Morgunblaðið - 18.05.1993, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993
43
stöðu sem matráðskona verbúðum
hjá farand- og fiskverkamönnum.
Það var henni líka mikill reynslu-
skóli að sjá ýmsar mannlífsmyndir
við dvölina þar og verða vitni að
lífsbaráttu þessa fólks, sem varla
á í sig eða á, en stendur undir
þjóðarframleiðslunni á flestum
stigum. Hún tók þátt í stofnun
Sjómannastofu í Neskaupstað og
.veitti henni forstöðu um tíma.
Margir sjómenn síldaráranna
hugsa til hennar með hlýhug, þar
sem Sjómannastofan var alltaf
miðpunkturinn í landlegum og af-
þreying og matur ávallt á boðstól-
um.
Um æskuár ömmu get ég ekki
íjallað mikið, en ótal sögur sagði
hún okkur barnabömunum um
æsku sína og rifjaði gjarnan upp
daga sína í Skörðum og Húsavík
og nágrenni. Hún lék atburði lið-
inna tíða og dró upp mannlífs-
myndir og frásagnir af einstakling-
um á sinn einstaka hátt, lék og
hermdi eftir, enda skein léttleiki
Helga föður hennar í gegnum allt
og skildi eftir sig ljóslifandi mynd-
ir. Strax ung að árum yfirgaf hún
systkinahópinn þar sem hún naut
atlætis, en ávallt hélt hún tryggð
og sambandi við frændgarð sinn
þótt hún byggi austur á landi. Flest
sumur seinni árin naut hún þess
að dveljast í Skörðum í húsi Unnar
og Jóns hjá vinum og frændum
nokkrar vikur í senn. Það kallaði
hún heima og var nánast eins og
drottning i ríki sínu. Hún vildi allt-
af halda tengslum við fæðingar-
og uppeldisstað sinn. Ég man eftir
ferðum sem hún fór norður og tók
mig með sér. Lét mig njóta sam-
vista við frændfólk og vini. Við
fórum nokkrar ferðir með Kreuer
á Reyðarfirði í rútu yfir Möðrudals-
öræfi, sem var fýrir mér eins og
ferð til annars lands, til Húsavíkur
og síðan í Skörð. Með vinafólki
sínu, Tóta og Betu í Neskaupstað,
fór hún ófáar ferðir norður og ég
minnist einnar slíkrar ferðar þegar
komið var við hjá Jóni í Möðrudal,
en þau amma voru miklir vinir.
Fyrir mér er þessi heimsókn ljóslif-
andi enn í 'dag; kirkjan, orgelið og
söngurinn þeirra Jóns, hvernig allt
varð að stórkostlegu ævintýri í
minningu ungs drengs.
Kristrún Helgadóttir var stór-
lynd án þess að búa yfir hroka,
ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd.
Hún fylgist grannt með högum
fjölskyldunnar og barnabarna
sinna, gjarnan var síminn notaður
til að tengja. Ef eitthvað vantaði
var eins og eitt hugskeyti nægði.
Samstundis var reynt að uppfylla
óskir og þarfir og allt gert með
sama hugarfarinu: „Ég veit hvað
það er að vanta þetta.“ Hún vitn-
aði oft í orð móður sinnar og sagði:
„Björgin er alls staðar nálæg, bara
bera sig eftir henni.“ Sú kona vissi
eflaust hvað það var að vanta hluti
og leita úrræða til að fleyta fram
stórum bamahópi, en eðlið var eitt
og hið sama í þeim báðum, að láta
verkin tala. Frændur mínir hafa
sagt að í ömmu hafi komið sterkt
fram skapgerð beggja foreldra og
var hún að mörgu leyti lík móður
sinni, glöð og létt í lund, ákveðin
og föst fýrir þegar á reyndi en
gleði og léttleiki föðurins skein oft
í gegnum alvöruna.
Til hinsta dags stóð hún keik
og unni sér aldrei hvíldar. Hún
naut þess að fá gesti í heimsókn
og vinir litu gjarnan inn á heimili
hennar á Þiljuvöllum, en þar bjó
hún ásamt afa hin seinni árin í
húsi foreldra minna þar til hann
lagðist inn á Fjórðungssjúkrahúsið
á Neskaupstað fyrir nokkrum
misserum. Við sem eftir lifum vit-
um að það er aðeins ein Kristrún
Helgadóttir og hennar skarð verð-
ur ekki fyllt. Það sem við getum
gert er að hlúa vel að minningu
hennar og sækja til hennar fyrir-
mynd um áræði og þann kjark sem
einkenndi hana alla ævi. Söknuður
afa og okkar hinna er mikill. Kall-
ið er komið, klukkan hefur glumið.
