Morgunblaðið - 18.05.1993, Page 54
54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1993
Tucker lögreglustjóri 1 Tallahassee í
viðtali við blað í Flórída
Betra og réttlát-
ara kerfí á Islandi
MELVIN L. Tucker, lögreglusljóri í Tallahassee í Flórída, sem nýlega
var staddur hér á landi í átta daga í boði dómsmálaráðuneytisins, fer
viðurkenningarorðum um íslenska réttarkerfið í viðtali sem birtist í
dagblaðinu Tallahassee Democrat síðastliðinn fimmtudag undir fyrir-
sögninnni: Augu Tuckers opnast á íslandi. „Að flestu leyti eru starfs-
hættir í íslenska réttarkerfinu mun nútímalegri en okkar,“ segir Tuc-
ker. „Kerfið er markvissara og réttlát niðurstaða líklegri.
í fréttinni er rakið að á íslandi
sitji aðeins 118 manns í fangelsi,
dómarar séu ekki skipaðir tíma-
bundið eins og í Bandaríkjunum
og ekki sé notast við kviðdóma.
Saksóknurum á íslandi beri að leit-
ast við að draga fram sannleikann
í málum fremur en að einblína á
sakfellingu. Tucker vitnar til þess
að ríkissaksóknari hafi áfrýjað
máli til Hæstaréttar til að fá refs-
ingu mildaða þegar honum þótti
maður of hart dæmdur. „Hjá okkur
geta lögfræðingar náð árangri með
~því að halda hlutum leyndum,"
segir Tucker og telur hið íslenska
kerfi taka hinu bandaríska fram
að öllu öðru leyti en því að honum
finnst óeðlilegt að unnt sé að áfrýja
sýknudómi til Hæstaréttar.
Hagstæður samanburður
í fréttinni er einnig gerður sam-
anburður á fangelsiskerfum á ís-
landi og í Flórída. „Við tölum um
að taka harðar og harðar á málum
en þeir búa við mjög fijálslegt
kerfi og samt er sama hlutfall
fanga dæmt oftar en einu sinni til
fangelsisvistar." í framhaldi af
þessum orðum segir hann tíma til
kominn fyrir Bandaríkjamenn að
endurskoða og endurmeta réttar-
og fangelsiskerfi sitt með ný við-
horf að leiðarljósi. „Við erum að
tapa baráttunni. Glæpum er að
fjölga og þeir verða sífellt ofbeldis-
fyllri,“ segir Melvin Tucker.
Ætlunin er að framhald verði á
samskiptum lögregluyfirvalda í
Tallahassee,_ höfuðborg Flórída, og
hér á landi. íslenskir lögreglumenn
heimsækja Tallahassee væntan-
lega síðar»á árinu.
Atvinnuástandið í aprílmánuði
Atvinnuleysi minnkar
nema á Suðumesjum
SKRÁÐIR atvinnuleysisdagar í aprílmánuði samsvara því að um 5.800
manns hafi að meðtaltali verið atvinnulausir í mánuðinum. Er það
900 færra en i marsmánuði en 2.100 fleiri en í apríl á síðasta ári.
í mánuðinum dró úr atvinnuleysi alls staðar á landinu nema á Suður-
nesjum, og bendir flest til þess að árstíðabundnar sveiflur eins og
störf í byggingariðnaði, við vegagerð, við samgöngur og sumarstörf
sveitarfélaga skýri þessar breytingar. Þá hafa átaksverkefni sveitar-
félaga einnig talsverð áhrif.
Alls voru skráðir um 126 þúsund
atvinnuleysisdagar á landinu öllu í
apríl, 67 þúsund hjá körlum og um
59 þúsund hjá konum. Samsvarar
þetta því að 3.100 karlar og 2.700
konur hafi verið án vinnu í mánuð-
inum. Samkvæmt þessu hefur
skráðum atvinnuleysisdögum fækk-
að um 19 þúsund frá mánuðinum
á undan, en fjölgað um 46 þúsund
frá aprílmánuði í fyrra. Þessar tölur
jafngilda 4,6% af áætluðum mann-
afla á vinnumarkaði og skiptist
þannig að atvinnuleysi meðal
kvenna er 5,2% og 4,1% hjá körlum.
