Morgunblaðið - 07.05.1993, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993
Viðurkenna
ekki einvígi
Shorts og
Kasparovs
BRESKA skáksambandið ætlar
ekki að viðurkenna svonefnt
heimsmeistaraeinvígi Nigels
Shorts og Garrí Kasparovs í
London í haust. Sambandið er
aðili að Alþjóðaskáksamband-
inu (FIDE) sem svipti Kasparov
nýlega heimsmeistaratitilinum
og Englendinginn Short áskor-
unarréttinum. Breska skák-
sambandið sagði í yfirlýsingu
að það iiti á einvígi Rússans
Anatolís Karpovs og Hollend-
ingsins Jans Timmans sem hið
eina rétta.
Andstaða vex
í Danmörku
ANDSTAÐA Dana við Ma-
astricht-samkomulagið hefur
vaxið en fýlgjendur svonefnds
Edinborgarsamkomulags um
undanþágur Dana frá Ma-
astricht-samkomulaginu eru þó
enn í miklum meirihluta. Sam-
kvæmt Gallup-könnun sem birt
var í gær munu 48% segja já
en 33% nei í þjóðaratkvæði um
Edinborgarsamkomulagið 18.
maí. í könnun blaðsins Borsen
sögðust hins vegar 53% myndu
segja já en 34% nei.
Frakkar
lækka enn
vexti
SEÐLABANKI Frakklands
lækkaði í gær millibankavexti
á skammtímalánum úr 8,25% í
8%. Sömuleiðis lækkaði bank-
inn vexti á 5-10 daga lánum
um fjórðung úr prósenti í 9%.
í gær var birt skýrsla um sér-
staka úttekt á fjárreiðum ríkis-
ins þar sem fram kom að fjár-
lagahallinn yrði um 340 millj-
arðar franka ef ekki yrði gripið
til sérstakra ráðstafana til að
draga úr honum. Stjóm Pierre
Beregovoy, forsætisráðherra í
síðustu stjóm sósíalista, sett
sér það takmark fyrir rösku ári
að hallinn yrði ekki meiri en
165 milljarðar franka. Skýrslan
um ríkisfjármálin var sögð
staðfesta kreppu í frönsku
efnahagslífi og er vaxtalækk-
unum ætlað að stuðla að því
að það rétti úr kútnum.
Hálfur annar
milljarður í
styrki
Framkvæmdastjóm Evrópu-
bandalagsins (EB) samþykkti í
gær fyrri úthlutun styrkja til
framkvæmda í útgerð og físk-
eldi í aðildarríkjunum. Að þessu
sinni var úthlutað úr sjóðum
EB sem svarar til rúmlega 1,7
milljarða íslenskra króna til 364
verkefna. Samkvæmt reglum
bandalagsins leggja aðildarrík-
in a.m.k. sömu upphæð á móti.
Að þessu sinni voru engir styrk-
ir veittir til nýsmíða á fiskiskip-
um en umsóknir bárust um
styrki til 420 nýsmíðaverkefna.
Hins vegar veitti framkvæmda-
stjórnin jafnvirði 600 milljóna
íslenskra króna til endumýjun-
ar á gömlum skipum. Þá úthlut-
aði framkvæmdastjórnin sem
svarar 1,2 milljörðum íslenskra
króna til 104 verkefna í fiskeldi
í aðildarríkjunum. Seinni út-
hlutun styrkja úr þessum hluta
uppbyggingarsjóðanna verður í
nóvember í haust.
Fjölmenn mótmæli gegn óeirðum blökkumanna í Suður-Afríku
Hvítir bænd-
ur hóta stríði
Reiðir bændur
Keuter
Potchefstroom. Reuter.
5.000 bændur hvaðanæva af í Suður-Afríku hótuðu í gær að heyja stríð
gegn blökkumönnum ef þeir dræpu fleiri hvíta bændur. Bændurnir
voru ævareiðir yfir því að leiðtogi ungliðahreyfingar Afriska þjóðar-
ráðsins (ANC), Peter Mokaba, kyijaði stríðssönginn „Drepum Búana,
drepum bændurna“ á fjöldafundi nýlega.
Frá fjöldafundi suður-afrískra bænda í Potchefstroom í gær. Á
spjöldunum er skorað á hvita menn að sameinast og berjast gegn
yfirráðum svartra manna.
„Ef einn einasti bóndi verður myrt-
ur til viðbótar vegna áskorana leið-
toga ANC lítum við á það sem stríðs-
yfírlýsingu. Við beitum þá öllum ráð-
um til að veija okkur eins og um
stríð væri að ræða,“ sagði í yfirlýs-
ingu frá bændunum.
