Morgunblaðið - 07.05.1993, Síða 28

Morgunblaðið - 07.05.1993, Síða 28
28 H •j MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7- MAÍ 1993 Breytingartillögur land- búnaðamefndar umdeild- ar meðal stjórnarliða ÁGREININGUR er meðal stjórna- liða um breytingartillögur meiri- hluta landbúnaðarnefndar um breytingar sem gera verður á búvörulögum vegna samninga um Evrópskt efnahagssvæði, EES. Meiningamunur er um þetta mál í þingflokki sjálfstæðismanna. Að sögn Geirs H. Haarde þingflokks- formanns þurfa sjálfstæðismenn að ræða málið betur. Verulega andstaða er einnig við þetta mál í þingflokki Alþýðuflokks en í gærkvöldi vildi Ossur Skarphéð- insson þingflokksformaður ekkert Iáta hafa eftir sér um þetta mál. amefndar flytur breytingartillögu til að það sé alveg skýrt ákveðið að skilyrði þess að landbúnaðarráðherra beiti heimild sinni til að leyfa hinn samningsbundna innflutning, sé að fjármálaráðherra nýti sér heimildir viðkomandi samninga um beitingu verðjöfnunargjalda. Verði það skil- yrði ekki uppfylit geti landbúnaðar- ráðherra synjað um slíkan innflutn- ing. Einnig er gert ráð fyrir þeirri viðmiðunarreglu að þess skuli gætt við framkvæmd verðjöfnunarinnar að ekki verði raskað samkeppnis- stöðu innlendrar framleiðslu land- búnaðarvara. í breytingartillögum nefndar- meirihlutans eru einnig kveðið nánar á um sum atriði heldur en í upphaf- Iegu frumvarpi. T.a.m. er því bætt við texta 2. greinar að vörulíki bú- vara skuli einnig háð samþykki land- búnaðarráðherra. Ágreiningiir Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins fór því fjarri að allir þing- menn Alþýðuflokks væra sáttir við breytingartillögur meirihluta land- búnaðamefndar. Einnig var kunnugt um að ýmsir sjálfstæðismenn töldu þörf á að ræða þessi mál betur. Á meðan þingflokksfundir stóðu yfir birtist viðtal við Jón Baldvin Hannib- alsson utanríkisráðherra í fréttatíma stöðvar 2. Þar lét utanríkisráðherra þá skoðun í ljós að tillaga landbúnað- amefndarmeirihlutans væri mis- skilningur. Þetta mál snerti málasvið Ijögurra ráðherra. Sitt sem utanrík- sviðskiptaráðherra, viðskiptaráð- herra, fjármálaráðherra og landbún- aðarráðherra. Jón Baldvin Hannib- alsson utanríkisráðherra sagði að þrír fyrstnefndu ráðherramir væri andvígir tillögum nefndarmeirihlut- ans. Þessi mál vora til umræðu á þing- flokksfundum stjómarflokkanna í gærkvöldi. Samkvæmt heimildar- mönnum Morgunblaðsins nutu sjón- armið meirihluta landbúnamefndar víðtæks stuðnings í þingflokki sjálf- stæðismanna. Geir H. Haarde, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að þetta mál væri enn til um- ræðu. Geir vildi engu spá um hvort þetta mál yrði afgreitt. Aðspurður Hæg og óviss afgreiðsla mála fyrir þingfrestun Frumvarp um breytingar á bú- vöralögum er flutt í tengslum við aðild Islands að samningi um Evr- ópska efnahagssvæðið, EES. Fram- varpið varðar innflutning búvara og kveður einnig á um álagningu og innheimtu jöfnunargjalda. I frum- varpinu er gert ráð fyrir að innflutn- ingur skuli háður leyfi landbúnaðar- ráðherra. Framvarpið