Morgunblaðið - 17.03.1993, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.03.1993, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 17. MARZ 1993 27 Sesselja Jóna Magn- úsdóttir - Minning Fædd 27. júní 1921 Dáin 8. mars 1993 Mig langar til að kveðja elskulega ðmmu mína sem lést á Landspítal- anum hinn 8. mars sl. Það fyrsta sem kom upp í hugann þegar mér barst fregnin um andlát hennar var hversu leitt mér fannst að hún hefði ekki séð fyrsta langömmubarnið sitt, en ég eignaðist son 12. janúar sl. Alltaf hefur verið notalegt að heimsækja ömmu. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfé- laginu og gaman var að ræða við hana. Öll flölskyldan hittist oft hjá ömmu og átti þar góðar samveru- stundir. Þar sem ég er búsett í Svíþjóð hef ég ekki tök á því að vera við útförina og þykir mér það leitt. Ég kveð elsku ömmu mína, blessuð sé minning hennar. Guðrún I. Gylfadóttir. A lífsleiðinni upplifír maðurinn öðru hverju stundir og atvik, sem verða til þess að honum fínnst hann verða ógnarsmár. Sennilega þó aldrei eins og þegar náinn og kær ástvinur er kvaddur. Þá verða orðin allt í einu svo vanmáttug og ná engan veginn að túlka þær tilfinn- ingar, sem búa í bijóstinu. Fram í hugann streyma ótal myndir, minn- ingar liðins tíma, sem gera tvennt í senn: Dýpka söknuð og sársauka nútíðarinnar en veita fölskvalausa gleði yfír því að vita að minningin verður aldrei frá manni tekin og með henni er hægt að upplifa aftur og aftur stundir fortíðarinnar og nálgast þannig ástvin sinn, sem ekki er hægt á annan hátt. Fáir eru manni nákomnari en móðir manns. Það er ekki einungis að hún gefí lífíð sjálft, heldur styð- ur hún bamið sitt á allri lífsleið- inni. Hún leiðir það fyrstu spörin, fylgist með þroska þess og vakir yfír velferð þess. Það er líka sagt að enginn kærleikur sé jafn sterkur og móðurkærleikurinn. Myndast svo sterk tilfínningatengsl milli móður og barns að þau rofna aldr- ei. Hafa mörg skáld og andans menn lýst þessum tengslum með fegurri orðum og dýpra innsæi en flestu öðru, sem þeir hafa gert sér að yrkisefni. Til orða þeirra er gott að leita þegar mann skortir sjálfan mátt til þess að túlka tilfinningar sínar. Andlát Sesselju, móður minnar, kom ekki á óvart. Um langt skeið hafði hún átt við mikla vanheilsu að stríða. Það er sárt að horfa á þá, sem maður ber hlýjustu ást og sterkustu tilfinningar til þjást án þess að geta gert neitt til hjálpar annað en að sýna væntumþykju sína. En nú em þrautir hennar og sársauki að baki. Móðir mín hefur gengið inn í fögnuð herra síns eins og leið allra liggur. Eftir lifír minn- ingin um hana, sú dýrmæta perla er við, sem unnum henni munum aftur og aftur skoða og koma á framfæri við þær kynslóðir afkom- enda, sem á eftir fara. Móðir mín, Sesselja Jóna Magn- úsdóttir, var fædd í Borgarnesi 27. júní árið 1921. Foreldrar hennar vora Magnús Ágúst Jónsson spari- sjóðsstjóri og Guðrún Jónsdóttir. Magnús var ættaður frá Fellsströnd í Dalasýslu en Guðrún frá Valbjam- arvöllum í Mýrasýslu. Móðir mín var yngst þriggja bama þeirra. Elstur þeirra var Jón, sem var lengi hótelstjóri og skrifstofustjóri á Hót- el Borg. Hann var fæddur 1917 og lést árið 1972 og í miðið var Hjört- ur fyrrverandi skipaskráningastjóri í Reykjavík. Hann fæddist árið 1919. Þegar móðir mín var ung að áram giftist hún Þorleifí Grönfeldt versl- unarmanni