Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI 1993 I > I. I I I i i (- í hlekkjum hugarfars eftir Sigurbjörn Sörensson * k Mér blöskraði hrokinn og fyrir- litningin sem skein út úr grein Ey- steins Sigurðssonar i Degi 15. apríl sl. og Morgunblaðinu 17. sama mánuðar. Þar ræðst hann á svívirði- legan hátt að fólki sem nýlega sett- ist að hér í Mývatnssveit. Mér virð- ist ástæða árásanna sem Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Kís- iliðjunnar verður fyrir megi rekja til ummæla FS þess efnis að sumir andstæðingar Kísiliðjunnar séu knúnir áfram af öfundsýki og pen- ingagræðgi. Eysteinn segir í áðurnefndum greinum, að tjón veiðifélags Laxár og Krákár hafi numið 25-30 milljón- um króna á árunum 1979-1984. En sumurin 1979-1981 og 1983 voru afburða köld sem kunnugt er, t.d. sumarið 1979 voru bændur hér um slóðir að ná inn heyjum sínum í hús í október, og höfðu heyin þá legið undir snjó í nokkum tíma. Sumurin 1981 og 1983 voru einnig mjög köld og lítið skárri, en úr því tók að hlýna. Gat þetta haft áhrif á líf- ríkið og átti Kísiliðjan að bæta slíkt? Varla leynist þama peningagræðgi. En þetta peningabetl er ekkert nýtt. Nú beinist það að Kísiliðjunni, áður beindist það að Laxárvirkjun. Laxárdeilan ES segir í áðumefndum greinum að stuðningsmenn Kísiliðjunnar séu slegnir bæði blindu og heymarleysi. í því sambandi dettur mér í hug að sprengignýrinn frá Miðkvísl- arsprengingunni duni enn svo hátt í eyrum ES að alla tíð síðan hafi nýjar upplýsingar átt ógreiðfæra leið þar inn. Hvar vom náttúm- vemdarsjónarmið ES þegar hann ásamt nokkmm félögum sínum seldi ríkinu frið í Laxárdeilunni með físki- vegi upp Brúarfossa, en laxastiginn sá var á þeim tíma talinn vera stærsta mannvirki sinnar tegundar norðan Alpaíjalla og eftir því dýrt og myndi trúlega á núvirði kosta hundmð milljóna kr. í efri Laxá hefur aldrei verið lax. Þetta átti vitanlega að auka arðsemi árinnar svo að fleiri krónur rynnu í vasa ES m.a. Skemmst er frá því að segja að laxastiginn hefur aldrei virkað eins og til var ætlast og fram hafa komið hugmyndir um að fanga mætti laxinn neðan fossa og flytja upp á efra svæðið með bflum. Þessu hafnaði Náttúruvemdarráð á þeirri forsendu að ekki væri ástæða til að grípa þannig inn í lífríki árinnar. Af einhverjum ástæðum brást ES illa við þessu._ Var það vegna pen- ingagræðgi? Ég veit ekki, en varla vegna hugsjóna náttúruvemdar. Voru mistök að sprengja? Stífla Laxárvirkjunar í Miðkvísl var sprengd árið 1970. Við það skertust stjómunarmöguleikar virkjunarinnar á vatnshæðinni í Mývatni og með ámnum gróf áin sig lengra niður í Miðkvísl þar sem áður stóð hin fræga stífla. í langvar- andi þurrkum á sumrin lækkar í vatninu. Við því er bmgðist með því að hefta rennsli um svokallaðar Geirastaðalokur sem em í sam- nefndri kvísl. Það dugar þó ekki alltaf ef þurrkar em miklir vegna þess hvað Miðkvísl flytur orðið mik- ið vatn. Af þessu ástandi hafa veiði- bændur miklar áhyggjur vegna þess hvað vatnið er orðið grannt. Svo gerist það fyrir nokkram áram að bændur fengu lánuð tæki hjá