Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 Sjötta heilsuhlaup Krabbameinsf élags íslands verður haldið á laugardaginn Grímseyingar nú með í fyrsta skiptí SJOTTA heilsuhlaup Krabbameinsfélags Islands verður haldið nk. laugardag, 5. júní. Krabbameinsfélagið hefur í júnímánuði allt frá árinu 1988 staðið fyrir Heilsuhlaupi fyrir alla undir kjör- orðunum „Betri heilsa“. Hér er á ferðinni hefðbundið götuhlaup, þar sem hlaupnir eru 2 km, 4 km og 10 km. Sighvatur Björgvins- son heilbrigðisráðherra ræsir hlauparana. Grímseyingar verða nú með í fyrsta skipti. í Reykjavík verður það hins vegar Laugardalurinn, sem verður miðpunkturinn í ár, en Reykjavíkurborg stendur fyrir hefð- bundnum íþróttadegi þennan dag í Laugardalnum. Hlaupið hefst og því lýkur við Skautasvellið, en í húsi þess fer skráning fram frá klukkan níu hlaupadaginn. Þátttökugjaldið er 400 krónur og er bolur innifalinn. Egilsstaða- og Hafnarbúar hlaupa, ganga og skokka sem fyrr. Sam- starfsaðilar hlaupsins að þessu sinni eru Sportmenn, Alþjóða Líftrygg- ingafélagið, sem líftryggir þátttak- endur meðan á hlaupinu stendur, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavík- ur og Tóbaksvamanefnd að ógleymdri lögreglu, hjálparsveit og Fijálsíþróttasambandinu. Rás 2 Rík- isútvarpsins hefur stutt hlaupið en rásin ræsir hlauparana samtímis. „Vonandi taka sem flestir þátt í hlaupinu og eiga góða stund með Krabbameinsfélaginu," sagði Ólafur Þorsteinsson hjá Krabbameinsfélag- inu af þessu tilefni. Þvottalaugar Laugardals- XvöHur Laugar- dalshöll RASMARK við Skautasvellið 4 km HLAUP Skautasvell íausturað Suður- landsbraut - Suðurlandsbraut - Reykjavegur - Sundlaugar- vegur - Laugarásvegur - inn íLaugardalað Skautasvelli. " 10 km Skautasvell i austurað Suðurtandsbraut - Suður- ui irin ^ridsbrauf-Fleykjavegur-Sundlaugarvegur - HLAUP Laugarásvegur - Sunnuvegur - Holtavegur - inn í Laugardal að SkautasvetH. Þessi hringur er hlaupinn tvisvar sinnum ^“hlandsbra'uy- EILSUHLAU KRABBAMEINSFÉLA G SIN S Urriðaveiðin í Laxá í Mývatns- sveit og Laxárdal fór vel af stað, menn veiddu nokkuð vel, sáu talsvert af fiski og mikið var af vel vænum og feitum fiskum. Mörgum sleppt Hólmfríður Jónsdóttir veiðivörð- ur á Arnarvatni við Laxá sagðist vera með 10 fiska bókaða, en hún hefði reyndar ekki fengið loka- skýrslu frá öllum sem hófu veiði í ánni á þriðjudaginn. „Hitt veit ég, að sumir þessara veiðimanna hafa verið að sleppa talsverðu af yfir- málsfiski,“ sagði Hólmfríður og bætti við að fiskurinn hefði verið mjög vænn að jafnaði, 2 til 4 pund og þeir stærstu allt að 5,5 pund, en þann fisk veiddi Hermann Brynjarsson á fluguna Rektor í Skriðuflóa. Óskar Páll Sveinsson fékk og 5 punda fisk sem hann sleppti á fluguna Peacock í Geld- ingaey. Jafnvænstir hafa urriðamir verið á neðsta svæðinu sem kennt er við Hamar, en þar em helstir veiðistaða Hólkotsflói, Hesthúsaflói og Hrappsstaðaey. Þær flugur sem helst hafa verið notaðar til