Morgunblaðið - 03.06.1993, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993
Þjóðarbúið og þorskurinn
eftirJónu Valgerði
Kristjánsdóttur
Enn einu sinni er byrjuð hin
árlega umræða um ástand þorsk-
stofnsins á Islandsmiðum og efna-
hagsmáiaumræðan fylgir í kjölfar-
ið. Það er nú einu sinni svo að
fæstir þora að hugsa þá hugsun
til enda, ef ekki myndi veiðast
þorskur á íslandsmiðum. Sjávar-
aflinn er stór þáttur í okkar út-
flutningi eða fast að 80% af gjald-
eyristekjunum og þar leikur þorsk-
urinn aðalhlutverkið og hefur gert
það lengi. Og þá kemur spurning-
in fyrir næsta fiskveiðiár: Hversu
mikið má veiða af þorski á árinu?
Og svar fiskifræðinga nú er:
150.000 tonn.
Umhverfið hefur áhrif
Það er engum vafa undirorpið
að þorskurinn er í lægð um þessar
mundir. Þeim sem stunda sjó ber
flestum saman um það, að fiski-
gengd sé minni, fiskurinn sem
veiðist að jafnaði smærri og það
sé erfiðara að finna hann en áður
var. Af því leiðir að aflamagnið
verður minna. En veðurfarið tekur
líka sífelldum breytingum, og hita-
stigið í sjónum er ekki það sama
frá ári til árs. Lífríkið í sjónum
hlýtur að vera háð veðurfari, hita-
stigi og straumum og jafnvægi
milli tegunda, rétt eins og hið villta
lífríki á landi er háð gróðurfari sem
ræðst af hitastigi, vindstigi, úr-
komumagni o.fl. Það er því nær-
tækt að spyrja: Byggjum við upp
stofninn með því að ákveða heild-
araflamark fyrirfram, deila því út
til skipa, sem síðan telja sig verða
að ná þessari eign sinni, sama
hvað það kostar?
Tillögur
Hafrannsóknastofnunar
Hafrannsóknastofnun hefur frá
árinu 1977 komið með tillögur um
leyfilegan heildarafla af þorski.
Stjórnvöld ákváðu síðan leyfilegan
heildarafla af þorski í fyrsta skipti
árið 1981. Á árunum 1984-1987
var hins vegar í gildi bæði sóknar-
mark og aflamark í lögum um
stjórn fiskveiða. Skip gátu valið
hvora aðferðina sem þau vildu og
þar af leiðandi gat afli orðið meiri
ef fleiri völdu sóknarmark. Við
lagasetningu um stjóm fiskveiða
1988 var reynt að áætla vegna
heildarafla sóknarmarksskipa og
varð því minna misræmi á milli
þess sem ákveðið var og raunveru-
legs heildarafla. Reynslan af þess-
um árum fram til ársins 1990 sýn-
ir að flest árin er farið fram úr
tillögum Hafrannsóknastofnunar
um heildarafla þorsks.
T.d. er árin 1984-1987 þorsk-
aflinn 34% meiri en sem nam til-
lögum fiskifræðinga. Á ámnum
1988 til loka fiskveiðiársins 1992
var þorskafli 19% meiri en lagt var
til.
Aflamarkið ræður ekki
stofninum
Þessar staðreyndir era nú
notaðar til að rökstyðja m.a.
ástand þorskstofnsins. Alltaf hafi
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir
„Ég tel að þessi dæmi
sýni það að það leysi
ekki vanda okkar
vegna minnkandi
þorskveiði að færa sí-
fellt niður það afla-
magn sem veiða má.“
verið farið fram úr tillögum Haf-
rannsóknastofnunar um leyfilegan
þorskafla, því sé ekki á öðru von
en að stofninn sé á niðurleið. En
skoðuni aðra fisktegund, þ.e. ýs-
una. Árin 1984-1987 var ýsuafl-
inn 6% minni en tillögur Hafrann-
sóknastofnunar, og árin 1988-
1992 var aðeins 1% meiri. Þá ætti
ýsustofninn að hafa vaxið á þess-
um árum, varla skiptir 1% svo
miklu máli. Þrátt fyrir það leggur
Hafrannsóknastofnun til að ýsu-
aflinn fiskveiðiárið 1991-1992 sé
nákvæmlega sá sami og 1986, eða
50.000 tonn. Hvers vegna hefur
ýsustofninn ekki vaxið, ef þetta
er rétta aðferðin til að stækka
fiskistofna?
Ekki slátra ánni áður en hún
ber
Ég tel að þessi dæmi sýni það
að það leysi ekki vanda okkar
vegna minnkandi þorskveiði að
færa sífellt niður það aflamagn
sem veiða má. Vissulega á að taka
mið af tillögum fiskifræðinga í
þessum efnum, en það eru svo
mörg önnur atriði sem skipta
máli, en það magn sem veitt er,
þegar rætt er um uppbyggingu
þorskstofnsins.