Minna í apríl
í upplýsingum frá vinnumála-
skrifstofu félagsmálaráðuneytisins
kemur fram að atvinnuleysi mælist
yfirleitt nokkuð minna í apríl hér á
íandi en í marsmánuði á undan.
Atvinnuleysið fyrir landið í heild
minnkar um 13% milli þessara mán-
uða nú og er það í góðu samræmi
við þær reglulegu breytingar sem
búast má við frá mars til apríl, en
atvinnuleysi minnkaði aðeins milli
3 og 4% bæði árin 1991 og 1992.
Atvinnulausum fjölgaði hins vegar
um 57% frá apríl 1992.
^Peysudagar í Glugganum v
Peysur, jakkapeysur, vesti,
peysusett, silkibolirog silkitoppar.
Verslunin Glugginn,
Laugavegi 40.
Fyrsta rallmót ársins var haldið um helgina
Titilvörn íslands-
meistaramia hafín
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Yfirburðaökumenn
ÁSGEIR Sigurðsson og Bragi Guðmundsson á Metro unnu fyrsta
rallmót ársins og var það fjórða árið í röð, sem þeir vinna fyrstu
keppnina í Islandsmótinu.
Akstursíþréttir
Gunnlaugur Rögnvaldsson
íslandsmeistararnir Ásgeir
Sigurðsson og Bragi Guð-
mundsson á sérsmíðuðum
Metro 6R4 rallbíll unnu á laug-
ardag Þoturallið, sem var
fyrsta rallmót ársins. Mótið fór
fram á Suðurnesjum og var
skipulagt af Akstursíþróttafé-
lagi Suðurnesja. Ásgeir og
Bragi náðu forystu strax í byrj-
un, en Steingrímur Ingason og
Páll Kári Pálsson á Nissan
veittu þeim harða keppnim þótt
þeir yrðu að sætta sig við ann-
að sæti eftir akstur á 12 sérleið-
um. Þriðju urðu Birgir Vagns-
son og Halldór Gíslason á Niss-
an 240RS, en flokk óbreyttra
bíla unnu Keflvíkingarnir Ólaf-
ur Siguijónsson og Garðar
Gunnarsson á Renault Clio.
Tveir bílar sem búist var við
að létu að sér kveða í toppbarátt-
unni, urðu fljótlega úr leik. Feðg-
arnir Rúnar Jónsson og Jón Ragn-
arsson á Mazda 323 lentu strax
í ógöngum í byijun keppni vegna
gangtruflana, þegar tengi á
kveikju laskaðist. Síðan féllu þeir
úr keppni þegar afturdrifið gaf'
sig. Nýr Lancia rallbíll Ævars
Sigdórssonar og Ægis Ármanns-
sonar vakti athygli, en fór ekki
langt að þessu sinni. Þeir félagar
tóku sér of langan viðgerðartíma
í byijun keppni og urðu að draga
sig í hlé eftir stuttan sprett.
Skemmtileg keppni
„Keppnin var mjög skemmtileg
og það er leitun að annari eins
gestrisni og hjá mótshöldurum í
Keflavík, öll umgjörð rallsins er
vegleg og vel skipulögð, þó skipu-
lagning sé á fárra hendi“, sagði
Ásgeir Sigurðsson í samtali við
Morgunblaðið, „Hvað aksturinn
varðar, þá er maður alítaf ryðgað-
ur undir stýri eftir vetrarhlé og
þarf tíma til að komast í betri
æfíngu. Okkur Braga hefur tekist
að vinna fyrsta rallið síðustu fjög-
ur ár og einnig unnum við fjórða
rallið í röð, sem við tökum þátt
í, þannig að við erum ánægðir
með árangurinn. Þá er hugmyndin
að skjótast með bílinn til keppni
í Bretlandi. Fyrst er þó að slást
við andstæðingana í Islandsmót-
inu og það var leitt að missa
Rúnar og Jón svona fljótt úr
slagnum, við áttum von á mestri
keppni frá þeim.“ sagði Ásgeir.
