Morgunblaðið - 17.03.1993, Page 30

Morgunblaðið - 17.03.1993, Page 30
-30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1993 Minning Nanna Snædal Fædd 9. apríl 1932 Dáin 7. mars 1993 Það er haust og Samflot bæjar- starfsmannafélaga fundar á Egils- stöðum, enda kjarasamningar í nánd. Við í Starfsmannafélagi Hafnar- fjarðar höfðum fyrir nokkru frétt að ein úr stjóm félagsins hún Nanna væri ekki heilsuhraust og ætti að gangast undir aðgerð þessa sömu daga og fundarhöldin áttu sér stað. Það var um þessa helgi sem okkur verður það ljóst hve alvarlegs eðlis veikindin voru. Nanna Snædal var um margra ára skeið trúnaðarmaður STH á Sólvangi í Hafnarfirði. Hún var alla tíð mjög virk í starfi félagsins. Enda fór svo að hún var kosin í stjórn og starfaði þar á meðan heilsa hehnar leyfði. Það var alla tíð ákaflega ánægju- legt að eiga samstarf og samleið með Nönnu. Það fór aldrei á milli mála í öllum hennar störfum að þarna fór kona með stórt hjarta og með víðtækan skilning á málefninu. Þó svo að ekki hafi Nanna verið lengi í stjórn félagsins í árum talið þá er það víst að viðhorf hennar og viðmót mun lifa með okkur áfram í einni eða annarri mynd og verður okkur gott veganesti um ókomin ár. Um leið og við þökkum henni fyrir ánægjulega samfylgd þá vill ég fyrir hönd starfsmannafélagsins senda öllum hennar ættingjum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Árni Guðmundsson, formaður Starfsmannafé- lags Hafnarfjarðar. í dag fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju útför mágkonu minnar, Nönnu Snædal, Álfaskeiði 44, Hafnarfírði. Haustið 1991 hafði hún kennt sér þess meins, er lagði hana að lokum að velli 7. mars s.l. í þeirri baráttu sýndi hún frábæran dugn- að, æðruleysi og jákvætt hugarfar. Hún kom andlega sterkari úr þeirri raun, öðlaðist trúarstyrk og var því vel undirbúin í síðustu ferðina. Nanna var fædd á æskuheimili sínu, Eiríksstöðum á Jökuldal, 9. apríl 1932 yngst fjögurra barna þeirra hjóna, Stefaníu Carlsdóttur og Jóns G. Snædal. Föður sínum kynntist hún aldrei, hann lést áður .^en Nanna fæddist. Eg minnist þess fyrir rúmum þremur áratugum, þegar bróðir minn, Grétar Kristinsson, var að segja mér frá þessari sérstöku stúlku, sem hann hafði kynnst. „Hún hefur svo ríka ábyrgðartil- finningu, ég get vel hugsað mér hana sem eiginkonu og móður barn- anna minna, og svo er hún svo frambærileg í alla staði.“ Það leyndi sér ekki, að bróðir minn var ást- fanginn. Hinn 4. nóvember 1961 gengu þau í hjónaband, Grétar var þá kominn yfir þrítugt, og tvímæla- laust var þetta hans mesta gæfu- spor á lífsleiðinni. Heimilið var þeirra hornsteinn, sem bæri að hlúa _að, og undirstaða hamingjunnar. Hjá þeim ríkti reglusemi, gagn- kvæmt traust og umhyggja fyrir hvort öðru, enda reyndist hjónaband þeirra farsælt, og þar var heilsteypt og góð skapgerð Nönnu mikill þátt- ur. Þau eignuðust þijá syni, og eru þeir Jakob Bjarnar, f. 4. apríl 1962, sambýliskona hans er Steinunn Ól- afsdóttir, og eiga þau eina dóttur, Nönnu Elísu tveggja ára, Atli Geir, f. 25. okt. 1963 og Stefán Snær, f. 12. janúar 1968. Heimilið og syn-v irnir voru þeim hjónunum allt. Grét- ar var strangur og kröfuharður í “ ^uppeldinu, en Nanna bætti það upp með sinni móðurmildi. Hún fór ekki að vinna utan heimilis fyrr en drengimir voru komnir á legg. Hún var dugnaðarforkur, verklagin og útsjónarsöm. Fyrst vann hún við saumaskap og verslunarstörf og átti það vel við hana. Sl. sex ár ^.