Hún er mætt á öðrum og nýjum
vettvangi. Hún er lögð upp í nýja
ferð um nýjar óbyggðir.
Elsku amma, ég og fjölskylda
mín þökkum þér fýrir allt það sem
þú hefur gert fyrir okkur. Heim-
sókn þín nú síðast skerpti minn-
ingu þína og gerir þig svo nálæga,
þótt þú hafir yfirgefið sviðið.
Þakka þér stuðning þinn við börn-
in okkar og atlæti er þau nutu í
návist þinni. Við Ragga þökkum
þér hjartanlega fýrir allan stuðn-
inginn og áhuga þinn á framgangi
fjölskyldunnar og velferð __ okkar.
Það mun aldrei gleymast. í okkar
garð og allra hinna naut sín til
fulls gjafmildi þín og gæska.
Sælir eru hjartahreinir því að
þeir munu Guð sjá.
Blessuð sé minning ömmu
minnar.
Sigurður Rúnar Ragnarsson.
Merkiskonan Kristrún Helga-
dóttir er látin. Hún kvaddi skyndi-
lega og miklu fyrr en við vinir henn-
ar áttum von á. Fyrir nokkrum
dögum heimsótti hún okkur og var
að vanda glöð og hress. Sagði okk-
ur smellnar sögur og hermdi eftir
sérkennilegu fólki. Ræddi um Al-
þingi og ríkisstjórn í voru landi og
var ómyrk í máli, sem sé með eld-
legan áhuga á lífinu og tilverunni,
og því datt manni síst í hug að
þetta yrði okkar síðasti fundur.
Ég kynntist henni fyrst þegar
ég sem lítt þroskaður strákstauli,
á fimmtánda ári, vann við útgerð
manns hennar, Sigurðar Hinriks-
sonar. Þá var það alsiða að sjó-
menn og landmenn væru til heimil-
is hjá útgerðarmanninum. Hjá þeim
Kristrúnu og Sigurði var gott að
vera, og allt frá því sumri 1931
þótti mér vænt um Kristrúnu.
Kristrún var Þingeyingur að ætt
og uppruna. Mun fýrst hafa komið
hingað í vist til Valdimars Snævarr
skólastjóra og konu hans Stefaníu
Erlendsdóttur og kynnist þá manni
sínum Sigurði Hinrikssyni útgerð-
armanni, einstaklega vel gefnum
og traustum manni. Þau eignuðust
einn son, Ragnar, sem lést langt
um aldur fram, en sem við Norð-
firðingar munum lengi minnast
sem eins af bestu sonum okkar
bæjar, því verk hans urðu okkur
heilladijúg þótt ævin yrði stutt.
Einnig eiga þau kjörson, Hinrik,
sem búsettur er í Keflavík.
Lengst af var heimili þeirra Sig-
urðar og Kristrúnar að Tröllanesi,
nú Tröllavegur 4, en fyrir allmörg-
um árum fluttust þau í íbúð í húsi
sonar síns Ragnars og konu hans
Kristínar Lundberg og voru þar að
nokkru leyti í þeirra skjóli við ein-
staka ástúð og umhyggju.
Þegar ég kom hér til starfa sem
íþróttakennari haustið 1940 var
Kristrún orðin formaður Kvenfé-
lagsins Nönnu. Á þessum árum,
sem og nú, voru Kvenfélagið Nanna
svo og Kvennadeild Slysavamafé-
lagsins ákaílega virk og virt félög
hér í bæ, sem létu ekkert sem horfði
til framfara sér óviðkomandi. Oft
hefur kveikjan að ýmsum menning-
ar- og mannúðarmálum orðið til
hjá félögum í bænum og síðan ver-
ið flutt inn á borð bæjarstjórnar,
þar sem svo endanlegar ákvarðanir
hafa verið teknar. Líklega hefur
þetta verið algengara á fyrstu ára-
tugum þessarar aldar en nú er,
meðan Neskaupstaður var í ör-
ustum vexti og mótun.
Það þótti því sjálfsagt að félögin
ættu fulltrúa í framkvæmdanefnd-
um ýmissa þeirra verka sem fram-
kvæmd voru á ábyrgð bæjarstjórn-
ar, en sem félögin höfðu barist
fyrir og safnað fé til. Þannig var
það t.d. með sundlaugarbygging-
una 1942-1943. Sú nefnd sem sá
um þá framkvæmd var að meiri-
hluta skipuð fulltrúum þeirra fé-
laga sem mest og best börðust fyr-
ir sundlaugarbyggingunni. Þar var
íþróttafélagið Þróttur í fararbroddi,
svo og áðurnefnd kvenfélög. Full-
trúi Kvf. Nönnu í nefndinni var
formaður félagsins og á þeim vett-
vangi kynntist ég vel félagshyggju-
og forustukonunni Kristrúnu
Helgadóttur. Hjá henni þekktist
hvorki vol né víl. Með djörfung var
sótt að settu marki og því náð á
tilsettum tíma. En það er önnur
saga, sem væri þess virði að yrði
rifjuð upp á 50 ára afmæli sund-
laugarinnar nú í sumar.
