Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 15 og verri tímum en nú eru þegar fólk átti ekki fyrir ódýrasta mat og hafði ekki vinnu og allra síst þeir sem þorðu að standa í fæturna og betj- ast fyrir bættum kjörum? Við þessar hræðilegu aðstæður náði fólk fram félagslegum umbótum í trygginga- kerfinu sem við búum að enn þann dag í dag. Borgaði sig að fara í verkfall til að beijast fyrir slíku þá? Hvernig er það reiknað út í dag? Borgaði sig að fara í skæruverk- föll 1942 til að knýja fram mestu lífskjarabyltingu á íslandi við þær aðstæður að landslög bönnuðu verk- föll? Borgaði sig fyrir Dagsbrúnar- menn og fleiri að fara í fimm vikna verkfall 1955 og knýja fram atvinnu- leysisbætur sem eru borgaðir í dag, tæpum 40 árum síðar? Hvernig er það reiknað út? Hvernig reiknar maður yfirleitt út hvort verkföll borga sig? Borgaði sig að fara í verkfall á sínum tíma til að knýja fram lög um orlof? Margir helstu ávinningar verkalýðsbaráttunnar urðu ekki að lögum á Alþingi fyrr en eftir langt samningaþref, oft undir þrýstingi um verkfallsboðun eða í verkfalli. Oft höfðu frumvörp verið margflutt áður en pólitískur meirihluti fékkst. Borgar sig að fara í verkfall? Þessi spurning er út í hött og jafn vitlaus og spurningin: „Langar þig að fara í verkfall?" Verkfall hefur ekkert með langanir að gera og enn síður hvort þetta eða hitt borgar sig. Það er reikningsdæmi þeirra sem eru haldnir auðhyggju og geta ekki skilið þau mannlegu sjónarmið að allir hafi jafnan rétt til lífsgæða og það sé hlutverk ríkisvalds og samtaka launafólks að gæta þess að þeir sem minna mega sín verði ekki undir í lífsbaráttunni og þegar hallar á þá verður jafnvel að fara í verkfall ef aðrar leiðir eru ekki fyrir hendi. Þess vegna er svarið afskaplega einfalt, kjarabarátta borgar sig, þar með talin verkföll. Það sannar ís- lensk verkalýðssaga. Við lifðum ekki við þær aðstæður sem við búum við í dag ef aldrei hefði verið farið í verkfall. Það er á hreinu. En eru menn með eða á móti verk- falli spyr fólk. Þannig spurningum er ekki hægt að svara. Verkfall er verkfæri. Menn eru ekki með eða á móti verkfærum en nota þau þegar við L Verkalýðshreyfingin á íslandi hef- ur ekki ofnotað verkföll, þó eru vafa- laust þess dæmi að fámennir harð- Alltaf vántaði gjaldeyri í viðskipta- hítina. Ailur innflutningur varð að vera ftjáls. Allt mátt flytja inn er- lendis frá, hversu óþarfar sem vör- urnar voru. Þeir sem sáu um þessa hlið mála töldu ekki hollan heima- fenginn bagga eins og áður var. Töldu hann lítils virði eins og flestar fornar dyggðir, gömul nýtni og bú- hyggindi voru ekki á hávegum höfð hjá þessum lærðu mönnum. En hvað um það. Úr því sem kom- ið er þá er eina leiðin að reyna á ná upp fiskstofnunum aftur. Ef það á að takast þarf hugarfarsbreytingu. i Það þarf að fara að rækta upp fiskimiðin, ef svo má segja; leggja sig fram um skilja líf-ríki sjávar og virða veruleika þess. Auðlindir sjávar eru ekki ótæmandi og það er ekki hægt að halda áfram að umgangast þær af gáleysi. Ef rányrkjan heldur áfram má þjóðin biðja guð að hjálpa sér, eins og séra Sigvaldi gerði um síðir í Manni og konu Jóns