Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.06.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 45 sl. Þá var spilað á gítar og við sung- um öll saman. Það fannst þér skemmtilegt. Það líður að lokum. Ég man þig glettna og umfram allt ljúfa. Einnig hinsta stundin með þér var ljúf. Það var falleg en viðkvæm stund, þegar þú skildir við. Þú kvaddir hótel jörð með hógværð og mildi, full af þakk- læti til barnanna þinna og allra þinna. Þú varst full af þökk og dálæti fyrir þá hjúkrun sem þú fékkst, bæði fyrr og nú og það á bæði við um Borgarspítala 6-B og 5-B og Landspítala 14-G og hjarta- deild og heimahjúkrunina. Við að- standendur Grétu tökum undir með henni mjög þakklát. Elsku Gréta, vertu blessuð og sæl og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þú skilar kveðjum. Hjartans kveðja. Hildur Stefánsdóttir. Með þessum fáu orðum langar okkur að minnast ömmu okkar og góðrar vinkonu, sem lést 22. maí siðastliðinn. Við höfum margs að minnast frá samverustundum okkar og ömmu Grétu og þar á undan einnig með- afa Óla. Eftir þessar mörgu góðu samverustundir er erf- itt að þurfa að kveðja en við vitum að amma var tilbúin og veitir það okkur mikinn styrk. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til ömmu, því þar ríkti svo mikil ró yfir öllu og gaman að sjá hvað hún var dugleg að láta daginn líða á milli heimsókna. Alltaf var hún með eitthvað á milli handanna, spil, pijóna eða sím- ann, en það var henni mikið yndi að halda sambandi við vini og vandamenn og bæði miðla og afla frétta. Þannig var amma eins konar upplýsingamiðstöð þar sem við barnabörnin fengum fréttir af ferð- um, námi eða framtíðaráætlunum hvort annars. Amma var einnig mikill ættfræð- ingur og var setningin: „Hverra manna er hann/hún“ mjög algeng af hennar vörum. Gat hún þannig rakið ættir hvers þess sem á vegi okkar varð í skólanum eða á vinnu- staðnum. Ósjaldan gisti amma hjá okkur, hvort sem það var í sumarbústaðn- um eða hér í bænum. Hún var þeim kostum búin að geta sofið vel, lengi og hvar sem var. Þegar okkur fannst of stutt vera á milli lúra þá göntuðumst við og spurðum þegar hún reis úr rekkju, hvort hún þyrfti nú ekki að leggja sig hvað úr hveiju. Þannig var oft stutt í glensið og jafnan mjög létt í kringum ömmu, jafnvel síðustu dagana á spítalanum gerði hún að gamni sínu og veitti okkur þannig styrk til að umbera þennan erfiða tíma. Við viljum með þessum fáu orð- um kveðja þig, elsku amma, og megi Drottinn vera með þér, en við munum ávallt geyma bjartar og fallegar minningar um þig. Helgi Hafsteinn, Fjóla og Ásta Karen, Sigrún Gréta, Edda Júlía og Bjarni. Allir mínir ævidagar eru náðargjöf frá þér, allt, sem mínum heillum hagar, hlotnast, Drottinn, léztu mér. Allar skepnur ást þín nærir, öllu hönd þín blessun færir. Faðir himna, forsjón þín fjær og nær um alheim skín. (S. Jónsson frá Presthólum.) Ef hægt er að deyja hamingju- sömum dauðdaga, þá held ég að hún amma mín, Gréta, hafi gert það. Hamingja er ekki auðskilið hug- tak, því það er einmitt „hugtak", þ.e. eitthvað sem við mennirnir höfum búið til í þeim tilgangi að ná tökum á þeim heimi sem við byggjum. Sá heimur er, að því er virðist, margþættur. Við kynnumst heimi hlutanna, í náttúrunni, og við höfum komið upp kerfi stofnana í því samfélagi sem við köllum ríki. En stærsti heimurinn er ef til vill hugarheimurinn, sá heimur sem við mennirnir höfum myndað í ríki hug- myndanna. Þannig má segja, að við mennirnir búum í heimi sem ekki er einn, heldur margur. En er marg- breytileikinn háður tilviljunum ein- Um, eða er einhver regla á honum — regla sem menn geta skilið? Kristnir menn trúa því, að Jesús Kristur hafi í senn verið af þessum