þessa em Hólmfríður, Nobbler, Rektor og Black Ghost. Morgunblaðið/hb Sá fyrsti HALLDÓR Þórðarson veiddi fyrsta lax sumarins, 9 punda hrygnu á flugu á Stokkhyls- broti í Norðurá. Klukkan var 28 mínútur yfir sjö er hann setti í fiskinn. Tveimur mínút- um síðar settu menn í laxa ofar í Norðurá og yfir i Þverá. Gott niðri í Laxárdal... Erla í veiðihúsinu að Rauðhólum í Laxárdal sagði í samtali við Morg- unblaðið að fyrsta daginn hefðu veiðimenn skráð 17 urriða, frá 1,5 pundum og upp í 4,5 pund, en fjór- ir slíkir fiskar veiddust. Veiðin hef- ur verið dreifð um víðfeðmt veiði- svæðið og er það mál manna að fiskurinn „komi vel undan vetri“, þ.e.a.s. hann sé vel haldinn. Erla nefndi nokkrar flugur sem menn hafa notað þessar fyrstu vaktir, Wooly Worm, Svarthöfða, Dóna - afbrigði og Biack Ghost. Rólegt á laxveiðisvæðum... Enginn lax veiddist í Borgar- fjarðaránum Norðurá og Þverá í gærmorgun og var þó staðið vel við. Jóhannes Stefánsson kokkur við Norðurá og veiðimaður sagði í gærdag að einhver reytingur væri af laxi, menn hefðu séð sex „stygga“ á Stokkhylsbroti og litla torfu á Munaðamessvæðinu. „Ég held það verði að segjast eins og er, að það hefur verið afar kait og laxinn er hreinlega ekki kominn. Það er gott fyrir þá sem eiga að koma á næstunni, því áin lítur vel út og fer hlýnandi," sagði Jóhann- es. Ummæli Óla kokks á Helga- vatni við Þverá voru í sama anda. Einn lax var kominn úr Þverá á hádegi í gær, íjórir úr Norðurá. Frést hefur að tveir laxar hafí veiðst á fyrstu vaktinni í Laxá á Ásuip', vænir báðir tveir, og nokkr- ir fiskar hafí sést. Er það góð byij- un í Laxá sem er ekki alltaf til viðtals fyrstu dagana. HÁSKÓLANÁM í KERFISFRÆÐI Innritun á haustönn 1993 stendur nú yfir í Tölvuháskóla VÍ. Markmið kerfis- fræðinámsins er að gera nemendur hæfa til að vinna við öll stig hugbúnað- argerðar, skipuleggja og annast tölvu- væðingu hjá fyrirtækjum og sjá um kennslu og þjálfun starfsfólks. Námið tekur tvö ár og eru inntökuskilyröi stúd- entspróf eða sambærileg menntun. Eftirtaldar greinar verða kenndar: Fyrsta önn: Forritun í Pascal Kerfisgreining og hönnun Stýrikerfi Fjárhagsbókhald Tölvubúnaður skólans er sambærilegur við það besta sem er á vinnumarkaðinum og saman stendur af Vict- or 386MX vélum, IBM PS/2 90 vélum með 80486 SX örgjörva, IBM RS/6000 340 og IBM AS/400 B45. Nlemendur við Tölvuháskóla VI verða að leggja á sig mikla vinnu til þess að ná árangri. Þeir, sem vilja und- irbúa sig í sumar, geta fengið ráðgjöf í skólanum. Mikil áhersla er lögð á forritun og er gagnlegt ef nem- endur hafa kynnst henni áður. Þriðja önn: Gluggakerfi Kerfisforritun Hlutbundin forritun Fyrirlestrar um valin efni Önnur önn: Fjölnotendaumhverfi og RPG Gagnasafnsfræði Gagnaskipan með C++ Rekstrarbókhald Fjórða önn: Staðbundin net Tölvugrafík Hugbúnaðargerð Raunhæf verkefni eru í lok hverrar annar eftir að hefðbundinni kennslu lýkur. Lokaverkefni á 4. önn er gjarnan unnið í samráði