Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 Hvalavinafélag íslands kærir kaupmann á Akureyri fyrir að veiða og selja hrefnu Fer frekar í fangelsi en gefa upp hvaðan kjötið kom - segir Þorvaldur Baldvinsson í Sælandi sem seldi hrefnukjöt en segist ekkert hafa veitt sjálfur HVALAVINAFÉLAG Islands lagði í gær fram kæru til Sýslumanns- ins á Akureyri, á hendur Þorvaldi Baldvinssyni, kaupmanni í verslun- inni Sælandi við Móasíðu. Ástæður kærunnar eru, í fyrsta lagi, ummæli Þorvaldar þess efnis að hann hafi drepið hrefnur hér við land nýlega og í öðru lagi fyrir að hafa selt hrefnukjöt í verslun sinni. I bréfinu er því lýst yfir að hvalavinir hafi ákveðið að reka sjálfir erindi til sýslumanna og Iögreglustjóra „hvers staðar fyrir sig sem láta þessi lögbrot óátalin." Kaupmaðurinn sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær hafa selt hrefnukjöt en ekkert veitt í ár, og ekki vita hvað hvalavinir telji sig vinna með þessari kæru. Hann segir þá vera að eltast við rangan aðila. í bréfi Hvalavinafélagsins til Sýslumannsins á Akureyri er vitnað í viðtal við kaupmanninn, sem birt- ist í ríkissjónvarpinu 28. maí sl. Þar hafi hann sagst hafa drepið hrefnur sjálfur. Einnig er bent á viðtal við kaupmanninn í DV 27. maí þar sem hann var „að basla við að draga önnur og fyrri ummæli sín til baka, þ.e. að hann hafi selt hrefnukjöt eins og hann játti m.a. við frétta- mann Sjónvarpsins og aðra við- skiptavini sína á Akureyri. Er það afar ósannfærandi yfirklór sem auðvelt er að sjá í gegnum." Kæruefni sínu til sönnunar vísar Hvalavinafélagið í umrædda frétt Sjónvarpsins „þar sem fram kom að fréttamaðurinn hafi haft tal af a.m.k. tveimur eða fleirum við- skiptavinum verslunarinnar Sæ- lands h/f á Akureyri sem staðfestu að hrefnukjöt hafi verið þar í boði.“ Bréfinu, sem undirritað er af Magn- úsi Skarphéðinssyni, talsmanni fé- lagsins, lýkur með þessum orðum: „Að lokum þykir okkur rétt að geta þess að við höfum fengið fram á þennan dag yfir tug fyrirspurna erlendis frá um sannleiksgildi þess- ara frétta og orðróms víða að um landið, sem allur er í svipaða átt, og hvað lögleg yfirvöld hafa hugsað sér að gera í málinu. Þess vegna væntum við svars embættis yðar sem fyrst.“ Eltast við rangan aðila Þorvaldur kaupmaður staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði selt hrefnukjöt, en „mér finnst þeir vera að eltast við rangan aðila.“ Spurningu fréttamanns þess efnis hvort hann hefði veitt umrædd dýr hefði hann svarað játandi til að hlífa öðrum. Hann hefði hins vegar ekki veitt neina hrefnu í ár. „Ég er að selja hérna hnýsukjöt og höfrungakjöt líka, sem menn færa mér frekar en að henda því. Og ég er hræddur um, þó ég sé skotspónn þeirra nú, að það sé dálítið meira af þessu (hrefnukjöti) í umferð en menn gera sér grein fyrir.“ Þorvald- ur sagðist þó ekki geta staðfest neitt slíkt, en hann hefði heyrt tals- vert um það. Og það kjöt sem hann hefði selt hefði honum verið „fært hér inn um dyrnar,“ eins og hann orðaði það. Ekki skotin „Það sem þeir vilja fá fram er hvort hún hafi verið skotin,“ en hann sagðist sannfærður um að sú hrefna sem hann seldi hefði ekki verið skotin. „Það sem menn athuga ekki er að hrefna er alltaf að koma í veiðarfæri þó svo menn hafi ekki hátt um það. Það eru ekki nema tvö eða þrjú ár síðan maður hér út með firði fékk tvær hrefnur með stuttu millibili, og þær flæktust á línu hjá honum.“ Þetta sem þú varst að selja nú, veiddist það svoleiðis? „Mér er nær að halda það,“ sagði Þorvaldur og bætti við að hann myndi aldrei gefa upp hvaðan hrefnukjötið hefði komið. „Mér dettur það ekki í hug. Þeir mega koma hér; ég fer ekki að láta kæra einn eða neinn mín vegna. Ég fer þá bara í fangelsi." Málið er í höndum Rannsóknar- lögreglunnar á Akureyri. Félagasamtök - fyrirtæki - einstaklingar SUMARLEIGA akureyri Höfum til leigu nokkur herbergi og örfáar paríbúðir í stúdentagarðinum Útsteini, Skarðshlíð 46, Akureyri. • Leigutímabil er til 20. ágúst. • íbúðirnar er hægt að leigja með innanstokksmunum og eldhúsáhöldum. □ Herbergin eru mjög rúmgóð eða 22 m2 og eru með rúmi, stól og borði. □ Hver tvö herbergi eru með sameiginlegri snyrtingu (íbúðarígildi). □ Sameiginlegt eldhús og setustofa er fyrir hver 7 herbergi. • Hægt er að leigja aukarúm, aukadýnu og sængurföt. • Nánari upplýsingar gefur Jóhanna í síma 96-11780 fyrir hádegi. FESTA Félagsstofnun stúdenta á Akureyri X ... .......!.. í 1 w f ' W& y ' Vill flytja inn hrefnukjöt ÞORVALDUR kaupmaður í Sælandi hyggst sækja um inn- flutning á hrefnukjöti til ráðu- neytis, enda sé eftirspurn eft- ir kjötinu mikil í verslun hans. „Það verður að fara að gera eitthvað í þessu svo fólk fái hrefnukjöt. Það er alltaf verið að spyrja um þetta,“ sagði Þor- valdur í gær. „Ég ætla því að gera tilraun til þess að fá hrefnu- kjöt frá Noregi eða Grænlandi.