heimi og um leið af heimi sem sé æðri og fullkominn, þ.e. ríki Guðs. Þeir biðja í bænum sínum „tilkomi þitt ríki“ og eru þar með að biðja þess að ríki Guðs komi til þeirra á jörðunni — ríkið sem þegar sé hjá Guði. Hjá Guði ríkir fullkomið rétt- læti, samkvæmt kristinni kenningu, og það sem er fullkomið er hið besta mögulega, hvort sem mælikvarðinn er kristinn eða heiðinn. Amma mín, Gréta, hafði sterka réttlætiskennd. Hún var alþýðu- kona, sem hugsaði ætíð til þeirra sem minna mega sín. Það kom svo oft fram í dagsljósið, þegar rætt var um þjóðfélagsmál. Þá virtist ömmu líða illa yfir því, hve margir eiga bágt í samfélaginu. Það skildi maður ósköp vel, þegar maður fór sjálfur að hugsa um það sem henni leið illa yfir. En ömmu Grétu leið ekki illa yfir því hvað biði hennar þegar hún yfirgæfi þennan heim, því hún var sannkristin kona. Auðvitað hugsaði hún um það hvort veikindi myndu valda því, að viðskilnaðurinn yrði sársaukafullur. Ekki skal ég lá henni það. Ég held að við hugsum öll þannig á stundum. Amma Gréta dó hamingjusömum dauðdaga vegna þess, að hún hafði öll böm sín hjá sér þegar hún yfir- gaf þennan heim og vegna þess að hún lifði réttlátu lífi. Hver biður um meira? í þeirri von að ég hitti ömmu Grétu síðar, í fullkomnum heimi, ásamt öðrum sem á undan henni fóru, svo sem föður mínum og afa, bið ég henni Guðs blessunar á með- an og öllum sem með henni dvelja. Haraldur Matthíasson. Látin er í Reykjavík Gréta S. Guðjónsdóttir. Gréta var örugglega ein þeirra sem Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson hafði í huga þegar hann orti kvæðið sitt Austur- stræti en þar segir m.a.: Hvað varð um yður, Austurstrætisdætur, með æskuléttan svip og granna fætur, sem ungir sveinar buðu í bíó forðum og bekkjarskáldin vöfðu hlýjum orðum? Hef enda orð frænda míns fyrir því að ungir menn hafi lagt leið sína í verslun Ámunda á Hverfis- götu og beðið afgreiðslustúlkuna um eitthvað úr efstu hillu. Stúlkan sótti tröppu og klifraði upp. Ekki skildi ég þessa sögu, en frændi svar- aði snúðugt: ,,„Nú, hún hafði svo fallega fætur. Þetta var hún Gréta sem hann Óli náði í!“ Þegar Gréta fæddist, einkabam foreldra sinna, bjuggu þau í Aðal- stræti 6. Þannig var hún í raun miðbæjarbam þá og alla tíð. Hún ólst upp við mikinn kærleika, í raun algjört eftirlæti foreldranna. Hún hafði allt til alls þrátt fyrir að faðir hennar væri verkamaður. Ráðdeild- in var slík að þar virtist auður í búi. Þessa ráðdeildarsemi erfði Gréta. Hún var alltaf aflögufær og mátti ekki vamm sitt vita í neinum hlut og umfram allt engum skulda. Þegar Gréta var ung var miðbær Reykjavíkur sá staður þar sem hlut- irnir áttu sér stað. Þar var Hótel Borg, Fjalakötturinn, Iðnó, Hótel Ísland og Hressingarskálinn. Unga fólkið kynntist því kaffihúsamenn- ingu, já og tónleikum, list- og leik- sýningum. Ungu stúlkurnar, Gréta ekki undanskilin, fylgdust vel með tískunni og allt til dánardægurs klæddist hún smekklega og sam- kvæmt tísku. Eins og áður er getið vann Gréta við verslunarstörf sem ung stúlka. Rúmlega tvítug giftist hún Ólafi H. Einarssyni og eignuðust þau fjögur börn, Elínu, Eddu, Katrínu og Guðjón. Eftir að börnin stálpuðust fór Gréta aftur að vinna við verslun, nú í Nínon í Bankastræti sem í þá tíð þótti fín tískuverslun. Þau hjón voru mjög glæsileg og alltaf yfir þeim ákveðinn menningarblær með heimsborgarabrag. Þau urðu aldrei gömul þótt árin færðust yfir. Ólafur dó árið 1988 eftir nokkra vanheilsu. Eftir það bjó Gréta ein í íbúð þeirra á Reynimel, dyggilega studd af fjölskyldu sinni. Þá sat hún löng- um við handavinnu en hún var slyng til slíkra verka, vann fallega og rösklega. Síðustu árin seldi hún á stundum fallega pijónuð