hefur verið til með- ferðar í landbúnaðamefnd og var afgreitt frá nefndinni í fyrradag. Meirihluti landbúnaðamefndar er í þessu máli skipaður fulltrúum Sjálf- stæðiflokks, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks; Ágli Jónssyni (S-Al), Áma R. Ámasyni (S-Rn), Eggert Haukdal (S-Sl); Össuri Skarphéðins- syni (A-Rv); Guðna Ágústssyni (F-Sl) og Jóhannesi Geir Sigurgeirs- syni (F-Ne). Nefndarmeirihlutinn gerði breyt- ingartillögur við framvarpið. Tillag- an miðar að því að kveða skýrar á um nokkur atriði. í nefndaráliti er bent á að hér á landi hefur sú leið verið valin að fela fjármálaráðherra framkvæmd á verðjöfnunarheimild- inni en landbúnaðarráðherra fram- kvæmd á heimildum til innflutnings þessara vara. Meirihluti landbúnað- EKKERT samkomulag var á Al- þingi um afgreiðslu þingmála í gærkvöldi. Geir H. Haarde, þing- flokksformaður sjálfstæðismanna, sagði að mál yrðu bara að hafa sinn gang. Salome Þorkelsdóttir þingforseti sagði áformað að ljúka dagskrá 173. þingfundar en þar var 51 þingmál á blaði. Síðdegis í gær var enn stefnt að því að ljúkja þingstörfum á föstudeg- inum 7. maí en ekkert samkomulag var um afgreiðslu þingmála. 40-50 mál biðu afgreiðslu og fór fjölgandi því stöðugt bárast ný nefndarálit og breytingartillögur frá þingnefndum. Áfgreiðsla þingmála var rædd í u.þ.b. klukkustund í upphafi 172. þingfundar síðdegis í gær. Jón Kristj- ánsson (F-Al) gerði að umtalsefni að stjómarmeirihlutinn hefði á fundi sjávarútvegsnefndar fellt tilllögu um að afgreiða úr nefnd framvarp fram- sóknarmanna um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins. Jón hafði einnig fengið af því fregnir að formaður félagsmálanefndar hefði hafnað því að afgreiða annað þingmannafrum- varp úr þeirri nefnd. Jón Kristjánsson taldi þessi vinnubrögð vera til vitnis um að stjómarmeirihlutinn ætlaði sér að koma skipulega í veg fyrir að þingmannamál fengju eðlilega og þinglega meðferð. Ræðumaður vildi benda á að framvarp framsóknar- manna gerði ráð fyrir að aflaheimild- um Hagræðingarsjóðs yrði úthlutað án endurgjalds til þeirra skipa sem orðið hefðu fyrir samdrætti vegna aflabrests. Þetta framvarp væri laga- heimild til þess að unnt væri að upp- fylla það loforð sem forsætisráðherra hefði gefíð sjávarútveginum. Fleiri þingmenn tóku undir gagn- rýni, Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Ne) sagði að þessir samskiptahættir lofuðu ekki góðu. Jóhannes Geir Sig- urgeirsson (F-Ne) sagði að Alþingi yrði að starfa áfram þangað til lausn yrði fundinn á brýnustu vandamálum þjóðarinnar, afkomu sjávarútvegsins og atvinnumálum. Stjómarandstæð- ingar söknuðu og ýmissa þingmála. Páll Pétursson (F-Nv), þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, sagði að undanfarið hefði menn sýnt viðleitni til að ná samkomulagi um afgreiðslu mála en nú hefði stjómar- meirihlutinn hefði siegið á útrétta sáttahönd og beitti bolabrögðum til að hindra afgreiðslu mála. Páll sagði að nú væri komið fram að stjómalið- ið vildi ekki samþyklqa heimildir til að ráðstafa aflaheimildum Hagræð- ingarsjóðsins. En það væra fleiri brýn mál sém virtist ekki eiga að um hvort ekki væri nauðsynlegt að afgreiða þetta mál sagði þingflokks- formaðurinn það ekki vera. Hann benti á að EES-samningurinn hefði enn ekki tekið gildi. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra sagði að ábendingar hefðu komið fram um lögfræðileg álitaefni í túlkun laganna. Hann sagði það verða að vera alveg ljóst að það yrði að vera á valdi landbúnaðarráðherra að full verðjöfnunargjöld kæmu á þær landbúnaðarafurðir sem væru- fluttar til landsins. Álit og breytingartillögur meiri- hluta landbúnaðamefndar voru einn- ig rædd á þingflokksfundi Alþýðu- flokks. Þar kom fram umtalsverð andstaða við tillögur landbúnaðar- nefndar. Össur Skarphéðinsson þing- flokksformaður vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um þessi mál. í sam- tali við Morgunblaðið ítrekaði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra þau umæli sín að tillögur meiri- hluta landbúnaðamefndar væra mis- skilningur og ekki studdar af stjóm- arliði. afgreiða. Honum var efst í huga þingsályktunartillaga tveggja al- þýðuflokksmanna um greiðsluaðlög- un fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum. Páll Pétursson lofaði flutningsmönn- um; Össuri Skarphéðinssyni og Sig- bimi Gunnarssyni (A-Ne), þeim stuðningi sem stjómarandstæðinga virtist skorta frá stjómarliði. Síðdegis í gær var fram haldið 172. þingfundi og þrátt fyrir nokkrar tafír vegna utandagskrárumræðu og ennfremur vegna umræðna um gæslu þingskapa voru fjórar þings- ályktanir samþykktar, einni þingsá- lyktun var vísað til ríkisstjómar og lokið var 2. umræðu um sex laga- framvörp. Um kvöldmatarleytið var þingfundi slitið og nýr þingfundur boðaður um kvöldið. Á tíunda tímanum í gærkvöldi staðfesti Geir H. Haarde, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokics, að ekki væri neitt samkomulag um af- greiðslu mála. „Þau yrðu bara að hafa sinn gang.“ Össur Skarphéðinsson, þing- flokksformaður Alþýðuflokks, sagði að málum miðaði hægt en öragglega áfram. Þá hefði þingflokkur Alþýðu- flokks ekkert á móti því að halda þinghaldi fram í næstu viku. ■ ÖRKIN HANS NÓA heitir hljómsveit sem nýlega hefur verið stofnuð. Hljómsveitin hefur sent frá sér lagið Tár sem heyrst hefur tölu- vert á útvarpsstöðvum landsins. Hljómsveitina skipa þeir: Arnar Freyr Gunnarsson, söngvari, Sævar Árnason, gítarleikari, Hróbjartur Gunnarsson, bassa- leikari, Sigurður Ragnarsson, hljómborðsleikari og Steinar Helgason, trommuleikari. Hljóm- sveitin leikur i fyrsta sinn opin- berlega nú um helgina á veitinga- staðnum Dansbarnum við Grens- ásveg. ■ Á VAGNINUM á Flateyri skemmtir hljómsveitin Cuba Libra föstudags- og laugardagskvöld. Búið er að opna Vagninn að nýju eftir smávægilegar breytingar að ósk slökkviliðsstjóra. ■ KVENNALISTINN verður með fyrsta laugardagskaffí sum- arsins 8. maí nk. Kaffið ber yfir- skriftina; Er Madonna femínisti? Þar munu nokkrar Kvennalistakon- ur stíga á stokk og reyna að svara spumingunni. Tilefnið