Morgunblaðið - 03.04.1993, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1993
ilfofgmiMbiftfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Hvítur hrafninn
flaug (!)
Otarfsmenn við Ríkis-
^ sjónvarpið hafa fagn-
að brottrekstri Hrafns
Gunnlaugssonar og lýst
yfir stuðningi við útvarps-
stjóra. Það hlýtur að
merkja að unnt væri að
reka hvaða starfsmann
Ríkisútvarpsins sem er
fyrir óæskilegar skoðanir.
En slíkur brottrekstur hef-
ur ekki tíðkast hér á landi
og hefur þótt góð regla.
Þá hafa nokkrir listamenn
sem segjast hafa „með
einhverjum hætti átt sam-
skipti og samvinnu við
Ríkisútvarpið — Sjónvarp“
mótmælt fyrirvaralausum
brottrekstri Hrafns úr
starfí og telja að brott-
vikning dagskrárstjórans
„feli í sér aðför að al-
mennu tjáningarfrelsi og
er óréttlætanlegt að æðsti
yfirmaður Ríkisútvarpsins
standi fyrir slíkri aðför“.
Meðal þeirra eru nokkrir
helstu kvikmyndagerðar-
menn landsins. Hér er um
grundvallaratriði að ræða
og kemur persónu Hrafns
Gunnlaugssonar lítið við,
né verkum hans. Annað-
hvort mega opinberir
starfsmenn hafa skoðun á
starfsvettvangi sínum eða
ekki. Ef þeir mega það
ekki hlýtur skoðun að telj-
ast mistök í starfi. Það
getur varla átt við í stofn-
un sem byggist á mál-
frelsi. Ríkisútvarpið verð-
ur ekki rekið á svo þver-
sagnakenndum forsendum
þó þversagnir geti dugað
vel í skáldskap. Stofnunin
þarf á að halda friði, ekki
síst vegna þess að hún á
undir högg að sækja gagn-
vart þeim sem vilja selja
hana til einkarekstrar og
hafa nú fengið enn eina
^öðrina í sinn hatt. En
einkarekstrarstöðvar sem
stofnaðar hafa verið á síð-
ustu árum eru síður en svo
hvatning til breytinga.
Gamla gufan stendur
þvert á móti vel fyrir sínu
og þá má fullyrða að
menningarþættir ýmiss
konar hafa blómstrað í
baðstofuhlýju andrúmi.
Nú er það öðru mikilvæg-
ara að íslenskt sjónvarp
framleiði gott íslenskt efni
sem beri arfi okkar og
menningu eitthvert vitni.
Viðleitni í þá átt hefur
verið í Ríkissjónvarpinu en
betur má ef duga skal. Það
getur ekki verið tilgangur
Ríkissjónvarps að gegna
hlutverki myndbandaleig-
unnar, heldur að skapa ís-
lenskt andrúm í nýjum
mikilvægum miðli og taka
áskorun nýrrar tækni. En
hlutfall íslensks efnis er
ekki komið að æskilegum
mörkum, hvorki í Ríkis-
sjónvarpinu né á Stöð 2.
Að því þarf að vinna enda
getur það skipt sköpum.
Við hljótum að hafa efni
á því að vinna mikilvægt
sjónvarpsefni úr umhverfi
okkar og rysjóttum veru-
leika og þeir menn sem
starfa við þessa fjölmiðla
verða að gera sér grein
fyrir því að rásirnar eru
takmörkuð auðlind og eru
því forréttindi, sem Morg-
unblaðið telur eðlilegt að
skattleggja með einhverj-
um hætti. Þá liggur það
ljóst fyrir að þessum for-
réttindum fylgir ábyrgð
og kröfur um góða stjórn-
un og framlagsdijúgt starf
í þágu þess umhverfis og
þeirrar menningar sem
rækta á. Ofbeldi getur
ekki verið helsta viðmiðun
í neinum fjölmiðli þótt ein-
kennandi sé fyrir nútíma-
þjóðfélag. En til þess að
vinna mikilvægt sjón-
varpsefni úr umhverfi
okkar þurfum við þekk-
ingu og frjóa hugsun. Við
gerum það ekki án þeirra
kvikmyndagerðarmanna
sem sýnt hafa yfirburði í
grein sinni. Slíka menn er
að finna undir mótmælun-
um gegn brottrekstri
Hrafns Gunnlaugssonar.