sjöl og fleira bæði í minjagripaverslanir og til útlanda, auk þess sem hún alla tíð gaf handavinnu síha á báða bóga. Gréta hélt andlegu atgervi til hinstu stundar og fylgdist grannt með sinni stóru fjölskyldu eins og ættarhöfðingja sæmir. Það segir sína sögu um hversu Gréta var ung í anda að hún var ekki síðri vinkona barnabarna sinna en amma, þau trúðu henni oft fyrir leyndarmálum sem enginn annar mátti vita. Vegna æsku minnar skynjaði ég Grétu við fyrstu kynni eingöngu sem mömmu hennar „Deddu“ (Elín- ar). Árin liðu og þá kynntist ég þessum glaða og skemmtilega ein- staklingi sem Gréta vissulega var. Alltaf gat hún hlegið þegar minnst var á okkar fyrstu kynni. Við Elín vorum á leið til skemmtanahalds í skólanum okkar. Tilhlökkunin var mikil og á kvöldmatartíma var und- irrituð mætt vestur á Ljósvallagötu. Grétu þótti nóg um þessa villi- mennskustelpu úr Austurbænum og tilkynnti að á sínu heimili væri matur milli sjö og átta! Hún var sum sé reglusöm og föst fyrir, húsmóðir- in. Eitthvað smávegis þroskaðist svo undirrituð upp úr fimmtán ára aldrinum og þótti því meir til Grétu koma sem árin liðu. Fyrir okkur sem fæddumst í kreppunni miðri var það nánast glæpur að gleyma að þakka fyrir sig. Einmitt það hefur gerst nú. Ég náði ekki að þakka henni Grétu fyrir hvað hún var skemmtileg og hvað hún umbar mig alla tíð — en fyrst og síðast ætlaði ég að þakka henni fyrir Deddu sem ég hef átt að, í blíðu og stríðu, í hartnær hálfa öld. Börnum hennar og barnabörn- um samgleðst ég að hafa átt hana svona lengi, en tek þátt í söknuði þeirra nú þegar hún er öll. Lára Benediktsdóttir. Nú þegar amma Gréta er dáin koma margar minningar upp í hug- ann. Fyrir mörgum árum þegar foreldrar mínir voru að byija sam- búð áttum við heima á Ljósvalla- götu 8 þar sem amma og afi Ólafur áttu einnig heima. íbúðirnar voru samliggjandi þannig að við sem erum elst úr systkinahópnum um- gengumst ömmu og afa töluvert mikið. Eitt atvik sem gerðist á þessum árum er mörgum úr fjölskyldunni minnisstætt. Eins og gerist með krakka þá vorum við Vala oft notuð í ýmsa snúninga svo sem að fara út í búð (sem hét Brekka í þá daga), fara út með ruslið o.s.frv. Við amma vorum yfirleitt mestu mátar, en einn daginn slettist þó upp á vin- skapinn. Þannig var að við vorum nokkrir strákar úr hverfinu að leika okkur á ganginum í húsinu og eins og fylgir oft strákum varð af mik- ill hávaði. Amma kom fram á gang og skammaði okkur nokkuð hressi- lega, enda var hún búin að biðja okkur að hafa hægt um okkur eða vera úti. Ég tók þessa afskiptasemi víst nokkuð nærri mér og gagnleik- ur minn var að lýsa því yfir í votta viðurvist að héðan í frá myndi ég aldrei fara út með ruslið fyrir ömmu. Þetta jafnaði sig auðvitað skömmu síðar og minnir mig að röndóttur beiskur bijóstsykur hafi komið þar við sögu. Afi Ólafur dó fyrir nokkrum árum og veit ég að amma saknaði hans mikið. Hún bjó ein á Reyni- melnum síðustu árin, en var þó aldr- ei einmana þar sem afkomendahóp- urinn, sem er ansi stór, hélt stöðugu sambandi með heimsóknum og hringingum. Það sem ég gat þó aldrei skilið var hvernig hún gat fylgst með hveijum og einum úr þessum fjölmenna hópi í smáu sem stóru. Og þó. Amma var skarpgreind og stál- minnug og lét sér ekkert óviðkom- andi sem snerti skyldmennin. Hún hafði sérstakt dálæti á ættfræði og bjó yfir miklum fróðleik í þeim efn- um. Þessi þekking hennar kom okk- ur barnabörnunum oft til góða. Eins og gerist og gengur með ungt fólk vorum við ýmist að byija eða enda samband við gagnstæða kynið. Amma fylgdist náið með þessu og fyrsta spurning hennar var: „Og hverra manna er hún/hann?