^tarfaði hún sem launafulltrúi á öólvangi. Á þessum stöðum vann hún sér strax hylli yfirmanna og samstarfsfólks sökum sinna góðu eðliskosta. Grétar lést 14. des. 1983 úr krabbameini, aðeins 55 ára að aldri, þegar þau vom nýflutt í einbýlishús er þau byggðu við Hraunbrún í Hafnarfirði. Eftir að Nanna varð ekkja, fór hún að sinna félagsmálum. Hún var eindregin sjálfstæðiskona, og starf- aði í stjóm Sjálfstæðiskvennafé- lagsins Vorboða af miklum áhuga og krafti. Einnig var hún í stjóm Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og trúnaðarmaður þar og í Starfs- mannaráði Sólvangs. Þá starfaði hún með Kvenfélaginu Hringnum. Á þessum vettvangi naut Nanna sín vel, enda greind og raunsæ í skoð- unum og gefandi. Heimilið hennar var einnig opið vinum drengjanna, sem komu oft einungis til þess að heimsækja Nönnu. Þrátt fyrir það að hafa alist upp í sveit fram yfir fermingu var hún ávallt „nútíma- konan hún Nanna“ eins og þar seg- ir. Ég saknaði satt að segja stund- um sveitabamsins í henni. Þó hefði hún sómt sér vel sem húsfrú á stóm sveitaheimili. Fyrir u.þ.b. tveimur árum minnk- aði Nanna við sig húsnæði og keypti hæð að Álfaskeiði 44. Hún sá hag sínum borgið og undi þar vel, en eigi má sköpum renna. Ekki skorti þó áhugann á að prýða og fegra heimilið, og ótrúlegt hvetju hún kom í verk, þrátt fyrir veikindin. Á sl. ári rættist sá draumur Nönnu að ferðast til Bandaríkjanna. Sex- tugsafmælinu var fagnað á Flórída, ásamt sonunum þremur, tengda- dóttur, undirritaðri og sonardóttur- inni, sem henni auðnaðist að fá að sjá renna upp eins og fífil í túni. Þessi ferð verður ógleymanleg og dýrmæt í minningunni. Ég skynjaði einstaka hlýju og velvilja í garð Nönnu frá öllum þeim aðilum, sem störfuðu með henni í vinnunni og að félagsmálum. Því vil ég f.h. aðstandenda þakka af heilum hug öllum þeim, sem svo vel studdu Nönnu í veikindum henn- ar, sérstaklega samstarfsfólki hennar á Sólvangi, stjómum félag- anna, er hún starfaði með, læknum og hjúkrunarliði á Landspítalanum, að ógleymdri Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Nanna var sérstaklega þakklát og ánægð með þá þjónustu. Persónulega vil ég færa Ævari Jóhannessyni og konu hans, Kristbjörgu, alúðarþakkir fyr- ir fómfúst starf í þágu krabba- meinssjúkra. Nanna naut dyggilega aðstoðar þeirra. Systkinum Nönnu og fjölskyldum þeirra votta ég innilega samúð. Bróðursonum mínum og Steinunni þakka ég umhyggjuna, sem þau veittu henni, þegar hún þurfti mest á að halda. Megi sá hornsteinn er var lagður að framtíð þeirra standa traustur og kærleiksljósið lýsa þeim á lífsleiðinni. Tómarúmið er stórt, en biðtíminn var lengri en búist var við. Það ber að þakka. Þótt síðustu mánuðimir væru erfiðir vom gleðistundimar einnig margar, og „reynslan styrkir anda og arm“ og efldi fjölskyldu- böndin. Minni kæm mágkonu þakka ég óendanlega fyrir allt, sem hún var mér og fjölskyldu minni. Einnig fyrir þá vináttu og trúnað, sem hún sýndi mér, því hún var stolt og dul með sínar innstu tilfinn- ingar. Guð blessi þessa heilsteyptu vin- konu, ástvini hennar og alla þá, er bundust henni vináttuböndum. Guðlaug Elísa Kristinsdóttir í dag er Nanna föðursystir mín borin til grafar, en hún Iést 7. marz síðastliðinn. Hún var fædd 9. apríl 1932 á Eiríksstöðum á Jök- uldal og stóð því á sextugu en hún lést, langt um aldur fram. Foreldrar