Morgunblaðið - 17.03.1993, Page 29

Morgunblaðið - 17.03.1993, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 29 sér hin ýmsu störf fyrir hendur á Bíldudal, en var þó lengst af verk- stjóri, fyrst hjá sveitarfélaginu, þá hjá frystihúsi staðarins og síðan hjá rækjuvinnslu á Blönduósi. Gunnar rak útgerð Sóknar hf. á Bíldudal um nokkurra ára skeið. Trúnaðar- störf á Bíldudal urðu mörg, svo sem hreppsnefndarmaður í mörg ár, for- maður verkamannabústaða, í stjóm Kaupfélags Amfirðinga, fulltrúi á Búnaðarþingi, í stjórnum ýmissa fijálsra félagasamtaka og í sýslu- nefnd V-Barðastrandarsýslu til fjölda ára auk ýmissa annarra starfa sem hér verða ekki rakin. í Reykja- vík var Gunnar lengst af umsjónar- maður hjá Gufubaðstofu Jónasar. Lundarfar og mannkostir Gunn- ars gerðu það að hann var ávallt hrókur alls fagnaðar þar sem hann var og vom vinir þeirra hjóna ábyggilega fleiri en gengur og ger- ist, og sá vinskapur var gagnkvæm- ur og hjartahlýr. Nú þegar kveðjustundin er mnnin upp hrannast upp ljúfar minningar frá bemskuámm mínum, tilhlökk- unin að fá að fara með Gunna frænda inn í Reykjarfjörð, heyskap- ur, smalamennska, garðrækt, sund í pollinum og ótal aðrar minningar einnig frá unglings- og fullorðins- ámm líða gegnum huga manns, hversu stutt manni finnst þó síðan allt iðaði af gleði og skemmtilegneit- um í Reykjarfirði í sveitinni hjá frænda. Það var sem strengur slitnaði í btjósti mér fyrir einu og hálfu ári þegar ég frétti að Gunni hefði veikst alvarlega. Veikindi þau vom erfíð og kom þá best í ljós æðmleysi Gunnars og hæfíleiki til að horfa á björtu hliðamar. Þegar stórt er spurt verður fátt um svör, eins er það þegar stórt er höggvið og aðili manni kærkominn þá myndast tómarúm sem best er að fylla með góðum minningum um góðan frænda. Að lokum ætla ég að birta vísu sem afí Gunnars orti til hans sem bams og henni fylgja bestu kveðjur ættingja á Bíldudal, en hún er svona: Ég þess bið, að englalið þín gæti og gefi þér sína gleði og vöm, Gunnar Vigfus Aðalbjöm. Elsku Laula, Óli, Anna, Selma og Bragi, ykkar missir er mikill, megi góður guð styðja ykkur og styrkja. Magnús Björnsson. Mig langar með fáum orðum að minnast frænda míns, sem látinn er eftir erfíð veikindi. Hann Gunni frændi átti stórt rúm í hjarta mínu. Við Gunni vorum frændsystkini og afar nátengd frá bernsku til síðasta dags. Foreldrar Gunnars vora hejðurs- hjónin Ólafía Vigfúsdóttir og Ólafur Jóhannesson sem bjuggu í Reykjar- fírði við Amarfjörð. A unga aldri missti hann föður sinn. Stóð þá Ólafía uppi með þrjú ung böm, Gunnar, Jóhannes og Guðrúnu, auk aldraðs föður. En tíminn leið og börnin uxu úr grasi og veittu móð- ur sinni alla þá aðstoð sem þau gátu látið í té. Gunnar var elstur og hvíldi mest á honum. Það var mikið lagt á ungar herðar á þeim tíma. Þá vora engar bætur eða tryggingar en með Guðs hjálp bless- aðist þetta allt. Reykjarfjarðar- heimilið var annálað fyrir gestrisni. Má segja að það stæði um þjóð- braut þvera, allt var gert til að veita beina. Það var arfur úr for- eldrahúsum. Það þarf mikið þrek og kjark fyrir jafn lífsglaðan og hressan mann og Gunni frændi var, að taka öllu sem á hann var lagt með þeirri ró og því æðraleysi sem hann sýndi í veikindum sínum. Alltaf var þakk- að fyrir alla veitta aðstoð með ljúfu brosi. Hann naut frábærrar umönn- unar eftirlifandi eiginkonu sinnar, Sigurlaugar Magnúsdóttur frá Vindheimum í Skagafírði. Hvar sem þau bjuggu var heimili þeirra með miklum myndarbrag. Þar var tekið á móti gestum með glaðværð og hjartahlýju. Þeim hjónum varð fjögurra bama auðið sem öll hafa hlotið góða menntun. Elstur er Ólafur, eigin- kona Sibylle Gunnarsson, búsett í Bandaríkjunum; Anna, eiginmaður Guðmundur Magnússon, búsett á Tálknafirði; Selma, eiginmaður