Bændumir gengu um borgina
Potchefstroom með þjóðfána Búa á
lofti áður en þeir söfnuðust saman
til að hlýða á hvern ræðumanninn á
fætur öðrum saka stjórn F.W. de
Klerks forseta um að hafa stuðlað
að ofbeldisverkum og óeirðum
blökkumanna í iandinu.
Að minnsta kosti sex bændur hafa
verið drepnir frá morðinu á blökku-
mannaleiðtoganum Chris Hani 10.
apríl. Alls hafa um 90 manns beðið
EB-kjöt að eyðileggja
afrískan landbúnað
Brussel. The Daily Telegraph.
EVRÓPUBANDALAGIÐ (EB) stefnir lífsafkomu bænda í Vestur-Afríku
í mikla hættu með því að selja þangað gífurlegt magn af frosnu og
lélegu nautakjöti sem ekki selst í Evrópu. Bandalagið varði 70 miHjón-
um punda, hartnær 7 miHjörðum króna, til að greiða niður þennan
útflutning árið 1991 en verðið sem bandalagið fékk fyrir kjötið var
aðeins 18,9 milljónir punda.
Þetta kemur fram í skýrslu frá
hjálparstofnuninni Christian Aid. Þar
segir að fjórar milljónir manna hafí
lifíbrauð sitt af nautgriparækt sunn-
an Sahara og Evrópubandalagið
valdi þeim miklum skaða með niður-
greiddum kjötútflutningi sínum. I
Ghana er t.d. kjötið frá EB selt á
helmingi lægra verði en framleiðsla
þarlendra bænda. Án útflutnings-
bóta, sem EB greiðir bændum sínum,
yrði kjötið frá bandalaginu tvöfalt
dýrara en frá bændunum í Vestur-
Afríkuríkinu.
Skattgreiðendur í EB-ríkjunum
hafa greitt alls 280 milljónir punda,
hartnær 28 milljarða króna, í slíkar
útflutningsbætur til Vestur-Afríku á
undanfömum árum. Þetta niður-
greidda kjöt bætir þó ekki kjör fá-
tæka fólksins í borgum Afríkuríkj-
anna þar sem mikill meirihluti þess
fær prótín-næringu sína úr baunum
og belgjurtum. Aðeins hinir efna-
meiri kaupa kjötið.
Höfundur skýrslunnar, Peter
Madden, kemst að þeirri niðurstöðu
að útflutningsbæturnar séu svo mikl-
ar og verðið sem fæst í Afríku svo
lágt að ódýrara sé fyrir bandalagið
að eyðileggja kjötið en að flytja það
til Afríku og stofna lífsafkomu millj-
óna manna í hættu.
bana í óeirðum í kjölfar morðsins,
aðallega blökkumenn.
Hægrimenn úr röðum hvítra Suð-
ur-Afríkumanna hafa verið sundraðir
og vonast til að ný nefnd fjögurra
fyrrverandi hershöfðingja geti sam-
einað þá.
♦ ♦ ♦------
Þýsk afskipti
af danskri
EB-umræðu
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt-
ur, fréttaritara Morgunblaðsins.
VIÐTAL við þýskan embættis-
mann í Brussel í bandarísku blaði
hefur komið sér illa fyrir stuðn-
ingsmenn Maastrichtsamkomu-
lagsins í Danmörku.
Meðan þeir gera sem minnst úr
að Evrópubandalagið stefni í átt að
sambandsríki, segir Martin Bange-
mann í viðtali við-„evrópsku útgáfu
Wall Street Joumal að takmarkið sé
heildstætt, pólitískt kerfi, grundvallað
á sambandsríki. Reynslan hafí líka
sýnt að hingað til hafi öll slík plögg
verið notuð til hins ýtrasta í Brussel.
Hér reyna stjómmálamenn hins vegar
að gera sem minnst úr líkum á svo
nánu sambandi.
Martin Bangemann segir í viðtalinu
að hann geri sér grein fyrir að bæði
Danir og Bretar kysu lauslegt ríkja-
samband, en Maastrichtsamkomulag-
ið vísi því miður í aðra átt.
Forsvarsmenn Júníhreyfingarinnar
hrósa Bangemann fyrir hreinskilnina,
en Henning Dyremose formælandi
íhaldsflokksins segir að EB-stefnan
hafí ekki verið mörkuð af embættis-
mönnum heldur stjómmálamönnum.