hennar voru Stefanía Carlsdóttir og Jón Gunnlaugsson Snædal og var Nanna fjórða bam þeirra. Börn þeirra urðu ekki fleiri, því tæpu hálfu ári áður en hún fæddist lést faðir hennar eftir skamma legu. Hún var skírð fullu nafni Jóna Stefa Nanna og vom tvö fyrstu heitin nöfn foreldra hennar, en hið síðasta vísaði til gælunafns föður hennar sem oft var kallaður Nonni meðal hinna nánustu. Það varð nafnið sem hún notaði síðan alla tíð. Eldri systkini Nönnu eru Karen Petra, húsfreyja á Eiríksstöðum og síðan á Egilsstöðum, gift Jóhanni Bjöms- syni frá Surtsstöðum í Jökulsárhlíð, Steinunn Guðlaug húsfreyja á Surtsstöðum og síðan Fellabæ, gift Braga Björnssyni frá Surtsstöðum og Gunnlaugur Einar læknir í Reykjavík, kvæntur Bertu Jónsdótt- ur frá Fáskrúðsfirði. Stefanía, móð- ir þeirra systkina, var síðar meir í sambúð með Jakobi Jónassyni frá Nýhóli á Hólsfjöllum og eignuðust þau saman Karl Sigurð, bónda á Gmnd á Jökuldal en hann er kvænt- ur Kolbrúnu Sigurðardóttur frá Teigaseli á Jökuldal. Nanna bjó fram að fermingu á Eirík-sstöðum. Þá fluttist hún ásamt móður sinni, stjúpföður og Karli (Mannsa) bróður sínum til Keflavík- ur, en eldri systkini hennar höfðu þá hleypt heimdraganum. Eftir skyldunám stundaði hún nám í tvo vetur við héraðsskólann í Reyk- holti, en að því loknu stundaði hún afgreiðslustörf, fyrst í apótekinu í Keflavík, þá í Austurbæjarapóteki í Reykjavík og loks vann hún við skrifstofustörf á Hagstofunni. Þar vann hún er hún kynntist tilvonandi eiginmanni sínum, Grétari Kristins- syni úr Hafnarfirði. Þau gengu í hjónaband árið 1961 og hófu bú- skap í lítilli kjallaraíbúð við Hátún í Reykjavík. Fyrstu árin voru þau í leiguhúsnæði í Reykjavík og Kefla- vík, en keyptu síðan íbúð í fjölbýlis- húsi í Hafnarfirði. Grétar stundaði vinnu við Varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli, en þar sem ijölskyldan fór fljótt að stækka hætti Nanna að vinna utan heimilis. Það hefur vafa- lítið einnig skipt máli í því sam- bandi að Grétar vann langan vinnu- dag fjarri heimilinu og urðu því flest verkefni heima fyrir að vera í um- sjón Nönnu. Þau eignuðust þijá syni, Jakob Bjarnar, f. 1962, blaða- mann, kvæntur Steinunni Ólafs- dóttur leikkonu og eiga þau eina dóttur, Nönnu Elísu, Atla Geir, f. 1963 og Stefán Snæ, f. 1968. Þeg- ar synirnir voru komnir nokkuð á legg réðst fjölskyldan í að byggja einbýlishúsið við Hraunbrún í Hafn- arfirði og tókst að láta þann draum rætast, þrátt fýrir að upphaflegar áætlanir verktaka brygðust hrapal- lega. Það var þeirra lán að hafa alla tíð verið samheldin og ráðdeild- arsöm og tókst því að ráða fram úr þessum erfiðleikum. Þau voru hins vegar ekki búin að búa þar lengi þegar stórt áfall reið yfir, Grétar veiktist af krabbameini er dró hann til dauða á liðlega ári. Nönnu tókst þó að standa í skilum með allar afborganir og búa áfram í húsinu, en áfréð svo eftir nokkur ár að minnka við sig. Síðustu árin bjó hún á hæð við Álfaskeið í Hafn- arfírði og þó hún væri þá orðin veik af því meini er varð yfírsterk- ara að lokum réðst hún í þær endur- bætur sem hún taldi þurfa. Síðasta áratuginn vann Nanna við ýmis störf í Hafnarfirði, síðast sem ritari á skrifstofu Sólvangs í Hafnarfirði. Nanna var vel gerð kona, sem lifði alla tíð í góðri sátt við sjálfa ' sig, fjölskyldu sína og vini. Hún hafði létta lund og átti auðvelt með að umgangast aðra á óþvingaðan hátt. Hún var góður