Morgunblaðið - 24.04.1993, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993
Hugmynd um breytta réttarstöðu Pósts og síma kynnt félögum starfsfólks
Ýmsir endar lausir varð-
andi starfsmannamálin
Hræðsla og öryggisleysi
FORMAÐUR Félags símamanna segist finna fyrir hræðslu og
öryggisleysi hjá starfsfólki Pósts og síma vegna einkavæðingar-
áforma.
HUGMYNDIR um breytta
réttarstöðu Pósts og síma
hafa enn ekki verið ræddar
á almennum félagafundum
í fjórum starfsmannafélög-
um fyrirtækisins. Þær hafa
hins vegar verið kynntar
fyrir talsmönnum félag-
anna og sýnist sitt hverjum
um ágæti þeirra. Þannig
er Ragnhildur Guðmunds-
dóttir, formaður Félags ís-
lenskra símamanna,
stærsta starfsmannafé-
lagsins, á móti fyrirhuguð-
um áformum en Guðjón
Jónsson, formaður Félags
háskólamenntaðra starfs-
manna Pósts og sima, seg-
ist í aðalatriðum hlynntur
breytingunni. Þá kemur
fram, í samtölum við full-
trúana, að ýmsir endar
virðist lausir varðandi
starfsmannamál, t.d. kjara-
samninga.
Ómótuð heildarafstaða
Guðjón Jónsson, formaður Fé-
lags háskólamenntaðra starfs-
manna Pósts og síma, segir að
félagið hafi ekki sem heild mótað
afstöðu sína til einkavæðingar fyr-
irtækisins. Hins vegar hafí stjóm
þess ákveðna skoðun á málinu.
„Hún er á þá leið að við emm í
aðalatriðum hlynntir þessum til-
lögum. Við teljum að með þeim
verði hið nýja fyrirtæki hæfara í
samkeppni og á það fyrst og
fremst við um EES. Þar em ýms-
ar leikreglur sem kæmu til með
að gilda um okkur eins og aðra í
svona starfsemi. Hins vegar er
margt að því sem lítur að starfs-
mannamálum, kjarasamningum
og öðm slíku, frekar óljóst enda
má segja að þeir hafi viðurkennt,
á fundi með starfsmannafélögun-
um, að þeir þættir væm ekki full-
mótaðir en þar em líka góðir
punktar eins og að gert er ráð
fyrir að starfsmönnum verði boðn-
ar sambærilegar stöður og þeir
gegndu áður og starfsmenn geta
haldið áfram að greiða í lífeyris-
sjóð rikisstarfsmanna," sagði Guð-
jón. Hann sagði að stefnt væri að
því að halda fljótlega félagsfund
um málið.
Ekki á móti hugmyndinni
Erlingur Tómasson, talsmaður
starfsmanna Pósts og síma í Raf-
iðnaðarsambandinu, sagði að þessi
hópur gæti í sjálfu sér alveg hugs-
að sér breytt rekstrarform fyrir-
tækisins svo fremi sem félaga-
frelsi starfsmanna yrði virt og
engar breytingar yrðu gerðar sem
skertu kjör og atvinnuöryggi
starfsmanna. „Okkur finnast hins
vegar rök ráðherra fyrir breyting-
unni ekki fullnægjandi. Hann hef-
ur aðallega talað um tvennt, að
þetta muni flýta ákvarðanatöku
og eins að þetta muni gera Póst
og síma hæfari í samkeppni. Við
sjáum í raun og veru ekki annað
en að hægt sé að leysa þessar
hugmyndir við núverandi skipu-
lag. Við sjáum líka ýmsa galla á
þessum drögum t.d. er í 16. grein
þess talað um að ráðherra hafi í
raun og veru sjálfdæmi um hvetj-
ir eigi að vinna í vinnudeilu. Það
er hlutur sem auðvitað gengur
ekki upp. í öðru lagi er ekkert
fjallað um kjarasamningagerð í
þessum drögum þannig að þau eru
mjög ófullkomin," sagði Erlingur
og bætti við að hann liti svo á að
aðeins væri um frumdrög að ræða
sem ættu eftir að taka miklum
breytingum.
Hann sagði að hugmyndir fé-
lagsmannanna sem eru í ASí yrðu
kynntar á aðalfundi þeirra 3. maí.
