Morgunblaðið - 18.05.1993, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993
Megrunarkúrar
- viðhald offitu?
eftir Guðrúnu Þóru
Hjaltadóttur
Nú er tími „megrunarkúranna" í
hámarki. Nú á að ná af sér kílóunum
fyrir sumarfríið. Innlend og erlend
tímarit eru full af megrunarkúrum
sem flest allir höfða til kvenna, sem
er nokkuð undarlegt þar sem karl-
menn eru ekki síður feitir og fitan
hjá karlmönnum situr oftast á mag-
anum sem er hvað hættulegsti stað-
urinn.
Hver þekkir ekki ávaxtakúrinn,
hvítvínskúrinn, kolvetnakúrinn,
flugfreyjukúrinn, súpukúrinn,
greipkúrinn, eggjakúrinn og svo
mætti lengi telja. I flestum tilfelium
gengur „kúrinn“ vel.fyrstu dagana
eða fyrstu tvær vikurnar, þá léttist
fólk um 3-7 kíló. Hér er þó ekki um
minnkun á fituvef að ræða, heldur
er mesti hluti þessara kílóa vatn og
glykogen sem er geymt í vöðvum
líkamans og lifur. Glykogen er vara-
forði líkamans, sem líkaminn notar
komi til „kreppu".
Flestir þessara „kúra“ eu rang-
lega samsettir næringarlega séð.
Borðirðu greip í einhvern tíma er
hætta á vöntun á mörgum lífsnauð-
.synlegum næringarefnum, eins og
til dæmis prótein, vítamínum og
steinefnum.
Fasta getur orsftkað alvarlegan
næringarskort. Það er ekkert sem
sannar að líkaminn hreinsi „úr-
gangsefni" við föstu, þvert á móti
getur fasta orsakað uppsöfnun af
efnum sem líkaminn er að bijóta
niður eins og próteini með þeim af-
leiðingum að viðkomandi líður oft
illa og fær höfuðkvalir.
Það finnast í verslunum ógrynnin
öll af „megrunarvörum", megrun-
arpillur, megrunarte, megrunarkex,
megrunarkarmellur og margt fleira
og kannski ekki án ástæðu. Þetta
er mikil gróðalind, því hver myndi
ekki borga dýrum dómi fyrir það að
véra grannur. Nudd flytur ekki fit-
una né eyðir henni en gerir -margt
annað gott, sem ekki kemur megrun
við. Rafknúinn megrunartæki
minnka heldur ekki fituna.
Margar líkamsræktarstöðvar aug-
lýsa átak í megrun og er það trúlega
í sumum tilfellum gott og gilt, og
hjálpar fólki af stað, en á fæstum
þessum stöðum er faglært fólk sem
talar um næringu og breytt matar-
æði né gefur þann stuðning sem
þarf til að breyta mataræði á réttan
og jákvæðan hátt. Erobikkennarar
eða leikfimikennarar eru ekki lærðir
í næringarfræði svo nokkru nemi,
þeir eru lærðir í sínu fagi. Virðum
hvert annars menntun. Það er mik-
ill misskilningur að halda að það „sé
ekkert mál“ að takast á við breytt
mataræði. Ef það væri eins auðvelt
og flestir halda hefðum við ekki
þetta „offituvandamál" og fleiri af
þeim kvillum sem fylgja röngu mat-
aræði. Það eina sem hægt er að
gera er að breyta um lífsstíl, sækja
hjálp hjá lærðu fólki sem veit hvað
það er að gera. Breytt mataræði og
aukin hreyfing til lífstíðar er það
eina sem gefur varanlegan árangur.
Ef einstaklingur fær meiri orku í
mat eða drykk en nýtist til daglegra
starfa breytist eitthvað af kolvetn-
um, fitu, próteinum eða áfengi í lík-
amsfitu. Allur matur getur því verið
„fítandi". Það er ekki til sú fæðuteg-
und sem er „grennandi".
Óteljandi rannsóknir hafa sýnt
fram á að offita stuðlar að mörgum
sjúkdómum, sérstaklega ef um er
að ræða „mörg kíló“ og ef fitan sit-
ur á búknum „eplalaga". Búkfitan
er algengari hjá karlmönnum en
kvenfólki. Búkfitan eykur líkurnar á
háum blóðþrýstingi, sykursýki,
hjarta og æðasjúkdómum, gallstein-
um og fleiri sjúkdómum, oft eru
þetta sjúkdómar sem koma á löngum
tíma og koma því miður oft of seint
í ljós.
Þó eru margir „feitir“ sem hafa
vandamál sem eru áþreifanlegri
dags daglega, eins og til dæmis
öndnarerfiðleika við aukið álag, verk
í baki og hnjám, auk sálrænna
vandamála, kynlífsvandamáls, og
þar af leiðandi sambúðarerfiðleika
sem því miður allt of oft má rekja
til offitu.