Thorodds- ens. Það mætti að sjálfsögðu segja margt fleira um sjávarútveginn. Auðlindir sjávar hafa að drýgstum hluta haldið lífinu í þjóðinni gegn um aldirnar. Það hefur samt sem áður kostað miklar fórnir að nýta þær. En það er ekki seinna vænna að hætta rányrkjunni. Höfundur er fyrrverandi fiskverkamaður 3M Hlustunarpípur drægir hópar með margföld verka- mannalaun haft notað verkföll sér til framdráttar. Um það er ekki ver- ið að fjalla hér. Andúð ráðastéttanna á launafólki gömul saga og ný Andúð valdastéttanna á íslandi í garð launafólks markast í ríkara mæli af sömu einkennum og voru hér fyrr á öldinni. Forystumenn launamanna eru kallaðir allskonar uppnefnum. Fúk- yrði flæða frá yfirstéttinni hér á landi. Hér áður fyrr voru forystumenn launafólks kallaðir skýjaglópar í besta falli. Þeir voru einnig kallaðir erindrekar útlendra annarlegra sjónarmiða eins og forgöngumenn „vökulaganna“ sem gerðu ráð fyrir sex tíma hvíld á togurunum. „Þann- ig framkoma var ekki íslensk", fisk- ur út um allan sjó og menn sof- andi. Hvílíkt og annað eins. Sérstök atlaga var gerð að þeim verkalýðsleiðtogum sem trúðu því að fólk ætti að geta lifað mannsæm- andi lífi. Það var á þeim tímum sem alþýðufólk lifði í kjallarahreysum svangt og atvinnulaust án atvinnu- leysisbóta. Án alls annars en viss- unnar um að það hefði leyfi til að lifa eins og menn. Og það náði því takmarki með verkalýðsbaráttu og verkföllum ef ekki annað betra vildi til. Þökk sé því fyrir það. Þetta er skrifað til að hamla gegn óhróðri hagsmunagæslumanna hinna ríku og áróðri þeirra gegn launafólki og til þess að þeir hinir sömu viti að köpuryrði þeirra geta ekki annað en vekja allt sæmilegt fólk til dáða. Og það er vel. Höfundur er ritari samninganefndar Félags íslenskra símamanna. Lítið sorp fer út fyrir Reykjavík OGMUNDUR Einarsson framkvæmdastjóri Sorpu bs., segir ólíklegt að verulegt magn af sorpi hafi farið frá Reykjavík í önnur sveitarfé- lög án þess að viðkomandi sveitastjórnir tækju eftir. í frétt í Morgun- blaðinu fyrir skömmu om fram að sorp var nýlega urðað að næturlagi á sorphaugum Hvolsvallar. „Við erum búnir að vita um þessa flutninga í nokkra mánuði hjá þessu eina fyrirtæki," sagði Ögmundur. Ekki er vitað um hvað ferðirnar voru margar eða hversu mikið magn af sorpi er um að ræða. Áætlanir standast ekki í ljós hefur komið að þær áætlan- ir um sorpmagn sem gerðar voru áður en Sorpa bs. tók til starfa standast ekki. Ögmundur sagði að þær tölur sem nefndar voru hafi verið byggðar á ágiskun og erlendum upplýsingum. Engin rannsókn haft verið gerð á úrgangi frá at- vinnufyrirtækjum en áætlanir um húsasorp hefðu staðist upp á kíló. Þá sé sorp mun betur flokkað og er nú án steinefna, jarðefna eða málma sem breyta þyngdartölu verulega. iwfWTSMlMA Myndasögur Moggans koma út á miðvikudögum. Myndasögurnar gleðja yngri kynslóðina sem fær blað fullt af skemmtilegu efni sem þeir fullorðnu hafa einnig gaman af. Einnig er að finna í blaðinu gátur, þrautir og aðra dægradvöl auk fallegra mynda sem börnin hafa sjálf teiknað og sent Morgunblaðinu. kjarni málsins! j í§C“" /SS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.