Morgunblaðið - 17.03.1993, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.03.1993, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 Hlutafj ár aukning um 100 milljónir í Krossanesi Verksmiðjan á óseld tæki fyrir 90 milljónir BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti að auka hlutafé í Krossanesi hf. um 100 milljónir króna, en hlutafjáraukningin er framkvæmd á þann hátt að bærinn tekur við hluta af erlendu láni sem hann er ábyrgur fyrir. Eftirstöðvum lánsins, um 91 milljón króna, verður skuld- breytt til 15 ára, afborgunarlaust fyrstu tvö árin. Sigurður J. Sigurðsson, formaður framlegð loðnuverksmiðja á landinu. bæjarráðs, riíjaði upp sögu verk- smiðjunnar og ýmis þau áföll sem hún hefur orðið fyrir. Á árinu 1987 og þar tii verksmiðjan brann um áramót 1989 var búið að kosta miklu fé til uppbyggingar verksmiðjunnar og sagði Sigurður að í hans huga væru Krossanesbrunamir tveir. Hinn eiginlegi bmni aðfaranótt gamlárs- dags 1989 og eins þegar brunnu upp 200 milljónir króna sern búið var að leggja í verksmiðjuna fyrir eldsvoð- ann. Óseld tæki í skýrslu sem gerð hefur verið um málefni Krossaness kemur fram að til eru enn tæki sem á að selja fyrir að verðmæti um 90 milljónir króna. Þá hefur uppbygging verksmiðjunn- ar farið um 26 milljónir króna fram úr því sem áætlað var, 23 milljónir hafa verið greiddar í Qármagns- kostnað og um 10 milljónir króna eru bundnar í veltufjármunum. Þessi atriði skýra m.a. slæma fjárhags- stöðu verksmiðjunnar og hlutafjár- aukningu bæjarins nú. í máli Sigurðar kom fram að bein áhrif bæjarsjóðs og fyrirtækja hans af starfsemi verksmiðjunnar námu á annan tug milljóna á liðnu ári og einnig að hún hefði einna hæsta Afskiptaleysi Þeir bæjarfulltrúar sem tóku til máls um málefni Krossaness töldu óhjákvæmilegt annað en leggja fram til hennar fé nú, enda væri bærinn ábyrgur fýrir skuldum verksmiðjunn- ar. Nokkur gagnrýni kom fram á þá uppbyggingu sem fram fór í verk- smiðjunni fyrir brunann og sagði Bjöm Jósef Amviðarson (D) að ekki hefði að öllu leyti verið vel á spilum haldið. Menn hafi í góðri trú látið uppbygginguna afskiptalausa og ekki fylgst nægilega vel með og á því yrðu menn að bera ábyrgð. Hluta- fjáraukning nú væri viðurkenning á staðreyndum og gerð til að tryggja að um frekari útgjöld af hálfu bæjar- ins yrði ekki að ræða vegna verk- smiðjunnar. Með þessu yrðu henni sköpuð góð rekstrarskilyrði. HAMARKSHRAÐI 30 KM Gagnrýnt að ÚA taki ekki þátt í endurreisn niðursuðuverksmiðju KJ Meirihluti stj ómarmanna UA var ekki hafður með í ráðum Föstuguðs- þjónusta Föstuguðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju í kvöld, mið- vikudagskvöldið 17. mars, og hefst hún kl. 20.30. Þorgrímur Daníelsson, eand. theol., pred- ikar. Sungið verður úr Passíusál- munum. ÚLFHILDUR Rögnvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, sagði á fundi bæjarstjómar í gær það hafa vakið undmn hennar og fleiri bæjarbúa að Útgerðarfélag Akureyringa vildi ekki taka þátt í stofnun nýs rekstrarfélags um endurreisn niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar sem varð gjaldþrota í síðustu viku. Beindi hún á fundinum fyrirspurn til bæjarstjóra, Halldórs Jónssonar, sem sæti á í stjóm ÚA, hveiju það sætti að félagið hefði neitað að taka þátt í nýju rekstrarfélagi. Sverr- ir Leósson, formaður stjómar ÚA, sagði félagið standa í miklum stór- ræðum um þessar mundir vegna kaupa á þýska útgerðarfélaginu Mechl- enburger