Morgunblaðið - 07.05.1993, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.05.1993, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993 Reuter BÁLFÖR Ranasinghe Premadasa, forseta Sri Lanka, sem beið bana í á eftir bíl sem flutti líkkistuna frá forsetabústaðnum til Sjálfstæðistorgsins sprengjuárás 1. maí, fór fram í Colombo í gær. Þúsundir manna gengu í höfuðborginni, þar sem lík forsetans var brennt í gríðarstórum bálkesti. Friðaráætluninni fvrir Bosníu vísað í þjóðaratkvæði Bosníu-Serbar snupra um- heiminn og leiðtoga sína Pale, Bosníu. Reuter. 1 SAMKUNDA Bosníu-Serba snupraði leiðtoga sína og kall- aði hugsanlega frekari einangrun yfir Serba og hugsanleg- ar loftárásir á skotmörk í Bosníu er hún hafnaði áætlun um frið í landinu í fyrrinótt. Eftir 17 stunda langan fund sam- þykktu fundarmenn með 51 atkvæði gegn tveimur að halda fast við fyrri samþykkt sína um að vísa friðará- ætluninni, sem leiðtogi þeirra Rado- van Karadzic undirritaði sl. sunnu- dag, til þjóðaratkvæðis. Harðlínu- menn höfðu yfirhöndina á fundinum því auk þeirra sem greiddu mótat- kvæði sátu aðeins 12 hjá við at- kvæðagreiðsluna. Samkundan var haldin á hóteli, Sæludals-hótelinu, í bænum Pale skámmt frá Sarajevo. Með ákvörðun sinni snupruðu fulltrúar Bosníu- Serba Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, Dobrica Cosic Júgóslavíufor- seta og Konstantín Mitsotakis for- sætisráðherra Grikklands. Þeir sóttu allir fundinn og létu til sín taka í þeirri von að fulltrúamir samþykktu friðaráætlunina. Mitsotakis hvatti fulltrúana til að samþykkja áætlunina, allt annað jafngilti því að þeir „fremdu fjölda- sjálfsmorð." „Af öllum átakanlegum ákvörðunum sem þing gæti hafa tekið . . , er ákvörðun samkundu Bosníu-Serba sú allra hörmuleg- asta,“ sagði Cosic eftir fundinn. „Nú í dögun, við aftureldingu, hefur póli- tískt raunsæi verið borið ofurliði," bætti hann við. Ákvörðun fulltrúa Bosníu-Serba er jafnframt mikill persónulegur ósigur fyrir leiðtoga þeirra Radovan Karadzic sem undirritaði friðaráætl- unina sl. sunnudag í Aþenu. Niður- staðan er einnig áfall fyrir Mi- losevic sem beitti sér ákaft fyrir því að fulltrúamir samþykktu áætlun- ina. í ræðu undir lok þingsins hvatti hann þá til hafna ekki áætluninni. Með því myndu þeir spila öllu frá sér sem drukknir pókerspilarar væru. Þegar niðurstaðan lá hins vegar fyrir stmnsaði Milosevic af vettvangi illur á svip. Hann var lengi talinn hafa kynnt undir ófrið í Bosn- íu en hefur lagt tilraunum til að stilla til friðar lið enda refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) vegna Bosníustríðsins farnar að segja til- finnanlega til sín í Serbíu. Karadzic hafði hótað að segja af sér sem leiðtogi Bosníu-Serba ef samkundan stæði ekki með honum. í gær sagði hann hins vegar ástæðu- laust að draga sig í hlé þar sem fulltrúarnir hefðu út af fyrir sig ekki fellt friðaráætlunina, aðeins ákveðið að fram færi um hana þjóð- aratkvæði 15. og 16. maí nk. B ílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 671800 Opið sunnudaga kl. 13 - 18. Mazda 626 GLX ’88, blásans, sjálfsk., ek. 67 þ., rafm. í rúðum, sólluga o.fl. V. 780 þús., sk. á ód. Suzuki Swift GL '90, 5 dyra, blásans, 5 Fiat Duna 70 Berlína '88, rauður, 5 g., ek. aöeins 39 þ. V. 290 þús. stgr. þ., sóllúga, driflæsingar o.fl. V. 1890 þús. Mazda E-2000 83 þ., ber 2 tonn, „VSK-bíll". V. 640 þús. Hyundai Elantra '92, hvítur, sjálfsk., ek. 9 þ., álfelgur, sóllúga, rafm. í öllu. V. 1190 þús., sk. á ód. MMC Colt GLXi '90, grásans, 5 g., ek, 42 þ. V. 760 þús. Toyota Hi-Lux Extra Cab '91, talsvert breyttur, ek. 54 þ., 35" dekk, álfelgur, 5.71 hlutf. o.fl. V. 1690 þús. Subaru 1800 GL turbo station '87, grá- sans, vél og turbína ný uppt., sjálfslk. Fallegur bíll. V. 780 þús. Renault Express ’92, hvítur, 5 g., ek. 15 þ. V. 850 þús. (VSK bíll). Subaru Legacy 4x4 station '91, sjálfsk., ek. 18 þ. V. 1450 þús. MMC Space Wagon ’88, 5 g., ek. 97 þ. V. 790 þús., skipti. MMC Lancer GLX ’89, 5 g., ek. 90 þ. V. 600 þús. stgr. Odýrir bilar: Saab 98 '77, óvenju gott eintak, skoðaður '94. V. 75 þús. Ford Taunus 1600 GL ’82, sjálfsk., uppt. vól. Gott eintak. V. 155 þús. Skoda 130 GL '87, uppt. vél o.fl. V. 95 þús. Og margir fleiri. iJjjjJJjjj DjJjJjJÍJ jJíjiíjJ MjjJJ Jjj /uJJ HÓTHLVALHÖLL ÞLngvöllum S í m i 9 8 - 2 2 622. Fax 9 8 - 2 1 553 Verið velkomin í Perlu Þingvalla og njótixf þej<t bevta í umhverfiaðitöcfu og þjónudtu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.