Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.03.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 Minning * Gunnar Olafsson ' frá Reykjarfirði Fæddur 9. janúar 1918 Dáinn 8. mars 1993 Andlát Gunnars kom ekki vanda- mönnum hans og vinum á óvart. Fyrir nokkrum misserum var hon- um, eins og hendi væri veifað, kippt úr sambandi við hið daglega amst- ur. í slíkri eldraun skírist sá málm- ur sem hverjum einstaklingi er gef- inn og kjarninn kemur í ljós. Við köllum þann kjarna gjarnan karl- mennsku. Hún kom ríkulega í ljós í fari Gunnars Ólafssonar er örlögin sköpuðu honum, fyrirvaralaust, sjúkrahúsvist er eftir það varð hlut- skipti hans. Gunnar var fæddur 9. janúar árið 1918 í Reykjarfirði í Arnarfirði vestur, elstur þriggja systkina, barna hjónanna Ólafíu Vigfúsdóttur og Ólafs Jóhannessonar, búenda þar. Yngri honum eru Jóhannes og Guðrún, sem bæði eru búsett á Bíldudal. Faðir þeirra andaðist er Gunnar var aðeins níu ára gamall. Þannig barði alvara lífsins að dyrum hjá fjölskyldunni í Reykjarfírði. Jk Fráfall Ólafs bónda í Reykjarfírði varð til þess að strax og Gunnar gat unnið að búskapnum færðust störfin mjög yfir á hans herðar. Afleiðing þess varð sú að hann gat ekki farið í burtu til náms, eins og hugur hans stóð til. Var hann því heima fram á fullorðinsár. Hann kynntist Sigurlaugu Magnúsdóttur, ljósmóður frá Vindheimum í Skaga- firði, er varð eiginkona hans og lífs- förunautur. Bjuggu þau um nokk- urt árabil í Reykjarfirði en fluttust síðan til Bíldudals, þar sem Gunnar vann ýmis störf, bæði til sjós og lands, síðustu árin sem verkstjóri. Var Gunnar kallaður til félagsmála- starfa þar vestra. M.a. var hann formaður búnaðarfélagsins og það kom í hans hlut að vera fulltrúi á hinum sögulega stofnfundi Stéttar- sambands bænda á Laugarvatni sumarið 1945. Gunnar starfaði í sveitarstjórn á Bíldudal, var sýslu- nefndarmaður, í stjóm kaupfélags- ins og stjórnarformaður um skeið. Hann var einn af stofnendum Lions- klúbbsins á Bíldudal árið 1971 og þannig mætti fleira upp telja er sýnir hversu Gunnar var virkur á hinu félagslega sviði þar á Bíldudal. Það einkenndi mjög dagfar Gunnars hversu hann var jákvæður og bjartsýnn. Hann var jafnan glað- ur og reifur, góðgirni var honum í blóð borin og er varla ofmælt að það geislaði frá honum lífskrafti, samfara óvenjulegri snyrtimennsku í orðum og háttum, að hveiju sem hann gekk, bæði heima og heiman. Þau Gunnar og Sigurlaug gengu í hjónaband 1. desember árið 1955. Þeim varð fjögurra bama auðið, sem öll eru uppkomin og eiga fjöl- skyldur. Elstur er Ólafur, markaðs- stjóri, giftur þýskri konu, Sibylle Matthes. Þau eru búsett í Banda- ríkjunum og eiga þijú börn. Anna er gift Guðmundi Magnússyni skip- stjóra á Tálknafirði og þeirra böm em fjögur. Selma er hjúkmnar- fræðingur, gift Kristjáni Jóhannes- syni kennara. Þau eru búsett í Dan- mörku og eiga þijú böm. Yngstur er svo Bragi, íþróttakennari að mennt. Sambýliskona hans er Aðal- björg Þorsteinsdóttir. Þau em bú- sett í Hafnarfirði og eiga eina dótt- ur. Barnalán þeirra Gunnars og Sigurlaugar var mikið og fjölskyld- an öll mjög samhent. Var það Gunn- ari mikið ljós og gleðigjafi er hann þurfti svo mjög á umhyggju að halda. Þar stóð eiginkonan honum næst í hinni daglegu varðstöðu. Árið 1976 fluttust þau Gunnar og Sigurlaug til Blönduóss. Var þá hafín, þar á staðnum, uppbygging rækjuvinnslunnar Særúnar og þótti nauðsyn að leita til kunnáttumanns í greininni til þess að móta fýrirtæk- ið. Gunnar gerðist verkstjóri Sær- únar og starfaði þar, sem slíkur, rúman áratug, en að þeim ámm liðnum lá leið þeirra hjóna til Reykjavíkur þar sem Gunnar tók að sér umsjónarstarf við fýrirtæki tengdasonar síns, meðan honum var starfs auðið. Þau Gunnar og Sigurlaug féllu vel inn í húnvetnskt samfélag og er óhætt að segja að þeim varð ekki vina vant. Gunnar gekk strax í Lionsklúbb Blönduóss, sem full- gildur og virkur félagi. Kom þá strax í ljós hvað hann kunni vel til verka á félagsmálasviðinu. Leiddi hann þó hjá sér önnur afskipti af félagsmálum á dvalarárunum