félagi sona sinna, ekki síður en uppalandi og var það þeim mikill styrkur við frá- fall föður þeirra. Hún sýndi því áhuga sem þeir tóku sér fyrir hend- ir og lagði þeim oft lið með ráðlegg- ingum'og aðstoð auk þess sem vin- ir þeirra og fjölskyldur áttu þar alltaf víst athvarf. Nanna hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og lá ekki á skoðun sinni ef svo bar undir. Hún sinnti þeim áhuga sínum með ötulu og ábyrgu starfí í sjálf- stæðiskvennafélaginu í Hafnarfirði. Hún hafði alla tíð mjög gott sam- band við systkini sín og fjölskyldur þeirra. Mér er það minnisstætt, að hún var foreldrum mínum innan- handar við pössun er við bræður vorum ungir og fremur óábyrgir og þurfti til þess gott lag svo vel færi. Hún var í miklu uppáhaldi hjá okkur og var það ætíð tilhlökkunar- efni þegar hún var væntanleg eða þegar til stóð að sækja hana heim. Það átti ekkí síður við þegar Grétar var kominn til sögunnar og synir þeiira. Nanna veiktist af krabbameini fyrir Vh ári og var fljótt ljóst að meinið var ekki læknanlegt. Hún ákvað þó að lifa lífinu eins og hún best kunni og er líklegt að þessi jákvæða afstaða hennar hafi eflt baráttuþrek hennar svo að hún mátti eiga gott ár þrátt fyrir allt. Hún fékk einnig góða hjálp hjá læknum sínum og Heimhlynningu Krabbameinsfélagsins til að ráða við ýmis einkenni sem slíku meini fylgir. Hún sýndi sannkallað æðru- leysi í þessari baráttu og var, oft gefandi frekar en þiggjandi í sam- neyti við sína nánustu þennan tíma. Blessuð sé minning góðrar konu. Jón Snædal. Haust. Og garðflatir grænar við sjóinn fram. En reyniviðarhríslur rauðar, í gulu ljósi. Samtímis deyja ekki sumarsins grös og lauf. Allt deyr að eigin hætti. Allt deyr en óviss er dauðans tími. Dauðinn er regla sem reglur ná ekki til. (Hannes Pétursson). Vinkona mín Nanna Snædal hef- ur kvatt þennan heim, lagði augun aftur í hinsta sinn aðfaranótt fyrsta sunnudags í marsmánuði. Á lítilli eyju í náttmyrkri rigndi þá stund. A þessari sömu eyju fæddist Nanna hinn 9. apríl 1932 á Jökuldal. Þar ólst hún upp ásamt móður og systk- inum. Föður sinn missti Nanna áður en hún leit dagsins ljós. Hann lést í Reykjavík 13. desember 1931. Sökum erfíðra samganga og vetrar- harðinda komst eiginkona hans ekki suður til að vera við jarðarför- ina. Það er ekki hægt að sakna þess sem maður hefur ekki kynnst, en maður getur saknað þess að hafa ekki kynnst eigin föður. Það gerði Nanna. Á Eiríksstöðum í tímaleysi Jökuldals, umkringd fjöll- um, hijóstrugu landslagi og bjart- sýnum kindum í leit að grastoppum, sleit Nanna bamsskónum. Þar var grunnurinn að persónu hennar lagð- ur. Þegar hún um fermingaraldur yfirgaf æskustöðvarnar fylgdi henni þrautseigja fjallalambsins og víðsýni stelpunnar sem stóð á fjalli og horfði yfír og allt um kring. Þessir eiginleikar komu berlega í ljós þegar Nanna stóð frammi fyrir sjúkdómi sínum. Þegar Nanna tók sér eitthvað fyrir hendur þá hætti hún ekki fyrr en að verki loknu. Nanna saumaði mikið og gerði það lista vel, valdi efni og hannaði síðan flikur af list- fengi og nákvæmni fagmanneskj- unnar. Hún var þúsundþjalasmiður, til að mynda ef hlutur bilaði hjá henni reyndi hún alltaf að gera við hann sjálf. Með rósemi tók hún hlut- inn, rannsakaði, skrúfaði í sundur og setti saman aftur og einhvern veginn var það nú oftast þannig að henni tókst ætlunarverk sitt hvort sem það var saumavél, inn- stunga eða