Aftur lágu leiðir okkar saman
við undirbúning og framkvæmd
sjúkrahússbyggingarinnar á 5. og
6. áratugnum. Allt frá byijun vann
Kristrún af eldlegum áhuga að
framgangi sjúkrahússbyggingar-
innar og þegar kosin var fram-
kvæmdanefnd sjúkrahússbygging-
arinnar var hún, ásamt forustu-
manni þess máls, séra Guðmundi
Helgasyni, kjörin fulltrúi félaga-
samtakanna í bænum. Þá sem og
jafnan síðar var stuðningur kvenfé-
laganna í bænum ómetanlegur og
nú hin síðari árin hafa, sem betur
fer, fleiri félagasamtök bæst í
þennan styrktarhóp.
Álagið á fáliðaðan og reynslulít-
inn starfshóp sjúkrahússins við
upphaf starfseminnar í janúar 1957
var gífurlegt. En velvild og hjálp-
semi almennings var einstök. Þar
var Kvenfélagið Nanna undir
styrkri stjóm Kristrúnar ein helsta
hjálparhellan og væri of langt mál
að telja hér upp allt það sem hún
framkvæmdi og skipulagði þá fyrir
sjúkrahúsið.
Hér að framan hefi ég aðeins
minnst á þátt Kristrúnar að fram-
kvæmd tveggja menningar- og vel-
ferðarstofnana þessa bæjar. En
vissulega kom hún svo miklu víðar
við sögu í menningar- og líknarmál-
um. Hún var m.a. fulltrúi Kvf.
Nönnu við byggingu félagsheimilis-
ins Egilsbúðar. Þá var hún lengi
vel í ýmsum nefndum á vegum
bæjarfélagsins sem tengdust vel-
ferðar- og líknarmálum. Hún var
lengi í forustusveit Sambands aust-
firskra kvenna. Kristrún hafði mik-
inn áhuga á æskulýðs- og uppeldis=.
málum og var um tíma gæslumað-
ur Barnastúkunnar Vorperlu.
Kristrún var róttæk og fijálslynd
í skoðunum, djörf og hreinskilin.
Hún var söngelsk og hafði ágæta
söngrödd og söng lengi í kirkjukór
Norðfjarðarkirkju. Þar sem Krist-
rún var í hópi ríkti jafnan lífsfjör
og gleði. Hún var mikill vinur vina
sinna og huggari og velgjörðar-
maður margra sem bágt áttu.
Við hjónin og börn okkar áttum
góðan vin þar sem Kristrún var.
Sonur okkar Siguijón sendir úr
fjarlægð þakkir og kveðjur. Inni-
legar samúðarkveðjur sendum við
og eiginmanni, syni, tengdadætr-
um, barnabörnum, systkinum og
öðrum ættingjum og vinum. Bless-
uð sé minning Kristrúnar Helga-
dóttur.
Stefán Þorleifsson.
Ragnheiður Brynj-
ólfsdóttir
Fædd 31. janúar 1910
Dáin 4. maí 1993
Vinkona mín, Ragnheiður
Brynjólfsdóttir, Holtagötu 4 á
Akureyri, er látin. Ég eignaðist
hana í gegnum móður mína, en
þær urðu vinkonur í Reykjavík
fyrir mína tíð. Móðir mín minnist
oft á eindæma létta lund og dil-
landi hlátur sem einkenndi Ragn-
heiði. Samt var lífið henni ekki
létt, ungri og glæsilegri stúlku var
henni kippt til hliðar á lífsbraut-
inni og dvaldi hún mörg ár og
erfið á Vífilsstaðaspítala og síðar
á Kristnesi og bjó hún alla tíð síð-
an við skerta líkamlega heilsu. En
mótlætið braut hana ekki niður,
og eflaust var það jákvætt hugar-
farið og hláturinn sem fleytti henni
yfir erfið ár.
Árin liðu, ég sá hana sjaldan.
Hún bjó fyrir norðan. Þar eignað-
ist hún góðan mann, Björn Guð-
mundsson, og með honum átti hún
dótturina Bryndísi og ég er viss
um að með þeim hafa hamingju-
draumar hennar ræst. Dóttir
Björns af fyrra hjónabandi, Gyða,
var Ragnheiði kær sem eigin dótt-
ir.