Kristján Jóhannesson, búsett í Dan- mörku; og yngstur er Bragi, eigin- kona Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, bú- sett í Hafnarfírði. Bamabömin era orðin ellefu. Börn þeirra hafa svo sannarlega erft góða kosti foreldra sinna. í veikindum Gunnars hafa þau endurgoldið honum alla þá ást sem hann ávallt sýndi þeim. Allt var gert til að létta honum lífíð. Flogið var heimsálfa og landa á milli í heimsóknir til að veita honum gleði og umhyggju. Gunnar var vel gefínn maður. Hann átti mjög gott með að kasta fram vísu og ég veit að margur fékk skemmtilegan afmælisbrag. Gunnar var með afbrigðum hjálp- fús, vildi hvers manns vanda leysa. Hann var svo ljúfur í allri um- gengni og allt varð svo eðlilegt sem hann bauð fram. Ég veit að margur getur sagt að genginn sé góður 'maður. Við fráfall elskulegs frænda míns verður erfiðara að rifja upp æsku- minningar sem við áttum saman og hlógum dátt að. Ég þakka allar fallegu rósimar sem hann færði mér. Hann var sannkallaður rósa- karl. Samband Gunnars við systkini sín var alla tíð mjög náið og kveðja þau nú góðan bróður. Ég votta eiginkonu hans, Sigur- laugu, bömum og ástvinum öllum mína dýpstu samúð. Ég, eiginmaður minn og dætur, Gerður og Rafnhild- ur, kveðjum Gunnar frænda með söknuði. Hvíli hann í Guðs friði. Margrét Finnbogadóttir. Fleiri minningargreinar um Gunnar Ólafsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR JÓNSSON frá Prestbakka, kennari og rithöfundur, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. mars kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Margrét Fjóla Guðmundsdóttir, Ómar Ingólfsson, Auður Ingólfsdóttir, Sigurður Ingólfsson. tengdasonur, barnabörn og barnbarnabarn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSEUA J. MAGNÚSDÓTTIR frá Borgarnesi, Þverárseli 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mið- vikudaginn 17. mars kl. 13.30. Þóra G. Grönfeldt, Gylfi Konráðsson, Magnús Hreggviðsson, Erla Haraldsdóttir, Hreggviður Hreggviðsson, Maria J. Einarsdóttir, Halla Hreggviðsdóttir, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Jónsson, Guðrún Ingvarsdóttir, barnabörn og langömmubarn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns og fósturföðurs, PÉTURS GUÐBJARTSSONAR frá Vestmannaeyjum, Fyrir hönd vandamanna, Ottó Laugdal, Kristín Karlsdóttir. Kjartan Halldórsson frá Bæjum - Minning Sumarið 1942 stóðu yfir flutn- ingar hjá læknishjónunum í Ögri til nýrra heimkynna á Ísafirði. Þá var farið með báti um Djúpið enda engir vegir. Þegar báturinn hlaðinn búslóð hjónanna kom að bryggju á ísafírði stóð þar fyrir vörpulegur maður með flokk af mönnum sem var óbeðinn að bjóða hjálp sína við flutninginn frá bryggju heim í hús- ið við Silfurgötu 6. Þetta var Kjart- an frá Bæjum. Þremur eða fjórum áram síðar var snáði einn, sem verið hafði far- þegi í þessum flutningum, að klifra uppi á handriðinu við stigaopið á efri hæðinni á móts við neðstu tröppuna. Hann vissi auðvitað ekki að einmitt á þessari stundu vora þeir að kveðjast á neðri hæðinni faðir hans og Kjartan en þeir höfðu setið á tali um verkstjórastarf Kjartans hjá ísafjarðarbæ, en sá fyrmefndi hafði átt þátt í að fá Kjartan í það starf. í þessum gömlu timburhúsum er hátt til lofts svo að hæðin frá grind- verkinu niður á neðsta þrepið var milli fimm og sex metrar. Skyndi- lega missti snáðinn takið og féll niður. Hann sá í undran sinni neðsta þrepið, járnslegið, nálgast með ógn- ar hraða. Á nákvæmlega sama augnabliki var opnuð hurð úr herbergi við hlið- ina á stiganum. Ut úr því kom Kjartan frá Bæjum og í skrefínu sem hann steig fram yfír þröskuld- inn rétti hann út ógnarsterka hand- leggi og greip snáðann. Þessi „sena“ var ekki sett upp með neinum venjulegum „leikara“ því að við strákamir í Silfurgötunni vissum, að Kjartan var álitinn sterk- asti maðurinn á Vestfjörðum. Þessi minningarorð um Kjartan frá Bæjum eru því um manninn, sem bjargaði þeim sem þetta skrif- ar frá limlestingu eða jafnvel dauða. Með árunum hef ég svo gert mér betur og betur grein fyrir persónu þessa manns sem ég kynntist aðal- lega sem stráklingur. Af öllum þeim persónum sem ég hef kynnst minnti Kjartan frá Bæj- um mest á klett. Þegar ég nú hugsa hvaða klettur af þeim, sem ég þekki, myndi best hæfa sem samlíking, þá er ég ekki frá því að Heimaklett- ur í Vestmannaeyjum geri það. Það væri ekki bara vegna þess að Heimaklettur er ósprunginn, óbrot- inn og samanpressaður úr móbergi, myndaður undir fargi jökulsins heldur er það líka græni hatturinn, sem samsvarar svo vel þeim óvenju- lega hlýleika, sem allir fengu að njóta sem Kjartan þekktu. Það kall- ast að hafa ísbjamaryl. Návist Kjartans fylgdi ávallt rósemi og stöðugleiki, en það sem mér fannst þó alltaf sterkast var sú óvenjulega öryggistilfinning sem ég fékk við það að vera í nálægð hans. Ég sótt- ist því eftir því. Skaphöfn Kjartans frá Bæjum og hæfileikar hans voru reyndar svo sérstakir, að ég finn, að þessar tilraunir til þess að lýsa honum era jafnvel of fátæklegar til þess að þær séu þess verðar að fara á prent, því að svo lítið er sagt. Kjartan var kenndur við Bæi á Snæfjallaströnd, þar sem hann var fæddur og uppalinn. Skammt jiar undan landi er Æðey, perlan í Isa- fjarðardjúpinu. Sumarið 1953 dvaldi undirritaður sumarlangt í Æðey og þá blöstu Bæir við sjónum dag hvem. Um- JM&ÍVEXTIR HAFNARSTRÆTI 4 SÍMI 12717 Skreytiitgar unnar af fagmönnum OPIÐ KU. 9-19 gjörðin um þann stað frá Æðey séð var Unaðsdalur að norðri, Kaldalón að suðri og Drangajökull gnæfði yfír. Þama á Snæfiallaströndinni var afar snjóþungt svo að á vetram lá móður langt í sjó fram. í brúnunum fyrir ofan Bæi var venjulega skafl svo mikill að sjaldnast tók hann upp að fullu á sumram. Þessi skafl var samt talinn til mikilla landkosta því hann vökvaði túnið á Bæjum sumar- langt sem annars hefði oft ofþomað eins og gjaman gerðist á heitu sumrunum við E)júp sem voru svo algeng fyrr á öldinni. í mati jarðar- innar var skaflinn einn metinn til margra hundraða. Þeir sem þeklcja sig á þessum slóðum skilja betur úr hvaða efni þessi maður, sem nú hefur kvatt, var gerður. Kristínu ekkju Kjartans, dóttur þeirra hjóna og fiölskyldu allri sendi ég samúðarkveðjur með innilegu þakklæti fyrir að hafa fengið að vera þar sem leið hans lá. Skúli G. Johnsen. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för konu minnar, móður okkar og tengdamóður, ömmu og langömmu, SVANBORGAR ÓLAFAR MATTHÍASDÓTTUR, Hraunbæ 27. Stefán E. Jónsson, Halldór Stefánsson, Hjálmfríður Þórðardóttir, Ásdís Stefánsdóttir, Sigurður Pétursson, barnabörn og banrabarnabörn. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS ÁGÚSTSSONAR prentara, Langagerði 30, Reykjavik. Sérstakar þakkir til Félags bókagerðamanna fyrir þá vinsemd og virðingu sem þeir sýndu við útför hins látna. Sigurður Grétar Jónsson, Díana Garðarsdóttir, Þórir Ágúst Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Friðjón Alfreðsson, barnabörn og barnabarnabarn. Eriidr\kl\jur Glæsileg kidii- hlaðborð fallegir síilir og mjög g(>ð þjónusta. l'pplýsingar í síma 2 23 22 FLUGLEIÐIR IÍTEL LtmEHII + Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR SVEINBJARNARDÓTTUR, Kvisthaga 2, Reykjavík. Hafliði Halldórsson, Sveinbjörn Hafliðason, Anna Lárusdóttir, Ólöf Klemensdóttir, Þórunn Halldórsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir, Eydís Sveinbjarnardóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Anna Sveinbjarnardóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.