Morgunblaðið - 18.05.1993, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPIXfflXVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993
35
Fræðsla
Námskeið haldið
fyrir afgreiðslufólk
SÉRSTÖK starfsmenntunarnefnd sem sett var á stofn í kjölfar síð-
ustu kjarasamninga verslunarmanna hefur ákveðið að efna til stuttra
námskeiða fyrir afgreiðslufólk í verslunum. í fyrstu verða haldin
grunnnámskeið fyrir allt afgreiðslufólk og námskeið fyrir afgreiðslu-
fólk í vefnaðarvöruverslunum og kjötdeildum verslana.
Tölvur
Nýjungí
þjónustu
hjá Örtölvu-
tækni
ÖRTÖLVUTÆKNI—Tölvu-
kaup hefur sett upp nýja deild
undir heitinu Örskot þar sem
reynt verður að afgreiða
aukahluti, rekstrarvörur,
tölvur og prentara til við-
skiptavina samdægurs eða í
síðasta lagi daginn eftir að
pöntun berst.
Örskot mun gefa ót vörulista á
4-6 vikna fresti þar sem kynntar
verða mest seldu vörurnar ásamt
því sem sérstök mánaðarleg tilboð
verða jafnan í gangi á tölvum,
prenturum o.fl. Listinn verður
sendur til þeirra sem þess óska
mánaðarlega. Hjá deildinni eru 6
starfsmenn sem munu leggja sér-
staka áherslu á skjöta þjónustu og
eru viðskiptavinir ekki krafðir um
sendingarkostnað.
Sölustjóri er Tryggvi Þorsteins-
son. Hann segir að ýmis stórfyrir-
tæki erlendis á tölvumarkaðnum
hafi sett á stofn slíkar deildir til
að auka persónuleg samskipti við
viðskiptavinina. í tilviki Örtölvu-
tækni hafi fyrirmyndin verið sótt
til Digital sem starfræki svokallaða
DECdirect-þjónustu.
Samkvæmt upplýsingum Magn-
úsar Finnssonar, framkvæmdastjóra
Kaupmannasamtakanna, hafa engar
fastmótaðar venjur eða hefðir skap-
ast hér á landi um hvernig eigi að
standa að slíkum málum og hefur
því tiltölulega lítið verið gert í því
að efla þekkingu og menntun versl-
unarstéttarinnar. Kaupmannasam-
tökin hafa þó haldið fjölda stuttra
námskeiða í hinum ýmsu greinum
um langt skeið.
Starfsmenntunarnefndin hefur
notið styrks úr Starfsmenntunar-
sjóði til þess að undirbúa námsgögn
og námstilhögun en námsefni verður
samið með hliðsjón af erlendum upp-
lýsingum. Fyrirhugað er að halda
eitt námskeið fyrir afgreiðslufólk í
kjötdeildum í þessum mánuði en hin
námskeiðin hefjast næsta haust, að
sögn Magnúsar.
Nefndin hefur einnig unnið að því
að undirbúa stutta námsbraut í
framhaldsskólum fyrir afgreiðslu-
fólk.
Sjónarhorn
Gerðardómur — skjót
úrlausn viðskiptadeilu
eftir Jónas Fr. Jónsson
I viðskiptum, hvort heldur innan-
lands eða milli landa, getur komið
til ágreinings milli viðskiptaaðil-
anna. Snýst ágreiningurinn yfirleitt
um það hvort samningur hafí verið
efndur á réttan máta 'eða hvert sé
hið eiginlega innihald samningsins.
Oft geta viðskiptaaðilarnir sjálfir
sett niður ágreininginn en slíkt er
þó ekki algilt. Þegar þannig háttar
er nauðsynlegt fýrir viðskiptaaðila
að eiga kost á skjótri úrlausn sem
tekur mið af viðskiptalegum sjónar-
miðum. Þetta markmið var haft að
leiðarljósi þegar gerðardómur
Verslunarráðs Islands var settur á
stofn fyrir rúmum 70 árum.
Hvað er gerðardómur
Gerðardómur er úrlausnaraðili
sem viðskiptaaðilar semja um að
leysi úr ágreiningi sínum. Með því
að semja um að setja ágreining í
gerð afsala þeir sér þeim rétti að
leita til almennra dómstóla og
skuldbinda sig til þess að hlíta nið-
urstöðu gerðardómsins.
