Morgunblaðið - 24.04.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 24.04.1993, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRIL 1993 er 19 ára og býr í Reykjavík. Foreldrar henn- ar eru Hjálmtýr Ólafur Ágústsson og Bryn- dís Guðrún Kristjánsdóttir. Astrós starfar sem aðstoðarmaður tannlæknis. Helstu áhugamál hennar eru ferðalög, líkamsrækt, ljósmyndun og skemmtilegt fólk. Ástrós er í kjól úr rauðu siffoni sem hún og María Lovísa hönnuðu en María Lovísa saumaði. j- Guðrún Rut Hreiðarsdöttir er 19 ára og býr á Seltjamamesi. Foreldrar hennar eru Hreiðar Karlsson og Elín Gests- dóttir. Hún stundar nám við Fjölbrautaskól- ann við Ármúla. Auk þess vinnur hún við framreiðslustörf. Helstu áhugamál hennar eru hestamennska, dýr, ferðalög, skíði og útivera. Jómnn Karlsdóttir hannaði og saumaði kjólinn sem Guðrún er í, pilsið er úr hvítu siffoni en blússan úr svörtu tjulli, handsaumuð perlum og pallíettum. er 18 ára, fegurðardrottning Vestfjarða, og býr í Hnífsdal. Foreldrar hennar em Hildur Hilmarsdóttir og Guðmundur Geirsson. Birna er nemandi á raungreinabraut í Framhalds- skóla Vestfjarða. Helstu áhugamál em dans, leiklist og ferðalög. Birna er í kjól sem Heið- ar Jónsson hannaði. Kjóllinn er úr antikrós- litu pallíettuefni en hlýrar úr siffoni. Sigríður Jóna Siguijónsson saumaði kjólinn. Helga Þorsteinsdottir er 19 ára, Fegurðardrottning Suðurlands, og býr á Hvolsvelli. Foreldrar hennar eru Dóro- thea Antonsdóttir og Þorsteinn Árnason. Hún stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og hefur einnig unnið hjá Sláturfé- lagi Suðurlands. Helstu áhugamál eru ferða- lög, módelstörf og útivera. Helga er í beinhvít- um kjól úr polyesterefni með satínáferð, skreyttur með siffonböndum, sem Rannveig Þórðardóttir saumaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.