Hver þekkir ekki konuna sem allt-
af þarf að eiga eitthvað gott ef vera
skyldi að einhver kæmi í heimsókn,
en ef svo skemmtilega vildi til að
einhver kæmi í heimsókn, sem því
miður er orðið fremur sjaldgæft nú
á tímum, þá er ekkert til. Það er
búið að læða sér í skápinn og borða
það.
Við það að grennast og halda
þyngdinni sem næst kjörþyngd
hverfa flest þessara líkamlegu og
andlegu vandamála.
Almenn líðan verður mun betri
svo ekki sé talað um sjálfstraustið
sem eykst að sjálfsögðu til muna.
Guðrún Þóra maltadóttir
„Það eina sem hægt er
að gera er að breyta
um lífsstíl, sækja hjálp
hjá lærðu fólki sem veit
hvað það er að gera.
Breytt mataræði og
aukin hreyfing til lífs-
tíðar er það eina sem
gefur varanlegan
árangur.“
Það eru því margar ástæður fyrir
því að takast á við „ofeldið". Flestum
hrýs hugur við tilhugsunina en eina
leiðin er að breyta um lífsstíl og það
til frambúðar.
Rannsóknir hafa sýnt að þó svo
að flestum finnist erfitt að takast á
við kíióin er mun erfiðara að halda
þeim í „burtu“. Lang flestir sem
hafa farið í „megrun" og náð hafa
góðum árangri hafa bætt nær öllu
á sig aftur og oftast meira til.
Það er alls ekki svo undarlegt,
„megrunarkúr" er eingöngu tíma-
bundið átak sem ekki getur læknað
viðvarandi ástand sem offita er. Um
leið og „megrunarkúrinn" er búinn
hverfur fólk aftur til fyrra lífernis,
þess lífernis sem átti þátt í þyngdar-
aukningunni. Það er heldur ekki
hægt að vera í megrun allt sitt líf,
hungurverkimir verða óbærilegir
svo ekki séu nefndar þær skapsveifl-
ur sem oftast tilheyra hungrinu. Það
eina sem hægt er að gera er að
breyta um lífsstíl. Það eru til marg-
ir „kúrar“ sem geta komið fólki af
stað, kúrar með réttum ábendingum
sem mark er takandi á, flest allir
sem ætla að gera eitthvað í sínum
málum þurfa mikin stuðning og að-
hald. Stuðningurinn og fræðslan
þarf að koma frá réttum aðilum.
Þegar mataræðinu er breytt og
þá er í flestum til fellum farið að
borða minna er nauðsynlegra en
áður að fæðan sé rétt samsett, því
líkaminn þarf öll sín 50 næringar-
efni og því minna magn sem við
borðum því mikilvægara er að fæðan
sé rétt samsett.
Þegar óskaþyngdinni er náð kem-
ur einhver erfiðasti þátturinn, sá að
halda aukakílóunum í skefjum og
það verður eingöngu gert með því
að halda réttu mataræði til frambúð-
ar. Þetta er lífstíðarvandamál og það
er nauðsynlegt að gera sér grein
fyrir því strax þégar byijað er.
Til að ná varanlegum árangri við
að ná af sér aukakílóunum dugir
ekki einungis að breyta mataræði
sínu. Það er nauðsynlegt að auka
hreyfinguna. Þegar um megrun um
lengri tíma er að ræða, fer að ganga
á fituvef líkamans. Gallinn er bara
sá að aðrir vefir rýrna einnig, ekki
síst vöðvavefur. Hlutföllin milli fitu
og vöðvavefs breytast og getur end-
að anþnig að meira sé af fituvef en
vöðvavef. Til að koma í veg fyrir
þetta er hreyfing nauðsynleg.
Niðurstaðan er því þessi: Hugar-
farsbreyting, breyting á lífsstíl til
frambúðar, breytt mataræði, aukin
hreyfing, þolinmæði eins og máltæk-
ið segir: „Kemst þótt hægt fari.“
Höfundur er löggiltur
næringarráðgjafi,
Á FERÐ OG FLUGI
Eigin fararstjóri
Flug-bíll um Evrópu/Ameríku
Bjóðum upp á tveggja kvölda námskeið fyrir
ferðalanga, sem hyggjast ferðast á eigin vegum:
Undirbúningur ferðar, ferðamöguleikar.
Stt Skipulagning, áfangar og gististaðir.
Sat Notkun korta og upplýsingaöflun.
Söt Helstu sérákvæði í umferð erlendis.
Sat Akstur á hraðbrautum.
Nokkrar hagnýtar ráðleggingar.
St* Tryggingar.
!fcfc Kynning á Atlas-ferðakorti.