við fyrirtæki, sem leita til skólans. Umsóknarfrestur fyrir haustönn 1993 er til 18. júní. Umsóknir, sem berast eftir þann tíma, verða afgreiddar eftir því sem pláss leyfir. Kennsla hefst 30. ágúst. Umsóknareyöublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu TVÍ frá kl. 8-16 og í síma 688400. rTlT T^T TÖLYUHÁSKÓLI VÍ, %/ I Ofanleiti 1, X f 1 103 Reykjavík. Morgunblaðið/Bjarni Ný og betri aðstaða STARFSMENN Landhelgjsgæslunnar eru nú að koma sér fyrir í nýrri og betri stjórnstöð. Á myndinni eru frá vinstri: Sigurður Stein- ar Ketilsson, Benedikt Sveinsson og Hjalti Sæmundsson, starfsmenn Landhelgisgæslunnar. Miklar endur- bætur í stjórn- stöð gæslunnar í STJÓRNSTÖÐ Landhelg-isgæslunnar standa nú yfir breytingar til að auka vinnuhagræði. Vinnusvæðið hef- ur verið tvöfaldað auk þess sem nýjum tölvubúnaði hefur verið bætt við þann, sem fyrir var. Fleiri starfs- menn geta því starfað í einu en áður og einnig hefur bæst við að hægt er að fylgjast með ferðum skipa inn- an landhelginnar á tölvuskjá. Nýja aðstaðan var tekin í notkun fyrir viku og áætlað er að hún verði endanlega tilbúin eftir tvær vikur. „Það má segja að hér sé um endur- uppsetningu að ræða, sem er byggð á reynslu. Okkar fjarskipti fara til dæmis nú í gegnum okkar eigin fjar- skiptastöð að mestu leyti. Þar sem við höfum okkar eigin jarðstöð get- um við, ef allt fjarskiptakerfi innan- lands klikkar, hringt hvert I heim sem er,“ sagði Gylfi Geirsson, starfsmaður gæslunnar. Gylfi sagði einnig að stjómstöðin hefði sína eig- in rafstöð og því mætti segja að stjórnstöðin gæti unnið alveg óháð aðstæðum í umhverfinu. Stórbætt aðstaða „Það er ekki hægt að segja að hér sé neitt alveg nýtt í sjálfu sér heldur er hér um að ræða endur- skipulagningu," bætti Gylfí við. Tvöföldun á vinnuplássi gefur miklu meiri möguleika og nú geta til dæm- is starfað fímm manns í einu ef þörf krefur í stað þriggja áður. Loft- in í herberginu eru sérstaklega frá gengin með tilliti til þess að í her- berginu geti starfað svo margir án þess að yfirgnæfa hver annan. „Stórt og smátt er búið að bylta þessari stjórnstöð," sagði Gylfí. Til viðbótar við þann tækjabúnað, sem fyrir var, hefur nú bæst vinnu- stöð, sem er hluti af þróun, sem hefur verið að eiga sér stað að sögn Gylfa. Hann sagði -að nú væri í gangi gagnasöfnun á öllum skipun- um og í flugvélunum. Ollum þeim gögnum væri safnað saman og skráð inn í gagnagrunn, sem væri haldið við í stómstöðinni. í staðinn fyrir að þurfa að lesa tölur og texta um staðsetningu og gerð skipa á ákveðnum tíma birtast tákn á tölvuskjá, sem sýnir líka landa- kort. Táknin og litir þeirra sýna hvernig skip em á hvaða stað. Þann- ig em til dæmis mismunandi tákn fyrir íslenskan togara og færeyskan línubát. Gylfí sagði einnig að með nýja kerfinu væri upplýsingaflæðið betra og því ættu skipin að geta verið með meiri, betri og samræmd- ari upplýsingar en áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.