Morgunblaðið - 17.03.1993, Side 19

Morgunblaðið - 17.03.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 19 Arnar Signrmundsson hjá SF Skiljanlegt sjón- armið að hafna tilboði Samskipa ARNAR Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segist skilja vel sjónarmið formanns Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og stjórnenda Jökla hf. um að hafna tilboðum Samskipa hf. um kaup eða leigu Jökulfellsins til að annast freðfiskflutninga til Bandaríkj- anna í stað Hofsjökuls, núverandi flutningaskips Jökla hf. Segir hann að Hofsjökull hafi reynst vel en hæpið sé að eitthvað fengist fyrir hann yrði hann seldur. Alheimsátak HLUTI landsnefndar að undirbúningi að samkomum vegna boðunar- herferðar Billys Grahams, talið frá vinstri: Daníel Óskarsson, Hjálp- ræðishernum, Eirný Ásgeirsdóttir, Ungu fólki með hlutverk, sr. Gísli Jónasson í Breiðholtskirkju, Skúli Svavarsson, Kristniboðssamband- inu, Hafliði Kristinsson, Fíladelfíu, og Hilmar Halldórsson, Veginum. Sjónvarpað frá sam- komu Billys Grahams Arnar sagði að ef reynt yrði að selja Hofsjökul, sem er orðinn 20 ára, fengist lítið fyrir hann, auk þess sem Jöklar hefðu ekki önnur verkefni fyrir skipið en þessa freð- fiskflutninga. Hagkvæm útgerð Hofsjökuls Sagði hann að reksturinn á Jökl- um hefði verið hagkvæmur og því verið hægt að halda niðri flutnings- gjöldunum fyrir frystu afurðirnar í fyrirlestrinum mun Jóhann fjalla um fjöldamat á hvalastofnum við landið með talningum og öðrum að- ferðum. Þá verður einnig greint frá vestur um haf. Einnig hefðu Jöklar nýtt skipið til vöruflutninga til baka frá Bandaríkjunum og orðið tölu- vert ágengt í samkeppninni við Eimskip hf. og Samskip. „Ég er ekki viss um að öll kurl séu komin til grafar varðandi þetta tilboð og að Samskip reikni ekki með því að Jöklar þurfi að losa sig við Hofsjökul. Málið myndi horfa öðru vísi við ef svo væri ekki,“ sagði Arnar. nýlegum athugunum Hafrannsókna- stofnunar, m.a. á fæðunámi hvala við Islandsstrendur. (Fréttatilkynning) BEINAR útsendingar verða dagana 17. til 21. mars frá sam- komu Billys Grahams í Essen í ísland er fyrsta erlenda ríkið sem Brazauskas sækir heim eftir að hann var kjörinn forseti Litháens 14. febr- úar síðastliðinn. I kvöld þiggur hann kvöldverð í boði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í Ráðherrabústaðn- um við Tjarnargötu. I fyrramálið ræðir Brazauskas við forsætisráðherra og utanríkisráð- herra, heldur blaðamannafund og hittir áhugamenn um viðskipti við Litháen. Eftir hádegisverð í boði for- seta íslands á Bessastöðum heim- sækir Brazauskas Heilsugæslustöð- ina á Seltjamarnesi og Landspítalann í fylgd heilbrigðisráðherra. Einnig skoðar hann mannvirki Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Um kvöldið er svo kvöldverður í boði iðnaðarráð- herra að Þingholti. Brazauskas fer aftur heim til Litháens á föstudags- morgun. Þýskalandi. Samkomunum verður sjónvarpað um gervi- hnött til meira en 50 landa og verður bein útsending kl. 20 í Neskirkju og Breiðholtskirlqu. Á sama tíma verða haldnar sam- komur á átta