“ Hann sagðist eiga höfrunga- kjöt eins og er og á þessum árs- tíma í fyrra hefði mikið framboð verið á því; hann hefði varla haft við að taka höfrungakjöti þá, þannig að það yrði eflaust til á næstunni. „Ég og fleiri vorum aldir upp á þessu á sínum tíma og hvort sem það er Magnús Skarphéðinsson eða einhver annar sem er að belgja sig út af því þá höldum við áfram að éta þetta ef við fáum þetta,“ sagði Þorvaldur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kærður af hvalavinum ÞORVALDUR Baldvinsson, kaupmaður, með pakka af höfrungakjöti í verslun sinni í gær. Sönghópur- inn Sólar- megin með tónleika SÖNGHÓPURINN Sólarmegin frá Akranesi heldur tónleika í sal Gagnfræðaskóla Akureyrar föstu- daginn 4. júní k. 20.30 og á Breiðu- mýri í Reykjadal langardaginn 5. júní kl 14. ■ Sönghópurinn var stofnaður í jan- úar 1990. Stjórnandi hópsins er Rágnheiður Ólafsdóttir en aðrir fé- lagar eru Ragna Kristmundsdóttir, Gyða Bentsdóttir, Jensína Valdimars- dóttir, Halldór Hallgrímsson, Sigur- steinn Hákonarson, Guðmundur Jó- hannsson, Kristján Elís Jónasson og Lars H. Andersen. Efnisskrá tónleikanna er mjög fjöl- breytt, spannar yfír u.þ.b. 400 ára tímabil. Þess má og geta að sönghóp- urinn fékk Sigurð Halldórsson selló- leikara til að útsetja tónverkið Bo- hemian Rhapsody eftir Freddy Merc- ury, söngvara hljómsveitarinnar Que- en. Öll lögin eru flutt án undirleiks. Slippstöðin Oddi hf. gerir samning við Sealord Products Búnaður í togara til Nýja Sjálands fyrir 21 milljón FYRIRTÆKIÐ Slippstöðin Oddi hf. á Akureyri hefur gert samn- ing við Sealord Products Ltd. á Nýja Sjálandi, sem skv. upplýsing- um fyrirtækisins er hið stærsta í sjávarútvegi þar í landi, um sölu á frystibúnaði, ísframleiðslubúnaði og ísflutningskerfi í togara sem Nýsjálendingarnir eru að kaupa frá Grænlandi. Samningsupp- hæðin er 21 milljón króna. „Þetta er rosalega gott mál fyrir iðnaðinn og skapar okkur óhemju vinnu; bæði tæknivinnu og smíðar," sagði Jón Agúst Þor- steinsson, tæknifræðingur hjá Slippstöðinni Odda hf., við Morg- unblaðið í gær. „Við erum eina íslenska fyrirtækið, sem er með iðnaðarkælikerfi og skipakæli- kerfi og afhendir sínar eigin lausnir. Fyrirtæki hér á landi hafa verið með umboð fyrir erlend kælikerfi, en við erum að selja lausnina héðan og smíðum allt nema pressur og loka.“ Það var fyrirtækið Skipatækni hf. sem var ráðgefandi aðili fyrir nýsjálensku útgerðina í þessu verkefni. Fyrir milligöngu Skipa- tækni var íslenskum fyrirtækjum gefinn kostur á að bjóða í fram- leiðslu búnaðarins svo og í breyt- ingar á skipinu og niðursetningu búnaðar. Slippstöðin fékk smíðina og eru tækin smíðuð á Akureyri en síðan send utan og sett þar um borð. Öll hönnun er íslensk, unnin af starfsmönnum Skipa- tækni hf. og Slippstöðvarinnar Odda hf. Að sögn Jóns Ágústs buðu einnig norsk stórfyrirtæki í verkið. Tilboð Slipppstöðvarinnar Odda var ekki lægst, „en við feng- um verkið út á útfærslu okkar“. í frétt frá Slippstöðinni Odda segir að samningurinn sé „af- rakstur af uppbyggingarstarfi sem Vélsmiðjan Oddi hf. hefur stundað á sviði kælitækni, en á sl. ári var stigið veigamikið skref í þá átt að fyrirtækið seldi sína eigin hönnun og lausnir í stærri og flóknari frystikerfum. Þá var ráðinn til fyrirtækisins Jón Ágúst Þorsteinsson tæknifræðingur, sem áður starfaði hjá Sabroe AS í Danmörku. Á sama tíma opnaði fyrirtækið sölu- og tækniskrif- stofu í Kópavogi í tengslum við kæliverkstæði sem fyrirtækið rek- ur þar. Fyrirtækið, sem um síð- ustu áramót var sameinað Slipp- stöðinni hf. undir nafninu Slipp- töðin Oddi hf., hefur byggt upp tækniþekkingu sína sem gerir því kleift að selja flókin kerfi eins og um ræðir í þessu dæmi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.