Morgunblaðið - 17.03.1993, Side 14

Morgunblaðið - 17.03.1993, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 Hvað er svona slæmt við það að vilja jöfnuð? eftir Þorstein Oskarsson Það er lífsreynsla að vera opinber starfsmaður þessa dagana. Helstu pennar dagblaðanna fá heilmikið út úr því að leggja út af kjarabaráttu BSRB og KI. Og menn eru reiðir. Eitthvað trufl- ar gleði þeirra. Það má sjá á leiðurum Morgunblaðsins og dagfarsprúður maður, Ellert Schram, skrifar leiðara í blað sitt, DV, á allt öðrum nótum en hann er vanur. Hann hefur nú allt á homum sér þegar BSRB og KÍ ber á góma. Nú eru forystumenn opinberra starfsmanna orðnir veru- leikafirrtir í leiðara hinn 8. mars.' Og hvað er svona slæmt við opin- bera starfsmenn? Þeir segja að þegar þjóð verður fyrir áföllum þá eigi hún að grípa til jafnari skipta. Þetta er ekki ís- lenskt uppfínning. Þannig hugsa t.d. ráðamenn í Bandaríkjunum þessa stundina. BSRB hefur bent á að það megi leggja á hátekju- og eignaskatta og lækka vexti og nota það sem ávinnst til tekjujöfnunar. Bent hefur verið á að tíu milljarða vanti í ríkiskassann vegna svartrar atvinnustarfsemi. Farið var fram á sama kaupmátt og á þjóðarsáttartímanum en sá kaupmáttur var reyndar talinn allt of lágur af þeim sem stjóma landinu núna. Við vildum einnig breytingar í skatta- og velferðarmálum. Innan BSRB var fullkomin samstaða um að slík stefna væri bæði rétt og ábyrg. Hagsmunagæslumenn hinna ríku verða reiðir En það voru ekki aldeilis allir á sama máli. Menn urðu reiðir og við fengum að finna fyrir því. Einkum urðu þeir reiðir sem hafa þokkalegar tekjur og eiga töluvert fjármagn og hafa góðar vaxtatekjur af því — og vel að merkja þeir sem gæta hags- muna þeirra. Friðrik Sophusson segir að það sé ekkert til skiptanna. Ellert er sammála. Það er ekkert til skiptanna og sér hver maður sem er ekki veru- leikafirrtur. Og heilbrigðisráðherra kallar það gapuxahátt þegar vakin er athygli á því að á sama tíma og skattar eru lækkaðir á Coca Cola þá eru þeir hækkaðir í formi göngu- deildargjalda á krabbameinssjúkl- inga. Málflutningur ráðamanna er far- inn að minna talsvert á stóryrðin og dylgjurnar sem voru notaðar um forystumenn launamanna fyrr á öld- inni þegar hinir ríku vörðu eigur sín- ar með klóm og kjafti meðan al- menningur lapti dauðann úr skel. Að sjálfsögðu er málstaður þeirra slæmur sem hafa ekki annað til málanna að leggja en stóryrði, köp- uryrði og útúrsnúninga. Mánaðarlaun á bilinu 50 þús. kr. til 2 milljónir En hvað hugsar fólk sem er veru- leikafirrt? Það hlýtur að vera for- vitnilegt. Við í BSRB hugsum t.d. þannig að tuttugu- til fertugfaldur launa- munur sé óeðlilegur. Þar erum við að tala um laun á bilinu 50 þúsund til 1 til 2 milljónir á mánuði. Þar teljum við að skipta megi jafnar. Við teljum einnig fáránlegt að það megi ekki leggja skatta á þá sem hafa góð efni fyrr en þeir fara á spítala eða þurfa á lækningu að halda. Ef það er veruleikafirring að vilja meiri jöfnuð meðal fólks þá teljum við það satt að segja gott að vera talin veruleikafirrt. Ríkisstjórnin er glöð Ráðamenn hlakka nú mjög yfir úrslitum atkvæðagreiðslunnar í BSRB og KÍ og þeir eiga bágt með að leyna gleði sinni. Fjármálaráð- herra talar um að raunsæið hafí sigr- að. Það skilur maður mæta vel. Þau hafa ekki verið svo uppörvandi skila- boðin sem hafa borist til þeirra í skoðanakönnunum að undanförnu. „Kannski er þetta stuðningur við ríkisstjórnina?" „Ætli