Lax- árvirkjun til að flytja grjót í Mið- kvísl þar sem áður var stíflan. Var þá haft samband við Náttúravemd- arráð? Ég efa það. Málið fór lágt ... E.t.v. hafa ES og félagar farið held- ur ógætilega með sprengiefnið forð- um, en mikið hefur ljóminn af þess- um atburðum enst, því á opnum fundi í Skjólbrekku fyrir skömmu þar sem rætt var um skólamál í Mývatnssveit og þar á meðal um nýja bamaskólann í Reykjahlíð, minnti skáldsonurinn frá Amarvatni fundinn á að Miðkvíslarstíflan sem vissulega var steinsteypumannvirki rétt eins og hinn nýi bamaskóli, hefði verið sprengd í tætlur, og um varir sprengimeistarans lék glott. Landgræðslumaðurinn ES Það má segja að keyrt hafí um þverbak sigling ES undir sínu falska flaggi þegar hann nýlega hóf að græða upp sandskafl í Dimmuborg- um, sem hann kallar féþúfu land- græðslunnar. Framkvæmd þessi átti að koma höggi á Landgræðsluna og gera hana tortryggilega. Þessir undarlegu tilburðir ES verða von- andi ekki til að spilla því góða sam- starfí sem verið hefur milli LR og bænda um uppgræðslu heimalanda hinna síðarnefndu hér í sveit. Náttúran njóti vafans Eysteinn segir það sjálfsagt að náttúran njóti vafans ef einhver granur leiki á um að nýting auðlind- ar sé umhverfisspillandi. Gott og vel. Er ES reiðubúinn að sanna sak- leysi sauða sinna gagnvart Austur- afrétti Mývetninga áður en hann hefur þangað upprekstur í vor? Ekki sama Jón og séra Jón Fyrir daga Kísiliðjunnar kallaði wammmm OPNUÐUMIGÆR! íý efnalaug í alfaraleiö. jyú aukum við þjónustuna enn meira með fullkominni efnalaug. Bjóðum heildarlausn fyrir heimilin. PVOTTUR - HREINSUN SÆKJUM - SENDUM FONN Sigurbjörn Sörensson „Ekkert borgaraleg’t samfélag í Mývatns- sveit, takk.“ Starri í Garði sveitunga sína pen- ingagráðuga kapítalista vegna meintrar ofveiði- þeirra á vatninu. Ekki minnist ég þess að ÉS geyst- ist þá fram á ritvöllinn með svívirð- ingum sem hann þó gerir nú þegar FS á í hlut. Sannast sagna lítur út fyrir að það sem ES gangi til sé að flæma fólkið sem fylgir starfsemi Kísiliðjunnar úr sveitinni og að því markmiði náðu muni upp renna hin- ir gömlu „góðu“ dagar hins hreina bændasamfélags og aðallinn úr suð- ursveit endurheimti sinn fyrri sess, þ.e. tögl og hagldir í stjóm sveitar- félagsins. Sem sagt, ekkert borg- aralegt samfélag í Mývatnssveit, takk. Af framansagðri upprifjun sýnist mér að barátta ES gegnum árin, fyrir því sem hann kallar náttúru- vemd sé ekki frekar náttúruvemd en það að beita fé á örfoka land. Og sveitarrígur sem honum verður tíðrætt um var hér landlægur löngu fyrir daga Kísiliðjunnar. Friðrik og hans fjölskylda era velkomin í sveit- ina og ég bið þau afsökunar á þess- ari fólskulegu árás frá „skipstjóran- um“ sem jafnan siglir undir fölsku flaggi og segist ei beija hausnum við gijótið en gerir það nú samt. Að lokum Ég held að ES og félagar mættu hugleiða hvort vopnin gætu ekki snúist í þeirra eigin höndum með áframhaldandi atvinnurógi á hendur okkur starfsmönnum Kísiliðjunnar, ég tala nú ekki um ef þeir láta verða af því að siga á okkur útlendum