Hochseefisherei, en ef menn mætu það svo að tekin hefði verið röng ákvörðun í þessu máli væri einfalt mál að skipta um menn í stjórainni. Úlfhildur sagði það hafa verið mikið áfall er 70 manna vinnustaður hefði verið lýstur gjaldþrota á Akur- eyri í síðustu viku og væri nú svo komið að nálega 600 manns væru á atvinnuleysisskrá í bænum. Slíkar tölur hefðu ekki áður sést. Heimir Ingimarsson, formaður atvinnumála- nefndar, sagði ástandið skelfilegt og það færi versnandi. Þó svo jafndæg- ur á vori væri næsta föstudag væru engin batamerki á sjáanleg, menn sæju ekki fram á að rofaði til og nefndin stæði ráðþrota gagnvart þessu ástandi. Björgunaraðgerð Fram kom gagnrýni í máli Úlfhild- ar á þá afstöðu Utgerðarfélags Akur- eyringa að taka ekki þátt í stofnun væntanlegs rekstrarfélags er tæki rekstur þrotabúsins á leigu, en við- ræður standa yfir um þátttöku Eign- arhaldsfélags Landsbankans, Kaup- félags Eyfirðinga og Samheija um slíkt félag. Sagði Úlfhildur að eðli- legt væri að ÚA kæmi inni í þá mynd og tæki þátt í tímabundnum björgunaraðgerðum, enda væri bær- inn stór eignaraðili að ÚA og vissi hún til að margir væru ósáttir með þessa niðurstöðu. Ekki með í ráðum Halldór Jónsson, bæjarstjóri sem sæti á í stjórn Útgerðarfélags Akur- eyringa, upplýsti að beiðni Úlfhildar gang mála um síðustu helgi, en hann sagðist ekki hafa vitað um þessa afstöðu félagsins fyrr en á sunnu- dagskvöld og hið sama gilti um meiri- hluta stjómarmanna. Þessi ákvörðun hafi verið tekin án þess að meiri- hluti stjómar hafí verið hafður með í ráðum. Lagt var til að þetta mál yrði tek- ið upp á bæjarráðsfundi á morgun, fimmtudag, og forsvarsmenn ÚA yrðu kallaðir til að skýra bæjarráðs- mönnum sjónarmið sín. I stórræðum Sverrir Leósson, fomaður stjórnar ÚA, sagði að hann ásamt fram- kvæmdastjóra hefðu skoðað þetta mál. Hluthafar væru um 1.800 og þó Akureyrarbær ætti rúm 50% í félaginu þyrfti líka að virða skoðanir minnihlutans. Hann sagði félagið standa í stórræðum um þessar mund- ir, en á föstudag verður skrifað und- ir samninga um kaup þess á 60% hlut í þýska útgerðarfélaginu Mec- hlenburger Hochseefísherei. „Ég trúi því að það sé gott mál fyrir ÚA og umsvifin muni aukast bæði hjá félag- inu og í bænum. Við höfum nóg á okkar könnu og viljum standa okkur í stykkinu. Ég hef ævinlega haft að leiðarljósi að vinna félaginu vel og standa og falla með gerðum mínum, en sé það mat manna að svo hafí ekki verið bendi ég á að það er ein- falt að skipta þá bara um menn við stjómvölinn," sagði Sverrir. Umræða á Alþingi um innheimtu virðisaukaskatts og staðgreiðslu Ráðherra gagnrýnir vinnu- aðferðir Ríkisendurskoðunar FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra svaraði I gær fyrirspurn frá Áma M. Mathiesen þingmanni Sjálfstæðisflokks um innheimtu virðis- aukaskatts og staðgreiðslu opinberra gjalda. Fjármálaráðherra segir það álit fjármálaráðuneytisins að í mati Ríkisendurskoðunar á inn- heimtu séu veilur sem óhjákvæmilega leiði til rangrar niðurstöðu og hæpinna ályktana. Á 129. þingfundi í gær var útbýtt skriflegu svari við fyrirspum frá Áma M. Mathiesen til íjármálaráð- herra um innheimtu virðisaukaskatts og staðgreiðslu opinberra gjalda. Þingmaðurinn vildi vita: 1) Hvemig metur ráðherra reynsluna af upptöku staðgreiðslu opinberra gjalda og virð- isaukaskatts með tilliti til innheimtu- árangurs? 