Morgunblaðið - 18.05.1993, Side 26

Morgunblaðið - 18.05.1993, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993 Hundruð falla í Kabúl ALÞJ ÓÐ ANEFND Rauða krossins áætlar að 600 manns hafi beðið bana og þúsundir manna særst í bardögum í Kabúl milli afganska stjórnar- hersins og liðsmanna skæru- liðaleiðtogans Gulbuddins Hek- matyars frá því á miðvikudag. Óvænt úrslit í Austurríki HÆGRIMENN í Þjóðarflokkn- um í Austurríki misstu meiri- hluta sinn á þingi Neðra Aust- urríkis í kosningum á sunnu- dag. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1945 sem flokkurinn hef- ur ekki meirihluta á þinginu. Frjálslyndur vettvangur, klofn- ingsflokkur frá Frelsisflokkn- um, sem telst lengst til hægri, kom á óvart með því að tryggja sér fyrstu þingsæti sín á þing- inu. Móðir Teresa þjáist MÓÐIR Ter- esa er nú á sjúkrahúsi í Róm eftir að hafa hrasað og brotið þijú rifbein. Tals- maður sjúkra- hússins sagði að hún væri að jafna sig en liði „talsverðar kvalir". Verkfallslok í Saxlandi BÚIST var við í gær að verka- menn í stálfyrirtækjum í Sax- landi myndu samþykkja að binda enda á tveggja vikna verkfall sitt en samningavið- ræður í öðrum fylkjum í austur- hluta Þýskalands sigldu f strand. Sjö myrtir í hefndarskyni TVEIR menn réðust með skammbyssum inn í nætur- klúbb í Fresno í Kaliforníu að- faranótt sunnudags og skutu sjö eigendur og starfsmenn klúbbsins til bana. Mönnunum hafði verið kastað út af staðn- um kvöldið áður. Njósnarar innan NATO handteknir? ÞÝSKA tímaritið Spiegel skýrði frá því á laugardag að verið væri að undirbúa handtöku embættismanna innan Atlants- hafsbandalagsins, sem hefðu njósnað fyrir kommúnistastjórn- ina í Austur-Þýskalandi. Tíma- ritið sagði að verið væri að af- hjúpa njósnahring, sem nefndur hefur verið „Topaz“ og talinn er hafa veitt Austur-Þjóðverjum upplýsingar um hersveitir og vopn bandalagsins, svo og lang- tímaáætlanir þess. Friðaráætlun- in „ófram- kvæmanleg“ TENGIZ Kitovani, fyrrverandi varnarmálaráðherra Georgíu, sagði í gær að áætlun Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta og Edúards Shevardnadze, leið- toga Georgíu, um um frið í Abkhazíu-héraði væri algjör- lega óframkvæmanleg, én sam- kvæmt henni á vopnahlé að taka þar gildi á fimmtudag. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Abkhazíu tók áætluninni einnig fálega. Móðir syrgir serbneskan hermann Reuter SERBNESK kona í Bosníu syrgir son sinn og þrýst- ir höfuðkúpu hans að sér. Múslimskir hermenn drápu son konunnar í fyrra nálægt Srebrenica í austur- hluta landsins. Bein hans og 20 félaga hans fundust í grennd við borgina nýlega. Mennirnir höfðu allir verið grafnir í sömu gröf. Spillingarmál stjórnmálamanna og fyrirtækja á Italíu Olivetti greiddi 430 milljónir kr. í mútur Benedetti segir stjórnmálamennina hafa haldið efnahagslífinu í „gíslingu“ Róm. Reuter. CARLO De Benedetti, forseti Olivetti-tölvufyrirtækisins og einn kunnasti kaupsýslumaður á Ítalíu, viðurkenndi á sunnudag, að fyrirtækið hefði fengið opinbera verksamninga með því að múta stjómmálamönnum. Sagði hann, að ekki hefði verið um annan kost að ræða og sakaði ítalska stjórnmálamenn um að hafa hald- ið öllu efnahagslifinu í Iandinu í gislingu í langan tíma. „Ég gafst upp fyrir þrýstingn- um þegar ég var orðinn viss um, að um líf eða dauða væri að tefla fyrir fyrirtækið, fyrir atvinnu tug- þúsunda manna og fyrir hluthaf- ana,“ sagði Benedetti og bætti við, að á fjórum árum hefði Oli- vetti greitt nærri 430 millj. kr. í mútur vegna samninga við póst- þjónustuna. „Beittu valdi sínu til að þjóna lyginni“ Benedetti hafði áður sagt, að Olivetti hefði aldrei komið nærri mútugreiðslum en á sunnudag kvaðst hann sjálfur mundu axla alla ábyrgð á þeim. Hann fór líka hörðum orðum um þá stjórnmála- flokka, sem ráðið hafa á Ítalíu í áratugi. „Ég gat aldrei sætt mig við starfsaðferðir stjómmálamann- anna, sem beittu valdi sínu, eink- um síðustu 10-15 árin, til að þjóna lyginni og til að halda öllu efna- hagslífinu í gíslingu," sagði hann. Fékk fangelsisdóm í fyrra De Benedetti vakti fyrst á sér athyglí 1978 þegar hann tók við Olivetti, sem þá var illa statt fyrir- tæki í ritvélaframleiðslu, en á nokkrum árum tókst honum að gera