Tvö námskeið eru íboði: 25/5 og 27/5 og seinna námskeiðið
1/6 og 3/6 frá kl. 18.15 til 22.00. Leiðbeinendur eru Guðmundur
Þorsteinsson og Pétur Björnsson.
Flugleiðir veíta þátttakendum 5.000 kr. afslátt sem ferðast
Flug/bíll tilEvrópu og Ameriku I ágústmánuði.
Nánari upplýsingar og innritanir:
Ferðamálaskóli íslands,
Höfðabakka 9, sími 91-671466.
Samráðsaðlili:
Umferðarráð.
OIU
SJÓVÁ-ALMENNAR
©ATIAS^
EUROCARD
FLUGLEIDIR
TrmmUmr íiltmkmr
( 11 il11 • • II11 1 ( 1111 II ATVINNULEYSI 1 • ■1 II • II
i . s ^ livað er til i-áðar /■ s
Atvinnuleysi hef-
ur aukist í iðnaði
Helstu vaxtarbroddar eru í matvælaiðnaði
STÖRFUM í iðnaði fækkaði um 1400 á tímabilinu janúar 1991 til
janúar 1993, samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra iðnrek-
enda. Það er nyög mikil fækkun á störfum á ekki lengri tíma og
skýrir að einhverju leyti atvinnuleysið á vinnumarkaðnum.
Þegar störfum fækkar eða þegar
dregur úr vinnu hjá stórum hópum
launþega, hefur það óhjákvæmilega
keðjuverkandi áhrif til samdráttar
hjá öðrum starfsstéttum í þjóðfélag-
inu, eins og í þjónustu og verslun.
Við náðum sambandi við Hörpu
Halldórsdóttur hjá Félagi íslenskra
iðnrekenda og spurðum hana m.a.
um hveijar væru horfur í iðnaði.
Hún sagði að í bili væru horfur ekki
bjartar. Aðspurð sagði hún að störf-
um hefði fækkað um 1400 í iðnaði
á tveggja ára tímabili. Helstu vaxt-
arbroddar væru í matvælaiðnaði og
í þeirri grein sem snýr að þróun
hugbúnaðar en hann er mjög sér-
hæft svið iðnaðar. Ekki er um fækk-
un að ræða í prentiðnaði og í efna-
iðnaði hefur fækkun orðið minni en
í öðrum greinum iðnaðar þar sem
störfum hefur fækkað.
Samdráttur í iðnaði kemur ekki á
óvart. Hann á sér aðdraganda og
talsmenn iðnaðar hafa reynt að
vekja athygli stjórnvalda á vanda
iðnaðarins.
En það hefur verið eftirtektar-
vert, að mun meira hefur farið fyrir
umræðu um útflutning á íslensku
hugviti og uppbyggingu innlendra
fyrirtækja á erlendri grund en á
nýsköpun og eflingu iðnaðar hér
innanlands. Efling iðnaður innan
lands hlýtur að vera forsenda fyrir
atvinnumöguleikum fólks hér á landi
í framtíðinni. Við lifum að sjálfsögðu
ekki af atvinnutækifærum sem flutt
eru úr landi.
Efling menntunar fólks til starfa
í iðnaði er ekki síður mikilvæg þar
sem aukin samkeppni mun hafa þau
áhrif að mun meiri kröfur verða
gerðar um gæði vöru en áður. í er-
lendum tímaritum kemur fram að
■ FYRIR skömmu afhenti Lions-
. klúbburinn Freyr í Reykjavík End-
urhæfingastöð hjarta- og lungna-
sjúklinga, HL stöðinni, tækjagjöf.
Það eru þijú styrktarþjálfunartæki,
sem nýtast stöðinni mjög vel við alla
þjálfun. Á myndinni sem tekin var
bæði Bandaríkjamenn og Bretar líta
mjög til Þýskalands eftir fyrirmynd
að uppbyggingu iðnmenntunar, en
Þjóðveijar virðast hafa sinnt þeim
þætti betur en aðrar þjóðir, og hefur
það ekki síst komið fram í gæðum
þýskrar framleiðslu.
Hér þarf einnig að efla iðnmennt-
un. Skólastjóri Iðnskólans hefur vak-
ið athygli á því í fjölmiðlum, að hér
á landi þurfi að efla nýjar iðngrein-
ar, t.d. skorti hér menntað starfsfólk
fyrir matvælaiðnaðinn. En það er
einmitt í matvælaiðnaði sem vaxtar-
möguleikar iðnaðar verða í framtíð-
inni.
M. Þorv.
við afhendinguna eru frá vinstri:
Sverrir Sigfússon, Gunnar Stein-
grímsson, Sigurður Tómasson,
Bernhard Petersen og Egill G.
Ólafsson.
(Fréttatilkynning)