Morgunblaðið - 18.05.1993, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993
Riss við Sólarljóð
Myndlist
Bragi Asgeirsson
Það ætti að vera auðvelt að
færa rök að því, að það er ekki
einungis landið sem er óþrjótandi
náma myndefnis heldur einnig
sögumar, og þar á meðal forn
kveðskapur og þá ekki síst Sól-
arljóð og eddukvæðin.
Þetta kemur ekki almennu
mati á upplifun sjónreynslunnar
né inntaki kvæðanna par við,
heldur er það einmitt hlutverk
listamannsins, að nálgast gömul
sannindi frá nýjum hliðum. Bæta
við sinni skapandi kennd og
óvæntri og djúpri lifun.
Ýmsir hafa ráðist í að mynd-
lýsa fomsögurnar, goðafræðina
og kveðskapinn og farnast það
misvel, en fáir hafa hins vegar
lagt út í að gera það hreint hug-
lægt, eða öllu réttara táknrænt,
eins og myndlistarkonan Val-
gerður Bergsdóttir. s
Undanfarið hefur hún verið
að glíma við texta Sólarljóða og
má sjá afraksturin í Listmuna-
húsinu í Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu fram til 22. maí.
Valgerður er gefin fyrir stór
fomi í listrænum athöfnum, eins
og við sáum á sýningu hennar í
listhúsinu „Svart á hvítu“ fyrir
nokkram áram. Þar'lét hún skap-
gerðina leika lausum hala um
myndflötinn og rissin voru í senn
kröftug og kynngimögnuð. Má
telja að í þeim myndum hafi hún
verið að kanna möguleika riss-
blýsins og þá framlenginu sálar-
innar, sem margur álítur að hin
teiknandi hendi sé.
Stóra formin eru líka allsráð-
andi á sýningu Valgerðar í List-
munahúsinu, og þó teikningam-
ar séu einungis ellefu fylla þær
út rýmið og fleiri myndir hefðu
einungis raskað heildarmynd-
inni. Listakonan telst þannig
ekki rög við að ráðast á garðinn
þar sem hann er hæstur, og
maður skynjar um leið sterk
djúplæg átök við viðfangsefnin.
En fyrir utan stærðirnar hafa
rissin í dag lítið sameiginlegt
með því sem við höfum vanist
frá hendi Valgerðar á undan-
förnum árum. Annars vegar eru
viðkvæmar teikningar í
svart/hvítu, sem um sumt virka
eins og felumyndir eða dulur og
óræður boðskapur úr fortíðinni.
Hins vegar táknrænar og ná-
kvæmt uppbyggðar vísanir í
kerfisbundinni hrynjandi, þar
sem heildarmyndin styðst við
almenn frumform og getur jafn-
vel verið sótt í goðafræðina og
kenningar vísindamanna um
táknmál launsagna fornaldar.
Um er að ræða nákvæmt út-
færð heildarform, sem era þó
byggð upp af ótal samsvarandi
einingum og útfærslum þannig,
að hún getur í senn virst óræð
launsögn sem markviss blæ-
brigðarík myndbygging.
Af svart-hvítu teikningunum
þótti mér mynd nr. 9 skilvirkust
og heillegust í útfærslu. Hún er
gerð við erindið: „Sólar hjört/
leit ég sunnan fara/ hann
teymdu tveir saman;/ fætur
hans/ stóðu foldu á,/ en tóku
horn til himins.
Erfitt er að gera upp við sig
hvaða mynd í lit orki sterkast
og sennilega á maður alls ekki
að gera það, heldur njóta hverrar
fyrir sig eins og hún kemur fyr-
ir sjónir og boðskapar mynd-
málsins. En mig langar að benda
sérstaklega á mynd nr. 6 við
erindið; „Sól ég sá,/ sanna dag-
stjörnu,/ drúpa dynheimum í;/
en Heljar grind/ heyrðag á ann-
an veg/ þjóta þunglega.
Hér er listakonan að nálgast
þá kynngi, sem er aðal risslistar-
innár og um leið er einhver for-
tíðarblær yfir útfærslunni sem
hrífur.
Jafn hnitmiðaðar sýningar á
rissum eru fátíðar í íslenzkri
sýningarflóru og ber að virða það
og meta og þakka listakonunni
og listhúsinu með virktum.
011 Kfl 01 07fl L^RUS Þ' VALDIMARSSON framkvæmoastjori
L I IOU'tlw/U KRISTINN SIGURJONSSON, HRL. loggiltur fasteignasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna;
Fyrir smið eða laghentan
efri hæð 4ra herb. um 100 fm í þríbhúsi v. Miklubraut. Sérhiti. Tvenn-
ar svalir. Nýl. gler. Mikið rými fylgir í risi. Gott verð.
Á frábæru verði
3ja og 4ra herb. íb. m.a. við Stóragerði, Njálsgötu, Kleppsveg, Hverf-
isgötu. Nánari uppl. aðeins á skrifst.
Neðst við Hraunbæ
Á söluskrá óskast 3ja herb. íb. á 1. eða 2. hæð. Skipti mögul. á 2ja
herb. góðri íb. ofarl. v.' Hraunbæ.
Helst við Smiðju- eða Skemmuveg
Á söluskrá óskast gott atvhúsnæði f. vélaverkstæði. Æskil. stærð 200
fm. Lofthæð 3,5 m. Traustur kaupandi, góðar greiðslur. ____________
• • •
Húseign óskast
með tveimur íbúðum.
Traustur kaupandi.
Opið á laúgardaginn.
ALMENNA
FASTEIGNASAIAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370
Viltu kaupa þér atvinnu?
Útgáfa á vasabókum o.þ.h.
50% eignarhluti í ræstingarfyrirtæki.