það að stærsta framleiðanda ýmiss konar skrifstofubúnaðar í Evrópu. Á síðustu árum hefur þó slegið í bakseglin og fyrirtækið tapað miklu fé. Á síðasta ári var Benedetti svo dæmdur í rúmlega sex ára fangelsi vegna gjaldþrots Banco Ambrosiano, banka, sem tengdist Páfagarði, en hann var varaforseti hans í stuttan tíma. Áfrýjaði hann dóminum og bíður þess, að málið verði tekið fyrir. Reuter CARLO De Benedetti. Meint samtöl Karls og Díönu Voru upp- tökumar falsaðar? London. Reuter. BRESKA dagblaðið The Times sagði í gær að verulegur vafi virt- ist leika á því hvort að fréttir ýmissa æsifréttablaða í síðustu viku um nýjar upptökur af meint- um samtölum konungsfjölskyld- unnar hefðu byggt á nægilega traustum grunni. Það var blaðið Sun sem reið á vaðið með fréttir af upptökunum, en það er gefið út af sömu samsteypu og Times. í frétt Times segir að „sumar heimildir hermi“ að það hafi verið spaugari að nafni Joe Flynn, sem hafi staðið að baki þess- um fréttum. Þá hafi maður að nafni Rocky Ryan, sem þekktur er fyrir að útvega æsifrétta- blöðum vafasamar „einkafréttir", hringt í blaðið og sagst bera ábyrgð- ina. Blaðið Observer birti einnig um helgina niðurstöður rannsóknar þekkts sérfræðings á upptökunum sem benda til að þær séu falsaðar. Embættismenn konungsfjölskyld- unnar, ráðherrar og jafnvel Karl Bretaprins sjálfur hafa vísað því al- gjörlega á bug að samtölin, sem upptökurnar eiga að vera af, hafi átt sér stað. Blaðamenn og ritstjórar æsifréttablaðanna segja fréttirnar hins vegar vera sannar. Heimildir innan Buckinghamhallar sögðu um helgina að Karl Bretaprins og Díana prinsessa hefðu ekki verið saman þennan dag og að hin meinta upptaka væri „aðhlátursefni". Þá var sagt að Karli Bretaprinsi líkaði það mjög illa að vera leiksoppur í baráttu æsifréttablaða um lesendur. Bretadrottning næst Fréttaflutningur af málefnum konungsfjölskyldunnar heldur hins vegar áfram og braut blaðið Sunday Mirror um helgina fyrst allra blaða þá óskrifuðu reglu að ekki séu sagð- ar fréttir af einkalífi Elísabetar Bretadrottningar. Sagði blaðið í frétt að 45 ára hjónaband hennar og Filippusar prins hefði verið ástar- laust. Bandarískur dómari úrskurðar að sígarettur séu hættulegar Varnir tóbaksfram- leiðenda að bresta? New York. The Daily Telegraph. EUGENE Bogen, dómari í bandarísku borginni Greenville í Miss- issippi, hefur úrskurðað að sígarettur séu, lagalega séð, „gallaðar" vegna þess að þær geti valdið sjúkdómum hjá neytendum þeirra. Fjölmargir Bandaríkjamenn hafa höfðað skaðabótamál gegn tób- aksframleiðendum vegna meintar veikinda og dauðsfalla af völdum framleiðslu fyrirtækjanna og er því talið að úrskurður Bogens, sem tengist fyrstu vitnaleiðslum i slíku máli, geti haft mikil áhrif fari svo að hann verði talinn gilda í málinu og dómsyfirvöld í öðrum sambandsríkjum landsins telji hann hafa fordæmisgildi. Yfírheyrslumar eru undanfari áhættu með því að neyta vörunnar máls ættingja Andersons Smiths sem lést 63 ára að aldri og hafði þá reykt að jafnaði 60 Pall Mall- sígerettur á dag frá því snemma á fímmta áratugnum. „Sígarettur eru hættulegasta framleiðsluvara sem seld er með löglegum hætti f landinu,“ sagði Bogen dómari. Vöm tóbaksfyrirtækjanna hefur verið sú að neytandi taki sjálfur en á sígarettupökkum er viðvörun þar sem segir að varan geti valdið heilsutjóni. Neytandinn hljóti því að minnsta kosti að bera hluta ábyrgðarinnar. Ennfremur full- yrða lögfræðingar tóbaksfyrir- tælq'anna að ekki hafí tekist að sanna með óyggjandi hætti skað- semi vörunnar en sígarettur eru sagðar valda krabbameini, lungna- þembu og hjartakvillum. Fram til þessa hafa bandarískir dómstólar talið þessar roksemdir gildar. Misnotkun á sígarettum Eftir niðurstöðu Bogens, sem þegar var áfrýjað, verða talsmenn American Brands-fyrirtækisins, sem framleiðir Pall Mall, nú að sanna að Smith hafí tekið „sérstak- lega mikla áhættu" er hann ákvað að byija að reykja. Ætli þeir sér að fá dómara til að úrskurða að Smith hafi að hluta til sjálfur graf- ið sér gröf verða lögfræðingar fyr- irtækisins að sýna fram á að Smith hafí misnotað vöruna eða á ein- hvern hátt notað hana á óeðlilegan hátt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.