fólkið sé svona ánægt með kjörin?" Eitthvað svona gætu þeir sem búa í öðrum raunveruleikaheimi en fólkið í BSRB og KÍ hugsað á góðri stund yfir góðu glasi á góðra vina fundi. I raunveruleikanum — það er nú lík- ast til. Hvers vegna sagði fólk nei? í þessum kosningaslag hafði rík- isstjórnin sigur. Það fer ekki milli mála. Og hún er vel að þeim sigri komin. Með skefjalausum áróðri tókst þeim sem beijast fyrir hagsmunum hinna efnameiri að koma í veg fyrir samþykkt í BSRB og KÍ. Til þess höfðu þeir sérstaklega góða aðstöðu innan allra helstu fjölmiðla landsins og notuðu sér það. Sá styrkur skal ekki vanmetinn enda helltust yfir okkur öll helstu ótíðindi hérlend og erlend vel og skilmerkilega í blöðum og í öllum fréttatímum meðan á undirbúningi atkvæðagreiðslu stóð. Bölmóðurinn og svartagallsrausið var í hámarki og þar bar hæst Fær- eyjar með tilheyrandi skilaboðum til okkar á íslandi. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum er einnig farið að virka. Opinberir starfsmenn hafa ekki háð kjarabaráttu í viðvarandi atvinnuleysi um langan tíma. Áhrif þess skulu ekki vanmetin. Allar gerðir stjórnvalda lögðust þungt á vogarskálarnar þó þær réðu ekki einar. Fólk hafnaði verkfallsboðun af ýmsum ástæðum. Mest lét það í ljós áhyggjur út af afkomu sinni í verk- falli. Þeir sem töluðu gegn því að fólk samþykkti verkfallsboðun höfð- uðu mest til ótta fólks um afkomu og hve kostnaðarsamt það væri að vera í verkfalli. Þeir töluðu aftur og aftur um verkfallið 1984 en forðuð- ust það eins og heitan eldinn að nefna samþykkt verkfallsboðunar félaga innan BSRB 1987 og stutt verkfall eða ekkert [}h sólarhringur í Félagi íslenskra símamanna). Það var mismunandi eftir félögum og einhveijir bestu samningar sem fé- lögin í BSRB hafa gert. Fólk óttaðist einnig aðgerðir gegn núverandi stjórnvöldum og tók trú- anlegar yfirlýsingar stuðnings- manna þeirra um að okkur yrði hald- ið úti í löngu verkfalli. Fólk hafnaði einnig verkfallsboð- un af þveröfugri ástæðu. Því fannst að með því að efna til verkfalls og semja við þær aðstæður væri verið að taka ábyrgð frá ríkisstjórninni. Ef til slíks kæmi gæti hún kennt okkur um allt sem afvega færi í þjóð- félaginu og það vildu fjölmargir ekki. Öðrum fannst að kröfurnar væru ekki nógu háar, það tæki því ekki að fara í verkfall fyrir 5% til 7% kaupmáttaraukningu. Því var einnig haldið fram að verkfallsboðun væri ekki tímabær. Það þyrfti lengri tíma til að ávinna harðari baráttu fylgi. Það kemur í ljós. Átti atkvæðagreiðslan að fara fram? Um það eru skiptar skoðanir. Almennt var forysta hinna ýmsu félaga á þeirri skoðun. Áður en at- kvæðagreiðslan fór fram var lítill gangur í samningaviðræðum. Meðan á undirbúningi atkvæðagreiðslu stóð lifnaði verulega yfir viðræðum. Nú er að sjá hvert framhaldið verður. Það verður fróðlegt þó varla geti það talist forvitnilegt. Því hefur verið haldið fram að það hafi verið mistök að fara út i at- kvæðagreiðsluna. Það leiðir tíminn í ljós og hafi þar verið um mistök að ræða þá er að læra afþeim. Krafan um kosningar var mjög sterk innan BSRB. Fjármálaráðherra sagði að út- koma atkvæðagreiðslu breytti engu. Það má taka undir það.Staðan í dag er lík og áður en til atkvæðagreiðslu kom. Ábyrgðin er öll hjá ríkisstjórn- inni hvað varðar ástandið í atvinnu- og launamálum. Hún hefur stjórnað óáreitt í tæp tvö ár og hefur ekki Þorsteinn Óskarsson „En eru menn með eða á móti verkfalli spyr fólk. Þannig spurningum er ekki hægt að svara. Yerkfall er verkfæri. Menn eru ekki með eða á móti verkfærum en nota þau þegar við á.