Framköllunarfyrirtæki með Kodakvél.
Sjálfsalar fyrir sælgæti og leikföng.
Pöntunarlisti með fallegum vörum.
Pizzugerð - borðbúnaðarleiga.
Auglýsingastofa vel þekkt.
Gömul og þekkt bókaþúð - gott verð.
Hverfisverslun með ritföng, leikföng og garn.
Sportvöruverslun við Laugaveginn.
Hárgreiðslustofa í Keflavík.
Dansstúdíó með allri aðstöðu.
50% eignarhluti í sólbaðsstofu.
Blóm- og gjafavöruverslun.
Bjórkrá með nýju karaoke-söngkerfi.
Kaffi- og matsölustaður. Ódýr húsaleiga.
Úrval af skyndibitastöðum.
Myndbandaleigur með sælgætissölu.
Ýmsar sjoppur. Velta 2,0 millj. - 3,5 millj.
4-5 millj.
F.YRIRTÆKIASALAN
SUÐURVE R I
SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Jóhanna Bogadóttir
________Myndlist
Eiríkur Þorláksson
í Listasafni ASÍ við Grensás-
veg stendur nú yfír sýning á
málverkum listakonunnar Jó-
hönnu Bogadóttur, og er þar um
að ræða rúmlega tuttugu mál-
verk, flest unnin með akryl á
striga, sem listakonan hefur
unnið á síðustu þremur árum;
einnig eru á sýningunni nokkrar
minni olíukrítarmyndir.
Jóhanna er ein af okkar
þekktari myndlistarkonum, og á
þegar að baki litríkan feril. Hún
stundaði listnám m.a. í París og
Stokkhólmi, og hefur haldið
Qölda einkasýninga á íslandi og
víða um lönd, t.d. í Svíþjóð, Finn-
landi, Danmörku og Hollandi;
hún hefur átt myndir á samsýn-
ingum enn víðar, og verk hennar
er að fínna í ýmsum listasöfnum
á Norðurlöndunum og í Nútíma-
listasafninu í New York, svo
dæmi séu tekin.
A sýningunni hér eru mál-
verkin mest áberandi, en Jó-
hanna hefur ekki síður notfært
sér aðra miðla, t.d. grafík, og
náð ágætum árangri á þeim svið-
um. Þó má merkja hér, að hin
næma tilfinning hennar fyrir
gildi litanna og birtu nýtur sín
einna best í málverkinu. Sem
fyrr vísa heiti verkanna til nátt-
úrunnar, ljósbrigða hennar og
framkrafta, en þær tilvísanir eru
aðeins til leiðbeiningar; mynd-
irnar byggjast sem fyrr á kröft-
ugri pensilskrift og litaspili, sem
verður sífellt markvissara í
hreyfingu og uppbyggingu.
Birtan gegnir mikilvægu hlut-
verki í verkum Jóhönnu. Lista-
konan málar fremur þunnt með
akryllitunum, þannig að jafnvel
grillir í hvítan strigann á stöku
stað; þunnir litirnir hleypa því
Jóhanna Bogadóttir: í upphafi.
mikilli birtu í gegnum sig, sem
fyrir vikið kemur ekki síður að
innan en utan í mörgum verk-
anna; í þessu sambandi má
benda á „Tilvera undir sólu“
(nr. 3) og „Ljósið 11“ (nr. 15), en
í þeirri síðarnefndu vinna sterkir
gulir og bláir litir vel saman í
þessum tilgangi.
í málverkunum má greina að
myndbygging og hreyfing í flet-
inum er að verða markvissari
hluti verksins en oft áður hjá
listakonunni. Þetta má glögg-
lega sjá í verkum eins og „Gró-
andi“ (nr. 5), þar sem grænir
litir hríslast upp eftir fletinum á
lifandi hátt, en dæmi um
ákveðnari myndbyggingu má sjá
í „Saga“ (nr. 19) og einkum „í
upphafí“ (nr. 11), sem er sterkt
verk og sýnir vel hversu litasam-
setning Jóhönnu getur verið vel
unnin.
Expressionisminn hefur verið
ráðandi afl í málverki tuttugustu
aldar, og flestir núlifandi lista-
menn byggja á einhvern hátt á
1990.
því frelsi, sem sá tjáningarmáti
hefur skapað á öldinni. Það hef-
ur verið bent á að Jóhanna vísar
í verkum sínum vissulega til
þessarar hefðar, en hefur um
leið náð að móta sína eigin leið
i listinni og komið henni til stöð-
ugt meiri þroska. í verkum henn-
ar nú má jafnvel finna til ákveð-
ins skyldleika við þau vanmetnu
verk sem Claude Monet vann
út frá garðinum góða og tjörn-
inni í Giverny, þegar hann var
orðinn háaldraður, en var þrátt
fyrir það sívökull og skapandi
listamaður. Það er hin kröftuga
pensilskrift og uppbygging litar-
ins, sem ýtir undir þessa samlík-
ingu.
Hér er á ferðinni góð sýning
frá hendi listakonu, sem virðist
stöðugut vera að eflast. Sýning
Jóhönnu Bogadóttur í Listasafni
ASÍ við Grensásveg stendur til
sunnudagsins 23. maí, og eru
listunnendur hvattir til að líta
inn.
STUDENTAFAGNAÐUR VÍ
Stúdentafagnaður Stúdentasambands VÍ verður haldinn
föstudaginn 21. maí í Átthagasal Ilótels Sögu og hefst
með borðhaldi kl. 19.30. Aðgöngumiðar fást á skrifstofu
Verzlunarskóla íslands og við innganginn.
Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku í borðhald-
inu til fulltrúa viðkomandi afmælisárgangs fyr-
ir föstudaginn 21. maí.