Viðvörun þeirra er mark-
tæk vísbending um grund-
vallaratriði.
TILLÖGUR NEFNDAR UM MÓTUN SJÁVARÚTVEGS
Afl iamar ks kerfi ð
verði fest í sessi
NIÐURSTÖÐUR nefndar sjávarútvegsráð-
herra um mótun sjávarútvegsstefnu voru
gerðar opinberar í gær. Skýrsla nefndarinn-
ar var kynnt á ríkisstjórnarfundi í gærmorg-
un og síðan lögð fram í sjávarútvegsnefnd
Alþingis. Hún verður send hagsmunaaðilum
til umsagnar og er búist við að það taki þrjár
vikur að afla umsagnanna. Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra segist vonast til geta
lagt frumvarpið fram á vorþingi.
Sjávarútvegsráðherra skipaði nefndina í ágúst 1991.
Magnús Gunnarsson og Þröstur Ólafsson voru skipaðir
formenn, en aðrir nefndarmenn eru Árni Vilhjálmsson,
Björn Dagbjartsson, Pétur Bjarnason, Vilhjálmur Egilsson,
Þorkell Helgason og Örn Traustason. í byijun janúar sl.
tók Vilhjálmur við formennsku af Magnúsi. Starfsmaður
nefndarinnar var Andri Teitsson.
Fiskistofnar byggðir upp
I inngangsorðum skýrslunnar kemur fram að nefndin
telur að eftirfarandi markmið eigi að hafa að leiðarljósi
við mótun sjávarútvegsstefnu:
Að byggja upp fiskistofna þannig að þeir gefi hámarksaf-
rakstur til lengri tíma litið.
Að móta umhverfi sem stuðlar að hámörkun arðsins af
auðlindinni í hafinu um leið og íslenskum sjávarútvegi er
veitt eðlilegt rekstraröryggi þannig að hann verði sam-
keppnisfær á alþjóðlegum markaði.
Að arðsemi fjármagns í sjávarútvegi verði ekki síðri en
annarsstaðar og að greinin geti boðið starfsfólki eftirsókn-
arverð launakjör.
Að sátt náist meðal þjóðarinnar um meginstefnuna í
sj ávarútvegsmálum.
Þá segir í innganginum: „Nefndin taldi það hlutverk
sitt að beina sjónum sínum fyrst og fremst að heildarhags-
munum þjóðarinnar sem á lífskjör sín að verulegu leyti
undir því að afkoma í sjávarútvegi sé góð. Minni hagsmun-
ir þurftu því ef til vill sumsstaðar að víkja. Hagkvæmni er
sá rauði þráður sem gengur í gegnum þessa tillögugerð.
Tillögurnar, sem kynntar verða í formi draga, eru niður-
staða málamiðlunar þar sem mörg mismunandi sjónarmið
þurfti að sætta. Þær bera þess að sjálfsögðu nokkur merki.“
Efldar verði rannsóknir á lífríkinu í hafinu
Nefndin dregur niðurstöður sínar saman í svohljóðandi
útdrætti:
Efldar verði rannsóknir á lífríkinu í hafinu umhverfis
landið. Sérstaklega verði rannsakað hvað veldur sveiflum
í nýliðun þorskstofnsins, samspil mismunandi fisk-, dýra-
og plöntutegunda í hafinu, og áhrif veiðarfæra á lífríki og
hafsbotn. Einnig verði rannsóknir á sviði fiskeldis efldar.
