Morgunblaðið - 18.05.1993, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993
Sigurgeir Jónatansson var landpóstur frá Stað í Hrútafirði
Fékkfimm
krónur fyrir
hveija ferð
STAÐUR í Hrútafirði var um árabil stærsta póststöð í sveit á íslandi
og þangað komu ekki færri en sex landpóstar allt árið um kring.
Einn þeirra var Strandapóstur. Sigurgeir Jónatansson gegndi hlut-
verki hans í sextán ár, eða frá 1930-1946. Sigurgeir talar um liðna tíð
af lítillæti og segist hafa fengið jafn mikið til baka og hann gaf í
starfi sínu. „Fólkið var mér sérstaklega gott. Það vildi allt fyrir mig
Landpóstur
Morgunblaðið/Magnús Gíslason
SIGURGEIR Jónatansson landpóstur og kona hans Lára Inga Lárus-
dóttir við Staðarskála í Hrútafirði.
gera.
Sigurgeir var staddur í Hrútafirði
13. maí sl. þegar minnisvarði um
landpóstana var afhjúpaður. Hann
lýsti, í samtali við Morgunblaðið,
dögum sínum sem landpóstur með
nokkrum orðum. Hann er fæddur á
Reykjum í Hrútafirði 27. apríl árið
1902 en fluttist að Skeggjastöð'um
tveggja ára að aldri. Það var svo
árið 1930 hann gerðist landpóstur.
Þess má geta að það ár hlaut hann
55 krónur að launum fyrir störf sín.
Fór hann alls 11 ferðir og þáði fímm
krónur fyrir ferðina.
Sigurgeir fór tvær ferðir í mánuði
og var sex daga að heiman í senn.
Hann lagði af stað snemma morguns
frá Skeggjastöðum yfir Hrútafjarð-
arháls, sem oft gat verið illur yfír-
ferðar vegna snjóa, til Staðar að
_^gækja póstinn. Sú ferð tók um tvo
tíma. Frá Stað fór hann út að Borð-
eyri og gisti í Guðlaugsvík, sem er
næstysti bær í Bæjarhreppi, fyrstu
nóttina. Þaðan fór hann yfír Stiku-
háls yfir í Bitrufjörð. Úr Bitrufirði
fór hann sem leið lá yfir Bitruháls,
sem einnig gat verið erfiður að vetr-
inum, í Kollafjörð og gisti á Stóra-
Fjarðarhorni. Þaðan fór Sigurgeir
svo norður á Hólmavík. Hann kom
þangað um tvö eða þrjúleytið að
degi til og fór aftur snemma næsta
morgun. Hann gisti jafnan á póst-
húsinu. Síðan tók hann póst á
Hólmavík og flutti til baka.
Mátti ekki opna póstpokana
í pokunum var allur póstur, bréf,
peningar, pakkar og dagblöð. Dag-
blöðin sem hann flutti voru Morgun-
blaðið og Tíminn og þar sem þetta
voru aðeins tvær ferðir í mánuði
má nærri geta að þetta hafi verið
mikið magn í einu. Landpósturinn
mátti ekki opna póstpokann, það
voru eingöngu póstafgreiðslumenn
sem höfðu leyfi til þess. Pokarnir
voru innsiglaðir með lakki.
Sigurgeir getur þess einnig að
fólk hafi sóst eftir því að fara í fylgd
landpóstanna enda rötuðu þeir
manna best. Það var ekki síst fyrir
tilstilli hestanna að pósturinn komst
á leiðarenda. Sagði hann í raun ótrú-
legt hvað þeir voru miklu skyni born-
ir. „Eitt sinn var ég á leið frá Stóra-
Fjarðarhorni í miklu fannfergi.
Raunar drógust fætur mínir í snjón-
um þar sem ég sat á hestbaki. Gat-
an var örmjó og hengiflug á aðra
hönd og ekki sá ég ieiðar minnar
en hesturinn hélt sínu striki í slæmu
skyggni og kom mér heilum í höfn.
Ekki skil ég enn í dag hvernig það
mátti vera,“ sagði Sigurgeir.
Ekki flutti hann eingöngu póst
milli staða. Fyrir- kom að Sigurgeir
var beðinn fyrir lyf. „Eitt sinn er
ég var staddur á Hólmavík var ég
vakinn um miðja nótt og beðinn um
að flytja lækni fyrir bráðveikt barn
á Broddanesi." Sigurgeir hélt út í
stórhríðina og kom lækninum að
Kollafjarðarnesi. Þar beið bátur sem
flutti hann að Broddanesi. Ekki vildi
Sigurgeir þiggja borgun fyrir en
móðir barnsins sendi honum forláta
lopapeysu í þakkarskyni. Hann vill
sem minnst gera úr þessu atviki,
segir starf sitt ekki síst hafa fólgist
í því að takast á við hið óvænta.