2) Hvemig hyggst ráð- herra bregðast við gagmýni Ríkis- endurskoðunar og yfírskoðunar- manna ríkisreiknings á framkvæmd innheimtumála, sbr. skýrslu þessara aðila við endurskoðun ríkisreiknings 1991? Erfitt mat í svari fjármálaráðherra við fyrri spumingunni segir að þrátt fyrir til- tölulega stuttan reynslutíma megi draga nokkrar ályktanir af inn- heimtu á fyrstu fjórum ámm stað- greiðslu og fyrstu tveimur ámm virð- isaukaskatts. í þessu efni yrði þó að fara varlega og nauðsynlegt væri að huga að ýmsum atriðum sem gerðu það að verkum að innheimtutölur og innheimtuhlutföll væm ekki einhlítir mælikvarðar á árangur eða ástand i innheimtumálum. Fjármálaráðuneyti bendir m.a. á að í jafnviðamiklum kerfum og hér um ræði, en í hvoru um sig séu inn- heimtir um og yfír 40 milljarðar, verði á hveijum tíma nokkrar eftir- stöðvar. Auk krafna sem ekki inn- heimtast á réttum tíma af ýmsum orsökum, sé stór hluti eftirstöðva á hveijum tíma kröfur sem innheimt- ast alls ekki eða aðeins að óveruleg- um hluta. Meðal óvissuatriða eða skekkju- valda sem fjármálaráðuneytið tekur fram er að skattstjóri áætlar á þá aðila sem skila ekki skýrslum um virðisaukaskatt eða skilagreinum staðgreiðslu á réttum tíma. Þessar áætlanir séu m.a. notaðartil að knýja fram skil á skýrslum og skilagrein- um. Séu þær yfírleitt verulega hærri en raunveruleg álagning yrði þegar gögn berist. Nokkurn tíma geti tekið að fá rétt skýrsluskil og í mörgum tilvikum fáist þau alls ekki, t.d. vegna þess að viðkomandi sé hættur starf- semi. Af þessum orsökum sitji inni í kerfinu umframáætlanir sem safn- ist upp í eftirstöðvum. í svarinu er einnig bent á kröfur á aðila sem teknir eru til gjaldþrota- skipta. Kröfurnar koma fram sem óinnheimtar kröfur þar til þær verða greiddar við skipti, sem sjaldnast verði, eða séu afskrifaðar í framhaldi af skiptalokum. Eins og kunnugt sé geti skipti á þrotabúi dregist mjög lengi og safnist þessar kröfur þá upp sem eftirstöðvar. Fyrrgreindu til viðbótar er það nefnt að dráttarvextir skekkja enn frekar allar venjulegar mælingar á innheimtuárangri. Dráttarvextir séu reiknaðir á allar gjaldfallnar ógreidd- ar kröfur, þar með taldar umframá- ætlanir og kröfur í gjaldþrotabú. Dráttarvextirnir safnist því saman í kerfínu og ýki fyrmefndar skekkjur enn frekar. Rökréttar aðferðir Fjármálaráðherra segir: „Þessi atriði, sem hér hafa verið talin, gera það að verkum að mæling inn- heimtu, eins og hún er oftast gerð, sbr. t.d. skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisreikning fyrir árið 1991, er órökrétt og getur aðeins leitt til rangrar niðurstöðu að mati fjármála- ráðuneytisins. í skýrslunni eru allar ógreiddar kröfur í árslok, þar á með- al umframáætlanir, kröfur í þrotabú og dráttarvextir á þessar kröfur, reiknaðar sem hlutfall af heildarkröf- um sem til innheimtu voru á árinu. Aðferð þessi er bersýnilega ófull- nægjandi." I greinargerð fjármálaráðherra er sagt að sú niðurfærsla krafna, sem Ríkisendurskoðun geri, lagfæri þess- ar skekkjur að einhverju marki en breyti ekki í grundvallaratriðum að- ferðinni. Fjármálaráðuneytið hefði í mati sínu á innheimtuárangri beitt annarri aðferð en Ríkisendurskoðun. Til sölu GUFUKETILL Rafmagnsgufuketill til sölu. Ketillinn er 480 KW 380v. Afköst ketilsins 720 kg af gufu/klst 10 bar. Katlinum fylgir þéttivatnsgeymir, 2 þéttivatns- dælur auk höfuðrofa. Fyrirferð I 1,9 m, b 1,55 m, h 2,1 m. Tilvalið tækifæri til að lækka orkukostnaðinn. Llpplýsingar í síma 96-26255.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.