í Borgamesi. Þau slitu samvistir en eignuðust eina dóttur, Þóra Guðrúnu Grönfeldt, skurð- stofuhjúkranarfræðing, sem gift er Gylfa Konráðssyni blikksmíða- meistara. Móðir mín giftist öðru sinni Hreggviði Magnússyni frá Móum á Kjalamesi og átti með honum þijú börn: þann, sem þetta ritar, Magnús stjórnarformann Fróða hf. og Fijáls framtaks hf., sem kvæntur er Erlu Haraldsdóttur skrifstofumanni, Hreggvið fyrst stýrimann og síðar skrifstofumann og meðhjálpara í Borgamesi, sem kvæntur er Maríu Jónu Einarsdótt- ur húsmóður, og Höllu, viðskipta- fræðing og ijármálastjóra Frjáls framtaks hf., en sambýlismaður hennar er Bjami Benediktsson framleiðslustjóri hjá SÍF. Sambúð móður minnar og föður var stutt þar sem hann lést rúmlega þrítugur að aldri árið 1954. Árið 1956 gift- ist móðir nún Jóni Guðmundssyni frá Nesi í Selvogi, fulltrúa á Skatt- stofunni í Reykjavík, og saman áttu þau einn son, Guðmund, sem er blikksmiður og kvæntur Guðrúnu Ingvarsdóttur skrifstofumanni. Bamabömin era 15 og eitt barna- bamabarn. Móðir mín ólst upp á miklu mynd- arheimili foreldra sinna í Bórgar- nesi. Heyrði ég hana oft tala um æskuár sín og þá gleði og ærsl, sem þeim fylgdu. Ekki vora þó unglings- ár hennar eintómur dans á rósum því þá þegar fór hún að kenna sér þess meins, sem hún átti lengi við að stríða. Þegar hún var tæplega tvítug þurfti hún að gangast undir mikla skurðaðgerð á þeirrar tíðar mælikvarða og var þá annað nýrað fjarlægt. Náði hún þá loks allgóðum bata, sem entist í áratugi en þar kom að hitt nýrað fór einnig að gefa sig með tilheyrandi vanlíðan og vanheilsu. Móðir mín gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófí. Eftir það starfaði hún um skeið hjá föður sínum í Sparisjóði Mýrasýslu en eftir að hún giftist föður mínum var hún heimavinnandi húsmóðir. Heimili þeirra var að Hofteigi 20 í Reykjavík. Eftir að hún giftist Jóni Guðmundssyni, sem við systkinin kölluðum pabba, áttu þau fyrst heimili í Stigahlíð 2, síðan í Bjarma- landi 2 og loks í tvíbýli með Guð- mundi syni sínum og Guðrúnu tengdadóttur í Þverárseli 10. Þar vora móðir mín og Jón í öraggu skjóli Guðmundar og Guðrúnar er sýndu þeim einstaka ræktarsemi, umhyggju og ástúð, sem auðveldaði þeim baráttu við erfið veikindi síð- ustu æviárin. Jón Guðmundsson lést árið 1989. Fyrstu bernskuminningar mínar tengjast móður minni og föður. Heimur okkar virtist fullur af ör- yggi, hlýju og ástúð. En þá kom áfallið. Faðir minn lést aðeins 31 árs að aldri, og móðir mín stóð ein uppi með fjögur lítil börn, 1 árs, 3 ára, 5 ára og 10 ára. Slík lífs- reynsla hlýtur að setja sitt mark á alla, sem henni kynnast. Enn er mér í minni hve fyrstu mánuðimir eftir fráfall föður míns vora erfíðir. Ég sé fyrir mér þegar ég sem lítill drengur fylgdist með móður minni þar sem hún var að vinna störf sín á heimilinu og sá skyndilega að tár streymdu hljóðlega niður vanga hennar. Hún bar ekki sársauka sinn á torg, átti sínar erfíðu stundir ein með sjálfri sér, og reyndi að láta okkur, bömin sín, ekki sjá hvað henni leið illa, að vonir hennar og draumar höfðu brostið. Þá var erf- itt að vera lítill drengur og geta lítið stutt hana í erfíðri baráttu. Minning Þorkell Gunnars- son frá Akurtröðum Fæddur 8. ágúst 1924 Dáinn 8. mars 1993 Við andlát vinar fyllast hjörtun sorg. í þeirri sorg er aðeins til ein huggun, ljúfar