Morgunblaðið - 07.05.1993, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 07.05.1993, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993 9 Aukin þjónusta! Ný fatadeild Lengdur opnunartími í sumar: Föstudaga kí. 9-19 • Laugardaga kl. 9-16 og sunnudaga kl. 10 -16 HAFNARSTRÆTl 5 ■ REYKJAVÍK • SÍMAR 91-16760 & 91-14800 s s s s S l s s s s s s s s s s s s s s s s % s s s s s s s Vorútsölunni lýkur á morgun, laugard. á sturtuklefum, baðkarshurðum, hreinlætistækjum og innihurðum. 20-50% afsláttur Raðgreiðslur allt upp í 18 mánuði. AS(B BYGGINGAVORUR SKEIFUNNI 11B- SÍMI 681570. í kvöld á Hótel íslandi kl. 20.15 Dagskrá 20.00 Húsið opnað 20.15 Tónleikar barna Ari Harðarson - Ágúst Valur Einarsson - Bjarkey Björnsdóttir - Guðrún Ómarsdóttir - Helga Sjöfn Kjartansdóttir - Margrét Arnardóttir - Margrét Ingadóttir - Margrét Una Kjartansdóttir - Þorleifur Reynisson. 21.00 Tónleikar stórsveitar Harmonikufélags Reykjavikur undir stjórn Karls Jónatanssonar ásamt SIGMUND DEHLI frá Noregi. Einnig Aðalsteinn ísfjörð - Einar Friðgeir Björnsson - Grettir Björnsson - Jóna Einarsdóttir - Karl Jónatansson - Reynir Jónasson - Sveinn Rúnar Björnsson og örn Arason. 23.30 Harmonikudansleikur NEISTAR: Edwin Kaaber - Ingi Karlsson - Karl Jónatansson - PéturUrbancic ásamt söngkonunni Hjördísi Geirs. HRÓKAR: Kristján Dúi - Sighvatur Sveinsson - Sveinn Rúnar Björnsson ásamt SIGMUND DEHLI og íslensku harmoniku snillingunum. Verð aðeins kr. 1.000,- Borðapantanir í síma 687111 'RœSa Jóhðnnu Sigurðardóttur félagsmálaráBherra á eldhúsdegi á Alþingi ífyrrakvðld \ Þjóðin hefur 33 miiljörðum' minna að spila úr en árið 1987—ársverkum l almennum atvinnur ekstri hefur aðeins.fiölgað um 750frá árinu 1986 meðan landsmönnumfjölgaði um 18 þúsund Ört vaxandi þjóð en minnkandi skiptahlutur Það kom fram í „eldhúsi" á Alþingi í vikunni að á þessu ári hafa íslendingar 33 milljörðum króna minna úr að spila en árið 1987. Frá árinu 1986 hafa aðeins orðið til um sjö hundruð og fimmtíu ný störf á almennum vinnumarkaði á sama tíma og þjóðinni hefur fjölgað um átján þúsund manns. 67 af 103 millj- örðum í vel- ferðarkerfið Guðjón Guðmundsson alþingismaður (S-Vl) sagði m.a. í eldhúsdags- umræðum á Alþingi á dögunum: „Það er umhugsunar- efni að á síðasta ári voru tekjur ríkisins 103 millj- arðar. Af þeim fóru 67 milljarðar í velferðar- kerfið, það er til heil- brigðis- og trygginga- mála, húsnæðis- og fé- lagsmála, fræðslu- menn- ingar- og kirkjumála. Siðan fóru 8 milljarðar í vexti og aðrir 8 milljarð- ár i vega- og samgöngu- mál. Þá voru ekki eftir nema 20 miHjarðar til allra þeirra fjölmörgu annarra verkefna sem ríkið verður að sinna. Þetta sýnir að dæmið gengur ekki upp og við verðum að taka okkur tak og lækka ríkisút- gjöldin eim frekar, ef ekki á illa að fara. Við verðum að stand- ast þá freistingu að eyða um efni fram og senda reikninginn á bömin okkar.