Örlögin réðu því hins vegar svo
að ég átti hauk í horni þar sem
vinkona móður minnar og fjöl-
skylda hennar voru. En þau voru
einmitt meðal þeirra sem tóku á
móti mér, manni mínum og barni,
opnum, hjálpfúsum örmum, er við
fluttum til Akureyrar árið 1968.
Ragnheiður, Björn og Bryndís
lögðu sig fram við að aðstoða okk-
ur á alla lund. Ég get aldrei full-
þakkað þann vinargreiða.
Það er ómetanlegt að finna
hlýju og manngæsku taka á móti
sér þegar flust er búferlum á nýj-
an stað og vináttan er dýrmæt.
Ragnheiður var guðmóðir bróð-
ur míns sem var skírður árið 1939
og 33 árum síðar tók hún að sér
sama hlutverk við skírn dóttur
minnar og víst er að hún uppfýllti
skyldur sínar gagnvart þessum
börnum, en hún bar ekki aðeins
velferð og hamingju þeirra fyrir
bijósti, heldur einnig allra minna
barna og sem og móður minnar.
Ragnheiður var lánsöm í einka-
lífi sínu. Þau Björn voru samstillt
og nægjusöm hjón. Þau voru glöð
og gestrisin og átti ég margar
ánægjulegar stundir hjá þeim í
Holtagötunni á árum mínum á
Akureyri og eftir að ég flutti það-
an höfum við vinkonurnar heim-
sótt hvor aðra þegar við höfum
verið á ferð. Ég hitti hana í síð-
asta skipti í október sl. Þá fagn-
aði hún mér sem fyrr og við áttum
skemmtilega stund í eldhúskrókn-
um hjá henni, alveg eins og áður.
Eftir að Björn lést árið 1979
bjó Ragnheiður áfram á heimili
sínu, hún hélt sæmilegri heilsu og
hafði fyrir löngu sætt sig við tak-
markað þrek. Hún naut einstakrar
umönnunar Bryndísar dóttur sinn-
ar og tendasonarins, Halldórs Pét-
urssonar, og dvaldi oft á heimili
þeirra í Álfabyggð 3 á Akureyri,
um lengri eða skemmri tíma. Hún
naut þess að vera samvistum við
þau og dætur þeirra tvær, Ragn-
heiði, sem stundar nám í læknis-
fræði við Háskóla íslands, og Þór-
- Kveðja
dísi, nemdanda í Verkmenntaskól-
anum á Akureyri, en þær voru
sannkallaðir augasteinar ömmu
sinnar, enda gat hún svo sannar-
lega verið stolt af þeim.
Á hveiju ári heimsótti hún
Gyðu, stjúpdóttur sína, og Jón
Ágústsson, mann hennar, og fjöl-
skyldu þeirra, sem búa á Selfossi,
og dvaldi hjá þeim um tíma. Ég
veit að henni voru þessar fjölskyld-
ur afskaplega hjartfólgnar og tal-
aði hún um þau með sérstökan
glampa í augum. Ég hef sam-
glaðst henni innilega að eiga allt
þetta góða fólk að og ég er þakk-
lát fyrir að hún skyldi geta notið
samvistanna við þau fram á síð-
ustu stund.
Megi ljúfar minningar milda.
sorg ástvinanna.
Ragnheiður kvaddi þennan
heim á hljóðlátan og fyrirvaralaus-
an hátt. Hún varð bráðkvödd að-
faranótt 4. maí og var jarðsungin
frá Akureyrarkirkju 11. þ.m. Að
leiðarlokum þakka ég kærri vin-
konu minni samfylgdina. Ég
þakka henni alla hjálpina og
gæsku í minn garð og tryggðina
við móður mína. Ég mun minnast
hennar í hvert sinn sem Akureyri
er nefnd, í hvert sinn sem ég strýk
fíngerðu handavinnuna sem hún
gaf mér, í hvert sinn sem ég steiki
laufabrauð og svo oft og einatt.
Ég á þá ósk heitasta, að það verði
tekið jafnvel á móti henni í æðri
heimi og hún ávallt tók á móti mér.
Guð blessi minningu Ragnheið-
ar Brynjólfsdóttur og gefi henni
frið.
Elsa Petersen.
^^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
§f ílcisfí^i rnnf "in cjijn'i "n ta
Síöasti pöntunardagur Macintosh-
tölvubunaöar meb verulegum afslætti er
maí y&
Innkaupastofnun ríkisins
Borgartúni 7, Rvk. Sími: 91 -26844