Morgunblaðið - 18.05.1993, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1993
11
Bók um viðurlög
við afbrotum
Út er komin bókin Viðurlög
við afbrotum eftir Jónatan
Þórmundsson, prófessor við
lagadeild Háskóla íslands.
í kynningu útgefanda segir m.a.
„Bókin gefur glögga mynd af ís-
lenska viðurlagakerfinu, þróun
þess og helstu einkennum. Meðal
efnis er inntak refsingar, réttlæt-
ing hennar og markmið. Þá eru
viðurlagategundir flokkaðar og
gerður samanburður á þeim. Bók-
arhöfundur gerir rækilega grein
fyrir ýmsum þáttum fangelsis-
mála, m.a. framkvæmd fangávist-
ar og réttarstöðu fanga. Þá er
fjallað um einstakar refsitégundir
og þær reglur, er koma til athug-
unar við ákvörðun refsingar. Enn
fremur er rætt um lok refsiábyrgð-
ar og brottfall viðurlaga."
Bókinni fylgja laga-, dóma- og
atriðisorðaskrár. Utgefandi er
Bókaútgáfa Orators. Bókin er 381
blaðsiða.
Frá vinstri; Hildigunnur Halldorsdottir, Lisa Ponton og Sigurður
Halldórsson.
Tónleikar á Sólon Islandus
HILDIGUNNUR Halldórsdóttir, fiðluleikari, Lísa Ponton,
víóluleikari, og Sijgurður Halldórsson, sellóleikari, halda
tónleika á Sólon Islandus í kvöld, þriðjudaginn 18. maí,
kl. 20.30.
Á efnisskránni eru dúó fyrir
fiðlu og víólu eftir J.S. Bach, Bart-
ok og Mozart ogtríó eftir Beetheo-
ven fyrir fiðlu, víólu og selló.
Hljóðfæraleikararnir eru allir
starfandi í Sinfóníuhljómsveit ís-
lands en Lísa Ponton er á förum
þaðan og gengur til liðs við Sinfó-
níuhljómsveitina í Málmey í Sví-
þjóð.
Kirkjukór Stykkishólmskirkju á tónleikum.
Morgunblaðið/Árni Helgason
Kirkjukór Stykkishólmskirkju
Hálfrar aldar afmælis
minnst með tónleikum
Stykkishólmi.
KIRKJUKÓR Stykkishólmskirkju minntist hálfrar aldar
starfs síns með fjölbreyttum tónleikum í Stykkishólms-
kirkju 8. maí sl. Á fjölbreyttri efnisskrá tónleikanna
voru tíu atriði alls.
Um 40 manns eru starfandi í
kórnum og er Jóhanna Guð-
mundsdóttir söngstjóri. Gestir úr
kirkjukórnum í Ingjaldshólasókn,
Ólafsvíkur-, Grundarfjarðar- og
Búðardalssóknum sungu með
nokkur lög og eins barnakór
Grunnskóla Stykkishólmsskóla og
munu þá um 100 manns hafa tek-
ið þátt í tónleikunum.
Athygli vakti hve raddir allar
féllu vel saman og hversu þjálfað-
ar og vel undirbúnir allir voru sem
þátt tóku í tónleikunum.
Eitt lagið var eftir Skarphéðinn
Óskarsson, Haukabrekku á Skóg-
arströnd, organista í Narfeyrar-
kirkju um skeið, en það var við
texta Stefáns frá Hvítadal, Erla
góða Erla. Var hann viðstaddur
og hylltur af áheyrendum. Einn
texti var eftir Einar Steinþórsson
héðan úr bænum og var honum
mjög vel tekið. Þá má geta þess
að tveir af stofnendum kirkjukórs-
ins eru enn starfandi og sungu
með.
Kveðjur og gjafir bárust
Kirkjukórnum og komu gefendur
með þær ásamt ávarpi. Geta má
þess að sögumaður eins þáttarins
var Ragnar Berg Gíslason og
undirleikarar Friðrik Stefánsson,
Jón Svanur Pétursson, Lana Þór-
arinsdóttir, Kristín Inga Gunn-
laugsdóttir, Kristín Óladóttir,
Bylgja Baldursdóttir, Hafsteinn
Sigurðsson, Jósep Blöndal, Daði
Þór Einarsson, Margrét Pálma-
dóttir og Ámý Orradóttir.
- Árni.
Hq
mqndbönd
á nsestu
myndbanda-
leigu
Hinn eini sanni Eddie Murphy í
hlutverki kvennabósa sem nytur
lífsins og eltist við hamingjudísina.
Bráðskemmtileg gamanmynd.
MYNDBÖND
Síðumúla 20, sími 679787
Útgáfudagur
í dag
Sálfræðileg hrollvekja í anda V~, "
PSYCHO frá Brian de Palma, Utgáfudagur
meistara hrollvekjunnar. 25 maí
Yfirþyrmandi spennumynd. ______„.!.‘I1__