Morgunblaðið - 03.06.1993, Síða 35

Morgunblaðið - 03.06.1993, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 35 * Tæp 200 ár frá síðustu út- skrift stúdents frá Hólum Morgunblaðið/Björn Bjömsson 1802 -1993 JÓN Bjarnason skólastjóri útskrifar fyrsta stúdentinn frá Hólaskóla, Þorlák Magnús Sigurbjörnsson, í tæplega 200 ár, en síðast var stúdentaútskrift frá Hólaskóla árið 1802. Sauðárkróki. SKÓLASLIT Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal fór fram í dómkirkju staðarins föstudaginn 7. maí að viðstöddu fjölmenni. Athöfnin hófst með því að kirkju- vígslubiskup flutti hugvekju en síðan brautskráði Jón Bjarnason, skólasljóri hina nýju búfræðinga. Einn stúdent útskrifaðist frá Hólaskóla að þessu sinni og eru tæp 200 ár liðin frá síðustu út- skrift stúdents frá Hólaskóla. í skólaslitaræðu Jóns Bjarnasonar kom fram að 50 nemendur stunduðu nám í skólanum í vetur, í tveimur deildum, en auk þeirra voru við nám þrfr erlendir starfsnemendur. Samstarf við tamningamenn Hann sagði að komin væri á sam- vinna við Félag íslenskra tamninga- manna, og væri námið áfangi í námi þeirrar stéttar, en einnig væru stund- aðar umfangsmeiri búfjárrannsóknir með bættri aðstöðu. Þá sagði skólastjóri aftur aukna sókn á fiskeldisbrautir skólans og sérstaklega með tilliti til bleikjueldis og tekin hefði verið upp samvinna við Háskóla íslands. Þessu næst afhenti Jón Bjarnason nýútskrifuðum búfræðingum próf- skírteini og viðurkenningar voru af- hentar fyrir góðan námsárangur. Viðurkenningar Þorlákur Magnús Sigurbjömsson hlaut viðurkenningu frá Trésmiðj- unni Borg hf. á Sauðárkróki fyrir mjög góðan árangur í bútæknigrein- um og afhenti honum viðurkenning- una Guðmundur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Pálína Árnadóttir hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur í bústjórnargrein- um og einnig fyrir það sama í sauðfj- árræktargreinum. Gísli Pálsson frá Hofí afhenti Svanhildi Hall, Kristínu Lárusdóttur og Páli Ó. Jóhannessyni viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í búfræði verknámsgreina, en viðurkenningin er veitt af Hita- veitu Hjaltadals. Hrossaræktarsamband Skaga- fjarðar veitti viðurkenningu fyrir mjög góðan námsárangur í hrossa- rækt og þær hlutu Svanhildur Hall og Kristín Lárusdóttir. Sólveig Klara Káradóttir hlaut við- urkenningu fyrir afburðaárangur í jarðræktargreinum og Kristín Lárus- dóttir fyrir það sama í nautgripa- ræktargreinum. Þá afhenti skólastjóri Kristínu Lárusdóttur viðurkenningu Búnaðar- félags íslands fyrir samanlagðan bestan árangur og hæstu meðalein- kunn á búfræðiprófi, en mjög mjótt var á munum milli Kristínar og Pál- ínu Árnadóttur sem var í öðru sæti. Stúdentsútskrift Kallaði skólastjóri til Þorlák Magnús Sigurbjörnsson og afhenti honum bókagjöf frá Hólaskóla í til- efni þessa eftir að Þorlákur hafði skrýðst hvíta kollinum og las Jón síðan árnaðaróskir sem skólanum höfðu borist í tilefni dagsins. Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu- neytisstjóri landbúnaðarráðuneytis- ins, tók til máls og flutti kveðjur og árnaðaróskir ráðherra og sérstaklega ávarpaði hann Þorlák M. Sigur- björnsson og óskaði honum til ham- ingju með það áræði að fara áður ótroðna slóð til að ná settu marki. - BB. O* Allt fyrir garðinn 3.-5. júní Dans- og gleðihyómsveitin SSSól. Útgáfu- tónleikar SSSól- ar 1 kvöld DANS- og gleðihljómsveitin SSSól gefur í dag, fimmtudag, út nýja plötu og ber hún nafn skapara sinna. SSSól hefur nú starfað í sex ár og hefur notið mikilla vinsælda um land allt, enda er sveitin þekkt fyrir að halda uppi miklu stuði á bþllum. Lengst af hefur SSSól verið kvart- ett en nú hefur Akureyringurinn og hljómborðsleikarinn Atli Orvarsson bæst í hópinn sem fimmti maður. Hann lék áður með Sálinni hans Jóns míns. í tilefni útkomu plötunnar verða í kvöld haldnir útgáfutónleikar á Tunglinu við Lækjargötu þar sem hljómsveitin kemur fram ásapit öll- um þeim listamönnum sem hönd lögðu á plóginn við gerð plötunnar. Meðal þeirra sem fram koma er Ingi- björg Stefánsdóttir söngkona, sem syngur með Helga Bjömssyni í einu nýju laganna. Útgáfutónleikamir verða eins og áður segir í Tunglinu og hefjast þeir kl. 22.30. Miðaverði er stillt í hóf. Um helgina mun svo SSSól verða á Austurlandi þar sem leikið verður fyrir héraðsbúa á Egilsstöðurn bæði föstudags- og laugardagskvöld. HAFNARSTRÆTI REYK.JAVÍK. ■ Sl'MAR 91-16760 & 91-14800 Nú ber vel í veiði! árela Tilboð! Þegar þú kaupir Cardinal Gold Max hjól getur þú valið þér Abu Garcia veiðivörur fyrir 2.000 kr. í kaupbæti. Cardinal Gold Max er nú þegar metsöluhjól í Evrópu og Bandaríkjunum. Það er smíðað fyrir þá sem gera miklar kröfur til hönnunar, styrks og endingar. Nú getur þú eignast þetta vandaða hjól á einstöku verði. Söluaöilar: Sportval-Kringlan Kringlunni 8-12 ■ Útilíf Glæsibæ Versturröst Laugavegi 178 • Musik & sport Hafnaríiröi ■ Veiöibúð Lalla Hafnarfríði • Akrasport Akranesi ■ Kaupfélag Skagfiröinga Sauðárkróki ■ KEA Akureyrí ■ Kaupfélag Þingeyinga Húsavík Kaupfélag Héraösbúa Egilsstöðum ■ Sportbær Selfossi Stapafell Keflavík Nú tökum við létta sveiflu og höldum blóma- og garðmarkað í Kringlunni. Fjölmargir sýna og selja á mjög góðu verði. sumarblóm og fjölær blóm Garðyrkjustöð Ingibjargar Sigmundsdóttur. Gróðrarstöðin Lundur. pottaplöntur og Verslunin Sólblóm. afskorin blóm tré og runnar Skógræktarfélag Reykjavíkur. Skógrækt ríkisins. sólpallar og byko. skjólgirðingar silkiblóm Verslunin Dalia. Garðhúsgögn - garðyrkjuáhöld - útigrill garðyrkjurit - skrúðgarðaráðgjöf - túnþökur bonzaitré - kryddjurtir - jarðarberjaplöntur waterworks - mold - matjurtaplöntur kynning i Hagkaupi á grilimat Fantakynning á laugardag Óli Valur Hansson garðyrkjumaður gefur góð ráð, fimmtud. og föstud. kl. 15-18, laugard. kl. 12-16. Blómaskreytingahorn fyrir börn. Kynning á Garðyrkjuskóla ríkísins. Baliettsýning á laugardag. Dönsum saman blómavalsinn í Kringlunni. {þar feeiifu «§rtéa! Afgreiðslutimi Kringlunnar: Mánudaga til fimmtudaga 10 -18.30 fðstudaga 10-19 laugardaga 10-16 HÖTEL ALEXANDRA AUQLÝSINGASTOFA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.