“ við okkur launafólk að sakast. En það getur hver maður skilið að það er kærkomið fyrir ríkisstjórnina að talsmenn hennar að ræða eitthvað annað en kaup og kjör sérstaklega ef slík umræða gæti komið höggi á þá forystumenn launafólks sem helst hafa velgt henni undir uggum. Hvað hefur áunnist í verkföllum? Eitt af því sem andstæðingar þess að sagt yrði já í atkvæðagreiðslunni notuðu var að það borgaði sig ekki að fara í verkfall. Það var reiknað og reiknað og auðvitað var útkoman neikvæð. Svo- leiðis „reiknivísindi" byggjast nefni- lega á því. I framhaldi af þannig reiknings- kúnstum mætti spyija: Hvernig ætli það sé reiknað út í dag hvort það hafi borgað sig að beijast fyrir 'mannsæmandi lífi á kreppuárunum á fjórða áratugnum á miklu harðari Hættum allri rányrkju — byggjum upp fiskstofnana eftir Jóhannes Arason Það er mikið talað um atvinnu- leysi síðustu mánuði og ekki að ástæðulausu; fyrirtækin fara á haus- inn hvert af öðru, gjaldþrot þar og gjaldþrot hér, og í framhaldi fær starfsfólkið uppsagnir. Svo er ríkið með sínar sparnaðarráðstafanir og segir upp fólki. í kjölfar gjaldþrota verða bankarnir oft fyrir stóráföll- um. Tapinu verða þeir að jafna á fólkið, sem skiptir við þá, með hærri vöxtum. Verst kemur þetta niður á ungu fólki, sem er að byggja yfír sig. Það hefur margt hvert lent í afleitri skuldasögu síðustu tvo ára- tugi. Og í viðskiptum við skuldara era bankar miskunnarlausir. Atvinnuleysið fer vaxandi. Hvar endar þetta, er stundum sagt. En lítum til annarrar áttar. Vetrarver- tíð fer í hönd víða um land og þá getur allt breyst til betri vegar. Sú var tíðin að stór hópur fólks streymdi á vertíð á vetrum, svo hundruðum skipti, aðallega til Suðurnesja, Vest- urlands og Vestfjarða. Margur ungl- ingurinn af landsbyggðinni lærði þar til sjómennsku og varð með tímanum dugandi athafnamaður. Vertíðar- vinna bjargaði oft fyrr á tíð heilum byggðarlögum frá örbirgð og vand- ræðum. Þá var oftast nær mikill físk- ur á grunnmiðum og sóttur á smá- fleytum þess tíma. En nú er best að líta kringum sig á gömlu útgerð- arstövunum á Suðurnesjum. Ég hafði tækifæri til að kynnast þeim lítilsháttar hér áður fyrr. Þar úti fyrir voru talin einhver bestu fiskim- ið í heimi og reyndar voru þau kring- um allt land. Þá barst oftast nær á Iand óhemja af físki. Eftir að skipin stækkuðu streymdi fólk til Suður- nesja hvaðanæva af landinu, hafði mikla vinnu og góðar tekjur; fór heim í vertíðarlok með launin sín og jafnaði skuldareikninginn við faktorinn í sínu byggðarlagi. En hvernig er ástandið nú á Suð- urnesjum í atvinnumálum? Það er vægast sagt afleitt. Utgerðarmenn virðast ekki þar hafa gengið til góðs götuna fram eftir veg, eins og stend- ur í kvæði Jónasar. Þeir reistu þar margir hveijir myndarlegar verbúðir áður fyrr meðan allt lék í lyndi og þeir græddu stórfé. í þessum verð- búðum var gott að vera, flestir út- gerðarmenn vildu láta fara vel um verkafólk sitt og var það á margan hátt þeim til sóma. En hvernig er nú með þessar verbúðir? Þessar verð- búðir, sem áður fyrr hýstu 30 til 40 manns, standa nú auðar og drabbast niður. Hvernig stendur á þessu. Jú, útgerðarmenn hafa svör við því. Það eru breyttar veiði- og vinnuaðferðir. í stað þess að láta bátana flytja fisk- inn að landi, eins og var á hinum gömlu og góðu dögum, þegar fóikið í landi