Morgunblaðið - 24.04.1993, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 24.04.1993, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1993 55 i „Dæmalaust fomeskjutaut“ Frá Guðrúnu Árnadóttur og Ásu Árnadóttur VIÐ undirritaðar getum ekki leng- ur þangað, þegar menntamálaráð- herra talar um „dæmalaust forn- eskjutaut“ þegar nokkrir alþingis- menn standa upp á Alþingi og taka upp umræður um útboð á ræstingu í framhaldsskólum. Við viljum þakka þessum alþingis- mönnum fyrir þann stuðning sem þeir sýndu okkur ræstingakonum með þessum umræðum. Það virðist ekki vera fréttnæmt | þegar 300 ræstingakonum er sagt upp vinnu. Flestar ræstingarkonur sem vinna við ræstingar í fram- | haldsskólum eru búnar að vinna í 10—30 ár í sama skóla, og á að launa þeim það nú með því að | bjóða það verktökum. Menntamálaráðherra segir að gerð hafi verið krafa til verktaka að hann endurréði það starfsfólk sem þess óskar. Við getum ekki séð hvernig verktaki geti staðið við það að ráða allar konurnar aftur, nema með því að skerða laun þeirra. Með hveiju ætlar hann að spara? Hvernig verður sú hag- ræðing? Okkur þætti gaman að heyra það. Við vitum um eina konu sem vann við ræstingu sem boðin var út. Hún þurfti að bæta á sig helm- ingi meiri vinnu fyrir sömu laun og hún hafði haft áður en verkið var boðið út. Hún gafst fljótlega upp og stendur nú í sömu sporum, aftur með útboð á núverandi vinnu. Við erum þó nokkuð hissa á grein í Morgunbiaðinu 15. apríl 1993 þar sem sagt er það megi spara 100 milljónir króna á fimm ára samningstímabili án þess að fækka kennslustundum (á kostnað ræstingakvenna). Á að nota okkur sem grýlur núna? Eins og kennar- ana fyrir nokkrum árum þegar þeir leituðu réttar síns, sem þeir áttu fyllilega skilið. Við viljum hvetja allar ræst- ingakonur til að láta í sér heyra, þetta eru okkar hagsmunir. Við hvetjum líka allar aðrar ræstinga- konur sem ekki hefur verið sagt upp að láta í sér heyra, hver veit nema þær verði næstar? Nú á að spara heldur betur. Eigum við þá ekki að spara at- kvæði okkar til þessarar ríkis- stjórnar í næstu kosningum? GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, ÁSA ÁRNADÓTTIR, ræstingakonur í MR. Islandsbankí tekinn í sátt Frá Vilhjálmi Árnasyni: FARSÆL lausn hefur náðst í málum þeirra sem áttu viðskipta- reikninga sem bankastarfsmenn höfðu tekið út af, án leyfis eig- enda. Eftir að Bankaeftirlit Seðla- banka íslands gaf frá sér skýrar leiðbeiningar um millifærslur, leið- réttingar og úttektir af reikning- um, hefur náðst að leiðrétta mái allra þeirra sem sneru sér til Neyt- endasamtakanna vegna slíkra mála. Það mál sem hratt atburðarás- inni af stað, og mest hefur borið á í fjölmiðlum, var vegna reiknings í íslandsbanka. Má segja að Bjöm Eysteinsson bankastjóri íslands- banka hafi orðið að taka á sig og TAPAÐ/FUNDIÐ Gleraugu töpuðust TAPAST hafa gleraugu með rauðri umgjörð sl. mánudag, sennilega í Giæsibæ eða í Álf- heimum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 36792. Myndavél tapaðist MYNDAVÉL, Olympus AS-1 Super, verksm.nr. 1198854 (34), tapaðist frá Hávallagötu í byijun febrúar. María Ingvars- sitja opinberlega undir ákúrum vegna allra hinna bankamannanna sem aldrei komu fram í sviðsljósið, þó líkt væri á með komið. Það er vii-ðingarvert að Björn, þrátt fyrir þau þungu orð og ásakanir sem í hita baráttunnar hrutu í hans garð, af minni hálfu, skuli hafa gengið í það persónulega, að koma á sáttum milli bankans og viðskiptavinarins. Á sama hátt og ég leitast við að benda á það sem mér finnst miður fara, er mér jafn skylt að geta þess sem vel er gert og úr bætt, því sá sem færir til betri vegar, er sá sem vert er að taka hattinn ofan fyrir. VILHJÁLMUR ÁRNASON, formaður Neytendafélags Akur- eyrar og nágrennis. dóttir tekur við upplýsingum um myndavélina í síma 94-4947. Fundarlaun. GÆLUDÝR Týndur páfagaukur ELIAS, sem er blár páfagaukur, flaug út um glugga heima hjá sér sl. sunnudag. Hann á heima á Hvannarima 22 og hafi ein- hver orðið hans var er hann vin- samlega beðinn að hafa sam- band í síma 678538. LEIÐRÉTTINGAR Allt er þegar þrennt er Morgunblaðinu hefur í tvígang mistekist að koma til skila réttri leiðréttingu við grein Erlendar Jónssonar. Samkvæmt handriti á jafnan að líta svona út: 2) Lyfjadreifing skv. núv. kerfi: Töo *200 +Töö *°' m *100=+9°; 700 króna að- gangseyrir Vegna fréttatilkynningar í Morg- unblaðinu varðandi tónlistarviku í Kópavogi, þar sem fram kemur að aðgangseyrir að öllum tónleikum í Kópavogskirkju sé ókeypis, leiðrétt- ist hér með að aðgangseyrir að tón- leikum hjá Samkór Kópavogs, sem haldnir verða í dag, laugardag klukkan 16, er kr. 700,-. Bjarnarson ekki Bjarnason í frétt Morgunblaðsins sl. miðviku- dag var sagt frá björgun hafernis. Rangt var farið með föðurnafn ann- ars björgunarmannsins en hann heitir réttilega Þorsteinn B. Bjarn- arson en ekki Bjarnason eins og kom fram. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. VELVAKANDI 8(7 E) 1988 Umversal Press Syndicate Jfattu þér frdi Mökunnl c, ÍSSJcdpnuryt. m Rændur? Hverju var rænt? Ertu viss um að þú hafir bara ýtt á loftræstihnappinn?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.