Friðsamleg- „bylting*“ í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Kalmykíu
Nýkjörinn þrítugur forseti
boðar kapítalíska paradís
BYLTINGIN tók aðeins þrjár klukkustundir, þannig að enginn missti
af hádegismatnum. Henni lauk með því að rauðum atkvæðaspjöldum
var haldið á lofti, síðan tók yið heljarmikið lófaklapp og undirleitar
yngismeyjar gengu um og buðu þriflegum miðaldra körlum - og
einni konu - nellikur fyrir einarða hlýðni þeirra. Forsetinn, Kírsan
Hjúmzhínov, þrítugur auðjöfur af eiginn rammleik, lýsti því yfir
að þetta væri „söguleg stund“, boðaði „kapítalíska dögun" og lét
svo um mælt að rússneska sjálfstjórnarlýðveldið Kalmykía gæti
orðið fyrirmynd ráðamanna annars staðar í Rússlandi. Síðan bauð
hann öllum í heljarmikla veislu í Melody Café.
Engu blóði var úthellt og and-
staðan var lítil sem enginn. Iljúmz-
hínov hafði aðeins gegnt embætt-
inu í tæpar þijár vikur og á þessum
stutta tíma gaf hann fordæmi sem
Borís Jeltsín Rússlandsforseti yrði
að öllum líkindum guðsfeginn að
sjá leikið eftir í Moskvu: hann
ginnti þingmenn lýðveldisins, eða
beinlínis mútaði þeim, til að fremja
pólitískt fjöldasjálfsmorð.
Oll sovétin leyst upp
„Þetta er bylting, friðsamleg
bylting," sagði skrifstofustjóri for-
setans, Gennadíj Amnikov, í sigur-
vímu eftir atkvæðagreiðsluna á
þinginu, eða Æðsta ráði lýðveldis-
ins.
105 fulltrúar réttu upp rauð at-
kvæðaspjöld til að samþykkja til-
lögu um afnám Æðsta ráðsins,
enginn var á móti og aðeins tveir
sátu hjá. Þennan eina morgun
sviptu þeir sjálfa sig sætum í
Æðsta ráðinu, leystu upp öll hér-
aðasovétinn í lýðveldinu og stofn-
uðu 25 manna nefnd sem á að
semja nýja stjórnarskrá. Nefndin á
að ,auka verulega völd forsetans
og setja reglur um kosningar til
nýs og skilvirkara þings. „Við erum
þeir fyrstu í Rússlandi sem tekst
að losna við sovétin. Þetta er sögu-
legur dagur,“ sagði forsetinn.
Fyrirmyndarlýðveldið?
Borís Jeltsín er ekki jafn hepp-
inn. Honum er mjög í mun að losna
við fulltrúaþingið, rússnesku lög-
gjafarsamkunduna sem hefur gert
honum lífið leitt undanfarin miss-
eri. Íljúmzhínov vill endilega leið-
beina Jeltsín. Hann fór til Moskvu
í vikunni sem leið og skýrði rúss-
neska forsetanum frá stefnu sinni,
sem einkennist af miklum metnaði
og miðar að því að gera Kalmykíu
að nokkurs konar tilraunastöð fyrir
róttækar efnahagsumbætur í Rúss-
landi.
Þó er ólíklegt að Kalmykía geti
orðið fyrirmynd ráðamanna í
Moskvu. Þetta er lítið lýðveldi, íbú-
amir aðeins 320.000, um níu sinn-
um færri en sauðféð. íbúarnir hafa
lífsviðurværi sitt aðallega af ull-
inni, þótt í lýðveldinu séu einhveij-
ar olíuauðlindir.
„Annað Kúveit“
Næsta forgangsverkefni íljúmz-
hínovs er að koma á „hreinum kapít-
alisma" í Kalmykíu og efna kosn-
ingaloforð sitt um að gera lýðveldið
að „öðru Kúveit“. Hann vill draga
úr skrifræðinu með því að fækka
ráðuneytum úr 25 í fímm. Á meðal
þeirra sem hann vill losna við er
öryggisráðuneytið, þótt leynilög-
regla lýðveldisins sé ekki á þeim
buxunum að fara frá fjögurra hæða
höfuðstöðvum sínum í höfuðborg-
innni, Elista.
Íljumzhínov vill að Kalmykía
heyri áfram undir Rússland en hef-
ur lofað þjóðernissinnum að tryggja
lýðveldinu fullt efnahagslegt sjálf-
stæði. í framtíðinni hyggst hann
hafna öllum styrkjum frá Moskvu,
sem eru nú um 90% af fjárlögum
lýðveldisins.
„Ég er ekki stjómmálamaður,"
sagði forsetinn. „Ég er ekki komm-
únisti. Ég er ekki lýðræðissinni. Ég
er kapítalisti. Ég vil bæta lífskjörin.“
Þetta var boðskapurinn sem
tryggði honum yfírburðasigur í for-
setakosningunum í síðasta mánuði,
þar sem hann fékk 65% atkvæð-
anna. Fyrir, kosningamar lofaði
hann meðal annars að gefa hverri
fjölskyldu í lýðveldinu jafnvirði
6.000 króna.