Morgunblaðið - 18.05.1993, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.05.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1993 15 ► > > > > í í í > > » I I h Ræktunarstað- urinn Krýsuvík eftir Jakob Agúst Hjálmarsson Svo sem mönnum mun kunnugt reka Krýsuvíkursamtökin meðferð- arheimili fyrir vímuefnaneytendur í skólabyggingunni frægu í Krýsuvík. Þar er einkum þeim búin meðferð sem kalla má að hafi reynt til þraut- ar önnur úrræði en án árangurs. Sumir þessara einstaklinga eru orðnir þjóðfélaginu nokkuð dýrir og bendir jafnan fátt til annars en þeir haldi áfram að vera það öðrum kosti. Margir hafa klórað sér í höfðinu og jafnvel reytt hár sitt í örvæntingu yfir vandræðum þeirra því vandi þeirra er hvorki lítill né einfáldur og úrræðin margvíslega takmörkuð. Ljóst er að ekki duga öllum þau meðferðarúrræði sem tekist hefur að koma upp hér, enda varla hægt að ætlast til þess. Ég sé fyrir mér mikilvirka starfsemi SÁÁ og Ríkis- spítalanna þar sem búin er meðferð sem flestum reynist duga, sumir þurfa að vísu að sækja hana tvisvar eða þrisvar, en ég hygg að reynslan sýni að tilgangslítið sé að reyna ölju fleiri meðferðir á fáum missirum nema annað komi til. Til eru allmargir einstaklingar sem hafa farið á hverju ári í eina eða fleiri meðferðir um margra ára bil en enginn varanlegur árangur hefur samt orðið. Sumir þeirra þurfa í raun á sérstakri meðhöndlun vegna mikilla geðrænna truflana að halda og sjá Ríkisspítalarnir um þann þátt. Eftir langa vímuefnaneyslu bíður þessara manna, ef þeir lifa hana af, nokkurs konar dvalarheim- ili þar sem takmarkaðar vonir eru gerðar um bata. Ég held að allir geti verið sam- mála um að brýnt sé að ráðast gegn hverjum vanda sem fyrst, vímu- vandanum sem öðrum vanda. Því er það starf sem unnið er meðal unglinga afar mikilvægt. En ekki næst til allra og ekki koma öll vandamálin í færi á unglingsárum. Á þrítugsaldrinum er fólk farið að takast af alvöru á við lífið. Þá kem- ur gjarnan í ljós ef ekki er allt með felldu og þá er einnig ævin framund- an og vonimar sem við lífið era bundnar. Þá er ennþá mótunarskeið í lífi einstaklingsins og því brýnt að bregðast við með tiltækum ráð- um. Vist- og meðferðarheimilið í Krýsuvík býður upp á merkilegt úrræði í vímuefnavandanum. Það býður þeim sem ítrekaðar tilraunir hafa gert til að finna bót meina sinna (með æmum tilkostnaði fyrir samfélagið) upp á tækifæri til að takast á við vandann á víðtækari hátt og gefa sér til þess mun lengri tíma en venjulegast er. Meðferðin skilgreinist vera þrí- þætt: Meðferð, nám og vinna. Vímuefnameðferðin fer eftir við- teknum venjum og á grundvelli reynsluspora AA. Betri tími gefst til að fara gaumgæfilega yfir hlutina en í styttri meðferð og opna hugann fyrir hlutunum. Hinn trúarlegi grundvöllur meðferðarinnar er klár samkvæmt kenningum evangelísk- lútherskrar kirkju. Margir af þessum einstaklingum hafa misst af skólagöngu og stend- ur það þeim fyrir þrifum í sambandi við starf. Þama gefst tækifæri til að koma sér af stað með nám sem -svo getur haldið áfram á i öðrum skólum. Þá hefur neyslan haldið þeim frá vinnu í mörg ár og ótti ríkir við að fara út á vinnumarkaðinn. Því felst endurhæfing í þeirri vinnu sem ger- Tiutcuzcv Heílsuvörur nútímafólks ir þessa stofnun ódýrari í rekstri en aðrar sambærilegar. Vistmenn sjálf- ir sjá um eldamennsku, þrif og við- hald, auk þess sem áætlanir eru uppi um sjálfberandi starfsemi, einkum við ylrækt. Ég hef sinnt prestþjónustu í Krýsuvík sl. vetur og komið þangað á hálfsmánaðar fresti. Mér hefur sýnst að færð þurfi ekki að vera mikill Þrándur í Götu og á margan hátt heppilegt að svona heimili sé ofurlítið afvikið, heimilismenn þurfa á næði að halda til að fást við sín mál. Margir þeirra einstaklinga sem Krýsuvíkurskóli. þangað hafa komið eru svo langt leiddir að þeir hafa verið úrskurðað- ir öryrkjar ellegar hlotið fangelsis- dóma fyrir framferði sitt í vímunni. Þjóðfélagið hefur því af þeim kostn- að hvort eð er. Ég hygg að þessi rök m.a. hnígi að því að í Krýsuvík sé meðferðarúr- ræði sem beri að veita fulla athygli og styðja að með formlegum hætti. Þjóðkirkjan hefur lagt blessun sína yfir þennan stað og blessað það starf sem þar er unnið. Hún hefur viljað sýna starfseminni fullan stuðning, en það er stuðningur hins opinbera sem um munar og skyldi vera fólg- inn í því að taka þessa stofnun inn í heilbrigðis- og tryggingakerfið með sambærilegum hætti og aðrar skyldar stofnanir. Svo lengi eru hugsjónamenn búnir að halda úti og stuðningur á fjárlögum gefur tilefni til að ætlast til þess að þessu meðferðarúrræði sé beitt innan kerfisins. Höfundur er prestur. VISA — GOTT KORT ER BETRA Hver er munurinn á FARKORTI VISA og öðrum sambærilegum kortum? VISA Hvaða korthafar njóta vildarkjara hjá bílaleigunni BUDGET í Luxemburg, Amsterdam og Kaupmannahöfn? Hvaða korthafar eiga kost á þjónustubæklingi með ferðaleiðsögn um Mið-Evrópu og afslætti hjá sérvöldum gisti- og veitingahúsum? Hvaða korthafar fá margháttuð afsláttarkjör á sólarströndum Portúgals, Spánar og Florida? Hvaða korthafar fá „bestu kjör" á gistingu hjá hótelum innan SVG (Sambands veitinga- og gistihúsa)? Hvaða korthafar fá litmynd af sér í kortið, óski þeir þess? Hvaða korthafar njóta ferðatafa- og farangurstafatryggingar? Hvaða korthöfum er gert að greiða 175 kr. gjald, sé kortið notað erlendis? Hvaða korthöfum er gert að greiða dráttarvexti hálfan mánuð aftur fyrir eindaga ef greitt er of seint? Hvaða korthöfum er ekki skylt að greiða forfallagjald ferðaskrifstofa, nema þeir sjálfir kjósi? Hvaða korthafar fá 50% afslátt af forfatlagjaldi, sem ekki er skylt að greiða? X Önnur □ □ □ X □ X □ X □ □ □ □ □ □ □ K '□ □ □ FARKORT VISA Frelsi tíl ab ferbast - ódýrt og öruggt VfSA VISA ÍSLAND Höfðabakka 9,112 Reykjavík, sími 671700

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.