Gerðardómar eru yfírleitt skipað-
ir jafnmörgum aðilum tilnefndum
af hvorum deiluaðila um sig og að
auki einum hlutlausum oddamanni.
Er yfirleitt leitast við að hafa gerð-
ardóm skipaðan mönnum með sér-
þekkingu.
Kostir gerðardómsmeðferðar
Gerðardómsmeðferð tekur
skemmri tíma en mál fyrir almenn-
um dómstólum og er yfirleitt kostn-
aðarminni. Slík meðferð er ekki
opinber og því geta viðskiptaaðilar
haldið viðkvæmum deilumálum
leyndum. Það verður einnig að telj-
ast kostur að annar aðilinn getur
ekki upp á sitt eindæmi sett mál í
gerð. Viðskiptaaðilar verða að
semja um slíkt, þannig að þeir eru
a.m.k. sammála um að leysa ágrein-
inginn, sem getur skipt miklu varð-
andi framtíðarviðskipti þeirra. Að
síðustu má nefna að gerðardómur
er yfírleitt skipaður aðilum með
sérþekkingu á viðkomandi viðskipt-
um sem líta oft til venju og sann-
girni við úrlausn sína og eru ekki
jafn bundnir af lagatexta. Slíkir
menn sem einnig eru tilnefndir af
sitt hvorum deiluaðilanum eiga
jafnvel oft og tíðum möguleika á
að ná fram sáttum á milli deiluað-
ila án þess að fella dóm.
Virkara úrræði en áður
Gerðardómar hafa ekki verið
mikið notaðir í íslensku viðskiptalífi
til þessa og ræður sjálfsagt mestu
að allt fram til ársins 1989 voru
þeir ekki aðfararhæfír. I dag eru
þeir aðfararhæfir, en með því er
átt við að sá aðili sem dómur fellur
í hag, getur leitað til sýslumanns
um fullnustu dómsins með aðfarar-
gerð (yfirleitt fjánámi).
Dómurinn verður þannig endan-
legur og bindandi fyrir deiluaðila
og verður ekki borinn undir al-
menna dómstóla efnislega. Þegar
það bætist við að dómarnir eru
orðnir aðfararhæfír má ætla að
úrræði þetta verði notað í mun rík-
ara mæli en áður. Vegna þessa
ákvað Verslunarráð íslands að
hleypa krafti í starf gerðardóms
Verslunarráðs íslands.
Gerðardómur Verslunarráðs
íslands
Um gerðardóm Verslunarráðs
íslands gilda þau almennu sjónar-
mið sem hér hafa verið rædd. Hann
starfar skv. sérstakri reglugerð
(sem til er í enskri þýðingu) og
sinnir jafnt málum félagsmanna
sem annarra. Umsjón með málefn-
um gerðardómsins hefur sérstök
þriggja manna stjórn sem í sitja
Jónas Fr. Jónsson
Baldur Guðlaugsson hrl., formaður,
Pétur Guðmundarson hrl. og Jó-
hann J. Ólafsson forstjóri. Hlutverk
stjórnarinnar er fyrst og fremst að
undirbúa mál fyrir gferðardómsmeð-
ferð og tilnefna formann gerðar-
dóms í hveiju máli. Stjórnarmenn
dæma þannig ekki í málum sem
fara fyrir gerðardóminn. Það er
skoðun Verslunarráðs íslands að
ótvírætt hagræði sé af því fyrir ís-
lenskt viðskiptalíf að geta leitað til
innlends gerðardóms, einkum þegar
gerðir eru viðskiptasamningar við
erlenda aðila. Slíkt getur a.m.k.
orðið til þess að samkomulag náist
frekar um gerðardóm í þriðja landi.
Verslunarráð íslands hvetur aðila í
viðskiptum til þess að kynna sér
kosti gerðardóma sem úrlausnarað-
ila í viðskiptadeilum.
Höfundur cr lögfræðingur Versl-
unarrúils íslands.
Fáskrúðsfjörður
Rekstur Kaupfé-
lagsins íjámum
ALLS varð tæplega 400 þúsund króna hagnaður hjá Kaupfélagi Fá-
skrúðsfirðinga að því er fram kom á aðalfundi félagsins sem haldinn
var þann 8. maí sl. Tap varð hins vegar af dótturfyrirtækis kaupfélags-
ins, Hraðfrystihúsi Fáskrúðsfjarðar að fjárhæð 39 milljónir sem að
mestu má rekja til útgerðar fyrirtækisins. Velta fyrirtælqanna á sl.
