Morgunblaðið - 18.05.1993, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993
Endurgreiða vsk.
til að losna við
rauðu bílnúmerin
FRÁ því fyrirtækjum var gert að sérmerkja svokallaða virðisauka-
skattsbíla með rauðum númeraplötum hefur nokkuð borið á því að
menn hafi greitt til baka virðisaukaskattinn sem þeir fengu endur-
greiddan þegar þeir keyptu bílana. Bera menn ýmist við breyttri
notkun bílanna eða að þeir kæri sig ekki um sérmerkingu þeirra.
Ekki er óalgengt að greiðslur þessar nemi 150-250 þúsund kr. á bíl.
48.000
götuljós
ALLS eru 48.527 götuljósa-
staurar á landinu, samkvæmt
tölum frá Sambandi íslenzkra
rafveitna, sem lagðar voru
fram á aðalfundi sambandsins
í gær.
Þar kemur einnig fram að
jarð- og sæstrengir rafveitnanna
eru samtals 4.414 kílómetrar að
lengd og loftlínumar eru sam-
tals 10.027 kílómetrar.
Rafveiturnar seldu lands-
mönnum rafmagn fyrir rétt
rúma fimmtán milljarða króna í
fyrra, eða 15.005 milljónir. Selt
rafmagn var samtals 5.973.860
megavattstundir.
Á síðasta ári voru settar reglur
um sérmerkingu bíla sem keyptir
eru til notkunar í atvinnurekstri og
viðkomandi fyrirtæki fengu að
kaupa án virðisaukaskatts. Fyrir-
tækin skuldbinda sig til að afhenda
bílana ekki til einkanotkunar eig-
enda eða starfsmanna. Við athug-
anir skattyfirvalda hefur nokkuð
borið á mistnotkun þessa, það kom
meðal annars fram við skyndikönn-
un um verslunarmannahelgina í
fyrra.
Úttekt eftir l.júlí
Hinn 1. júlí næstkomandi eiga
allir vsk. bílar að vera komnir með
rauð númeraspjöld. Indriði H. Þor-
láksson, skrifstofustjóri í fjármála-
ráðuneytinu, sagði að þá yrði gerð
sérstök úttekt á þessum málum.
Hann sagði einnig að í framtíðinni
yrði auðveldara að fylgjast með því
hvort skilyrði vsk. bílanna væru
virt.
Morgunblaðið/Sverrir
Kjaraviðræður hefjast
FORYSTUMENN Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins samþykktu að hefja viðræður um
gerð kjarasamninga á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær.
Viðræður um heildarkjarasamninga að hefjast á ný
Reynt að ná sem víð-
tækustu sainkoniulagi
GUÐLAUGUR Þorvaldsson ríkis-
sáttasemjari hefur boðað til form-
legs samningafundar klukkan 13
á miðvikudag með stóru samn-
inganefnd Alþýðusambandsins og
samninganefnd Vinnuveitenda-
sambandsins. Markmiðið með
Landbúnaðarráðherra segir nóg fuglakjöt í landinu
Hagkaup fær ekkí
að flytja inn kalkún
fundinum er að reyna að ná sem
víðtækustu samkomulagi um
heildarkjarasamning, með hlið-
sjón af yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar sem gefin var í síðasta
mánuði, að sögn Guðlaugs.
Þetta varð niðurstaða um sex
klukkustunda langs fundar sjö
manna samninganefndar ASÍ og
samningaráðs VSÍ hjá ríkissátta-
semjara í gær. Stefnt er að gerð
samninga til langs tíma og felur
samkomulagið sem náðist í gær í
sér að VSÍ hefur fallið frá skilyrðum
um að öll aðildarfélög ASÍ standi að
viðræðunum.
Óvíst hvort öll félög verða með
Benedikt Davíðsson forseti ASI
sagði í gærkvöldi að ekki lægi fyrir
hvort öll aðildarfélögin kæmu að
þessum viðræðum og eins væri eftir
að ganga úr skugga um hvort yfir-
lýsing ríkisstjórnarinnar stæði
óbreytt. Þótt ákveðið hefði verið að
hefja vinnuna á ný hefði enn ekki
orðið mikil breyting á stöðu kjara-
málanna.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, sagði að hvatn-
ing ríkisstjórnarinnar um að samn-
ingar yrðu þrautreyndir á þessum
grundvelli hefði verið mjög skýr og
því teldu vinnuveitendur ekki fært
að láta bijóta á afstöðu þeirra einna.