náttúruverndaröfgasamtökum. Höfundur er starfsmaður Kísiliðjunnar hf. Af gefnu tilefni Skeifan 11 Sími: 812220 eftir Hjálmar H. Ragnarsson Eins og kunngt er sendi stjóm Bandalags íslenskra listamanna frá sér yfírlýsingu í síðustu viku varð- andi fyrirhugaða byggingu Lista: miðstöðvar á Korpúlfsstöðum. í þessari yfírlýsingu var m.a. ítrekuð sú afstaða samtakanna að bygging tónlistarhúss í Reykjavík ætti að hafa forgang umfram önnur sam- bærileg byggingarverkefni og á það bent að hvorki fulltrúar Bandalags íslenskra listamanna né heldur full- trúar annarra listamannasamtaka hefðu verið hafðir með í ráðum þeg- ar ákvarðanir vora teknar um bygg- ingu listamiðstöðvarinnar. Fulltrúar borgaryfirvalda hafa bragðist við þessar yfirlýsingu með því að benda sérstaklega á að hin svokallaða Korpúlfsstaðanefnd hafi leitað eftir ábendingum frá sérfræðingum í hverri listgrein um þann búnað sem tengist þeirra sérsviði, og hefur því verið hampað að einn þeirra hafí verið sá sem hér skrifar. (Mbl. 11. maí, Pressan 13. maí) Vegna þessa vil ég að eftirfarandi komi fram: Síðla hausts 1991 bar verkefna- stjóri Korpúlfsstaðanefndar, Magn- ús Sædal Svavarsson, mig um að gera tæknilega úttekt á teikningum nokkurra arkitekta af hinum svo- kallaða fjölnotasal listamiðstöðvar- innar. Hugmyndin er sú að þessi salur geti rýmt listflutning af ólíkum gerðum, m.a. alls konar tónlist- arflutning. Stærð salarins er um 300 fermetrar en heildarflatarmál allrar listamiðstöðvarinnar er um 7.400 fermetrar. í skriflegri álitsgerð sem ég afhenti verkefnisstjóranum 4. desember 1991 reyni ég að skil- greina hvaða gagn megi hafa af þessum sal og hugsanleg tengsl við hans við aðra starfsemi stöðvarinnar og ég fjalla um tækni og sviðsbún- að, hljómburð og tengsl listflytjenda við áheyrendur. Síðasta atriðið fær Iangmest rými í þessari álitsgerð minni. Af þessu má sjá að allar til- raunir til þess að bendla mig per- sónulega eða sem oddvita Banda- lags íslenskra listamanna við ákvarðanatöku í þessu máli era byggðar á afar hæpnum forsendum og í raun er það ósvífni að nota það sem vopn gegn málflutningi Banda- lagsins að ég hafí sem sérfræðingur á sviði tónlistar verið fenginn til þess að gera tæknilega úttekt á mjög afmörkuðum hluta þess verk- Hjálmar H. Ragnarsson „Það ætti að vart að þurfa að ítreka það hversu mikilvægt það er að umræður um stór- framkvæmdir sem þessar eru séu málefna- legar og að rætt sé um allar forsendur þeirra af hispursleysi og hreinskilni - hálf- kveðnar vísur og til- raunir til þess að slíta staðreyndir úr sam- hengi eru hins vegar til þess fallnar að breyta slíkum umræðum í áflog.“ efnis sem hér um ræðir. Það ætti að vart að þurfa að ít- reka það hversu mikilvægt það er að umræður um stórframkvæmdir sem þessar eru séu málefnalegar, og að rætt sé um allar forsendur þeirra af hispursleysi og hreinskilni - hálfkveðnar vísur og tilraunir til þess að slíta staðreyndir úr sam- hengi era hins vegar til þess fallnar að breyta slíkum umræðum í áflog. Höfundur er tónsk&ld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.