stöðum á landinu á vegum safnaða. Hér á landi hefur undirbúningur verið í höndum landsnefndar, sem Jónas Gíslason vígslubiskup er formaður fyrir. Auk hans eiga sæti í nefndinni sr. Gísli Jónsson, Daníel Óskarsson, Eirný Ásgeirs- dóttir, Hafliði Kristinsson, Skúli Svavarsson, Hilmar Halldórsson, Kári Geirlaugsson, Þorvaldur Sig- urðsson og Guðni Gunnarsson. Undirbúningur að samkomun- um er að miklu leyti sameiginlegur og ríkir eining um verkefni milli safnaða. Predikunin verður túlkuð yfír á 50 tungumál og er íslenska eitt þeirra. Eins og fyrr segir verður bein útsending í Neskirkju og í Breið- holtskirkju og verður notast við breiðtjald. Auk þess verða sam- komur á sama tíma hjá Fíladelfíu og Veginum og á Akureyri í Gler- árkirkju, á ísafirði í Grunnskólan- um, á Ákranesi í safnaðarheimil- inu Vinaminni, í Vestmannaeyjum í samkomuhúsinu, í Kirkjulækjar- koti í Fljótshlíð og í Egilsstaða- kirkju á Egilsstöðum. Tveirpiltar gripnir við innbrot á heimili TVEIR piltar voru handteknir í fyrrinótt er þeir gerðu tilraun til að bijótast inn í mannlaust íbúðar- hús við Fornastekk í Breiðholti. Nágrannar urðu varir við ferðir piltanna sem höfðu undirbúið inn- brotið með því að hringja í húsið og ganga úr skugga um að það væri mannlaust. Þegar lögregla kom á staðinn voru piltarnir búnir að fjarlægja stormjárn af glugga hússins en voru ekki farnir inn. Annar piltanna var handtekinn á staðnum en hinn lét sig hverfa á hlaupum. Sá komst þó ekki langt því hann var handtekinn af Kópavogs- lögreglu í grennd við heimili sitt og játaði þá strax aðild sína að inn- brotstilrauninni. Þeir höfðu farið á bíl á staðinn en lagt honum í ná- lægri götu og gengið að húsinu. Þeir höfðu áður hringt á staðinn til að ganga úr skugga um að húsið væri mannlaust. Nágrannar urðu hins vegar varir við grunsamlegar mannaferðir og hringdu til lögregiu. Piltarnir sem eru á 18. og 19. ári voru ekki ölvaðir, að sögn lögreglu. Þeir voru vistaðir í fangageymslu en síðan færðir í yfirheyrslu hjá RLR, þar sem væntanlega mun koma í ljós hvort þeir hafa fleiri innbrot af þessu tagi á samviskunni en þeir eru ekki í hópi þekktra síbrotamanna. Þá er talið hugsanlegt að annar pilturinn hafi þekkt til þess fólks sem þeir ætluðu að bijótast inn hjá. -----♦ ♦ ♦---- Isafjörður Sex yfirheyrð- ir vegna eitur- lyfjamáls LÖGREGLAN á ísafirði fann 18 grömm af hassi, dálítið af amfetamíni og maríjúana, á 25 ára gömlum Isfirðingi á Isa- fjarðarflugvelli um kl. 17 á mánudag. Maðurinn hafði keypt efnið fyrir fimm Bolvíkinga og voru sexmenn- ingarnar færðir til yfirheyrslu og gerð húsleit hjá þeim. Málið er tal- ið að fullu upplýst. Algirdas Brazauskas, forseti Litháens kemur til Islands í dag Kynnir sér íslensk heil- brigðismál og jarðvarma ALGIRDAS Mykolas Brazauskas, forseti Litháens, kemur í tveggja daga heimsókn til íslands í dag. Mun forsetinn eiga viðræður við íslenska ráðamenn auk þess sem hann mun að eigin ósk kynna sér sérstaklega íslensk heilbrigðismál og nýt- ingu jarðvarma. Fyrirlestur um stærð hvalastofna á morgun NÆSTI fyrirlestur Líffræðifélags