Morgunblaðið - 18.05.1993, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993
25
Valgeir. Eyþór.
Valgeir Guðjóns-
son og Eyþór
Gunnarsson
Samningur
við banda-
ríska útgáfu
Tónlistarmennirnir Valgeir
Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson
hafa gert samning við bandarísku
útgáfuna Windham Hill um út-
gáfu á hljómplötu þeirra Gaiu.
Samningar um frekari útgáfu eru
á lokastigi, en Eyþór segir að
aðeins séu þar formsatriði eftir.
Valgeir Guðjónsson, sem þekktur
er meðal annars fyrir veru sína í
Stuðmönnum, aukinheldur sem hann
hefur sent frá sér hljómplötur á eig-
in spýtur, og Eyþór Gunnarsson, sem
helst er kunnur fyrir veru sína í
Mezzoforte, gerðu hljómplötuna
Gaiu meðal annars af tilefni sigling-
ar víkingaskipsins Gaiu vestur um
haf. Það var svo Steinar hf. sem gaf
plötuna út hér, en Eyþór segir að
það sé einmitt fyrir tilstilli Steinars
Berg hjá Steinum að þeir félagar
hafi komist á samning hjá Windham
Hill.
Sjö breiðskífur
í samningaviðræðum vegna Gaiu
kom svo snemma upp hugmyndin
að þeir Eyþór og Valgeir gerðu
samning til lengri tíma og Eyþór
segir að samningar hafi tekist við
Windham Hill Um sjö breiðskífur til
viðbótar á næstu sjö árum. „Það
má segja að það séu aðeins formsatr-
iði eftir, við erum búnir að undir-
skrifa samningana og senda þá út
og eigum bara eftir að fá staðfest-
ingu senda hingað,“ sagði Eyþór.
Að hans sögn felur samningurinn
ekki í sér neitt ríkidæmi fyrir þá
félaga þó Windham Hill sé ein virt-
asta útgáfa á sínu sviði, en þó að
fyrirframgreiðslur auðnuðu þeim að
gera góðar plötur, og svo væri bara
að sjá til með söluna.
-----»"♦.♦----
Blönduós og Húsavík
Sótt um að
koma á fót
sambýlum
SÓTT hefur verið um leyfi sam-
starfsnefndar um opinberar
framkvæmdir til þess að auglýsa
eftir húsnæði fyarir sambýli fatl-
aðra á Blönduósi og Húsavík.
Gert er ráð fyrir að í hvoru sam-
býli verði 5-6 vistmenn Vistheim-
ilisins Sólborgar á Akureyri og 7
starfs-
m<Slurlaugur Tómasson, deildar-
stjóri í félagsmálaráðuneytinu, sagði
að breytingin væri liður í að fækka
á Sólborgu og leggja starfsemina
þar smám saman niður. Hann sagði
að fyrsta viðleitnin í þessa átt hefði
verið þegar 15 af 42 vistmönnum
vistheimilisins hefðu fluttst á sam-
býli á Akureyri á árinum 1991-
1992. Með stofnun sambýlanna á
Blönduósi og á Húsavík væri haldið
áfram í sömu átt.
Aðspurður sagði Sturlaugur að
gert væri ráð fyrir að þeir sem flytt-
ust á sambýlin væru úr næsta ná-
grenni við þau enda teldist eðlilegt
að bjóða upp á slíkan kost. Hann
sagði að fólkið væri misjafnlega
sjálfbjarga en gæti allt búið á sam-
býli þó það þyrfti mismikla þjónustu.
Snjó kyngdi niður um norðan- og austanvert landið um helgina
Tvísýnt
með lerkið
á Héraði
Einkum hávöxnu
trén eru í hættu
LERKI var víðast hvar farið að
grænka á Héraði áður en óveðurs-
kaflinn skall á um helgina, og að
sögn Þórunnar Hálfdánardóttur
hjá Skógrækt ríkisins á Egilsstöð-
um er það nú sumsstaðar farið
að gulna og því tvísýnt með hvaða
varanleg áhrif veðrið hefur haft á
það. Þetta ætti þó fyrst og fremst
við um hávaxnari lerkitré, en lág-
vaxnar plöntur myndu væntanlega
sleppa við skaða þar sem þær
væru víða á kafi í snjó.
Samfelld snjókoma var á Héraði
allt frá laugardagskvöldinu og
fram á aðfaranótt mánudagsins,
en eftir'hádegið~í gær var farið
að birta þar til þó enn gengi á
með éljum. Þórunn sagði að að ef
ekki frysti meira á næstunni
myndu lauftré á svæðinu væntan-
lega sleppa við skaða vegna óveð-
ursins sem skall á um helgina.
Hún sagði að fregnir hefðu borist
af því að greinar á tijám í görðum
á Norðfirði hefðu verið farnar að
brotna í gærmorgun þar sem trén
hefðu víða sligast undan snjóþung-
anum, en í gærmorgun var þar
hnédjúpur snjór. Hún sagði að
fólk þar hefði reynt að losa snjóinn
af tijánum til að koma í veg fyrir
skemmdir, en hann hafi verið
blautur og þungur.