Aflamarkskerfið verði fest í sessi.
Aflamark verði sett á keilu, löngu, lúðu, steinbít og blá-
löngu.
Heimilt verði að framselja aflahlutdeild báts yfir á
vinnslustöð enda hafi vinnslustöðin gilt útflutningsleyfi.
Ekki skal skrá meiri kvóta á fiskvinnsluhús en sem svarar
eðlilegri vinnslugetu þess.
Ákvæði um framsal skipa og veiðiheimilda á milli byggð-
arlaga verði óbreytt.
Meirihluti nefndarinnar leggur til eftirfarandi, Árni Vil-
hjálmsson styður tillögurnar ekki: Allir smábátar verði
teknir inn í aflamarkskerfið 1. september 1993. Krókabát-
um verði úthlutað 8.600 tonna aflahlutdeild í þorskígildum
(m.v. slægðan fisk), eða tvöfaldri þeirri hlutdeild sem þeim
tilheyrir skv. núgildandi lögum. Kvótanum verði úthlutað
á grundvelli aflareynslu á árunum 1991 og 1992, og jafn-
vel einnig fyrstu átta mánaðanna 1993. Ennfremur fái
bátarnir sérstaka viðbótarúthlutun þannig að heildarafla-
mark þeirra nái samtals 13.275 tonnum (þorskígildi, slægt)
meðan leyfilegur heildarafli er svo lítill að úthlutað afla-
mark til þeirra nái ekki því magni sjálfkrafa. Bátar undir
6 brl. sem völdu aflamark árið 1990 fái viðbótarúthlutun
þannig að aflamark þeirra verði aldrei undir 4.725 þorsk-
ígildistonnum, en það er nú um 3.900 þorskígildistonn
(slægt). Viðbótarúthlutuninni verði skipt á grundvelli afla-
hlutdeildar 15. febrúar 1993. Varanleg aflahlutdeild og
viðbótarúthlutun til báta undir 6 brl. verði ekki framseljan-
leg nema til annarra báta undir 6 brl.
Tvöföldun kvóta vegna línuveiða í mánuðunum nóvem-
ber til febrúar verði lögð af. Úthlutað verði aflamarki til
þeirra skipa sem þessar veiðar hafa stundað, á grundvelli
aflareynslu. Til greina kemur að miða við meðalafla-
reynslu síðustu þijú tvöföldunartímabil, eða meðaltal
tveggja bestu tímabila af þremur. Þó verði að hámarki
úthlutað 15 þús. tonnum af þorski og 2 þús. tonnum af
ýsu, en undanfarin ár hefur verið gert ráð fyrir því við
úthlutun aflamarks, að afli utan kvóta á línuveiðum næmi
þessu magni.
Leyft verði að tvö eða fleiri minni skip fái veiðileyfi í
staðinn fýrir eitt stórt'skip sem hverfur úr rekstri, ef saman-
lögð rúmtala eykst ekki.
Tryggt verði að lög um stjórn fiskveiða og önnur lög
hamli ekki tímabundnum veiðum íslenskra skipa í lögsögu
annarra ríkja.
Hvatt er til að sameiningu sveitarfélaga og atvinnu-
svæða verði hraðað.
Úrtaksviktun verði heimiluð við löndun úr íslenskum
skipum á viðurkenndum mörkuðum erlendis. Leitast verði
við að flytja viðskipti með ferskan fisk inn í landið. Útgerð-
armenn gefí upp raunhæft lágmarksverð þegar sótt er um
leyfi til útflutnings á óunnum fiski í gámum, og leyfi verði
ekki veitt ef tilboð fæst yfir þessu lágmarki.
Brýnt er að hið opinbera geri það sem í þess valdi stend-
ur til að mismuna ekki sjóvinnslu og landvinnslu. Varað
er við kröfum til sjóvinnslu um óhagkvæmar fjárfestingar
og rekstur.
