Morgunblaðið - 03.06.1993, Page 22

Morgunblaðið - 03.06.1993, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 " Þegar þotuöldin hófst í Keflavík Þannig leit B-26 vélin út, sem Robert S. Dorsey ofursti nauðlenti á Georg William Whitehurst, fv. varaformaður hermálanefndar Banda- Islandi 1942. ríkjaþings. Spjallað yfir eldhúsborðið hjá Dorsey-hjónunum. F.v.: Whitehurst, Gunnar Helgason og Robert S. Dorsey hafa þekkst síðan 1952. Sigurborg, Gunnar og Dorsey. í október næstkomandi verða 20 ár liðin síðan aðalflugbrautin á Keflavíkurflugvelli var lengd úr 2 í 3 km. í Morgunblaðinu 10. október 1973 er sagt frá þessum atburði á eftirfarandi hátt: „„Með þessari flugbrautarlengingu er Keflavík- urflugvöllur kominn í röð bestu flugvalla, sem við þekkjum til,“ sagði Björn Guðmundsson flug- stjóri, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, við opnun nýju flugbrautarinnar í gær.“ Ennfremur er í greininni vitnað í orð fyrrverandi samgöngumála- ráðherra, Bjöms heitins Jónsson- ar, sem segir m.a.: „Þetta er mjög mikilvægur dagur fyrir íslensk flugmál og framtíð Keflavíkur- flugvallar og nú vantar aðeins herslumuninn varðandi tæknileg- an útbúnað til þess að aðstaðan hér sé eins góð og hugsast getur.“ Undirrituð hefur nokkrum sinn- um hitt tvo af upphafsmönnum þessara framkvæmda, Gunnar Helgason hæstaréttarlögmann og Robert S. Dorsey ofursta, á þorra- blótum íslendingafélagsins hér í Washington. Þar hafa þessi og önnur mál borið á góma. Mér lék forvitni á að afla nánari upplýs- inga um tildrögin að þessari leng- ingu flugbrautarinnar og var því ákveðið að hittast á heimili Dors- ey-hjónanna á Virginíuströnd um miðjan mars síðastliðinn. Upphaf þotuflugs til Bandaríkjanna Á heimili Dorsey-hjónanna gafst mér tækifæri til að hitta þrjá menn sem áttu frumkvæðið að því að gera Keflavíkurflugvöll að þeirri mikilvægu samgönguæð, sem hann er nú. Þeir eru, auk Roberts S. Dorsey ofursta, Gunnar Helgason hrl. fyrrverandi lögræð- ingur Flugleiða og dr. George William Whitehurst, fyrrverandi varaformaður hermálanefndar Bandaríkjaþings. Gunnar varð fyrstur til að út- skýra sögulegan bakgrunn at- burðarásar. Gunnar: Keflavíkurflugvöllur hefur löngum skipað mikilvægan sess í samskiptum íslendinga við önnur lönd og ekki síst verið mikil- væg brú á milli Evrópu og Vestur- heims. Á árunum 1964-1970 starfræktu Loftleiðir hf. flugvélar af gerðinni Rolls Royce 400, eða CL-44, á N-Atlantshafi. Árið 1970, í aprílmánuði, laskaðist ein af þessum vélum á Kennedy-flug- velli í New York. Gír í nefhjóli brotnaði eftir lendingu og var eng- in varaflugvél til reiðu og voru nú góð ráð dýr. Gripið var til þess ráðs til að halda öllu flugi gang- andi, að fá leigða DC 8-þotu, með bandarískri áhöfn, hjá bandaríska flugfélaginu Seaboard World Airli- nes, og þar með hófst þotuflug Loftleiða á N-Atlantshafi. Það kom brátt í ljós, að við vissar að- stæður á Keflavíkurflugvelli gátu þessar flugvélar ekki lent á einni aðalflugbrautinni og var þetta meiri háttar vandamál. Það varð að leysa til að tryggja allt öryggi og að flugið gæti farið fram á reglubundinn og fullnægjandi hátt við allar aðstæður. „Ég man hvemig þetta byrjaði allt saman eins vel og það hefði gerst í gær,“ heldur Gunnar áfram. „Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða, og ég vorum staddir í Washington D.C. ásamt fulltrúum íslenska ríkisins, að ganga frá gagnkvæmum loftferðasamningi á milli íslands og Bandaríkjanna. Það var hringt í okkur snemma morguns. Á þessum árum komu vélamar til Kennedy-flugvallar árla morguns. Þetta var mjög annasam- ur tími hjá Loftleiðum. Ekki var mikill tími til að ákveða hvað skyldi gera. Hundruð farþega voru strönduð og ákvörðun var tekin um að fá DC 8-flugyél leigða frá Se- aboard World Airlines, eins og ég greindi frá hér að framan. - Voru engar RR-400 fáanlegar? Gunnar: „Nei, við höfðum fest kaup á þeim vélum, sem tiltækar voru á markaðnum, og látið breyta þeim á sínum tíma í farþegavélar, en þetta voru upprunalega vöru- flutningavélar. Félagið hafði ekki fjárhagslegt bolmagn til að hafa flugvél til vara, ef eitthvað færi úrskeiðis. Við hringdum því, við svo búið, í einn af yfirmönnum Seaboard World Airlines, vöktum hann upp snemma morguns og tjáðum honum vandræði félagsins, og sögðumst þurfa á flugvél að halda á stundinni. Þannig byijaði rekstur á DC 8-þotum hjá Loftleið- um. íslenskar áhafnir höfðu ekki fengið þjálfun á þessa gerð flug- véla, sem tók allt að 4 vikum eða svo. Þær voru mun stærri og af- kastameiri en Rolls Royce-vélam- ar, og fluttu alit að 249 farþega, en hinar vélamar 189. Okkur varð strax ljóst, að það var mjög mikil- vægt öryggisins vegna að allar aðstæður væru viðunandi og full- nægjandi á Keflavíkurflugvelli, en þrándur í götu var lengd norður- suður-flugbrautarinnar. Þá vil ég bæta því við, að strax fór í gang áætlun um þjálfun íslenskra áhafna á DC 8-þoturnar og lauk henni fyrir miðjan maí 1970.