er m.a. nýleg skrif um bandarísku fræðikonuna Camille Paglia en hún telur Madonnu sannan femínista. Kaffið er sem fyrr á Laugavegi 17 og hefst kl. 10.30. Allir velkomnir. ■ HIN árlega vorsýning Stóð- hestastöðvar ríkisins í Gunnars- holti á Rangárvöllum fer fram laugardaginn 8. maí nk. og hefst kl. 14. Sýndir verða í reið þeir 26 stóðhestar íjögurra og fimm vetra gamlir sem hafa verið í tamningu og þjálfun í stöðinni í vetur. Þeim til hægðarauka sem vilja horfa á sýninguna úr bifreiðum sínum með- an á henni stendur munu hrossa- ræktarráðunautamir Þorkell Bjpjrnáson eg KriStiryu Hugason lýsa'sýningunni á útvarpsrás. Fé- lagar úr hestamannafélaginu Geysi fara í hópreið um völlinn og eftir sýningu mun kvenfélagið Unnur standa fyrir kaffisölu. John og frú Lydie Ord. ■ UMDÆMISSTJÓRI Hjálp- ræðishersins í Noregi, Islandi og Færeyjum, kommandör John Ord, mun heimsækja ísland 7.-13. maí ásamt konu sinni Lydiu Ord, sem er forseti kvennahreyfinga Hjálp- ræðishersins. I tengslum við heim- sókn þeirra hingað til lands verður haldið ársþing og kvennaráðstefna í Reykjavík 7.-9. maí. Auk þátt- takenda frá Islandi verða margir gestir á ráðstefnunni frá Færeyj- um og Nóregi. Föstudagskvöld verður fyrsta opinbera samkoman haldin. Þá mun meðal annars ungl- ingakórinn syngja. Á laugardaginn eru tvær kvennasamkomur að degi til, en um kvöldið verður söng- og tónleikasamkoma. Deginum lýkur svo með miðnætursamkomu sér- staklega ætlaðri ungu fólki. Á sunnudaginn verður helgunarsam- koma og sunnudagaskóli fyrir há- degi, hermannasamkoma eftir há- degi og lofgjörðarsamkoma um kvöldið. Mánudaginn verður farið í ferðalag með ráðstefnugesti. Á Akureyri verða samkomur þriðju- dag 11. og miðvikudag 12. maí þar sem kommandör John og frú Lydie Ord munu vera aðalræðumenn. Síð- asta samkoman með þessum gest- um verður í Herkastalanum í Reykjavík fímmtudaginn 13. maí um kvöldið. ■ JÖTUNUXAR leika í kvöld, föstudagskvöld 7. maí, á veitinga- húsinu Gauki á Stöng. Hljómsveit- ina skipa: Guðmundur Gunn- laugsson, Svavar Sigurðsson, Hlöðver Ellertsson, Jón Ó. Gísla- son og Rúnar Örn Friðriksson. ■ ÞING Sambands ísl. kristni- boðsfélaga verður haldið í Reykja- vík um næstu helgi_7. til 9. maí og er það í 33. sinn. Á þinginu fara fram hefðbundin aðalfundarstörf og þar verða lagðar fram skýrslur um starfið erlendis og hérlendis og sagðar nýjar fréttir af kristniboðs- starfinu. Þingstörf heíjast kl. 17.30 á föstudag og er gert ráð fyrir að þeim ljúki síðdegis á sunnudag. Þingið sem haldið verður í Kristni- boðssalnum við Háaleitisbraut í Reykjavík er opið öllum sem áhuga hafa á kristniboði en atkvæðisrétt hafa fulltrúar aðildar- og styrktar- félaga SÍK. Má sérstaklega benda á samkomu að kvöldi laugardags- og sunnudag þar sem sýndar verða nýlegar myndir frá kristniboðs- starfínu í Kenýju og Eþíópíu. Síð- degis á sunnudag verður kynnt starf Norðmanna að útvarps- kristniboði en um morguninn munu þingfulltrúar sækja messu í Grens- ássókn. ■ LANDSÞING ITC hefst í dag kl. 18. Þar koma allar deildir á