Starfsmenn kvíðnir
Lea Þórarinsdóttir, formaður
Póstmannafélagsins, sagði að af-
staða þess yrði mótuð á félags-
fundi á þriðjudag. Sjálf sagðist
hún vera gagnrýnin á ýmsa þætti
eftir að hafa skoðað drögin. „En
við viljum vera með í umræðunni
og komum til með að óska eftir
fundum um frekar útfærslu hug-
myndanna. Annars sé ég ekki,
Halldór sagðist vera hlynntur
breytingum á rekstri stofnunar-
innar. Breytingar væru nauðsyn-
legar ef Póstur og sími ætti að
geta brugðist við aðstæðum á
markaði og aukinni þjónustu.
„Stofnunin þarf að vera frjálsari
um sinn rekstur," sagði hann. „Ég
tel öryggið meira í starfseminni
og í takt við tímann ef hægt er
að bregðast fljótt við og taka
ákvarðanir. Ég þykist vita að
ákvörðun um verðlagningu hafí til
dæmis oft verið tekin af stjórn-
málamönnum í stundarpólitík en
ekki með hagsmuni fyrirtækisins í
huga.“
Sala ákveðin síðar
Nefndin leggur meðal annars
til að félagið Póstur og sími hf.
taki til starfa um mitt ár 1994
og að eftir þijú ár eða síðar taki
eins og er, tilganginn með þessu.
Ég sé t.d. ekki að starfsöryggi sé
betur borgið á almenna markaðin-
um heldur eins og skipulagið er
núna. Engu að síður erum við
opin fyrir hugmyndum sem leiða
til góðs, bæði fyrir þjónustuna og
starfsfólkið," sagði Lea.
Hún sagðist hafa fengið tals-
verð viðbrögð frá félagsmönnum
eftir fundinn á miðvikudaginn.
„Þar kom fram að starfsmenn
væru ansi kvíðnir fyrir þessum
breytingum og að þeir óttuðumst
um sinn hag. Og mér finnst auðvit-
að númer eitt að starfsmenn missi
í engu af sínum rétti, hvorki launa-
eða réttindalega séð. En það hefur
Alþingi um það sérstaka ákvörðun
hvort og þá hvenær hlutabréf fé-
lagsins verði seld. Gert er ráð fyr-
ir að ríkisvaldið setji félaginu al-
mennar skorður, einkum að því
ér varðar eignarrétt og sam-
keppni. Starfsemi Pósts og síma
hf., verði yfírleitt háð ákvæðum
laga um hlutafélög með nokkrum
undantekningum. Félagið greiði
skatta eftir almennum reglum um
slík félög og arð til hluthafa á
hliðstæðan hátt ogtíðkast hjá alm-
enum atvinnufyrirtækjum.
Félagið hafi einkaleyfi
Lagt er til að ráðherra veiti
félaginu einkaleyfi á tilteknum
sviðum til þeirra starfsemi sem
af verkefnum þess leiðir, saman-
ber fjarskiptalög.’ Félaginu verði
óheimilt að nota hagnað af við-
skiptum sem það hefur einkaleyfi
sýnt sig erlendis að reynslan af
þessu er misjöfn og ekki alltaf
mjög góð.“
Fátítt meðal þróaðra rílga
Ragnhildur Guðmundsdóttir,
formaður Félags íslenskra síma-
manna, sagðist ekki vera búin að
kynna drög að frumvarpinu fyrir
starfsmönnum í félaginu en hún
fyndi fyrir hræðslu og óöryggi
gagnvart því meðal þeirra.
Hún sagði að breytingar af
þessu tagi hefðu. á sér margar
hliðar og vísaði í máli sínu til fyrir-
lestrar ritara alþjóða símasamtak-
anna á íslandi síðastliðið vor.
Hefði þar m.a. vakið athygli að
einkavæðing símaþjónustu væri
fremur fátíð meðal hinna þróaðri
ríkja en algengari í vanþróuðum
ríkjum.
Ragnhildur vék að hugmynda-
fræði einkavæðingar og tók fram
að ólíkt viðskiptum með hluti væri
hér verið að möndla við slagæð
þjóðarinnar og þeir einu sem högn-
uðust yrðu hluthafar og yfirmenn
í fyrirtækinu. Hins vegar myndu
gjöld almennings hækka og
eflaust kæmi í hans hlut að greiða
í ríkissjóð þann mismun sem hlyt-
ist af því að Póstur og sími yrði
einkavæddur og greiðslur fyrir-
tækisins í sjóðinn minnkuðu. Enn-
fremur hefði einkavæðing í för
með sér atvinnuleysi.
Síðast en ekki síst sagði Ragn-
hildur að starfsmenn fyrirtækisins
myndu missa ýmis kjaraleg rétt-
indi og ekki væri hægt að ganga
að því vísu að launin hækkuðu.
Aðspurð sagði Ragnhildur að fyr-
irtækið væri afar vel rekið og
hefði alla burði til að standast
samkeppni vegna EES samnings-
ins.
