Morgunblaðið - 07.05.1993, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.05.1993, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993 -*-í—-Lf-Hi-f. ■ i. . , > j-—--í-i____y—...... Olafur Olafsson hrepp- stjóri, Lindarbæ, Asahreppi — Minning Fæddur 12. ágúst 1893 Dáinn 28. apríl 1993 Ólafur Ólafsson fyrrum hrepps- stjóri í Lindarbæ í Holtum er allur. Hann vantaði aðeins um 3 mánuði í 100 árin. Ég kynntist þessum aldr- aða frænda mínum og Þórði bróður hans ekki fyrr en á sjöunda ára- tugnum er ég kom fyrst í Lindarbæ ásamt samstarfsmanni mínum vegna áburðartilraunar sem við hugðumst gera í túni þeirra bræðra. Víst hafði ég lengi vitað af þess- um frændum mínum því að móðir mín og þeir voru systkinabörn. Hjá þeim mættist gamli og nýi tíminn á skemmtilegan hátt, meðfædd íhaldssemi og nægjusemi í bland við nýja strauma. Þannig voru þeir komnir yfir áttrætt er þeir keyptu sér heybindivél til að létta sér hey- skapinn og önnur bústörf. Og slíkur var hugurinn að gluggar voru end- urnýjaðir að einhveiju leyti nýlega, þótt hluti íbúðarhússins væri síðan fyrir aldamót. Fyrir allmörgum árum fékk Ólaf- ur frændi minn heilablæðingu og lamaðist að hluta um skeið. Hann náði sér samt furðanlega, en vð þetta áfall hurfu honum flest mannanöfn og staða úr minni. Af þeim sökum átti hann oft erfitt með að tjá sig svo að honum sjálfum þætti vel fara. Gat þá reynt tölu- vert á hugmyndaflug viðmælandans til að átta sig á um hvern Óli vildi spyija eða segja frá. En skemmti- lega pólitískur var þessi frændi minn til hins síðasta, það ég þekkti vel. Við vorum engan veginn sam- mála alltaf, en höfðum jafnan gam- an af. Og þegar honum dapraðist svo sjón að hann sá ekki hver gest- komandi var og spurði: Hver var að koma? — Bara íhaldsmaður úr Reykjavík að heilsa upp á fram- sóknarskarf í sveitinni. — Nú ert það þú, frændi, rumdi þá í Ólafi með skemmtilegum fagnaðarlátum. Þrátt fyrir tjáningarerfiðleika hans síðustu árin varð þetta ætíð hin skemmtilegasta umræða, en alltaf þurfti hann fyrst að fá fréttir af sem flestu af frændfólkinu. Það er í rauninni merkilegt að hafa setið á spjalli við tvo atdraða menn og hlusta á annan þeirra lýsa ferð sem hann fór ásamt frænku okkar úr Engey austur í Fljótshlíð að hann minnti árið 1911 eða 1912 þegar sá eldri rís upp við dogg og segir: Hvaða vitleysa, þetta var 1913, ég man það annars ekki. Mér varð hugsað til þessa spjalls eftir á. Það voru áttatíu ár síðan þetta gerðist, — annar viðmælandi minn var 99 ára, hinn bara 96 ára og þetta voru þar að auki bræður. Svona nokkuð gerist ekki oft, enda þeir bræður elstu starfandi bændur la’ndsins. Ráðskona þeirra, Svanhvít Guðmundsdóttir, hún Svana, er líka mögnuð, bara áttræð og sporlétt með afbrigðum eins og sjónvarps- áhorfendur Stöðvar 2 sáu nýverið. Vel kunni Ólafur frændi minn í Lindarbæ líka að meta vináttu ná- granna sinna sem daglega höfðu samband og fýlgdust með. Lífsgöngu þessa merkilega og skemmtilega höfðingja lauk er hann lagði sig hinsta sinni eftir kvöldmat- inn og sofnaði um það leyti sem fyrstu sumarfuglarnir voru að koma í Safamýrina. Bjarni Helgason. Látinn er Ólafur Ólafsson, bóndi í Lindarbæ í Asahreppi og fyrrum hreppstjóri Ásahrepps, á hundrað- asta ári, saddur sinna lífdaga og sáttur við allt og alla. Síðast hitti ég Ólaf heitinn á páskadag. Þá ókum við hjónin aust- ur að Lindarbæ til þess að heilsa upp á heimilisfólkið og drekka með þeim páskakaffi. Þau voru öll kom- in til ára sinna, Ólafur á hundrað- asta ári, Þórður bróðir hans á nítug- t Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, VILHJÁLMUR MAGNÚSSON, Brautarhóli, Höfnum, lést