á Blönduósi. Blönduóss árin urðu þeim hjónum góður tími og stutt var til vina og vandamanna í æsku- héraði Sigurlaugar, Skagafirði. Þessa tíma var ríkulega notið og við, sem nutum gestrisni þeirra hjóna, á fallegu heimili þeirra, varð- veitum þaðan kærar minningar. Þótt þau Gunnar og Sigurlaug fæm frá Blönduósi slitnuðu ekki þau tengsl sem skapast höfðu. „Til góðra vina liggja gagnvegir." Heim- ili þeirra hjóna í Reykjavík stóð okkur norðanfólki opið og þau litu gjarnan til okkar þegar færi gafst. Gunnar skrapp líka gjaman vestur á æskuslóðimar í Amarfirði og á sjó með tengdasyninum þar, yfir sumarmánuðina. Dýpst stóðu þó ræturnar heima í Reykjarfirði. Sundlauginni þar heima var haldið í horfinu og ólýsanlega var gott að fá sér þar sundsprett. Hinum sýnilega þætti Gunnars Ólafssonar er nú lokið. Vinir hans geta glaðst yfir því að hann er laus úr fjötrum lamaðra lífskrafta, en lýsa samhug með eiginkonu hans og öðmm ættingjum og vinum. Gott er að minnast samfylgdar við hugljúfan dreng og hans verður vissulega saknað. - Þannig er gott að kveðja. Gunnar Ólafsson verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 17. mars kl. 15. Grímur Gislason. Eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt. Eg harma það, en samt ég verð að segja . að sumarið, það líður alltof fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson) Er ég rita þessa stafi á blað er ég í senn hryggur og glaður. Ég er hryggur yfír því að fá ekki leng- ur notið samfylgdar mikilmennis, þeirra tengsla er þú og ég, Gunnar minn, höfum haft okkar á milli, þó svo að undanfarið hafi Qarlægð skilið okkur að. Ég er hryggur yfir því, sem teljast má til minnar eigin- girni, að njóta ekki lengur návistar þinnar í jarðnesku lífi. Glaður er ég yfir því að þú ert nú loksins laus úr fjötmm líkama þíns, sem eftir veikindi bar þann skaða að geta ekki sinnt sínu hlut- verki og látið að þinni stjórn. Glað- ur er ég yfir þeim fögnuði er himna- faðirinn mun veita þér í návist sinni. Kæri vinur! Ég hugsa til þess tíma er við kynntumst, það var eins og við þekktumst, viðmót þitt og hlýja ristir djúpt. Seinna varð ég svo lánsamur að eignast dóttur þína fyrir konu og þú og þín dásamlega kona buðuð mig velkominn í fjöi- skyldu ykkar. Ég hef notið þess að kynnast börnum ykkar hjóna, öll bera þau þess merki að þau hafa notið ástúðar og umhyggju, sem alltaf hefur verið þitt aðalsmerki. Samverustundir okkar hafa verið fáar, en þó stórar. Ég hef fengið tækifæri til að kynnast mannvini, já einstaklingi sem alltaf hugsaði um samferðamann sinn, lastaði engan og fann málsbætur fyrir þá sem á var deilt. Þar fer göfugur maður, maður sem á hið mesta ríki- dæmi. Sú fegurð er þú barst í bijósti þér og sýndir í framkomu gagnvart náunganum er hið sama leiðarljós er birtist í boðorðum trúar okkar. Það veganesti sem öllum er gefið, en því miður er það nú svo, að við erum mörg sem eigum erfitt með að lifa eftir þeim línum og uppfylla þann boðskap. Þú lagðir áherzlu á, að í um- gengni við meðbræður okkar, fælist hlustun og skilningur. Það sem skipti máli er að hlusta, taka eftir því sem verið er að tjá, reyna að skilja einstaklinginn og aðstæður hans, segja svo skoðun sína og gefa ráðleggingjar væri þess óskað og væri maður þess umkominn. Sérhver einstaklingur er hluti af okkur sjálfum. Framkoma þín gagnvart þeim er fóru til þín bónarveg var á einn veg, henni má lýsa með tveim orð- um: „Ekkert mál.“ Elska þín og umhyggja beindist ekki síst að börnum, því barnelskur varstu, ekki aðeins gagnvart barna- börnum þínum, heldur umvafði ást- úð þín öll börn. Enda hændust öll börn að þér, þú gafst þeim alltaf tíma til þess að tjá sig, lagðir þig fram um að vera jafningi þeirra í leik og starfi, hafðir tíma til að hlusta á þau og skilja. Mannkærleikurinn var ekki það eina, fóstuijörðin, grundvöllurinn, undirstaðan undir fótum okkar var ekki undanskilin. Reykjarfjörðurinn var þér ætíð ofarlega í huga, æsku- heimili þitt, þar sem þú sem barn fékkst það hlutverk að vera ábyrg- ur. Slíkt álag myndi mörgum