Ég teldi mun affarasælla að
vernda ákveðin svæði í kringum
landið, þar sem vitað er að þorsk-
klakið fer fram, og hætta að veiða
þorskinn þegar hann kemur inn
til hrygningar á þau svæði. En
tveggja eða þriggja vikna lokanir
á svæðum þar sem smáfisks verð-
ur vart í afla skila litlu, þegar all-
ur togaraflotinn er búinn að skaka
þar dögum saman, þegar lokun
er sett á. Jafnvægi milli tegunda
í sjónum hefur raskast með friðun
hvala, og hvalir og selir éta þús-
undir tonna af þorski og þorskseið-
um. Fylgjast þarf með því hve
mikil sóknin er til að ná þeim
tonnaíjölda, sem skipin telja sig
eiga í þorski og á ég þá við tog-
tíma og úthaldsdaga. Það er stað-
reynd að fiskveiðistjórnunin eins
og hún er framkvæmd, kvótakerf-
ið í núverandi mynd, hefur ekki
skilað okkur uppbyggingu fiski-
stofna. Það hefur heldur ekki
minnkað fískiskipaflotann i brút-
tólestum talið.
Allt of mikið fer forgörðum
En hvað sem ákveðið verður að
veiða mikið af þorskinum þá verð-
um við líka að nýta til fulls allt
annað sjávarfang sem við eigum
völ á. Sem betur fer er fullvinnsla
alltaf að aukast. En það er útlit
fyrir að ekki náist að veiða allan
rækjukvótann, af því það era sömu
skipin sem eru á rækju og loðnu,
og þau fara hinn 1. júlí á loðnu-
veiðar. Þó náum við yfirleitt heldur
ekki leyfilegum afla í loðnunni.
Síldin sem veidd var fór að mestu
í bræðslu í stað þess að fara til
verðmætari vinnslu. Ekkert er hirt
af grásleppunni nema hrognin.
Þurfum við fleiri dæmi? Það má
nýta mun betur þann afla sem
hægt er að veiða og að landi berst.
Og rannsóknir á vannýttum fiski-
stofnum eru í lágmarki.
Fiskveiðistjórnunin er fúsk og
þar ráða stundarhagsmunir ein-
stakra manna eða útgerða, en
þjóðhagslegir hagsmunir eru fyrir
borð bornir.
Höfundur er þingmaður Kvenna-
listans á Vestfjörðum.
AMBRA ÓG IBM TOLVUR
Á FRÁBÆRU VERÐI
AÐEINS l»AÐ BESTA
ER NÓGU GOTT FYRIR ÞIG
Nýherji leggur metnaö sinn í aö bjóöa
viðskiptavinum sínum aöeins þaö besta
sem völ er á í tölvubúnaði hverju sinni.
Okkur hefur tekist aö veröa viö krefjandi
óskum viöskiptavina okkar með því að
bjóða gæðavörur á verði sem allir ráða
við.
Kröfuhörðum viðskiptavinum okkar
bjóðum hinar tæknilega fullkomnu tölvur
frá IBM en IBM hefur frá upphafi veriö
brautryöjandi á sviöi tölvubúnaöar. Viö
bjóöum einnig hinar geysivinsælu
AMBRA tölvur frá dótturfyrirtæki IBM
sem hafa fengið frábærar móttökur hér
á landi sem annars staðar. AMBRA
tölvurnar fást í miklu úrvali, allt frá
smærri tölvum sem henta skólafólki og
upp í stórar og hraðvirkar tölvur til
notkunar í fyrirtækjarekstri.
Ef þú ert í þeim hugleiðingum að
fjárfesta í tölvu skaltu líta við í verslun
okkar í Skaftahlíð 24 eða hjá umboðs-
mönnum okkar því hjá okkur fara
saman bestu gæöi og gott verö. Viö
vitum aö aöeins það besta er nógu gott
fyrir þig!
NÝHERJI
SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 69 77 00
Alltaf skrefi á undan
Blessað barnalán
FÆÐINGAR hafa aukist jafnt og þétt það sem af er árinu og í maí
voru fæðingar 284 talsins.
Kvennadeild Landspítalans
284 fæðingar í maí
ALLS voru 284 fæðingar á Kvennadeild Landspítalans í síðasta
mánuði, að sögn Guðrúnar Bjargar Sigurgeirsdóttur yfirljósmóð-
ur, en gert hafði verið ráð fyrir
Undanfarið hefur verið rætt um
fæðingasprengju í yfirstandandi
kreppu. Áætlað var að 287 konur
myndu fæða á Landspítalanum í
maí, en búist hafði verið við allt
að 300 í ljósi fenginnar reynslu.
Raunin varð hinsvegar sú að fæð-
ingar urðu 284. Pjöldi barna lá
ekki ljós fyrir eða hve margar fleir-
burafæðingar hefðu orðið þegar
tæplega 300 fæðingum.
Morgunblaðið leitað eftir þeim
upplýsingum.
Á Landspítala eru 40 rúm fyrir
sængurkonur á sex fæðingarstof-
um og að sögn Guðrúnar Bjargar
eru fæðingar 230 fleiri það sem
af er þessu ári miðað við árið í
fyrra. Sagði hún jafnframt að fæð-
ingum fjölgaði jafnt og þétt. Búist
er við um 200 fæðingum í júní.
REIKINÁMSKEIÐ
Reykjavík:
Kynning fimmtudaginn 3. júní í
Bolholti 4, 4. hæð, kl. 20.00.
Fyrsta og annað stig 5. og 6. júní,
kl. 10.00-17.00.
Framhaldsnámskeið 7. júní.
Upplýsingar og skráning í
síma 91-623677.