í Víðihlíð í Grindavík miðvikudaginn 5. maí sl. Ketill Vilhjálmsson, Valgerður Sigurgísladóttir, Hildur Vilhjálmsdóttir, Jón Björn Vilhjálmsson, Margrét Elimarsdóttir, Vilhjálmur Nikulásson, Jóhanna Simonardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, HALLDÓRA ÁSMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Lindargötu 52, Reykjavík, sem lést mánudaginn 26. apríl sl., verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju í dag, föstudaginn 7. maí, kl. 15.00. Karl Magnússon, Jónina Lilja Waagfjörð, Jón Reynir Magnússon, Guðrún Sigríður Björnsdóttir, Guðfinna Ingvarsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR JÓNSSON, Hróarsholti, Flóa, verður jarðsunginn frá Hraungerðiskirkju, laugardaginn 8. maí kl. 14.00. Ragnheiður Gestsdóttir, Einar Þórarinsson, Tryggvi Gestsson, Alda Hermannsdóttir, Guðjón Gestsson, Rannveig Einarsdóttir, Hólmfríður Gestsdóttir, Tómas Kristjánsson, Haraldur Gestsson, Jóna Sigurlásdóttir, Kristín Gestsdóttir, Gylfi Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. asta og áttunda ári og ráðskonan Svanhvít Guðmundsdóttir á áttug- asta og fyrsta ári. Vissulega góður aldur. Við kaffiborðið ræddum við stað og stund og næstu framtíð. Þórður upplýsti að þessi dagur væri afmælisdagur Ásgeirs heitins Valdimars, bróður þeirra, sem fæðst hefði árið 1891. Við ræddum við Ólaf, hvort hann myndi ekki efna til vinafagnaðar, þegar hann fyllti hundrað árin. Hann tók því fjarri í fyrstu, en þegar við gengum frekar á hann, vildi hann skoða það, en bætti við að ef til vill yrði breyting fyrir þann tíma. Ég spurði hann ekki frekar út í það, en eftir á að hyggja var þetta í fyrsta sinn sem ég heyrði slíkar yfírlýsingar af vörum Ólafs. Eitthvað hefur gamli maðurinn fundið á sér. Alltaf þegar við komum á Lind- arbæ tók Olafur fagnandi á móti okkur, harmaði þegar við fórum og sagðist vona, að við kæmum fljót- lega aftur. Hann meinti þetta svo sannarlega. Mér fannst hann verða skýrari á síðustu mánuðum heldur en áður. Hann hafði þá áhuga á að ræða við mig um Landeyjarnar, þar sem ég hafði verið í sveit sem drengur, og kratana í Hafnarfirði. Fáum dögum síðar sáum við þau Lindarbæjarfólk í sjónvarpinu í fréttum á Stöð 2, í viðtali við Ómar Ragnarsson fréttamann. Hinn 28. apríl síðastliðinn var okkur tilkynnt, að Ólafur hefði lát- ist í svefni það sama kvöld. Ólafur fæddist í Lindarbæ 12. ágúst árið 1893. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Ólafsson hrepp- stjóri þar á bæ og kona hans Mar- grét Þórðardóttir. Börn þeirra voru 6, elstur var Ásgeir Valdimar, bóndi að Neistastöðum í Flóa og Kálf- holti í Ásahreppi og síðar stórkaup- maður í Reykjavík; næstur var Ólaf- ur, og þá Þórður Kristinn, bóndi að Lindarbæ, fæddur 1895, og yngstur þeirra bræðra var Ragnar, hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi, fæddur 1906 og látinn 1982. Tvær sytur áttu þeir bræður, Ragnhildi og Aðalheiði, sem báðar létust á öðru ári. Faðir Ólafs var fæddur að Lund- um í Stafholtstungum í Borgar- fírði, sonur hjónanna Ólafs Ólafs- sonar hreppstjóra þar og konu hans Ragnhildar Ólafsdóttur. Systir Ólafs var Ragnhildur Ólafsdóttir í Engey, amma Bjarna heitins Bene- diktssonar, forsætisráðherra og langamma Halldórs Blöndals, land- búnaðarráðherra og móðir Ólafs hét Margrét, Þórðardóttir, alþingis- manns í Hala í Holtum og konu hans, Valdísar Gunnarsdóttur frá Sandhólafeiju í Ásahreppi. Á þeim bæ var fæddur árið 1894 Kjartan Ólafsson sem var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á fyrri helmingi þessaar aldar og átti hann ættir að rekja til Valdísar. Þórður í Hala var afí Kristins