land- inu saman. Á dagskrá eru m.a. ræðukeppni á föstudeginum. Þar etja kajppi fulltrúar frá öllum ráðum ITC á Islandi. Á laugardaginn verða félagsmál tekin fyrir og afgreiða fulltrúar frá öllum deildum hin ýmsu mál, s.s. kosningar nýrrar stjómar Landssamtaka ITC, fyrir næsta starfsár. Margar tillögur liggja fyrir fundinum m.a. tillaga um að breyta nafni fréttablaðs ITC úr Freyjunni í ITC-blaðið. Á sunnu- deginum verður m.a. embættis- mannafræðsla, heiðursgestur þingsins, Ruby Moon, 1. varafor- seti alþjóðasamtaka ITC, situr fyrir svörum, Óttar Guðmundsson, læknir, flytur hádegisverðarerindi. Þingið er öllum opið sem áhuga hafa á ITC. Nánari upplýsingar er hægt að fá á Hótel íslandi þingdag- ana, bæði félögum samtakanna og gestum. ■ PÁLMI R. Pétursson, verk- fræðingur Upplýsinga- og merkjafræðistofu Háskólans, heldur erindi í dag kl. 14.15 sem hann nefnir: Myndgreining efnis- eiginleika með leysisgeislum. Er- indið verður flutt í stofu 158 í húsi verkfræðideildar á Hjarðarhaga 2-6, Reykjavík, og er öllum fijálst að koma. Erindið er hluti af vöm Pálma á ritgerð hans til meistara- prófs við Háskóla íslands. Paula Watson ■ PAULA Watson, bandaríska söngkonan sem skemmt hefur gest- um Café óperu og Café Romance síðan í aprílbyijun, er senn á förum. Paula hefur aflað sér vinsælda með söng og leik, en hún þykir hafa sérstakt lag á að skapa píanó- stemmningu. Hún mun skemmta gestum fyrrgreindra staða nokkur næstu kvöld. ■ J TILEFNI af útgáfu eld- húsbæklings Ikea verða haldnir sérstakir eldhúsdagar í verslun í Ikea. Á eldhúsdögunum býðst fólk vaxtalaust Visa/Euro-lán til fyrsta ágúst ef keypt er eldhúsinnrétting á tímabilinu 6. maí til 6. júní. Viku- lega hlýtur síðan heppinn kaupandi að eldhúsinnréttingu 10.000 króna úttekt að eigin vali í Hagkaup á meðan á eldhúsdögunum stendur. Sjöunda júní verður síðan eitt nafn dregið úr nöfnum allra þeirra sem kaupa Ikea-eldhúsinnréttingu á eld- húsdögunum og hlýtur hann eða hún 20.000 kr. vöruúttekt í Ikea. í anddyri verslunarinnar hefur verið komið fyrir eldhúsinnréttingu í til- efni af eldhúsdögunum. Að venju veita hönnuðir Ikea ókeypis ráðgjöf við skipulagningu eldhússins. ■ SWFRÆÐISTOFNUN Há- skóla Islands, Heimspekistofnun Háskóla íslands og Félag áhuga- manna um heimspeki gangast fyrir ráðstefnu laugardaginn 8. maí um rétt, réttlætið og ríkið. Á ráð- stefnunni sem verður í stofu 101 í Odda verða flutt fjögur framsögu- erindi. Davíð Þór Björgvinsson, dósent í- lögfræði, mun fjalla um sérstöðu Norðurlanda í lagalegu tilliti og Sigurður Líndal, prófess- or í lögfræði, mun flytja erindi sem hann nefnir: Lög og réttarríki. Hjördís Hákonardóttir, héraðs- dómari, mun ræða um mannréttindi frá sjónarhóli sögu og heimspeki og Páll Skúlason mun flytja erindi sem hann nefnir: Til hvers höfum við ríki? Ráðstefnan er öllum opin. Tilefni ráðstefnunnar er að kynna og vekja athygli á 16. heimsþingi Hinna alþjóðlegu samtaka um heimspeki og menningu (IVR) sem haldið verður í Háskóla ís-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.