vann aflann í fiskvinnsluhús- um, þá er hann nú að meira og minna leyti fluttur úr landi óunninn. Það borgar sig betur fyrir útgerð- ina. Þá hafa verið keyptir rándýrir frystitogarar og fiskurinn unninn um borð úti á hafi. Þar vinnur tiltölu- lega fámennur hópur sem hefur góð laun en strangan vinnudag. Stundum hefur þessum skipum verið líkt við galeiður og áhöfnin samkvæmt því. En gamalt, gott landverkafólk gengur meira og minna atvinnulaust. Lifir á atvinnu- leysisbótum og lepur dauðann úr krákuskel. Það versta við allan þenn- án veiðiskap útgerðarmanna er að fískistofnarnir eru óðum að ganga til þurrðarÆf maður lítur yfir veiði- söguna er hún ekki góð. Kunn er saga útgerðarmanna hér áður fyrr frá hvala- og selveiðum. Það voru að vísu aðallega Norðmenn sem stunduðu þá rányrkju. Síðan komu síldveiðarnar. I tengslum við þær risu víða upp smá þorp; nefna má Hjalteyri og Djúpuvík og fleiri. Þar var síldarsöltun og síldarbræðsla, fullt að gera og mikil ævintýri. Þá urðu útgerðarmenn og sjómenn gripnir gullæði, ótæmandi auðlind „Það hefur verið stund- uð gegndarlaus rán- yrkja undanfarna ára- tugi, allt síðan togara- veiðar hófust, og Einar skáld Benediktsson hvatti sjómenn til að sækja dýpra, „sá grái er utar“ sagði hann í fallegu kvæði... Og með stærri skipum fundu sjómenn þann gráa utar — og nú er svo komið að hann kann að verða útdauður með sama áframhaldi.“ og þjóðin á leið til ríkidæmis. Veiðin stunduð gegndarlaust, síldin elt um allan sjó, veidd norður að ísbrún. Þá var stofninn hruninn. Þeir útgerð- armenn, sem komu þarna við sögu, voru kallaðir athafngmenn, hafa máske fengið riddarakross fyrir bjartsýni og stórhug, jafnvel stór- riddarakross, en silfur hafsins hefur síðan varla sést. Það hefur verið stunduð gegnd- arlaus rányrkja undanfarna áratugi, allt síðan að togaraveiðar hóf-ust og Einar skáld Benediktsson hvatti sjómenn til að sækja dýpra; sá grái er utar, sagði hann í fallegu kvæði. Með stærri skipum fundu sjómenn þann gráa utar og nú er svo komið að hann kann að verða útdauður með sama áframhaldi. Eins og áður er sagt hefur verið stunduð gegndar- laus rányrkja og nytjastofnar óðum að minnka á grunnmiðum; þar er skýringin á því að útgerðarmenn leggja ofurkapp á togaraútgerð og nú síðast frystitogara. Þeir geta sótt á dýpstu mið, tekið allt smátt og stórt, plægt hafsbotninn og skilið hann eftir í flagi. Hvað um það; útgerðarmenn hafa fengið að ráða þessu. Þeir hafa slegið eign sinni á fiskimiðin, litið svo á að þeir mættu haga sér þar eins og þeim sýndist, öðrum kæmi það ekki við. Þegar þeir græddu áttu þeir gróðann en er ver gekk og þeir sýndu tap þá varð ríkið að koma til hjálpar, oft með stórfelldri gengisfellingu. Tap- inu var velt yfir á þjóðina. Það er af framansögðu og nú orð- ið vonlaust fyrir ungt fólk og at- vinnulaust að fara á vertíð til að ná í pening og grynnka á bankaskuld- um og bjarga sér út úr stórvandræð- um. Það er sama og að leita ullar í geitarhúsi. Gegndarlaus veiðigræðgi og rányrkja hefur séð fyrir því. Ég veit að margir útgerðarmenn hafa aldrei ætlað sér út í þetta veiði- kappþlaup um fiskinn; þeir hafa neyðst til að taka þátt í þessum hrunadansi. Þeir hafa og margir hveijir heldur kosið að fólkið fengi að vinna aflann en fylgja fram þess- ari togaravitleysu. Það voru og fleiri en útgerðarmenn sem hvöttu til meiri og meiri sóknar í fiskstofnana. I I í í i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.