Morgunblaðið - 03.06.1993, Page 10

Morgunblaðið - 03.06.1993, Page 10
to) MORGUNBLAÐIÐ FÍMMTUDAGCRf Z.'JÚNf 'í 993 InU Grieg-dagar í Norræna húsinu Bærum Bach-kór Bærum Bach-kórinn frá Noreg'i. Tónlist Jón Asgeirsson Þriðju tónleikarnir á kirkju- listahátíðinni voru haldnir í Laugarneskirkju. Voru þar að verki gestir frá Noregi, Bærum Bach-kór, undir stjórn Þrastar Eiríksonar og með kórnum léku Ann Thoril Lindstad á orgel, Bernhard Wilkinsson á flautu og Richard Korn á kontrabassa. A efnisskránni vóru norræn tón- verk eftir Gade, Grieg, Hovland, Nystedt, Olsson, Nielsen og auk þess norsk og sænsk þjóðlög. Bærum Bach-kór er skipaður ágætu söngfólki og söng margt mjög vel, t.d. Ave Maris Stella eftir Grieg og módettuna Bli hos oss, eftir Hovland. Bestu verk tónleikanna eru tvær módettur eftir Nielsen og sérstaklega sú síðari, Benediktus Dominus, sem þrátt fyrir smá hik, var í heild mjög vel flutt. Tveir félagar í kórnum komu fram sem einsöngvarar, Rune Bjerke í latneskum himna, Jesu dulcis memoria eftir Olsson og Rebekka Feller Skaali, er söng mjög vel solfeggio útsetningu eftir Öhrwall á gömlum sænskum sálmi. Þrátt fyrir smá hik á ein- staka stað, var söngur kórsins í heild ágætur, en aftur á móti var efnisskráin nokkuð einlit. Fáir lögðu leið sína í Laugarneskirkju að þessu sinni, og þó ekki væri um heimsviðburð að ræða, var margt fallegt að heyra frá frænd- um vorum frá Bærum, sem vert er að geyma sér í minni. Á vestnorskum dögum í Reykjavík var meðal atburða tón- leikahald, en sl. sunnudag voru haldnir Grieg tónleikar, þar sem norsk þjóðlagatónlist var leikin, svo og verk sem Grieg vann upp úr norskum þjóðlögum og jazz- menguð úrvinnsla nútímatónlist- armanna. Tónleikarnir hófust á alþýðu- lagi, sem Grieg skrifaði upp eftir Kaju Gjendine. Reidum Horvei söng þetta skemmtilega lag mjög vel, með öllum þeim tóntiltektum sem einkenna þessa sérstæðu söngtónlist Norðmanna. Þetta sama lag er til útfærslu í Grieg „Gjendines bádnlát" op 66 nr. 19 og þar má heyra, að margt sérkennilegt tapast við uppskrift- ina fyrir píanóið. Lagið var ágæt- lega leikið af Anne Nitter San- vik, svo og næsta lag, „Frá tím- um Holbergs“ op. 60. Þá tók við eins konar djössun á lögum eftir Grieg og þó það sé allt í lagi að útfæra þjóðlög með ýmsum hætti, gegnir öðru máli um tónsmíðar. Kemur það oftast til af hugmynda- og getu- leysi til sjálfstæðrar sköpunar, þegar fullfrágengnar tónsmíðar eru skrumskældar eða vitnað í þær. Harðangurfiðlan er sérstæð fyrir norska fiðlutónlist og var leikur Leifs Rygg fallega útfærð- ur. Eftir hlé var leikinn 1. þáttur fiðlusónötunnar eftir Grieg og var flutningurinn á köflum til- þrifamikill en þar léku saman Lars-Erik ter Jung og Anne Nitt- er Sandvik. Besti hluti tónleik- anna var söngur Lindu Överbö, með undirleik Anne Nitter Sand- vik. Linda söng mjög fallega, þijú lög eftir Grieg, Jeg elsker dig, Söng Sólveigar og En dröm. Það skyggði á ágætan söng hennar, að hann var hljóðmagn- aður og er slíkt alveg dæmalaust ósmekklegt og algerlega óþarft, jafnvel í stærri sal en í Norræna húsinu. Þessi magnaraleikur, sem hér var útfærður, svo