íslands verðurhaldinn fimmtudaginn 18. mars í stofu 101 í Lögbergi, húsi Háskóla íslands, og hefst hann kl. 20.30. Fyrirlesari verður Jóhann Siguijónsson frá Hafrannsókna- stofnun og nefnir hann fyrirlesturinn Um stofnstærðir hvala við íslands- strendur og mat á fæðunámi þeirra. Friðrik Sophusson í henni væru lagðar til grundvallar þær skattakröfur sem mynduðust á hverju ári og athugað hveijar þeirra hafi innheimst að liðnum tilteknum tíma frá árslokum. Innlieimtuárangur í gögnum, töflum og talnafróðleik sem fjármálaráðherra birtir um inn- heimtuárangur opinberra gjalda á árabilinu 1988-91 kemur fram að innheimtuhlutfallið er nánast hið sama fyrir þessi fjögur ár eða rúm- lega 98,5%. Fjármálaráðherra bendir á að eftirstöðvar sem hlutfall af álagningu séu um 1,6 milljarðar króna fyrir þessi fyrstu fjögur ár staðgreiðslunnar. Af þessum 1,6 milljörðum króna var rúmlega helm- ingur kröfur í þrotabú. En í endur- skoðuðum ríkisreikningi Ríkisendur- skoðunar er innheimtuhlutfall þess- ara ára metið á bilinu 96%-97%. Tölur fjármálaráðuneytisins um innheimtu virðisaukaskatts eru byggðar á talnalegum upplýsingum frá Ríkisbókhaldi og úr skattkerfinu. Þær séu þó frábrugðnar þeim tölum sem séu í ríkisreikningi fyrir sömu ár. í svari fjármálaráðherra er miðað við þann skatt sem lagður var á veltu áranna 1990 og 1991, og hvað hafi innheimst af honum í hvoru tilviki 31. desember árið eftir. í ríkisreikn- ingi sé hins vegar miðað við þær kröfur sem gjaldfallnar séu í iok álagningarárs. Samkvæmt útreikn- ingi fjármálaráðuneytisins var inn- heimtuhlutfallið árið 1990, 97,7% og árið 1991, 97,1%. í greinargerð fjár- málaráðherra má lesa: „Óinnheimtar eftirstöðvar vegna þessara ára eru tæplega 2,2 milljarðar kr. af álagn- ingu að fjárhæð riimlega 83 milljarð- ar kr. og nema því um 2,6%. I þess- um tölum eru meðtaldar kröfur á þrotabú sem ekki reyndist unnt að sérgreina og áætlanir sem vikið verð- ur að síðar.“ Ennfremur segir: „Hvað innheimtuhlutfallið varðar er gott samræmi milli þessarar niðurstöðu og talna Ríkisendurskoðunar vegna ársins 1990, enda er það íyrsta ár skattsins og ekki er farið að gæta skekkju vegna uppsöfnunar. Mis- munur á hlutfallslegri innheimtu ár- anna 1990 og 1991 er ekki stórfelld- ur og allur annar en lesa má í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Sé að auki tekið tillit til þess að áætlanir skattstjóra hafa áhrif á innheimtutölur verð enn hæpnara að draga slíka ályktun." í ríkisreikningi Ríkisendurskoðunar er innheimtuhlutfallið 1991 metið 94,6% og innheimtuhlutfallið 1990 um 97%. En samanburður sé þó af ýmsum ástæðum ekki marktækur m.a. vegna þess að 1990 var fyrsta árið sem skatturinn var innheimtur. „Hæpnar ályktanir“ í svari fjármálaráðherra við síðari spurningu Áma M. Mathiesen, varð- andi gagnrýni Ríkisendurskoðunar, segir að í skýrslu um ríkisreikning fyrir árið 1991 séu gerðar ýmsar réttmætar athugasemdir og veittar gagnlegar ábendingar. En engu að síður sé framsetning sumra talna í skýrslunni hæpin og sumar ályktanir í henni varhugaverðar, einkum þegar höfð væri