Morgunblaðið - 03.04.1993, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993
—:—■■ v :—: !■ - - -—-!■ -. ■■;-■ i ■.—i—
13
The New York Times og Liberation um Inguló
Vægðarlaus mynd
af lífi sjómanna
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgnnbladsins.
DAGBLAÐIÐ The New York Times birti
á fímmtudag fremur jákvæða umsögn
um kvikmyndina Inguló eftir Ásdísi
Thoroddsen með þeim fyrirvara þó að
fyrir kæmu „sláandi tilviljanir", sem
myndinni tækist ekki að rísa undir. Einn-
ig var Sólveigu Amarsdóttur í hlutverki
Ingulóar hælt fyrir sjálfsöryggi. Þá hefur
Morgunblaðinu borist lofsamleg umsögn
franska dagblaðsins Liberation um
myndina.
Janet Maslin, kvikmyndagagnrýnandi
The New York Times, sagði í grein sinni
að myndin væri „nöpur“ og „hortug" og
lýsti söguhetjunni sem „fýldri“ undir fyrir-
sögninni „uppreisn og ástir á íslandi".
Maslin rakti söguþráð myndarinnar og
lætur tveggja leikara getið, Haraldar Hall-
grímssonar í hlutverki Sveins, bróður Ing-
ulóar, og Þorláks Kristinssonar í hlutverki
Vilhjálms, sem dregur Inguló á tálar þegar
þau eru vistmenn á geðdeild í Reykjavík og
síðar kemur í ljós að er eigandi báts, sem
Ingaló ræður sig á.
í gagnrýninni sagði að „fáar kvikmyndir
næðu sér á strik aftur“ eftir uppljóstrun á
borð við þá að fyrrum ástmaður Ingulóar
reynist vinnuveitandi hennar, „síst þegar
kvikmynd er jafn opin og jafn mikillar óá-
kveðni gætir og í þessari". Eftir að hafa
virst einblína á sögu Ingulóar færist kvik-
myndin yfir í að veita stærri og almennari
mynd af vinnuaðstæðum meðal Islenskra
sjómanna, sem búa í frystihúsum milli ferða
og kvarta sáran undan lífsskilyrðum í ver-
búðunum þar.
Sagði Maslin að ástæða væri til að sjá
myndina vegna þess að „hún gæfi sannfær-
andi og vægðarlausa mynd af lífi sjómann-
anna“. Sólveigu Arnarsdóttur er hælt í hlut-
verki Ingulóar, en sögupersónan sögð bragð-
dauf. „Ingaló sjálf er of niðurdregin og lok-
uð til að vekja mikinn áhuga, en Sólveig
býr yfir framkomu, sem er sláandi fyrir
augað, og miklu sjálfsöryggi," skrifaði gagn-
rýnandinn.
Tilefni þessarar umsagnar er að Nútíma-
listasafnið í New York (Museum of Modern
Art) hefur nú til sýninga kvik-
myndir, sem eiga að bera vitni
nýjum leikstjórum og myndum,
og Ingaló er þeirra á meðal.
Myndin var sýnd á fimmtudags-
kvöld og verður aftur sýnd á
sunnudag.
Stjörnur í Rúðuborg
Hér á eftir fer hluti úr grein,
sem birtist í franska blaðinu
„Liberation", föstudaginn 26.
mars sl. Höfundur er Hugues
Beaudouin, en hann var menn-
ingarfulltrúi í franska sendiráð-
inu í Reykjavík um nokkurra ára
bil.
„Ferskur andvari frá íslandi
lék um Rúðuborg um síðustu
helgi, þegar verðlaun hinnar
árlegu norrænu kvikmyndahátíðar voru af-
hent í sjötta sinn. Það var nefnilega íslenzk
mynd, „Ingaló", fyrsta verk ungrar og glæsi-
legrar konu, Ásdísar Thoroddsen, sem
hreppti þau, og jafnframt var aðalleikkona
myndarinnar, Sólveig Arnardóttir, kjörin
bezti kvenleikarinn.
Myndin „Ingaló“ er tekin í litlu fiski-
mannaþorpi og fjallar um líf fiskverkafólks.
Hún segir frá aðkomustúlku, „Inguló" (Sól-
veig Arnarsdóttir), sem rís upp gegn ofur-
efli karlmannsins í þessu hijúfa og ömurlega
umhverfi og neitar að viðurkenna kyn-
bundna yfirburði hans. Höfundurinn Ásdís
Thoroddsen kemst svo að orði: „Þessi mynd
er bæði sálfræðilegs og félagslegs eðlis, til-
raun til þess að sýna fram á þá takmarka-
lausu angist, sem ríkir í vonlausu og af-
skiptu umnhverfi.“ Manni
verður ósjálfrátt hugsað til
þess, að í sjávarþorpum ekki
fjarri Rúðuborg lifa fiskimenn
við ekki ósvipaðar aðstæður.
Við höfum áður upplifað
hina fersku strauma frá ís-
landi. Menn voru ekki fýrr
búnir að fá augastað á þessu
landi á síðasta ári, en mynd
Friðriks Þórs Friðrikssonar,
„Börn náttúrunnar", var kjörin
af áhorfendum bezta mynd
hátíðarinnar og hlaut margvís-
lega viðurkenningu. Su mynd
átti raunar eftir að gera garð-
inn frægan bæði vestan hafs
og austan.
Það kveður svo sannarlega
að íslenskri kvikmyndagerð
miðað við það, hversu markaðurinn er
þröpgur. Takmörkuð fjárráð fámennrar
þjóðar neyðir íslenzka kvikmyndagerðar-
menn til þess að leita á önnur mið, fara út
fyrir landsteinana í leit að íjármagni. Þann-
ig hefur ísland aukið framleiðslu sína á ári
hveiju úr þremur upp í átta myndir. Og
margar þeirra skipa veglegan sess á alþjóð-
legum kvikmyndahátíðum víða um héim.
Benda má á, að íslenzkar myndir verða sýnd-
ar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í La
Rochelle I júlí og fyrrverandi nemanda við
Femis-kvikmyndaskólann í París, Gísla Snæ
Erlingssyni, hefur skyndilega skotið upp á
stjörnuhimininn og verður með sína fyrstu
mynd í Cannes að vori. Nafn myndarinnar
er „Stuttur Frakki“.“
Ásdís Thoroddsen, höfuudur
kvikmyndarinnar Ingulóar.
Opió í dagy
laugardagy frá kl. 10-16
GAVINA, borðstofuhúsgögn úr hnoturót frá Palau á Spáni.
Borðstofúborð, sporöskjulagað, og sex stólar kr., 139.035,- Stgr.
Glerskápur frá kr. 82.770,- stgr.
Buffetskápur kr. 83.514,- stgr.
COLCHESTER, sófasett með ekta handverkuðu antikleðri frá
stærsta leðurhúsgagnaframleiðanda Bretlands, Pendragon, tryggir
ekki bara lægst verð heldur líka mestu gæðin.
3ja sæta sófi og tveir stólar, kr. 204.414,- Stgr.
PETIVORTH, 3ja sæta sófi og tveir stólar, kr. 176.400,- stgr.
húsgagnaverslun,
Síðumúla 20, sími 688799.
ZAETA, 3ja sæta sófi og
tveir stólar, kr. 249.900,- stgr.