Skaflar í maí
ÞAÐ kyngdi niður snjó á Austurlandi um helgina og svona var um að litast á Egilsstöðum á sunnu-
dag. Börnin brugðu hins vegar ekki vananum og nýttu sér þennan „vetrarauka“.
Veður batnar ekki að
ráði fyrr en undir helgi
SPÁÐ ER áframhaldandi norð-
austanátt um land allt næstu
daga, en veður fer þó hlýnandi
og er spáð rigningu og norð-
austan hvassviðri á austan- og
norðaustanverðu landinu í dag,
en vestanlands verður úrkomu-
laust að mestu. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Veðurstofu Is-
lands er því búist við að snjóa
leysi á láglendi á þeim stöðum
þar sem snjó hefur kyngt niður
síðustu daga, en snjókoma
verður þó eitthvað áfram til
fjalla víða austanlands. A föstu-
daginn er gert ráð fyrir að
ágætis veður verði komið um
nánast allt land með hæglætis
norðaustanátt og verður hita-
stig eitthvað yfir frostmarki.
Að sögn Gunnars Hvammdal
veðurfræðings á Veðurstofu ís-
lands var versta veður á Austur-
landi alla helgina, allt frá Horna-
firði og vestur með Norðurlandi,
og einnig var vonskuveður á Vest-
fjörðum. Snjókoma var víða mjög
mikil, og þannig mældist úrkoman
30 mm á Dalatanga, en á svæðinu
þaðan inn til Egilsstaða og allt
norður á Langanes var linnulaus
hríð frá aðfaranótt sunnudagsins
og stóð hún í rúman sólarhring. í
gærmorgun dró hins vegar víðast
hvar úr veðrinu. Á Vestfjörðum
var veðrið einna verst norðan til,
en þar voru víða 6-7 vindstig með
snjókomu sem náði allt suður í
Dýrafjörð.
„Það þarf ekki að fara mjög
langt aftur í tímann til að finna
svona vorhret, og þess er skemmst
að minnast að í fyrra kom slæmt
hret í júní þó ekki væri það jafn
slæmt og þetta. Eg held því að
þetta sé að mestu leyti eðlilegt því
við fáum alltaf einhver hret á vor-
in, en það er eins og vorið eigi
afskaplega erfitt með að komast
til okkar, að minnsta kosti til þess
að vera,“ sagði Gunnar.
Flestir fjallvegir opnir
Nánast allir fjallvegir á Aust-
fjörðum, Norðausturlandi og á
Vestfjörðum lokuðust vegna fann-
fergis um helgina, en samkvæmt
upplýsingum frá vegaeftirliti
Vegagerðar ríkisins var búið að
opna flesta þeirra eftir hádegið í
gær. Mest varð ófærðin á Vest-
fjörðum, en þar voru allar heiðar
ófærar um helgina. Þá lokuðust
vegir á Norðurlandi, allt frá Öxna-
dalsheiði og austur um land allt
suður með Austfjörðum. Eftir há-
degið í gær var víðast hvar var
búið að opna fjallvegi austanlands
en þar var þó ennþá víða snjór og
hálka á vegum. Vopnafjarðarheiði,
Möðrudalsöræfi og Breiðdalsheiði
voru hins vegar enn ófær í gær,
en að sögn vegaeftirlitsins verður
athugað með að opna þessa vegi
á morgun ef þörf krefur.
Land í Rangárþingi fýk-
ur burt í norðanáhlaupi
SVEINN Runólfsson landgræðslustjóri segir norðanáhlaupið sem
gengið hefur yfir undanfarna daga hafa farið sérstaklega illa með
landið í austanverðum Rangárvallahrepp og ofanverðri Landsveit.
Landgræðslustjóri sagði það lán í óláni að snjór væri enn yfir liálend-
inu svo ekki blési þar jarðvegur burt en í byggð væri ástandið ömur-
legt. Það ryki úr öllum jarðvegssárum, smáum og stórum.
Þegar Morgunblaðið hafði sam- ástandinu sem ömurlegu; það ryki
band við Sveinn Runólfsson land-
græðslustjóra í Gunnarsholti í gær
hafði ofsaveður verið um nóttina
og var mikið moldarmistur í lofti.
Runólfur sagði þá landgræðslu-
menn þakka sínum sæla fyrir að
enn skuli vera snjór yfir hálendinu.
Þannig að ekki væri þessi uppblást-
ur á hálendinu.
Runólfi sýndist uppblásturinn að
þessu sinni vera mjög mikinn í aust-
anverðum Rangárvallahrepp, í of-
anverðri Landsveit væri líka mold-
argári og sandfok, einnig væri gíf-
urlega mikið sandrok niðri á Lan-
deyjasandi. Landgræðslustjóri lýsti
úr öllum jarðvegssárum, smáum og
stórum, og mikið úr öllum árfarveg-
um. Það væri mjög skaðlegt þegar
þessi norðan- og norðaustanþræs-
ingur kæmi í maí. Gróður ekki kom-
inn tfl, oft frostlyfting í jörðu og
jarðvegsyfirborðið mjög berskjald-
að fyrir rokinu. „Því miður eru
miklar gróðurskemmdir í austan-
verðum Rangárvallahrepp og efst í
Landsveitinni,“ sagði landgræðslu-
stjóri.