útvarp. Stelpan sem ólst upp í dalnum ræktaði blóm. Allt í kringum hana voru falleg blóm; pálmar, nílarsef, kaktusar, lísur, alls kyns falleg blóm. Og á sumrin blómstruðu stjúpmæður og blágresi fyrir utan dyrnar hjá henni. Skyldleiki Nönnu við organistann í Atómstöðinni var ótvíræður: ekki aðeins ást þeirra á blómum heldur var heimspeki þeirra beggja grundvölluð á æðruleysi. Nanna var vel að skapi farin, herra yfír tilfínningum sínum, flík- aði þeim ekki. Nærvera hennar var sérstök, enda var hún elskuð og virt, ekki síst af ungu fólki. Sjálf átti hún þijá syni, Jakob Bjarnar, Atla Geir og Stefán Snæ. Vinir þeirra voru vinir hennar og heim- sóttu hana jafnt og þá. Þegar sauð á katlinum hjá Nönnu minnti eld- húsið stundum á félagsmiðstöð, margir ungir guðir sem í dag bera vinkonu sína til grafar. Það er haust í huga og hjarta. Því sama sumarið kemur aldrei aft- ur, en það er þó allt fullt af góðum minningum, minningar á strönd í sól við Mexíkóflóa ber þar hæst. í heimi hinnar eilífu sólar dvelur nú sál Nönnu Snædal. Ég vil að leiðar- lokum þakka henni fyrir allt sem hún var mér og allt sem hún kenndi mér. Steinunn Ólafsdóttir. Við erum eins og önnur strá, enduðum lífs að fetum fyrir dauðans föllum ljá, flúið ekkert getum. (J.J.) Hinn 7. marz var Nanna Snædal brottkölluð frá þessa heims jarð- vist. Hennar er sárt saknað af vin- um og samstarfsmönnum á sjúkra- húsinu Sólvangi. Við vitum reynd- ar, „að ekkert líf er án dauða og enginn dauði er án lífs“. Maðurinn fölnar og deyr eins og grösin á enginu. Samt er það svo að dauðan- um venst enginn þó að hann sé ávallt í för með þeim sem lifír. Nanna var fædd 9. apríl árið 1932 og var því nærri 61 árs þegar hún andaðist eftir stranga baráttu við illvígan sjúkdóm. Hún hafði verið gift góðum dreng, Grétari Kristinssyni, en hann andaðist 14. desember árið 1983. Þau áttu þijá syni Jakob Bjarnar, Atla Geir og Stefán Snæ. Jakob Bjarnar er í sambúð með Steinunni Ólafsdóttur og eiga þau eina dóttur Nönnu Elísu. Með dugnaði og ósérhlífni skap- aði Nanna sér og sonum sínum áfram fallegt og traust heimili. Heimilið og synirnir voru henni ávallt efst í huga, einnig Steinunn og Nanna Elísa eftir að fjölskyldan stækkaði. Nanna hóf störf á Sólvangi árið 1987 og vann sér strax traust og vináttu allra sem henni kynntust og með henni unnu. Hún var í stjóm Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og trúnaðarmaður félags síns í Sól- vangi. Þá var hún í starfsmanna- ráði Sólvangs þar til hún veiktist á árinu 1991 og þurfti að spara kraft- ana þess vegna. Æðrulaus var hún þó að úrskurður lægi fyrir um alvar- legan sjúkdóm, sem áður hafði fellt ástríkan eiginmann. Allan tímann sem hún háði sitt stríð var hún sem fyrr tilbúin að ræða um daginn og veginn og miðla okkur vinum sínum gleði og kærleika, sem henni var svo eðlilegt. Um stund skilja leiðir. Við sem eftir stöndum á strönd þessarar tilvistar horfum á eftir sönnum vini til austursins eilífa og vitum að þegar okkar hinsta sigling verður, mun Nanna vera í hópi þeirra sem á annarri strönd binda landfestar. Megi Drottinn vaka yfír og veita sonum, tengdadóttur og barnabarni handleiðslu og styrk. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fíra. Drottinn minn gefí dauðum ró og hinum líkn er lifa. (Úr Sólarljóðum) F.h. vina og samstarfsmanna á Sólvangi, Sveinn Guðbjartsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.