- um ríkissjóði og gaumgæfa því bet- ur lyfjaval og lyfjagjöf þegar það hefur áhrif á pyngju sjúklingsins. Sumir hafa hvatt til þess að auka kostnaðarvitund læknanna sjálfra. Hvað er átti við með því? Þýski heilbrigðisráðherrann lagði til sl. haust að hveijum lækni yrði skammtaður lyfjakvóti fyrir sjúkl- inga. Færu þeir fram úr kvótanum yrðu þeir hýmdregnir. Læknar brugðust æfír við. Samtök þeirra dreifðu veggspjaldi þar sem heil- brigðisráðherrann var kallaður manndrápari. Reyndar guggnuðu þeir á því a hengja það upp þegar í ljós kom að lyfjafyrirtæki höfðu kostað herferðina! Viljum við slíkt kvótakerfi? Hvað lyfsalana varðar þá hefur heilsöluálagning lyfja nýlega verið lækkuð vemlega, sem léiddi til um 3% lækkunar lyfjaverðs. Það hefur aftur í för með sér minni álagningu apótekaranna, en hún hefur verið og er há hér í sambanburði við aðrar þjóðir. Þá em til umfjöllunar ný lög um lyfsölu og lyfjadreifingu sem er ætlað að stuðla að aukinni verðsamkeppni í lyfjainnflutningi og lyfsölu. Hvers vegna á að spara? Við viljum sem besta heilbrigðis- þjónustu sem sé öllum aðgengileg og að fjárhagur fólks skipti þá ekki máli. Til þess að verða við þessum óskum þarf gríðarmikið fé, á Qórða tug milljarða króna á ári, einhvers staðar í kringum 8% af þjóðarfram- leiðslunni, eða um 25% af ríkisút- gjöldunum, svo að einhveijir mæli- kvarðar séu nefndir. Vandinn er að afla Ijár í þessu skyni. Það hefur ekki tekist á mörgum liðnum ámm. Afleiðingin er sívaxandi skulda- söfnun hins opinbera innanlands og utan. Ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks einsetti sér að stemma stigu við skuldasöfnuninni, eyða fjárlagahallanum á tveimur árum og skapa um leið skilyrði fyr- ir vaxtalækkun sem aftur er for- senda þess að atvinnulífíð braggist. Jafnframt taldi ríkisstjórnin að fremur bæri að draga úr útgjöldum en auka skattheimtu til að brúa bilið. Áföll í sjávarútvegi ásamt dýpk- andi heimskreppu koma í veg fyrir að markmiðið náist á tveimur ámm, en þó hefur þegar saxast veralega á ríkissjóðshallann. Með hliðsjón af hinu mikla vægi heilbrigðis- og tryggingamála í rík- isrekstrinum var þegar í upphafí ljóst að án umfangsmikilla aðgerða í þeim málaflokki næðist markmið stjórnarinnar aldrei. Núverandi heilbrigðisráðherra færðist ekki undan þessu erfiða en vanþakkláta viðfangsefni. Því hefur hann verið mjög undir smásjá fjölmiðla. Höfundur er aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. 3M Glærupennar Skólaostur Skólaostur í sérmerktum kílóapakkningum á einstöku tilboðsverði í næstu verslun. VERÐ NU: 658 kr. kílóið. VERÐ AÐUR: kíléið. ÞU SPARAR: 116 kr. Ænosiaog vJL/smjörsalanse á hvert kíló.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.