og hálfdjössun, sem í efnisskránni er kölluð „modern rytmisk musikk“ er bara mekanísk og ómódern smekkleysa og var að auki „amatörísk“ í útfærslu. Það eina sem hægt er að kalla gott tón- leikaefni, var flutningur píanist- ans Anne Nitter Sandvik og söngur Lindu Överbö. Að blanda saman svo ólíku efni er vafasamt, því þeir sem vilja hlusta á Grieg voru hálft í hvoru snuðaðir og þeir sem skemmta sér við þjóðlegan söng, eins og tónleikarnir hófust á og fjöruga fiðlutónlist, fengu lítið fyrir sinn snúð. Að leika djass er annað en að skrumskæla tón- list, sem á sér alls ólíkan uppruna og þarna má merkja þá úrkynj- un, sem skekur Skandinavíu. Að tala um skandinavískan djass, má jafna við það að norskir þjóð- dansar yrðu gerðir að sér afrísk- um listdansi. “ fasteignasaia < Suðurlandsbraut 14 s 678221 fax: 678289 Opið laugardag 11-14 3ja-5 herb. Kríuhólar - 3ja Nýstandsett 79 fm íb. á mjög góöum kjörum m. góðum lánum. Verð 6,2 millj. Asparfell - 5 herb. Góð 130 fm tveggja hæða íb. Góð lán. Verð: Tilboð. Klappargtígur - 4ra Glæsil. 120 fm íb. tilb. u. trév., í nýju blokkinni á Völundarlóðinni. íb. er björt og rúmg. Óviöjafnanlegt útsýni. Góð greiðslukjör og mjög gott verð. Kjarrhólmi - 3ja Góð 3ja herb. 75 fm íb. Parket á gólf- um. Sameign nýuppg. Verð 6,5 millj. Einbýlis- og raðhús Vesturhús Vel hannað nýl. hús m. góðum innr. Mjög rúmg.’bílskúr, auk einstaklíb. Stór- kostl. útsýni. Hagstæð lán. Nónhæð - Gbæ Erum með í sölu nokkrar 4ra herb. íb. sem afh. tilb. u. trév. Verð 7950 þús. Suðurhlíðar - Kóp. Nýtt glæsil. parhús 180 fm ásamt 27 fm bílskúr. Hús og lóð að fullu frág. 3-4 svefnherb. Skipti á ódýrari koma til greina. Verð 14,5 millj. Einkasala. Sýnishorn úr söluskrá Borgarholtsbraut - parh. Samtún - parhús. Urðarbakki - raðhús. Grettisgata - einbhús. Rauðagerði - hæð. Ósabakki - raðhús. Hamraborg - 3ja herb. Þverholt - 3ja herb. Alhliða ráðgjöf - ábyrg þjónusta Guómundur Sigþórsson sölustjóri, Skuli H. Gislason sölumadur, Kjarian Ragnars hrl. Sumt verður ekkí þýtt y ísland séð með augum Collingwoods. Bókmenntir Ingi Bogi Bogason ICH HÖRTE DIE FARBE BLAU. Poesie aus Island. (193 bls.) Die Horen 1992. Tvítyngd útgáfa af ljóðum þessara skálda: Hannesar Sigfússonar, Baldurs Óskarsson- ar, Lindu-Vilhjálmsdóttur, Gyrðis Elíassonar, Ingibjargar Haralds- dóttur, Matthíasar Johannessen. Þessi bók er afrakstur stefnumóts sex íslenskra skálda við jafnmörg þýsk skáld. Hugmyndin var m.a. sú að stytta þá leið sem feta þarf þeg- ar koma skal texta af einni tungu yfir aðra. Hvað er einfaldara og eðlilegra en að láta skáldið og þýð- andann vinna slíkt verk? Nema ekki er víst að þeir tveir hafi forsendur til að hittast á sama plani, hætta er á að tungurnar verði áfram tvær. Best samt að segja það strax. Þetta framtak er vitnisburður um margt vel heppnað. I þessum snotra ferningi hefur tekist að koma býsna miklu fyrir. Mér telst til að ljóðin séu álls 84 og eru mörg þeirra jafn- vel tvíþýdd. I eftirmála, einstaklega gagnorðum („Ljóðagerð í ís og eidi“), fjaliar Wolfgang Schiffer um íslenska ljóðagerð í ljósi samfélags- þróunar á þessari litlu eyju. Töl- fræðilegum