Gunnarssonar hrl. og lang- afí Garðars Valdimarssonar ríkis- skattstjóra. í fornum bókum segir, að bóndi sé bústólpi. Annars staðar hefí ég lesið, að á nítjándu öld hafí bændur verið stólpar samfélagsins. Þetta tel ég að sé mikið rétt. Ólafur eldri hafði lokið búfræði- námi frá búnaðarskólanum Stend í Noregi árið 1879. Hann kynnti sér næsta vetur í Danmörku áveitur, sandgræðslu og mjólkurvinnslu. Hann stundaði nám við Landbúnað- arháskólann í Kaupmannahöfn vet- urinn 1883 til 1884 og lauk þar prófi í mjólkurfræði. Þegar hann kom heim til íslands að námi loknu hóf hann störf við búnaðarráðu- Sérlniíðingar í blóiiiiiski eylinguin vió »11 íiikkilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 neyti fyrir bændur. Ólafur hafði kynnst samvinnuhugsjóninni og beitti hann sér ásamt tengdaföður sínum og fleirum fyrir stofnun ýmissa félaga bænda, lestrarfélags, búnaðarfélags í hreppnum, Pöntun- arfélags Stokkseyrar og var deild- arstjóri og endurskoðandi þess fé- lags um árabil, en tengdafaðir hans, Þórður í Hala, formaður lengi vel; Rjómabús Rauðalækjar svo dæmi séu nefnd. Hann sat í hreppsnefnd í mörg ár, var hreppstjóri og var í sáttanefnd. Þegar Sláturfélag Suð- urlands var stofnað af sunnlenskum bændum var fyrsti formaður þess Ágúst Helgason í Birtingaholti, einn af stjórnarmönnum var Þórður í Hala og Ólafur eldri í Lindarbæ varð endurskoðandi félagsins. Ur þessum jarðvegi uxu þeir bræður og urðu þeir samvinnumenn af lífí og sál, Ragnar var til dæmis um árabil formaður Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis og sat í mörg ár í stjórn Sambands ísl. sam- vinnufélaga. Ólafur, sá sem nú er kvaddur, var einn af stofnendum Kaupfélags Holtamanna á Rauða- læk. Það kaupfélag var sameinað Kaupfélagi Hallgeirseyjar í Austur Landeyjum, og var hið nýja kaupfé- lag nefnt Kaupfélag Rangæinga. Ólafur sat þar í stjóm árin 1928 til 1933 og aftur 1935 til 1948, þar af var hann formaður í átta ár. Ólafur lauk búfræðinámi frá bún- aðarskólanum á Hvanneyri árið 1914. Hann fór á vertíð, eins og algengt var um sveitapilta á þeim árum. Hann var tvær vertíðir á árabátum úr Garðinum, og eina vertíð var'hann á togara hjá útgerð Halldórs Þorteinssonar í Háteigi, en Halldór var kvæntur Ragnhildi Pétursdóttur, frændkonu hans, dóttur Ragnhildar í Engey. Ólafur yrkti jörðina á Lindarbæ ásamt bróður sínum eftir að faðir þeirra féll frá. Hann sinnti moldinni og félagsmálum, hann ferðaðist ekki mikið og fór aldrei út fyrir landsteinana. Hann tók við starfí hreppstjóra í Ásahreppi af föður sínum árið 1936 og gegndi því í 40 ár. Hann var einn af stofnendum Ungmennafélags Ásahrepps árið 1911 og var formaður þess um skeið. Hann sat í stjórnum Lands- þurrkunarfélags Safamýrar, naut- griparæktarfélagsins og hrossa- ræktarfélagsins. Ólafur var um langt árabil endurskoðandi hrepps- reikninga, virðingarmaður Bruna- bótafélgsins og síðar Samvinnu- trygginga og var um tíma forða- gæslumaður í sveitinni. Ólafur kvæntist aldrei og var barnlaus. Hann bar bamgóður mað- ur og laðaði börn til sín, og varð ég þess var hversu kær hann var mínum börnum. Félagsmálamaður- inn Ólafur Ólafsson var framsókn- armaður og samvinnumaður og var trúr þeim stefnum til dauðadags. Röskar ráðskonur réðu innan- dyra eftir að móðir Ólafs, Margrét, lést. Sigríður Gísladóttir hafði kom- ið til Lindarbæjar árið 1903, en hún lést á 8. tug þessarar aldar. Svan- hvít Guðmundsdóttir kom til Lind- arbæjar árið 1938 og býr hún þar enn og stjórnar húsum, enda þótt hún á síðasta ári hafí fyllt áttunda áratuginn. Gefur hún enn hrossum þrátt fyrir háan aldur. Dugnaður hennar er ekki síst