Hlutverk stjórnvalda í markaðsmálum er að gera samn-
inga sem tryggja aðgang íslenskra afurða að mörkuðum
erlendis.
Óheimilt verði að fyrna kaupverð varanlegra aflahlut-
deilda sem eigendaskipti verða að frá og með upphafi fisk-
veiðiársins sem hefst 1. september 1996. Fram til þess
tíma verði aflahlutdeild afskrifuð með sama hætti og skip.
Rýmka verður heimildir erlendra aðila til fjárfestinga í
íslenskum sjávarútvegi, einkum varðandi óbeina eignar-
aðild.
Athafnafrelsi erlendra skipa í íslenskum höfnum verði
aukið.
Þá bendir nefndin á samkomulag í ríkisstjórn um stofn-
un svonefnds Þróunarsjóðs sjávarútvegsins, en með því
samkomulagi var leitt til lykta eitt mikilvægasta viðfangs-
efni nefndarinnar, gjaldtaka fyrir veiðiheimildir.
10-20% af fiotanum óþarf-
ur við núverandi aðstæður
ÞRÁTT fyrir lélegt ástand fiski-
stofnanna benda athuganir á
vegum nefndar um mótun sjávar-
útvegsstefnu tii þess að íslenski
fiskiskipaflotinn sé of stór og
unnt væri að komast af með
10-20% minni flota við núverandi
aðstæður. Takist hins vegar að
byggja fiskistofnana upp í kjör-
stærð nægi að gera út 60-80%
af núverandi flota. Takist að
byggja stofnana upp í kjörstærð
mun eðlileg nýting þeirra krefj-
ast mun minni sóknar og nú er,
að því er fram kom í samtali
Morgunblaðsins við Andra Teits-
son starfsmann nefndarinnar.
Niðurstöður í skýrslu nefndarinnar
byggja á mati á flotastærð með sjávarút-
vegshermi, líkani sem unnið hefur verið
að í samvinnu íslenskra og norskra
fræðimanna. Gerð hermisins er ekki lok-
ið og í skýrslunni kemur fram fyrirvari
um að afkastageta skipa sé vanmetin
þannig að niðurstöður um skynsamlegan
samdrátt séu mjög varfæmislegar.
Þessar niðurstöður byggjast á tveimur
meigintilraunum sem gerðar voru með
hermilíkaninu til að meta stærð fiski-
skipastólsins.
I fyrsta lagi var með gögnum frá
1990 kannað hve mikið skorti á að út-
haldsdagar samsvari fullu eðlilegu út-
haldi. í skýrslunni segir að niðurstaðan
sé sú að 10% eðlilegs úthaldstíma sé
ónýttur, sem túlka megi þannig að kom-
ast hefði mátt af með 10% minni flota
/en þann sem í reynd var gerður út.
Afköst miðað við kjörástand
í öðru lagi var athugað hver yrðu
afköst flotans miðað við kjörástand fiski-
stofnanna og fundinn sá jafnvægisafli
sem viðheldur stofninum í kjörstöðunni
og er umtalsvert meiri en aflinn undan-
farin misseri. Þar er um að ræða um
360 þús. tonn af þorski, um 45 þús. af
ýsu, um 75 þús tonn af ufsa og um 35
þús. lestir af grálúðu. Niðurstaðan er
sú að núverandi flota yrði ekki haldið
til veiða um 20% tímans og sama vís-
bending fengist með því að snúa dæm-
inu við og leyfa flotanum að afla alls
þess sem hann gæti annað. Þá yrði afl-
inn um 20% meiri en fyrrgreindur jafn-
vægisafli.
Hagkvæmt að auka kvóta smærri
togara
Hvað samsetningu flotans varðar tel-
ur líkanið það nú hagkvæmt að færa
kvótana í nokkrum mæli til smærri tog-
ara og þá frá litlu bátunum en frystitog-
arar halda svipaðri hlutdeild og í dag.