upplýsingum er teflt fram og þær túlkaðar mjög í klass- ískum anda: Islendingar éru bóka- þjóð og sem slíkir engum öðrum lík- ir, a.m.k. miðað við höfðatölu. Ekki skal þessari viðkunnanlegu túlkun andæft. Fulldjúpt er hins vegar í árinni tekið þegar sagt er að landinn rökræði gæði íslenskra ljóða af jafn- mikilli áfergju og innlend stjórnmál. Betur að satt væri. Það er alitaf jafn framandi að sjá í fyrsta sinn þýðingu bókmennta- texta sem er manni handgenginn í frumtexta. Ekki laust við að les- andinn verði feiminn, viðkvæmur og hugsanlega móðgaður fyrir hönd textans sé minnsti vottur um að honum sé misboðið. Ljóst má vera að þýðingarverk er hættuverk, ekki síst þegar farið er höndum og huga um jafn brothætt fyrirbrigði og ljóð. Enda er augljóslega miserfitt að þýða ljóðin í þessari bók. Island eft- ir Lindu Vilhjálmsdóttur sýnist mér vera tilefni endalausrar fágunar þótt stutt sé: Blátt hafið ístöðulaust djúpið blátt hljóðið hafið grátt grjótið ískyggilegt bjargið grátt hljóðið grjótið íslandi orðið. Myndmálið i þessu ijóði er að sönnu margvísandi. A.m.k. býður það upp á töluverðar vangaveltur. Enda eru af þessu ljóði tvær útgáfur á þýsku, gerólíkar. „Blátt hljóðið“ er í annarri þýðingunni „blauer Laut“ en í hinni „Der blaue Ton“. Hvort er nær frumtextanum? Ekki skal um það dæmt. Samt má segja að „blauer Laut“ standi merkingar- lega nær frumtextanum en „blauer Ton“ en skorti hins vegar ljóðræna dýpt, merkingin nær hávaða en hljóði, Svona væri hægt að búta sundur mörg ljóðin og nær því enda- laust að velta fyrir sér útliti og inn- taki, með smámunasemina að leiðar- ljósi. Nostalgía eftir Ingibjörgu Har- aldsdóttur er dæmi um ljóð sem ligg- ur tiltölulega beint við að þýða: Ég sakna ekki þess sem var ég trúi ekki fegurð fortíðarinnar en draumanna minnist ég með trega nú þegar kólnar og dimmir og bilið vex milli þess sem er og þess sem átti að verða. Og á þýsku heitir ljóðið að sjálf- sögðu Nostalgie: Was vergangen ist fehlt mir nicht ich mitraue der Schönheit von Gestem nur Tráume sind schwer beim Erinnern wenn die Kálte zunimmt, das Dunkel und die Leere zwischen dem Augenblick und dem Entwurf. Svo eru sum ljóð sem alveg von- laust er að þýða, einfaldlega vegna þess að þau eru sprottin úr landinu og hugsun þess sem er því samsam- að. Líklega hafa í þeim tilvikum bæði skáld og þýðandi gert sér þetta ljóst en hvaða freisting er ómót- stæðilegri en sú að falla fyrir þraut sem aldrei verður leyst? Hvernig t.d. að þýða yfir á þýsku þetta upphafs- erindi úr Herdísarvík eftir Matthías Johannessen? Mosagrónir þessir storknuðu hraunfossar mosagróin þessi apalhvassa minning, þessi kulnandi kvika Mosagróinn, storkna, hraun, apal- hvass, kulnandi, kvika, þessi orð eru einfaldlega of inngróin þjóðarþelinu til þess að geta nokkru sinni verið þýdd. Samt hljómar þetta erindi ekki beint ósannfærandi á þýsku: Moos auf dem kaltgewordenen Lavagefálle, Moos auf der rauhen Lava Erinnerung, Stromgefiihl kuhlt aus En menn verða að fyrirgefa þótt þýðingin staldri ekki lengi við í kolli íslensks lesanda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.