minningar liðinnar ævi. Og í þeirri huggun fyllast hjört- un þakklæti. Þakklæti þess . sem notið hefur vináttu og gleðistunda. Þakklæti fyrir að hafa fengið að takast á við lífið með þeim einstakl- ingi sem lokið hefur jarðvist sinni. Þorkell Gunnarsson frá Akur- tröðum er allur. Þó að samskipti þess sem hér mundar skriffæri og hins látna hafí ekki verið mikil í áranna rás voru þau með þeim hætti að vert er að minnast. Þó að ég hafí frá barnæsku þekkt Kela kynntumst við ekki fyrir alvöru fyrr en við lentum saman í þorrablóts- nefnd hjá okkar ágæta hjóna- klúbbi. Þau kynni sem skapast í hópi ólíkra einstaklinga koma fólki oft skemmtilega á óvart. Þannig voru kynni okkar Kela óvænt og ánægjuleg. Þar skapaðist einlæg vinátta sem æ skal þökkuð. Þessi einlægi og rólegi maður reyndist vera spaugsamur og óvenjulega skemmtinn í góðum hópi. Stundim- ar í stofunni á Akurtröðum, á hlað- inu eða niðri við vatn vora gleði- stundir og ljúft var nú spaugið og græskulaust. Aldrei bar heilsuleysi á góma og aldrei var æðrast yfir nokkram hlut. Síðast hittumst við í vigtarskúrnum skömmu áður en Keli var fluttur til þeirrar sjúkra- húsdvalar sem nú er lokið. Ekki bar á öðra en allt væri í stakasta lagi og meira segja veðráttan og um- hleypingamir vora ekki til annars en að spauga með. Þessa mun ég lengi minnast. Um leið og ég og fjölskylda mín þökkum fyrir þau spor er saman lágu biðjum við algóðan Guð að styrkja hjá ástvinunum minninguna um stundirnar góðu. Ingi Hans. En þar brástu vængjum á fagnandi flug, sem frostnætur blómin heyja. Þar stráðirðu orku og ævidug, sem örlög hvem vilja beygja» • Mér brann ekkert sárar í sjón og hug, en sjá þínar vonir deyja. (E. Benediktsson) En þótt sárin væra djúp og grera seint hélt lífíð áfram. Móðir mín giftist aftur og lítill bróðir, Guð- mundur, kom sem sólargeisli inn í tilveru okkar allra. Tilfinningasam- band móður minnar við okkur systkinin var einstakt og það eitt að vera í návist hennar veitti okkur öryggistilfinningu. Við fundum vel- líðunartilfínningu fara um okkur þegar við héldum í hlýja hönd henn- ar. Við urðum líka vör við þann metnað, sem hún hafði fyrir okkar hönd, þá einlægu ósk að okkur vegnaði vel í lífinu og yrðum nýtir þjóðfélagsþegnar. Hún hafði ef til vill ekki mörg orð um hlutina en það eitt að horfa í augu hennar eða vera í návist hennar var okkur nóg til þess að skilja hvað hún vildi. Hún þurfti ekki mörg orð til að fá okkur systkinin til að gera það, sem hún óskaði eftir. Það var henni eðlislægt að vera trú yfir því, sem henni var falið hvort sem það var lítið eða stórt. Henni var eðlislægt að sýna fólki ástúð og tillitssemi hvort sem í hlut áttu fjölskylda, vinir eða vandalaust fólk. Það átti að sýna öllum sömu virðinguna og sömu tillitssemina. Lífíð sjálft kenndi henni ýmislegt það, sem ekki verður lært í skóla eða metið með prófum og þeim vísdómi miðl- aði hún til okkar systkinanna jafn- framt því sem hún vemdaði okkur og studdi. Þegar horft er um öxl til uppvaxtaráranna fínnst mér að þau fögra orð, sem Eiriar Bene- diktsson skáld valdi móður sinni í ljóði því, sem áður hefur verið vitn- að til eigi vel við um viðhorf móður minnar til mín og systkina minna. Hann segir: En bæri ég heim mín brot og minn harm, þó brostir af djúpum sefa. - Þú vógst upp björg á þinn veika arm; þú vissir ei hik eða efa. I alheim