„Ef ríkisstjórnin er reiðubúin til að
grípa til víðtækra millifærslna og
ráðstafana hlýtur það að verða henn-
ar að meta hvenær það hefur leitt
til nægjanlega víðtækrar samstöðu
um lyktir kjaramálanna til að það
sé réttlætanlegt," sagði hann.
HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra segist ekki ætla að verða
við ósk Hagkaups um að fá að flytja inn soðinn kalkún til að selja í
verzlunum fyrirtækisins. Hagkaup sótti um að fá að flytja inn kalkún
fyrir páskana, og fékk synjun. Umsóknin var endurnýjuð í gær en
landbúnaðarráðherra segir nóg til af fuglakjöti í landinu.
Halldór Blöndal sagði að Hag-
kaupsmenn vísuðu til þess í umsókn
sinni að í búvörulögum væri kveðið
á um að óheimilt væri að flytja inn
kjöt ef framleiðsla væri næg innan-
lands. „Það er auðvitað ljóst að þessi
lagagrein og framkvæmd hennar er
skýr. Alþingi hefur ekki gert ráð
fyrir því að til innflutnings kæmi ef
nægt framboð væri á kjöti hér innan-
lands, hvort sem er fuglakjöt, svína-
kjöt, nautakjöt eða lambakjöt," sagði
Halldór.
Ekki allar kjöttegundir
veraldar
Hann sagði að nóg framboð væri
af fuglakjöti hér innanlands. Honum
væri ekki fullkomlega kunnugt hvort
nóg væri til af kalkún, en ekki væri
heldur til dádýrakjöt, svo dæmi væri
nefnt. „Það eru auðvitað ekki til all-
ar kjöttegundir veraldar hér á landi
og tilgangur lagagreinarinnar var
ekki að reyna að tryggja það,“ sagði
Halldór. „Hins vegar er landbúnað-
urinn nú að búa sig undir sam-
keppni erlendis frá og það er fullt
samkomulag um það innan ríkis-
stjómarinnar að hann skuli fá svig-
rúm til þess, eins og fram kom í
frumvarpinu til breytinga á búvöru-
lögiim, sem ég lagði fram á vorþing-
inu.“
Framleiðsluráð landbúnaðarins er
umsagnaraðili um innflutningsleyfi
fyrir Iandbúnaðarafurðir. Jón As-
bergsson, framkvæmdastjóri Hag-
kaups, segir að sér sé kunnugt um
að framleiðsluráðið hafi í bréfi til
ráðherra sagt að ekki skyldi leyfa
innflutninginn nema leggja verðjöfn-
unargjald á kalkúninn. „Þeir útilok-
uðu því ekki innflutning. Lögin eru
alveg opin fyrir því að flytja inn
vöruna, ef innlend framleiðsla annar
ekki eftirspurn. Kalkúnakjöt er
sannanlega ekki til, það er sann-
anlega eftirspurn eftir því og þar
með er ekki hægt að meina okkur
með neinum rökum að flytja það
inn. Hins vegar er landbúnaðarráð-
herrann eflaust í því hlutverki að
gæta hagsmuna bændastéttarinnar
og telur sig verða að gera það með
oddi og egg. Við höfum ekki fengið
rökstuðning fyrir þessari synjun,“
sagði Jón.
Þurftu 1.300 fugla - fengu 15
Hann sagði að kalkúnn væri að-
eins ræktaður fyrir jólin hér á landi.
Fyrir síðustu jól hefði Hagkaup selt
um 1.300 kalkúna. Fyrirtækið hefði
talið grundvöll fyrir að selja álíka
mikið fyrir páskana, en þá hefðu
aðeins 15 kalkúnar verið fáanlegir
á innanlandsmarkaði. „Það er útúr-
snúningur að segja að nóg fuglakjöt
sé í landinu. Fólk leggur ekki að
jöfnu kalkún og kjúklinga eða ijúþ-
ur,“ sagði Jón.