Landgræðslustjóri sagði að þessi
svæði hefðu verið illa undir það
búin að fá á sig þetta rok núna.
Þau svæði hefðu verið í hægri gróð-
urframför síðasta ártuginn, þ.e.
fram að aftakaveðrinu í febrúar
1991, Það hefði líka rokið mikið
af þessu svæði í apríl í fyrra í snjó-
lausum vetri. Sveinn Runólfsson
sagði að engum ætti að dyljast
hvað helst væri til úrbóta. Veðrinu
réðum við ekki en hitt væri á okkar
valdi að þekja þetta land með varan-
legum gróðri; það sem þyrfti væri
miklu stærri átök til landgræðslu
heldur en hingað til.
Sigbjartur Pálsson bóndi í Skarði
í Þykkvabæ sagði víða hefði verið
búið að plæga og tæta en tiltölulega
lítið hefði enn verið sett niður af
kartöflum. Nokkuð hefði verið búið
að sá höfrum og byggi og það hefði
fokið ofan af því. Sigbjartur sagði
að moldrokið væri ofboðslegt og
vonuðust bændur eftir vætu hið
fyrsta.
Pálmi Jónsson segist ekki
vera að hóta stj órnarslitum
varp og breytingartillögur
óbreyttar í gegn.
Valkostir
færu
PÁLMI Jónsson þingmaður Sjálfstæðisflokkisins segist ekki vera að
hóta stjórnarslitum vegna mótstöðu Jóns Baldvins Hannibalssonar
utanríkisráðherra við breytingartillögur meirihluta landbúnaðarnefn-
ar við frumvarp um breytingar á búvörulögum. En það sé ekki hlut-
verk sjálfstæðismanna að gefa eftir í þessu máli; ef utanríkisráðherra
vilja láta þetta varða stjórnarslitum það sé það hans ákvörðun.
Á fundi með eyfirskum bændum Pálmi Jónsson þá lagatúlkun Jóns
í Laugarborg síðasta föstudagskvöld
var til umræðu frumvarp um breyt-
ingar á búvörulögum vegna aðildar
Islands að Evrópsku efnahagssvæði
og breytingartillögur meirihluta
landbúnaðarnefndar sem gera ráð
fyrir ótvíræðu forræði landbúnaðar-
ráðherra með innflutningi á búvör-
um eða vörulíki þessara vara.
Á bændafundinum gagnrýndi
Baldvins Hannibalssonar utanríkis-
ráðherra að EES-samningurinn væri
ríkjandi yfir eldri lagasetningu s.s.
búvörulögum. Pálmi Jónsson sagði
sjálfstæðismenn ekki myndu fara
hamskiptum í hinum þýðingarmestu
málum og leggja til að búvörulögin
yrði afgreidd hið fyrsta á haust-
þingi. „Og ef utanríkisráðherra kýs
að haga málum svo mun ég ekki
hirða hvort hann situr lengur eða
skemur í sínu embætti,“ sagði Pálmi
Jónsson.
1 samtali við Morgunblaðið í gær
sagðist Pálmi ekki vera að hóta
stjórnarslitum en það hefði hins veg-
ar utanríkisráðherrann gert. Hann
hefði látið að því liggja að það hrikti
í stjórnarsamstarfinu. „Og það er
hans mál ef hann kýs að slíta stjórn-
arsamstarfinu út af svona máli þeg-
ar það verður afgreitt. Eg læt það
ekki hafa áhrif á mig.“ Pálmi taldi
það ekki vera hlutverk sitt eða ann-
arra sjálfstæðismanna að gefa eftir
fyrir hótunum utanríkisráðherra og
sagðist hvetja til þess að þetta frum-
Pálmi Jónsson sagðist vænta þess
að Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra myndi leita lags við til að fá
málið flutt að nýju sem stjórn-
arfrumvarp. Ef það tækist ekki hefði
landbúnaðrráðherra um tvær leiðir
að velja. Að flytja frumvarpið sjálfur
eða biðja landbúnaðarnefnd Alþingis
að flytja málið í haust. „Þá er frum-
varpið ekki stjórnarfrumvarp og
þarf því ekki að ráða neinu um af-
sögn einhvers ráðherra þó það yrði
samþykkt með einhveijum mótat-
kvæðum úr ríkisstjórninni. Jón Bald-
vin hefur talað um að það hafi hrikt
í stjórnarsamstarfinu út af þessu
máli: Ef Jón Baldvin kýs að láta það
ráða stjórnarslitum þá mun ég ekki
hirða um það hvort hann situr leng-
ur eða skemur i embætti.“