vera ofviða, en þessi þolraun sýndi, að þótt ungur væri, var hún þér ekki ofvaxin. Frá þeim tíma er ég kynnt- ist þér hefur ættjarðarást þín til þess staðar er mótaði þig í bernsku, borið í þínu bijósti ósk, um að allt- af mætti betur gera. Megi umhyggja þín og góð- mennska fylgja eiginkonu þinni og ástvinum, guðs blessun og kærleik- ur þau umlyki og verndi. Þín kærleiksgjöf til oss er væn á hjörtu vor hún skín. í lotningu og heitri bæn minn drottinn guð til þín. Kristján Jóhannesson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LIUA GAMALÍELSDÓTTIR, Kárastig 1, lést 12. mars. Jarðarförin verður gerð frá Fríkirkjunni föstudaginn 19. mars kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkœr dóttir mín og systir okkar, ODDNÝ SIGURÐARDÓTTIR KRISTIANSEN frá Reyðarfirði, lést í sjúkrahúsi í Þrándheimi 14. mars. Útförin ferfram fimmtudaginn 18. mars í Þrándheimi. Björg Bóasdóttir og systkini hinnar látnu. * Eiginmaður minn, faöir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANN GUÐMUNDSSON fyrrverandi forstjóri, Helgamagrastræti 53, Akureyri, sem lést 14. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 18. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á íþróttafélagið Akur eða góðgerðastofnanir. Freyja Jónsdóttir, Jón Dan Jóhannsson, Ruth Hansen, Rúnar Hafberg Jóhannsson, Jónheiður Kristjánsdóttir, Heiðar Jóhannsson, Maria Garðarsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Eva Ingólfsdóttir, ■ barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÓLAFSSON, Hólmgarði 18, lést þann 11. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Lára Ólafsson Ólafur E. Sigurðsson, Finnbjörg Hákonardóttir, Asdís Sigurðardóttir Cosby, Michael J. Cosby, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRIR J. W. BJARNARSON, Miðtúni 6, lést 15. mars. Guðfríður Hermannsdóttir, Þuríður T. Bjarnarson, Skarphéðinn Þórisson, Ragnhildur R. Indriðadóttir, Elsa Þórisdóttir, Höskuldur Ásgeirsson, Hermann Þórisson, Hallfríður Eysteinsdóttir, Þórir Örn Þórisson, Catherine Flament og barnabörn. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR RAGNAR, Smiðjugötu 5, ísafirði, verður jarðsungin frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 20. mars kl 16.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Tónlistarskóla ísafjarðar. Anna Aslaug Ragnarsdóttir, Sigrfður Ragnarsdóttir, Hjálmar Helgi Ragnarsson. Mánudaginn 8. mars sl. lést á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur ást- kær móðurbróðir minn, Gunnar Vig- fús Aðalbjörn Ólafsson frá Reykjar- fírði í Amarfirði. Gunnar var fædd- ur 9. janúar 1918 og var því liðlega 75 ára gamall. Foreldrar hans voru Ólafía Vigfúsdóttir frá Reykjarfirði og Ólafur Jóhannesson frá Múla á Barðaströnd. Þau hófu búskap árið 1917 og eignuðust þau þijú böm: Gunnar 1918, Jóhannes 1919 og Guðrúnu 1923. Ekki stóð búskapur þeirra hjóna lengi því Ólafur lést úr lungnabólgu árið 1926. Það má nærri geta að fráfall fyr- irvinnu frá búi og ungum börnum hefur reynt mikið á fátækt heimili þess tíma. Þá hefur reynt á alla þá mannkosti sem Ólafía hafði, og hygg ég að ábyrgð elsta barnsins hafi reynt mikið á Gunnar. Þar tel ég að mótast hafi hinir einstöku mannkostir sem Gunnari voru gefn- ir og honum fylgdu alla ævi. Gunn- ar var vel gefinn og hugurinn stefndi til náms, en vegna fráfalls föður hans gat ekki orðið af því. Gunnar var glaðvær, hreinskilinn, traustur og mikill vinur vina sinna. Árið 1954 kynntist Gunnar eftir- lifandi eiginkonu sinni, Sigurlaugu Magnúsdóttur ljósmóður frá Vind- heimum í Skagafirði. Þau eignuðust fjögur börn: Olaf Jóhannes 1956, Onnu Maggý 1957, Selmu Sigrúnu 1960 og Braga Geir 1961. Þau bjuggu með sauðfjárbú og kartöflu- rækt í Reykjarfirði til ársins 1961, en þá fluttust þau til Bíldudals í Þórshamar þar sem þau bjuggu í nær 20 ár og komu upp börnum sínum. Þaðan fluttust þau til Blönduóss og síðan til Reykjavíkur þar sem heimili þeirra var lengst af í Skaftahlíð 16. Að búskap loknum tók Gunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.