“ Fólkinu fjölg- ar - störfunum fækkar Jóhanna Sigurðardótt- ir, félagsmálaráðherra, sagði í sömu umræðu: „Meginástæða erfið- leikanna er mikill sam- dráttur í fiskveiðum, lækkandi afurðaverð og fj árfestingamiistök sem rekja má einn til tvo ára- tugi aftur í tímann ... Atvinnuleysið nær orðið til flestra starfsgreina og landshluta og við blasir að það muni enn aukast ef ekki tekst að bregðast við þessu ástandi.“ Félagsmálaráðherra sagði og: „Frá 1986 hefur árs- verkum á almeimum vinnumarkaði aðeins fjölgaö um 750 á sama tíma og landsmönnum hefur fjölgað um 18.000. Ef við hefðum ekki eytt og sóað á tímum góðæris en byggt upp til mögru áranna og ekki velt ábyrgðinni yfir á komandi kynslóð á „framsóknaráratugnum" værum við í annarri stöðu til að taka á atvinnuleysi og efnahagsþrengingum sem við búum við í dag. Ef bomar eru saman þjóðartekjur áranna 1987 og áætlaðar þjóðartekjur þessa árs á sambærilegu verðlagi, þá hefur þjóðin 33 milljörðum minna úr að spila í ár en árið 1987. Það er sama fjárliæð og ríkið ver samtals til að reka allt skólakerfið og allt lífeyris- og bótakerfí almannatrygginga, auk Qármögnunar til allra fé- lagsmála, svo sem hús- næðismála og málefna fatlaðra." Efnahags- annáll 1992/1993 I heimildariti Þjóð- hagsstofnunar (Þjóðar- búskapurinn, framvindan 1992 og horfur 1993) eru flestar niðurstöður nei- kvæðar mjög en ekki all- ar. Þær eru m.a. þessar: * 1) Landsframleiðsla rýmaði um 3,7% og þjóð- artekjur um 4,5% árið 1992. Spáð er að lands- framleiðsla minnki erm um 1% 1993 og að þjóðar- tekjur minnki enn um 3,1% vegna verri við- skiptakjara við umheim- inn. * 2) Kaupmáttur ráð- stöfunartekna rýmaði um 2% milli áraima 1991 og 1992. „Gert er ráð fyr- ir að kaupmáttur ráðstöf- unartekna minnki um 6% á þessu ári. * 3) Spáð er að „at- vinnuleysið verði að með- altali 5% á þessu ári“. * 4) Helztu viðfangs- efni hagstjómar á árinu verða hallarekstur í sjáv- arútvegi, hallarekstur ríkissjóðs og vaxandi at- vinnuleysi. Jákvæðu þættimir em: * A) Verðbólga frá upphafi til Ioka árs 1992 var 2,4%, eða sú lægsta sem mælst hefur hér á landi í 32 ár. Spáð er 3,8% verðbólgu milli áranna 1992 og 1993 samanborið við spá um 4,9% verð- bólgu að meðaltali í Evr- ópu. * B) Á árinu 1991 svar- aði halliiui á viðskiptum við önnur lönd til -1,7% af landsframleiðslu. Áætl- aður viðskiptahalli 1993 nemur um 2,7% af lands- framleiðslu. Mikilvægt er að ná enn hagstæðari við- skiptajöfnuði út á við. óskaBlífeyrir NYR YALK0STURI LÍFEYRISMÁLUM! Sameinaöa líftryggingarfélagiö, sem er í eigu Sjóvá- Almennra og Tryggingamiðstöövarinnar, hefur sett á markaðinn nýjung í lífeyrismálum, Óskalífeyri. Með Oskalífeyri gefst kostur á að styrkja lífeyrisrétt þann sem ávinnst með lögbundnu lífeyrisframlagi í lífeyris- sjóð, t.d. meö það að markmiði að hefja lífeyristöku strax við 60 ára aldur eða auka ráðstöfunarfé fyrstu árin eftir starfslok. Þú færð allar nánari upplýsingar hjá tryggingarráð- gjöfum Sameinaða líftryggingarfélagsins hf. Smíf Sameinaða líftryggingarfélagið hf. Kringlunni 5, Reykjavík. Sími 91 - 692500 I eigu Sjóvá-Almennra trygginga hf. og Tryggingamibstöðvarinnar hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.