Það var því ekki að ófyrirsynju að
yfir landpóstunum skyldi hvíla hetju-
legur blær enda lögðu þeir líf sitt
oft að veði er þeir flúttu boð milli
manna. í þá daga þótti nafngiftin
landpóstur sæmdarheiti.
Minning
landpóst-
annalifir
MINNISVARÐI um landpóstana
svokölluðu var afhjúpaður á Stað
í Hrútafirði 13. maí síðastliðinn
að viðstöddu fjölmenni. Athöfnin
hófst með ávarpi póst- og síma-
málastjóra, í kjölfarið fylgdu ræð-
ur og ljóðalestur, frumflutt var
tónverk og loks var minnisvarð-
inn afhjúpaður.
í upphafi athafnarinnar ávarpaði
póst- og símamálastjóri, Ólafur
Tómasson, viðstadda. Þá flutti Ind-
riði G. Þorsteinsson minni landpósta.
Kristjana Emilía Guðmundsdóttir
flutti frumort ljóð um landpóstana
og frumflutt var tónverk fyrir þijú
blásturshljóðfæri eftir Gunnar Reyni
Sveinsson. Að því búnu afhjúpaði
Halldór Blöndal samgönguráðherra
minnismerkið.
Jörundur póstræningi
Samkvæmt heimildum póst- og
símamálastofnunar var reglugerð
um póstsamgöngur á íslandi gefín
út árið 1776 og hófust slíkar sam-
göngur milli Norður- og Suðurlands
árið 1783. Til póstferðanna völdust
einbeittir menn og hraustir og voru
þeir jafnt þekktir fyrir skyldurækni
sem dugnað. Fluttu þeir bæði bréf
og peninga. Spunnust margar sagn-
ir af hreysti þeirra en aldrei fór sög-
um af eiginlegum póstræningjum.
Eina kunnuga dæmið er frá 1809
og segir frá viðskiptum Hallgríms
Jónssonar, sem þá átti leið suður,
og Jörundar Hundadagakonungs
sem kvað hafa rænt Hallgrím.
Hvunndagsheljur heiðraðar
Staður í Hrútafirði var um árabil
stærsta póstmiðstöð í sveit á íslandi
Er menntun vannýtt auðlind?
Ráðstefna BHMR fimmtudaginn 20. maí 1993
í Borgartúni 6 um stöðu háskólamanna
Kl. 13.00 Kristin Einarsdótt-
ir, þingkona:
Markmið menntunar,
endurmenntunar og
starfsþjálfunar ein-
staklinga.
Kl. 13.30 Margrét Björns-
dóttir, endwr-
menntwnarstjóri:
Víðhald menntunar:
Sóun eða nauðsyn.
Kl. 14.00 Lílja Mósesdóttir,
hagfrϗingwr:
Er launakerfið kvenna-
oq menntafjandsam-
legt?
Kl. 14.30 Tryggvi Þór Her-
bertsson, hagfræó-
ingwr:
Arðsemi háskóla-
menntunar.
Kaffihlé.
Kl. 15.30 Unnwr Steingrims-
dóttir, deildar-
stjóri:
Rannsóknir og þróun-
arstarf sem forsenda
nýsköpunar. -
Kl. 16.00 Jón Sigwrósson, iónaóar- og
vióskiptaráóherra:
Viðhorf ríkisins til þáttar menntunar
og rannsókna í hagvexti.
Kl. 16.30 Þorsteinn Vilhjálmsson,
prófessor:
Vísindi og viska - velmegun og auð-
lindir.
Ráóstef nwstjóri: Sigwrgeir Þorgeirsson, aóstoóarmaówr
landbúnaóarráóherra.
Kynningar- og fræðslunefnd BHMR.
Þú svalar lestrarþörf dagsins ^
ásíöum Moggans!
Sendiherra Mexíkó, Rodrignez-Arríaga, kveður eftir SV2 árs veru
Lærdómsríkur tími fyr-
ir mig sem einstakling
MANUEL Rodriguez-Arriaga, sendiherra Mexíkó á íslandi með aðset-
ur í Ósló, lætur senn af því embætti og tekur við embætti sendiherra
í Kína. Rodriguez-Arriaga hefur verið sendiherra á íslandi frá því í
nóvember 1989 og. hefur átt stóran þátt í að efla stjórnmálaleg, efna-
hagsleg og menningarleg samskipti þjóðanna. Morgunblaðið tók Rodr-
iguez-Arriaga tali, en hann heldur senn til Mexíkó og þaðan fer hann
til Peking, sem sendiherra landsins í Kína.