ég þekkti einn einasta barm, sem allt kunni að fyrirgefa. Þótt lífíð léki ekki alltaf við móð- ur mína hélt hún reisn sinni og jafn: aðargeði og kunni að gleðjast. í raun var hún heimsmanneskja, sem naut þess að vera innan um fólk, klæðast smekklegum fatnaði og taka á móti gestum. Þröngur efna- hagur bauð þó ekki upp á mikla möguleika í þeim efnum. Samt hafði hún einstakt lag á að nýta það, sem var fyrir hendi og er mér í barns- minni hversu oft ég var stoltur anB glæsileika hennar, framgöngu og framkomu, einnig hversu vel henni tókst að gera heimili okkar smekk- legt og fallegt. Bak við bros hennar og fas var alltaf viðkvæmni og einn- ig rómantík. Hún naut þess að hlusta á ljúfa og notalega tónlist og hafði sérstakt dálæti á lögum Sigfúsar Halldórssonar. Á yngri árum lék hún sjálf á gítar en lagði hann síðan á hilluna og þá var draumur minn að læra sjálfur á gítar hennar til þess meðal annars að geta leikið þessi lög fyrir hana, Uppáhald okkar af iögum Sigfúsar * var í grænum mó. Þegar við tókum það lag saman, mátti vart á milli sjá hvort okkar upplifði betur róm- antíkina og ástina í texta og lagi. En nú er sá söngur hljóður og horfínn. Þáttaskil hafa orðið. Móðir mín hefur gengið sinn veg en minn- ingin og þakklætið til hennar stend- ur eftir. Þakklætið fyrir að hafa fengið að njóta návistar hennar og leiðsagnar svo lengi og að hafa erft frá henni sterkar tilfínningar. Allar stundir með henni vora í raun hamingjustundir, hvort heldur sem þær vora gleðistundir eða stundir fullar af sársauka. Það vár gott að gráta með henni, það var gott acj^ gleðjast með henni og það var gott að fá í veganesti frá henni skiining sem hún hafði á mannlegum vanda- málum og fínna hversu viðhorf hennar vora rétt og yfirveguð. Dýpsta sannfæring mín segir mér að með dauðanum sé aðeins stigið skref inn til annars lífs. Að á nýjum leiðum hittist fyrir ástvin* ir, sem hafa verið aðskildir í veröld þar sem ejcki er til sársauki eða vanlíðan. Ég er þess líka fullviss að með starfí sínu, viðhorfum og^ mannkærleika hvort heldur var tiF' fjölskyldu sinnar eða til annarra, hafi móðir mín unnið til þess í jarð- vist sinni að fá góðar viðtökur í nýrri veröld. Það er þessi fullvissa, sem gerir mér og öðram ástvinum hennar auðveldara að sætta okkur við að hún er horfin úr okkar jarð- neska lífi. Guð blessi móður mína, '• Sesselju Jónu MagnúsdÓttur, og minningu hennar. Magnús Hreggviðsson. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EGILL BJARNASON fornbókasali, Kópavogsbraut 1a, sem lést 7. mars, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 18. mars kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans, er bent á Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga. Gyða Siggeirsdóttir, Hrafnkell Egilsson, Anna Sigurjónsdóttir, Ólafia Egilsdóttir, Jóhann Gunnar Friðjónsson, Soffía Stefanía Egilsdóttir, Gunnar Haraldsson, barnabörn og barnabarnabarn. Faðir minn og tengdafaöir, EINAR VALGARÐ BJARNASON, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 19. mars kl. 13.30. Fyrir hönd annarra aðstendenda, Guðbjörg Ester Einarsdóttir, Högni Einarsson. + Hjartkær systir okkar, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR BIGSETH frá Tannstaðabakka lést í Álasundi þann 13. þ.m. Guðlaug, Herdis, Einar og Jón.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.