ástæðan fyrir því, hversu lengi þeir bræður gátu búið á jörð sinni. Við kistulagningu í dag 3. maí spurði ég bændur sem þar voru mættir, hveiju langlífí þeirra bræðra sætti, hvort það væri „stressleysi" sveitalífsins eð gott loft og náttúrugæði Rangárvalla- sýslu. Þeir vildu ekki kveða upp um það en ef til vill væri það hvort tveggja. Ólafur var trúaður maður. Við kveðjum hann í dag og megi minn- ing hans lifa. Hrafnkell Ásgeirsson. Það var haustið 1948 sem pabbi og mamma komu til að sækja mig á Lindarbæ. Ég hafði fengið að vera þar sumarpart til reynslu og átti að fara í skólann, í 7 ára bekk, en ég vildi ekki heim, sagðist eiga heima í sveitinni og ætlaði að vera þar um veturinn. Það væri ekkert gagn að skólagöngu, en nóg fyrir mig að gera í Lindarbæ. Ekki var nú þessi ráðagerð mín samþykkt, en ég var næstu fímm sumur í sveit hjá þeim föðurbræðrum mínum Olafi og Þórði og með okkur tókst vinátta sem hefur vaxið og styrkst með árunum. Ólafur var glaðvær, ör og stjórn- samur og mjög kappsamur til allra verka. Aldrei heyrði ég hann tala illa um nokkurn mann. Við hey- skapinn var Ólafur glaðastur og þegar heyið var hirt mátti engan tíma missa, þannig að við hirðingar var oft mjög löng vinnutörn og kappið mikið þegar verklok voru annars vegar. Eitt sinn, þegar ÓIi var að slá á traktórnum, sem var Farmall, gekk ég á eftir til að raka slegið gras af sláttuvélargreiðunni með hrífu. Fannst Óla ég vera of lengi og stökk því af Farmalnum og rakaði með höndunum nýslegið heyið af greiðunni. En ljárinn var í gangi og Óli sló hluta fíngurs af. Eftir hálftíma var hann kominn aftur á Farmalinn og lauk við að slá túnið í einni lotu. í Lindarbæ var hlustað á allar fréttaútsendingar og vel fylgst með. íþróttafréttir voru í miklu uppáhaldi hjá Óla, sérstaklega knattspyrnuleikir við útlendinga. Öll sumur fóru í endalaust ráp hjá mér um mýrarnar, reka beljurn- ar út í haga á morgnana, sækja þær aftur fyrir mjaltir, ná í hross vegna þess að Óli var að erindast, bjarga skjátum sem lent höfðu ofan í skurð og fleira. Mýramar voru fullar af keldum og alls staðar blautar, keldurnar svo erfiðar að varla nokkur nema fuglinn fljúg- andi komst yfír þær. Þarna var örtröð af fugli, mófugli og vað- fugli. Þarna vom jaðrakanar, stelk- ar, spóar, tjaldar, lóur, keldusvín, óðinshanar, lóuþrælar — allt ein hljómkviða frá morgni til kvölds. En nú fjörutíu ámm síðar er allt breytt, búið að þurrka upp mýram- ar, fuglasinfónían að mestu þögnuð og skepnurnar að mestu famar. En mannlífíð í Lindarbæ var og hefur alltaf verið meira og minna óbreytt. Þar ríkir sá stöðugleiki sem við nútímamennirnir þekkjum vart lengur, þar sem allt er á ferð og flugi og aðeins eitt er víst að allt breytist. Þeir bræðurnir í Lindarbæ hafa nú lifað hartnær hundrað ár á jörðinni sinni í fullri sátt við nátt- úruna, við sveitina og við sjálfa sig. Það þarf skapfestu og styrk til að stjórna sínu lífi sjálfur og umhverfi þess. Faðir Ólafs var Ólafur Ólafsson, hreppstjóri í Lindarbæ, fæddur 1857, dáinn 1943, en hann var frá Lundum í Stafholtstungum og bú- fræðimenntaður bæði frá búnaðar- skólanum í Stend í Noregi og frá búnaðarháskólanum í Kaupmanna- höfn Jón Sigurðsson forseti aðstoðaði Ólaf á námsámnum í Kaupmanna- höfn, en Ólafur var með alfyrstu íslensku búfræðingum sem mennt- uðust erlendis. Hann kenndi smjör- og ostagerð og vann að mælingum á Suðurlandi í mörg ár áður en hann stofnaði nýbýli í Lindarbæ. Systir Ólafs var Ragnhildur Ólafs- dóttir í Engey, móðir Ragnhildar Pétursdóttur á Háteigi í Reykjavík og Guðrúnar Pétursdóttur, móður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.