ári var alls tæplega 1,2 milljarðar og dróst saman um 6% milli ára.
Tekjur Hraðfrystihúss Fáskrúðs-
fjarðar drógust saman um 80 millj-
ónir milli ára vegna samdráttar í
afla togaranna Ljósafells og Hof-
fells. Að auki gerði fyrirtækið út
rækjuskipið Búðafell á sl. ári en það
skip var selt í janúar árið 1993.
Akveðið hefur verið að gera breyt-
ingar á fiskimjölsverksmiðju fyrir-
tækisins og er stefnt að því að.þar
verði hægt að taka á móti loðnu á
næstu vertíð.
Samkvæmt samstæðureikningi
var fjármunamyndun um 94 milljón-
ir eftir að endurgreiddar höfðu verið
um 26 milljónir til Hraðfrystihússins
úr Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegs-
ins. Bókfært eigið fé nam í árslok
481 milljón sem er um 47% af heild-
areignum. Greiddar voru 310 millj-
ónir í vinnulaun til 363 starfsmanna
sem komu á launaskrá, en að jafn-
aði vinna tæplega 200 manns hjá
fyrirtækjunum. Aðalfundurinn sam-
þykkti að veita stjórn félagsins heim-
ild til að setja á stofn B-deild stofn-
sjóðs. í stjórn voru kjörnir þeir Björn
Þorsteinsson, formaður, Jóhannes
Sigurðsson, Ólafur H. Gunnarsson,
Jens P. Jensen og Kjartan Reynis-
son. í varastjórn eru Lars Gunnars-
son, Elínóra Guðjónsdóttir og Högni
Skaftason. Kaupfélagsstjóri Kaupfé-
lags Fáskrúðsfirðinga og fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Fá-
skrúðsfjarðar er Gísli Jónatansson.
Hugbúnaður
Ný útgáfa af ÓpusAllt
NÝLEGA hófst dreifing á nýjustu útgáfu ÓpusAllt bókhaldshugbúnað-
ar, útgáfu 1.2. í þessu nýja kerfi má t.d. færa bókhaldið í mörgum
gjaldmiðlum og færslur má færa fram og aftur í tímann. I viðskipta-
mannabókhaldinu og sölukerfinu er nú unnt að nota A-gíróseðla í
innheimtu, prenta út Euro/Visa raðgreiðslusamninga og prenta sér-
stök eyðublöð og kvittanir. Þá hafa ný kerfi verið að líta dagsins ljós
að undanförnu hjá íslenskri forritaþróun, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu.
Nýlega hófst dreifing á ÓpusAllt
verkbókhaldi sem búið er helstu
möguleikum sem þörf er á í slíku
bókhaldi. í því er t.d. vísitöluteng-
ing, mismunandi verkstjórnarálag,
eftirlit með framlegð, tilboðskerfí,
kostnaðaráætlanagerð, verkbeiðnir
og tenging við stimpilklukkur.
ÓpusAUt kassakerfið tengist öll-
um helstu kassakerfum sem í boði
eru hér á landi, t.d. Omron, IBM,
TEC og ICL kerfum. Kerfið sendir
vöruupplýsingar út á sölukassa, Ies
söluupplýsingar frá kössum og útbýr
sölusögu, uppfærir birgðir, við-
skiptamenn og fjárhagsbókhakt
Með því má fá sölusögu vara, út-
prentun á hillumiðum og límmiðum
með strikamerkjum p.fl.
ÓpusAllt bein markaðssókn er
nýtt kerfí sem hefur þann tilgang
að hjálpa starfsmönnum fyrirtækja
að halda utan um upplýsingar varð-
andi samskipti þeirra við núverandi
og tilvonandi viðskiptavini. Sölu-
menn geta t.d. aukið afköst sín með
því að skrá samtöl og heimsóknir í
þetta kerfí og hvenær þeir ætla að
hafa samband við viðkomandi aðila
aftur.
| -Brook
I (rompton 1
RAFMOTORAR
1000 - 1500 - 3000 snúninga
0,25 - 37 kw
Til afgreiðslu strax
Poulsen
Suðurlandsbraut 10
Sími 686499 - Fax 680539