I flokki óbreyttra bíla er útlit
fyrir jafna keppni í sumar. Sigur-
vegari þess flokks í íslandsmótinu
í fyrra, Baldur Jónsson á Mazda
mun ekki keppa með í sumar
vegna bakmeiðsla. En á Mazda
er kominn einn hraðskreiðasti
ökumaður landsins, Óskar Ólafs-
son ásamt Jóhannesi Jóhanessyni.
Þeir byijuðu Þoturalliið í fluggír,
en urðu að láta undan þegar fram-
drifið bilaði, sigldu þó af öryggi
í endamark. Það gaf Suðurnesja-
mönnunum Ólafi og Garðari færi
á sigri sem þeir nýttu sér til fulln-
ustu, náðu fimmta sæti og sigri
í flokki óbreyttra bíla, en á undan
þeim yfir heildina urðu Stefán
Ásgeirsson og Ágúst Guðmunds-
son á Ford Escort með léttma:
landi átta cylindra Rover vél. í
óbreytta flokknum voru einnig
þeir Björn Pétursson og Ásgeir
Öm Ásgeirsson á nýsmíðuðum
Peugeot 205GTÍ, sem hefur verið
hlaðinn aukabúnaði til rallaksturs.
Aðeins einn veikur hlekkur var í
bílnum, öxull hægra megin sem
gaf sig efir 207 metra akstur á
sérleið. Það hlýtur að vera einn
stysta þátttaka keppenda í rall-
móti.
Skeljungnr kostar raUkeppnisbíl
Olíufélagið Skeljungur hefur
gert samning við Braga Guð-
mundsson og Ásgeir Sigurðs-
son íslandsmeistara í rallakstri
um að sjá alfarið um kostnað
við rekstur á keppnisbíl þeirra
í íslandsmótinu í rallakstri á
þessu ári.
„Við teljum þetta mikla viður-
kenningu fyrir akstursíþróttir í
heild um leið fyrir þann árangur
sem við höfum náð síðustu ár.
Ég tel að þetta frumkvæði Skelj-
ungs eigi eftir að sýna öðrum
fyrirtækjum að akstursíþróttir séu
góður vettvangur til að auglýsa
vörur sínar og markaðssetja",
sagði Bragi Guðmundsson við
Morgunblaðið.
Þetta mun vera í fyrsta skipti
sem eitt fyrirtæki sér alveg um
rekstrarkostnað á keppnisbíl í
toppbaráttunni, en reikna má með
að nærri tvær milljónir kosti að
reka bíl sem berst til sigurs í ís-
landsmótinu í rallakstri. Til þessa
hafa keppendur eingöngu fengið
styrki frá fyrirtækjum. Metro fjór-
hjóladrifsbíll Ásgeirs og Braga
hefur unnið tíu rallmót síðustu
ár og hefur tryggt þeim Islands-
meistaratitil tvö síðustu ár.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Fegurð og hraði
FEGURÐARDROTTNING íslands, Svala Björk Arnardóttir,
kynnti sér farkost Islandsmeistaranna í rallakstri, þeirra Ásgeirs
Sigurðssonar og Braga Guðmundssonar í tilefni af samningi þeirra
við Olíufélagið Skeljung. Bíllinn er sérsmíðaður til rallaksturs
af Rover-bílaverksmiðjunum og var keyptur frá Dubai við Persa-
flóa fyrir nokkrum árum.