“ Oft má nota persónuleg sam- bönd til að leysa flókin vandamál Dorsey: „Gunnar hringdi í mig á sínum tíma, um mitt ár 1970. Hann var þá staddur sem oftar einhvers staðar í Bandaríkjunum, annaðhvort í Texas eða Kalifomíu, að mig minnir. Hann kvað knýj- andi og brýna nauðsyn, að fá lengda eina aðalflugbrautina á Keflavíkurflugvelli, þ.e. svokallaða norður-suður-flugbraut. Jafn- framt skýrði hann mér frá þeim vandamálum, sem Loftleiðamenn stæðu frammi fyrir við tilkomu DC 8-þotnanna, sem þyrftu lengri flugbraut en fyrri vélar félagsins til að fyllsta öryggis væri gætt í öllum veðmm. Bætti hann við, að við viss veðurskilyrði, þegar hlið- arvindar væra, gætu vélar þessar ekki af fyllsta öiyggi notað eina aðalflugbrautina. Þessu yrði með einhveiju móti að kippa í lag. Það væra sameiginlegir hagsmunir Bandaríkjanna og Islands að koma málum þannig fyrir, að allar stærstu flugvélar í umferð á N- Atlantshafínu gætu lent á Kefla- víkurflugvelli af fyllsta öryggi í öllum veðrum. Ég svaraði Gunnari og sagðist muna eftir þessari flug- braut, hún væri of stutt. Endaði símtalið okkar á þann veg, að ég sagðist vera honum sammála um nauðsyn tafarlausra úrbóta og lof- aði að koma því rétta boðleið til þess aðila, sem ég hefði trú á að hlusta myndi á mig.“ - Hvemig þekktust þið tveir? Dorsey: „Eg var á Íslandi á árunum 1952-1953 í samtals 16-18 mánuði og unnum við Gunnar náið saman á þeim tíma og höfum alltaf haft mikið sam- band síðan.“ Dorsey var háttsettur yfírmaður í Keflavík og Gunnar var lögfræðingur og tengiliður við íslensk stjómvöld á lögfræðiskrif- stofu bandaríska flughersins á Keflavíkurflugvelli. „Eg man að ég kom til landsins 21. júní, þegar sólin skein allan sólarhringinn og engin leið var að sofa. Þetta var nú reyndar ekki fyrsta heimsóknin mín, því 1942 var ég á leið til Englands til að vinna stríðið fyrir alla,“ heldur Dorsey áfram og skellihlær, „og nauðlenti á íslandi á öðrum hreyflinum á flugvél bandaríska hersins af gerðinni B-26 (US Army Air Command)." - Hvað gerðist þegar Gunnar hringdi í þig út af lengingu flug- brautarinnar? Dorsey: „Ég hafði kynnst dr. George William Whitehurst í tengslum við samskipti okkar og samvinnu við sameiginlega kirkju, sem við báðir sóttum á þessum árum og hringdi í hann. Hann var þingmaður í 18 ár (1968-1987) og varaformaður hermálanefndar Bandaríkjaþings (Congress Armed Forces Services Committee). Ég hvatti hann til þess að fara til ís- lands, til þess að kynna sér allar aðstæður. Ferð þangað væri vel þess virði, því að landið væri mjög heillandi og fagurt." Whitehurst: „Öll árin sem ég var á þingi var ég í þessari nefnd, sem hefír úrslitavald um allar hernaðarframkvæmdir á vegum Bandaríkjastjórnar bæði innan og utan Bandaríkjanna. Það hefur verið haustið 1970 sem ég kom fyrst til íslands. Ég man að ég kom við á íslandi á leið frá ísra- el, hafði verið þar í viðræðum við Goldu Meir forsætisráðherra. Eitt fyrsta verkefni mitt á flugvellinum var að kaupa íslenska lopapeysu, afskaplega fallega peysu! Síðan var ég í þessari peysu í sjónvarps- viðtali hér vestra og hitti vin minn skömmu síðar, sem sagðist hafa séð mig í sjónvarpinu. Ég spurði hann hvað ég hefði verið að tala um og sagðist hann ekkert muna það. Hins vegar talaði hann mikið um hvað ég hefði verið í fallegri peysu. Ég fór nokkrum sinnum til ís- lands, aðallega með stuttri við- komu, fékk þá venjulega stutt yfir- lit hjá yfírmönnum sjóhersins, að- allega um ferðir sovéskra kaf- báta.“ Whitehurst: „Ég man vel eftir þessu verkefni á íslandi, því ég hafði ekki einungis rætt það við Dorsey, heldur einnig við Wilbur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.