Rodriguez-Arriaga kvaðst hafa
sóst eftir því að starfa fyrir mexí-
kósku utanríkisþjónustuna á Norð- •
urlöndum, því hann vildi auka skiln-
ing sinn á þessum heimshluta. Þessi
tími hafi verið afar lærdómsríkur
fyrir sig sem embættismann og ein-
stakling. „Ég er þeirrar skoðunar
að Norðurlandabúar og Mexíkómenn
hafí mikilvægan samnefnara; báðum
er það eiginlegt að eiga auðvelt með
að starfa með öðrum þjóðum og gild-
ismat beggja er af svipuðum toga.
Að sjálfsögðu er margt ólíkt með
þjóðunum en ekkert svo stórvægilegt
að í sundur skilji. Að þessu leyti tel
ég Mexíkómenn tilheyra hinum vest-
ræna heimi. Reyndar tel ég það ólíka
í fari þjóðanna einmitt það sem gef-
ur þeim eigin ásýnd og sé mikilsvert
framlag þeirra hvorrar til annarrar.
Þetta á að sjálfsögðu við í viðskiptum
og menningarsamskiptum. Mexíkó-
menn geta lært af Norðurlandabúum
og þeir af mexíkósku þjóðfélagi, sem
er afar áhugaverð blanda af þjóðleg-
um hefðum og nútímaþjóðfélagi.
Mexíkó er líkt íslandi að mörgu leyti,
þar ríkir mikil þjóðerniskennd og
fólkið er með sterka skapgerð,“
sagði Rodriguez-Arriaga.
Margt áunnist
Sendiherrann sagði að heimsókn
Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs-
ráðherra til Mexíkó á síðasta ári og
hóps íslenskra kaupsýslumanna hafi
verið mikilvægur atburður í keðju
atburða í samskiptum ríkjanna.
„Fyrir þremur árum hófst þetta ferli.
Tilgangurinn í upphafi var að benda
á tækifæri sem gætu hvatt til auk-
inna samskipta ríkjanna, jafnt á
stjómmálasviðinu sem á sviði við-
skipta. Slíkt ferli tekur sinn tíma,
og ég tel að það sé um það bil hálfn-
að núna. Margt hefur þó þegar áunn-
ist með samskiptum háttsettra
manna beggja ríkjanna.“
Tækifæri í sjávarútvegi
Rodriguez-Arriaga segir að menn
hafi komið auga á fjölda tækifæra
og nú væri kominn tími til að hrinda
þeim í framkvæmd. „Sjávarútvegur-
inn leikur mikilvægasta hlutverkið
vegna þeirrar miklu reynslu sem
Islendingar hafa öðlast í veiðum,
vinnslu, markaðssetningu og tækni-
legri framþróun í sjávarútvegi.
Mexíkómenn búa einnig yfír mikil-
vægri reynslu. Við erum líklega
fimmtánda mesta fiskveiðiþjóð
heims, en sjávarútvegur okkar er
samsettur úr mörgum þáttum þar
sem nútímaaðferðir og hefðbundin
sjósókn á litlum bátum þrífast hlið
við hlið. Hluti mexíkósks sjávarút-
vegs er afar nútímalegur og sam-
keppnisfær, einkum þó veiðar á dýr-
ari tegundum, eins og túnfiski,
humri og rækju. En svo fer afar
stór hluti fiskveiðanna fram á litlum
bátum og þennan hluta sjávarút-
vegsins verður að færa til nútíma-
legra horfs, því greinin á sér mikla
vaxtarmöguleika. Sömuleiðis eru
miklir vaxtarmöguleikar í fiskeldi í
Mexíkó en þar skortir landsmenn
alla reynslu í uppbyggingu atvinnu-
greinarinnar. Þarna eru raunhæfir
möguleikar á samstarfi þjóðanna í
uppbyggingu sjávarútvegs, fiskeldis,
markaðssetningu afurðanna, og ís-
land býr yfir mikilli reynslu á þessum
sviðum.“
Rodriguez-Arriaga sagði að verið
væri að vinna skýrslu um hvað hefði
áunnist í samvinnu ríkjanna á þeim
tíma sem liðinn er frá heimsókn
Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs-
ráðherra til Mexíkó í fyrra.
Menningarsamskipti
Rodriguez-Arriaga sagði að ekki
síst hefði margt áunnist í diplóma-
tískum og menningarlegum sam-
skiptum, þjóðanna á síðustu árum.
Fyrir skömmu afhenti sendiráð Mex-
íkó á íslandi Háskóla íslands bóka-
gjöf, sem sendiráðið segir lið í að
efla tengsl milli íslenskra og mexíkó-
skra menningarstofnana. Um er að
ræða fagurbókmenntir, bækur um
menningu Mexíkó, hugvísindi og
raunvísindi. Rodriguez-Arriaga
sagði að þetta væri aðeins fyrsta
bókagjöfin til háskólans af mörgum
og ællunin með henni væri að opna
Mexíkó leið inn í háskólann og auka
skilning íslendinga á landinu.
Mikilvægi Kína
Rodriguez-Arriaga kvaðst hlakka
til að takast á við sendiherraembætt-