Morgunblaðið - 03.06.1993, Page 21

Morgunblaðið - 03.06.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNl 1993 21 I i ► > ) ) > ) > > Flutningur á elli- eða hjúkr- unarheimili er ekki alltaf kval- ræði. Ef búferlaflutningurinn mætir þörfum um aukinn stuðning og félagsskap, sést hinn aldraði oft blómstra á ný. Ótímabær flutn- ingur getur á hinn bóginn leitt til andlegrar og líkamlegrar visnun- ar. Með vistunarmati aldraðra er reynt að greina þá, sem eru í raun- verulegri og mestri þörf. Vistunarmat felst í því að fé- lagslegar aðstæður eru metnar, svo og líkamlegt og andlegt heilsu- far, ásamt með fæmi einstaklings- ins í athöfnum daglegs lífs. Hreyfi- færni, hæfni til að klæðast og matast, er metin svo að dasmi séu tekin. Þessir þættir eru metnir með tilliti til skilgreininga á hveij- um þætti fyrir sig, þannig að sem mest samræmi náist í mati mis- munandi einstaklinga. Vistunarmat, sem sýnir fram á þörf einstaklingsins, er nú skilyrði fyrir flutningi á elli- og hjúkrunar- heimili. Þar er reynt að gæta samfélagslegra hagsmuna, en vistun á hjúkrunarheimilum aldr- aðra var vægt áætluð þrír milljarð- ar árið 1989. Til viðbótar kemur veruleg en óþekkt upphæð vegna þjónustuhúsnæðis aldraðra, sem er annað orð yfir dvalarheimili. Aldraðir taka þátt ( kostnaði, og er ellilífeyris- og lífeyrissjóðstekjur viðkomandi skertar, ef þær tekjur fara fram úr um það bil 17.000 krónum á mánuði. Liðlega sextíu þsúund króna þak er á mánaðar- greiðslum einstaklingsins, og tek- ur þá ríkissjóður við. Greiðsluþátt- taka sumra einstaklinga í þjón - ustuhúsnæði aldraðra er því um- talsverð og allt að fjórðungi kostn- aðar í hjúkrunarrými. Ekki hefur verið tekið tillit til fjármagnstekna eða eigna. Vistunarmatið hefur verið fram- kvæmt frá miðju ári 1991 og er útfærsla þess á lokastigi. Svo- kallaðir þjónustuhópar aldraðra, sem starfa á landinu öllu, annast matið utan Reykjavíkur. í Reykja- vík er þessu öðru vísi háttað. Þar starfar einn matshópur á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavík- ur. Öldrunarlækningadeildir á Landspítala og Borgarspítala ann- ast einnig matið fyrir sína skjól- stæðinga. í hveijum hópi eru læknir, hjúkrunarfræðingur og félagsráðgjafi. Leitað er eftir upp- lýsingum frá hinum aldraða ein- staklingi, nánum aðstandendum hans og heilsugæslustöð, eftir því sem við á hveiju sinni. Enginn verður metinn að hinum aldraða forspurðum. Þegar ekki er talin þörf á vistun, er bent á önnur úrræði til hjálpar. Lausnir í málefnum aldraðra verða að vera staðbundnar. Flutn- ingur á stofnun getur verið val- kostur, þar sem heimilishjálp og eða heimahjúkrun hefði komið til álita, en er óhægt um vik vegna fjarlægða eða erfiðra samgangna. Að jafnaði vill hinn aldraði dvelja nærri heimahögunum, en hitt sést einnig að hinn aldraði leitar til þéttbýlisins til að vera nærri börn- SKEMMTILEGT MIKKA MÚS-ÚR fS FYLGIR MEÐ l' KAUPBÆTI Sn11'uu»>3T' "5,tíbí>ö/aó,xrfÖÓ/f Bókaklúbbur barnanna er lifandl og fjölbreyttur bókaklúbbur fyrlr börn. Ef þú gerlst félagl innan 10 daga færöu tvær vandaöar og skemmtllegar ævlntýra- bækur frá Walt Disney á aöeins 795 krónur. Einnig fær barniö skemmtilegt Mikka Mús-úr ásamt blaöl klúbbslns, Gáska. Hægt er aö segja slg úr klúbbnum meö elnu símtali. f/jy‘í§ í kíi'jpb'yi Láttu barnlö þltt lesa góöar og vandaöar ‘ bækur því þannig eykst lestrarkunnátta, ímyndunarafl og andlegur þroskl barnsins. Tryggöu barninu góöar bækur og úr aö gjöfl Taktu ákvöröun strax í dag. Síminner 91 Llfandl útgáfa og þjónusta vló þlgl Um vistunarmat aldraðra eftir Pálma V. Jónsson Við þurfum ætíð að vera tilbúin að aðlagast breyttum aðstæðum og aldraðir eru þar síst undantekn- ing. Iðulega verða þeir fyrir ást- vinamissi, færnitapi og standa frammi fyrir því að taka upp heim- ili sitt. Stórfjölskyldan er nær liðin undir lok. Hjón vinna bæði utan heimilis. Samfélagið þarf því í vaxandi mæli að hlaupa undir bagga. Heimilishjálp og heima- hjúkrun er lögð til þegar hallar undan fæti hins aldurhnigna, og skal það gert svo lengi sem stætt er. Þannig hljóða lögin um málefni aldraðra. Þar segir einnig að tryggja beri aðgang að stofnun, ef heimsend hjálp hrekkur ekki til. „Flutningnr á elli- eða hjúkrunarheimili er ekki alltaf kvalræði. Ef búferlaflutningurinn mætir þörfum um auk- inn stuðning og félags- skap, sést hinn aldraði oft blómstra á ný.“ um sínum og öðrum nánum ætt- ingjum. Margir mætir menn hafa haldið því fram að enginn vandi sé á höndum hvað varðar vistun aldr- aðra á íslandi, þar sem við höfum fleiri úrræði miðað við mannfjölda ÁR ALDRAÐRA í EVRÓPU 1993 en þekkist í nágrannalöndunum, að meðaltali. Þá gleymast tak- markanir meðaltalsins. í meðaltal- inu eru faldar upplýsingar um hugsanlegt offramboð annars veg- ar og ómætta þörf hins vegar. Þetta er sérstaklega slæmt, þegar Pálmi V. Jónsson fólk er annars vegar. Ekki er hægt að ætlast til þess að hinn aldraði flytji fjarri átthögum og ættingjum til þess að fylla ónýtt pláss annars staðar. Til skamms tíma hefur þessi ofurtrú á meðal- talið orðið framþróun fjötur um fót og er Reykjavík gott dæmi um það, en þar er enn verulégur vandi á höndum. Vistunarmatið hefur alla burði til þess að varpa skýru ljósi á stöðu vistunarmála aldraðra og gefur stjórnvöldum möguleika á að bregðast við á besta máta. Vistunarmat aldraðra leggur áherslu á að til flutnings skuli aðeins grípa, þegar aðrir valkostir hafa verið þrautreyndir og vistun verður ekki umflúin. Skal hún þá vera á því stigi sem best fellur að þörfum hins aldraða. Vonandi verður sú raunin á. HOfundur er öldrunnrlæknir og stnrfar við Borgnrspítnlnnn og Hmfnistu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.