Stóra leikhúsið í Gautaborg* í Svíþjóð
Garðar Cortes hættir
sem listrænn stjórnandi
Gautaborg. Frá Svcrri Guðmundssyni,
GARÐAR Cortes hættir sem
listrænn stjórnandi Stóra leik-
hússins í Gautaborg og verður
ráðgjafi í listrænni deild leik-
hússins.
Þessi ákvörðun, sem tekin var
í samkomulagi við alla aðila leik-
hússins, samkvæmt fréttatil-
kynningu frá Stóra leikhúsinu,
tekur gildi nú þegar og gildir til
lokasamningstíma Garðars,
þ.e.a.s. til 1995. Mikil óánægja
hefúr verið með störf Garðars
Cortes meðal starfsmanna leik-
hússins og hafa þeir krafist af-
sagnar hans.
Óánægjan hefur fyrst og
fréttaritara Morgunblaðsins.
fremst snúist
um listræna
stjómun og
framtíðaráform
um efnisval
þegar Stóra
leikhúsið flytur
starfsemi sína í
nýtt húsnæði
1994. í tilkynn-
ingu leikhússins er lofað endur-
skipulagningu á vinnutilhögun
leikhússins en ekki er nánar til-
tekið í hvaða formi hún verður.
Garðar Cortes er staddur á
íslandi, en ekki náðist í hann í
gærkvöldi.
Landpóstar
Rætt við Sigurgeir Jónatansson
sem fékk fimm krónur fyrir hverja
ferð 22
Vinnuslys sjómanna
Helmingur áhafnar togara slasað-
ist á einu ári 24
Eigandi Body Shop______________
Náttúruefni á Isiandi og óþrjótandi
möguleikar, segir ein n'kasta kona
heims, Anita Roddick 28
Leiðari________________________
Fækka verður vinnuslysum á sjó 28
Aéhaldsadgen&ir
bítni ekkí á íþróttum
? bæt&EVil
■ .....
sSssSbSSWi x v : p:j£ f
íþróttir
► Rannsókn um gíldi
íþrótta - KR spáð íslands-
meistaratitlinum í knatt-
spymu - Unglingalandslið í
körfuknattleik í sviðsljósinu.
Tæki sem mæla veður og flóð sett upp í Hornafjarðarósi
Fá sömu upplýsingar og
flugmenn áður en róið er
VITA- og hafnamálaskrifstofan er að láta setja upp tæki til að
mæla vind og flóðhæð í Hornafjarðarósi til að auka öryggi þeirra
sem fara um innsiglinguna til Hafnar. Munu sjómenn sem eru að
halda í róður eða eru á Ieið til hafnar geta fengið hliðstæðar upp-
lýsingar um skilyrði í ósnum og flugmenn fá um háloftin fyrir flug-
tak og lendingu. Áformað er að setja svipuð tæki upp í haust við
innsiglinguna til Grindavíkur.
„Innsigling til þessara staða er
hættuleg. Því skyldu sjómennimir
ekki fá sömu upplýsingar um veður
og aðrar aðstæður og flugmenn fá
þegar þeir ákveða flugtak og lend-
ingu?“ sagði Gísli Viggósson, for-
stöðumaður rannsóknardeildar Vita-
og hafnamálaskrifstofunnar. Þar er
verið að rannsaka áhrif fyrirhugaðra
framkvæmda sem ætlað er að bæta
innsiglinguna til Hafnar. Lausn
þessa vandamáls er talin það erfíð
og jafnframt áhugaverð að boðað
hefur verið til alþjóðlegrar ráðstefnu
á Höfn á næsta ári, þar sem aðalá-
hersla verður lögð á þetta mál.
Eykur öryggid
Ólafur Einir Einarsson, hafnsögu-
maður á Höfn, sagði að þessar upp-
lysingar myndu auka öryggi sjófar-
enda. Töluverðu gæti munað á veðri
í sveitinni, þar sem veðurathuganir
væru gerðar fyrir héraðið, og á veðr-
inu í ósnum. Nú myndu hafnsögu-
mennirnir fá nákvæmar upplýsingar
um stöðuna og það hjálpaði þeim að
ákveða hvort óhætt væri að stefna
skipum í ósinn.