í huga túlkun þeirra í meðferð fjölmiðla og annarra sem ekki hefðu aðstöðu til að leggja raun- hæft mat á niðurstöðurnar. í svari fjármálaráðherra segir m.a: „Mat Ríkisendurskoðunar á innheimtu hef- ur að áliti fjármálráðuneytisins veilur sem óhjákvæmilega leiða til rangrar niðurstöðu og hæpinna ályktana. Eins og þegar hefur verið gerð grein fyrir liggur veilan í þeirri aðferð að blanda saman innheimtutölum margra ára og bæta eftirstöðvum fyrri ára við innheimtustofn þess árs sem ljallað er um hveiju sinni og notaður er við að reikna innheimtu- hlutfall. Þessi aðferð leiðir óhjá- kvæmilega til rangrar niðurstöðu um árangur innheimtu og breytingar á henni.“ Einnig segir: „Sú aðferð sem ríkisendurskoðun notar til þess að meta innheimtuárangur, leiðir til vafasamrar niðurstöðu í a.m.k. tveimur veigamiklum atriðum. Ann- ars vegar verða eftirstöðvar ofmetn- ar sem nemur umframáætlunum og töpuðum kröfum. Vöxtur eftirstöðva fyrstu árin í nýjum kerfum mælist mikill á þess að innheimta hafi versn- að. Hins vegar um innheimtuhlutfall eins og Ríkisendurskoðun reiknar það, fara stöðugt lækkandi ár frá ári þar til vissu marki er náð. Á það einnig við þótt innheimta sé stöðug og góð. Ályktanir á þeim grundvelli um breytingar á innheimtuárangi á milli ár verða því marklitlar." Ekki útrætt Skömmu eftir að svari fjármála- ráðherra hafði verið dreift kvaddi Guðrún Helgdóttir þingmaður og fulltrúi Alþýðubandalagsins í fjár- laganefnd sér hljóðs um gæslu þing- skapa. Hún sagði að í svari fjármála- ráðherra fælist þvílíkur áfellisdómur um Ríkisendurskoðun að það hlyti að kalla á ítarlega umræðu um þessi mál. Svavar Gestsson þingmaður og varaformaður Alþýðubandalagsins og einn af yfirskoðunarmönnum rík- isreiknings tók eindregið undir ósk Guðrúnar Helgadóttur. Hér væri um að ræða „heiftarlega árás“ fjármála- ráðuneytisins á Ríkisendurskoðun. Hann benti og á að þetta mál snerti og yfírskoðunarmenn ríkisreiknings sem væru kosnir af Alþingi. Þingið yrði að gera upp við sig hvort það tæki fremur mark á fjármálaráðu- neytinu eða þeim mönnum sem það hefði sjálft kosið og tækju undir ábendingar Ríkisendurskoðunar. Sjálfstæðismaðurinn, Pálmi Jónsson, sem er einn af yfírskoðunarmönnum ríkisreikningsins sagði sjálfsagt og eðlilegt að Ríkisreikningur ársins 1991 og skýrsla yfirskoðunarmanna honum varðandi yrði tekin til um- ræðu hið fyrsta. Friðrik Sophusson fjármálarráðherra sagðist fagna að á Alþingi yrði umræða um þessi mál. Það væri kominn tími til að þjóðin fengi af því rétta mynd hvern- ig innheimtuárangur væri. Tími væri til þess kominn að menn áttuðu sig á því að það væri tekið á þessum málum með fullri einurð í fjármála- ráðuneytinu og innheimtuárangur í virðisaukaskatti væri með þeim hætti að ekki væri með nokkru móti hægt að sjá að hann væri „eins lakur og Ríkisendurskoðun vill vera láta með sínum ranga samanburði." Salome Þorkelsdóttir forseti Alþingi sagðist myndu stuðla að því að þessi mál gætu komið til umræðu undir öðrum lið heldur en gæslu þingskapa. \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.