á til þess að greiða niður verð á
þeim tækjum og þjónustu sem það
selur í samkeppni við aðra. Félag-
inu verði skylt að halda uppi ör-
yggisþjónustu og að starfsmönn-
um sem annast hana verður
óheimilt að taka þátt í verkföllum»
Þá segir að stjórn félagsins
ákveði gjaldskrá þess en verðlagn-
ing á póst- og símaþjónustu innan-
lands, sem háð. er einkaleyfi, sé
háð samþykki ráðherra. Fastráðn-
um starfsmönnum verður boðið
að gegna áfram störfum eða hlið-
stæðum hjá félaginu og þeim gefst
kostur á að greiða áfram í Lífeyris-
sjóð starfsmanna ríkisins, ef þeir
kjósa svo.
Greinargerðin kynnt
Greinargerðin hefur verið kynnt
alþingismönnum og starfsmönn-
um stofnunarinnar og hefur Félag
íslenskra símamanna þegar lýst
sig andvígt tillögum nefndarinnar.
Þrjú önnur félög starfa innan
stofnunarinnar, Félag háskóla-
menntaðra starfsmanna Pósts og
síma og er stjórn félagsins hlynnt
brej'tingu í hlutafélag. Póst-
mannafélagið sem er fjölmennast
og F’élag rafeindavirkja hafa ekki
látið skoðun sína í ljós.
Breytingar á réttarstöðu Pósts og síma
Hlutafélag taki til
starfa árið 1994
GREINARGERÐ um breytingar á réttarstöðu Pósts og
síma hefur verið kynnt í ríkisstjórninni en þar hefur
ekki verið tekin efnislega afstaða til hennar enn sem
komið er. Lagt er til að hlutafélag í eigu ríkisins verði
stofnað um rekstur Pósts og síma. Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra gerir ráð fyrir að næsta skref verði að
stjórnarflokkarnir skipi samstarfsnefnd er móti tillögur
um framhaldið en gert er ráð fyrir að fyrirtækið taki
til starfa á miðju ári 1994.
Tónleikar í
tilefni ald-
arafmælis
Þórðar
Kristleifs-
sonar
Hvannatúni í Andakíl.
TÓNLISTARFÉLAG Borg-
arfjarðar hélt nýlega afmæl-
isdagskrá í Borgarneskirkju
til heiðurs Þórði Kristleifs-
syni sem var 100 ára 31.
mars sl.
Karlakórinn Söngbræður undir
stjórn Sigurðar Guðmundssonar og
við undirleiks Ingibjargar Þor-
steinsdóttur söng lög sem öll voru
á einhvem hátt tengd Þórði og
Davíð Magnússon og Margrét Guð-
jónsdóttir lásu samantekt Þor-
steins Þorsteinssonar um hann
milli söngatriða. Þessi lestur var
einkar fróður og tengdi saman
æviatriði Þórðar og sönglög. Ingi-
björg lék einnig undir við söng
Theodóru Þorsteinsdóttur, sópran,
og stjórnaði Kveldúlfskórnum í
Borgamesi.
Þakklátir áheyrendur
Kirkjan var þéttskipuð þakklát-
um áheyrendum og bar öllum sam-
an um að dagskráin hafi að öllu
leyti tekist vel og skilað sér vel í
nýuppgerðri kirkjunni.
Tónleikarnir verða endurteknir
í Bústaðakirkju í dag, laugardag-
inn 24. apríl, kl. 16.00.
D.J.
Björn Guðmundsson
Björn Guð-
mundsson
kaupmað-
ur látinn
LÁTINN er í Reykjavík
Björn Guðmundsson, kaup-
maður í versluninni Brynju
á Laugavegi 29, 80 ára að
aldri.
HANN var fæddur að Neðra-Núpi
í Miðfírði 22. nóv. 1912. Bjöm flutt-
ist til Reykjavíkur í kringum 1920
og byijaði snemma að vinna í
Brynju, fyrst sem sendisveinn.
Seinna varð hann meðeigandi að
versluninni en keypti hana einn
1954 og starfaði þar til dauðadags.
Bjöm vann mikið að félagsmái-
um og var m.a. í Oddfellowregl-
unni, Gideonfélaginu og Kaup-
mannasamtökum Islands, þar sem
hann var formaður búsáhalda- og
jámvömkaupmanna um árabil. Þá
starfaði Björn einnig í hverfasam-
tökum Sjálfstæðisflokksins.
Björn Guðmundsson kvæntist
Guðrúnu Úlfarsdóttur en þau
skildu. Hann lætur eftir sig tvö
uppkomin böm.