“ Það brást síðan ekki að við fengum nána útlistun á ætt viðkomandi. Ekki það að við krakkarnir hefðum einhvern brennandi áhuga á slíku, heldur hitt að við vissum hve amma hafði gaman af að fræða og segja frá. Þetta var hennar hugarleikfími og áhugamál. Amma var alla tíð mjög sjálfstæð' í hugsun og athöfnum. Hún hafði mikinn innri styrk og var óspör á að miðla honum til okkar krakk- anna þegar við leituðum til hennar. Það sem mér fannst þó mest um vert var kímnigáfa hennar og sá eiginleiki að taka hlutina ekki of alvarlega og líta frekar á björtu hliðarnar á lífinu. Ég hef skrifað þessi fáu orð í þátíð. Réttast væri þó að tala í nútíð og framtíð um ömmu Grétu vegna þess að hún lifir enn í hjarta okkar allra og það mun hún einnig gera í hjarta þeirra sem á eftir okkur koma. Ólafur M. Matthíasson. Að eiga góða ömmu þykir lán. Að eiga góða og skemmtilega ömmu er sérstakt lán. Amma var eins og ömmur gerast bestar. Þegar ég var lítil og við áttum heima í íbúðinni hvor á móti annarri á Ljós- vallagötunni var ég oft inni hjá ömmu að dunda. Hún kenndi mér að ieggja kapal og rabbaði við mig um lífið og tilveruna. Þegar maður er barn eru allir sem eru eldri en sextán ára gamalt fólk og auðvitað fannst mér amma gömul þá þó að hún hafí aðeins verið um fimmtugt. Eftir því sem ég eltist yngdist amma og í ljós kom unga búðardaman úr Austurstrætinu sem skildi svo margt af því sem ungar konur hafa áhyggjur af. Okkur skildu að 45 ár svo ýmis- legt í uppeldi okkar og aðstæðum var ólíkt. Þetta gerði það að verkum að amma spurði oft svo skemmti- lega. Hún hafði lika þann dýrmæta eiginleika að geta hlegið að sjálfri sér. Margar spurningar sem hún lagði fyrir mig þegar ástamálin bar á góma urðu uppspretta mikilla hláturskasta þar sem varla mátti á milli sjá hvor hló hærra, unga búð- ardaman úr Austurstrætinu eða unga stúlkan úr Efstasundinu. Vonandi verð ég svona skemmti- leg og ráðagóð amma, ung í anda fram á síðasta dag. Guð gefi henni góða nótt. Sigurborg. Nægjusemin og nýtnin, þraut- seigjan og tryggðin, hafa verið sterkir þættir í skaphöfn íslenskra kvenna, sem reyndi eigi svo lítið á, er þær urðu að annast forsjá heimila í fjarveru eiginmanna. Ein þessara ágætu kvenna var mágkona mín, Gréta Sigurborg Guðjónsdóttir, gift Ólafi Hafsteini Einarssyni kennara og matvæla- tækni 12. ágúst 1933. Gréta fædd- ist í hjarta Reykjavíkur í Aðal- stræti 6, og þar ólst hún upp. Snemma varð hún vönd að klæðn- aði sínum og framkomu. Má því segja að hún var ein þeirra Reykja- víkurdætra sem Tómas skáld kvað um. í Miðbæjarskóla Reykjavíkur naut hún náms þar til í 8. bekk. Faðir hennar, sem var mjög bók- hneigður, vildi að hún settist í Menntaskólann í Reykjavík, en hún sem hafði alist upp við að bjarga sér sjálf, réðist til starfa í verslun Ámunda Árnasonar, sem þá var meðal hinna stærri fataverslana á horni Hverfisgötu og Klapparstígs. Þessum störfum sinnti hún þar til hún giftist. Á barns- og unglingsárunum dvaldi Gréta í sveit að Gröf i Kol- beinsstaðahreppi hjá Halldóri bónda þar, en hann og móðir Grétu voru bræðrabörn. Hún vann þau sveita- störf sem unglingum var trúað fyr- ir. Móðir Grétu var Daniela Jóns- dóttir (1863-1947) frá Fíflholtum í Hraunhrepðpi á Mýrum, Jónssonar frá Svarfhóli, mikilsmetins bónda í 40 ár að Stórahrauni. Móðir Daní- elu var Margrét ofan úr Þverárhlíð Jónsdóttir Daníelssonar, sem flutt- ist að Stórahrauni. Faðir Grétu var Guðjón Jónsson (1874-1956) frá Tungufelli í Hrunamannahreppi, móðir Sunneva Bjarnadóttir Jónssonar í Tungufelli. Hún varð síðar kona Guðna bónda Þórarinssonar að Ásakoti og Bryggju í Biskupstungum. Þeirra sonur og hálfbróðir Guðjóns, var Sigurður alþingismaður (1942- 1956) og formaður verkalýðsfélags- ins Dagsbrún (1942-54). Fluttur til Reykjavíkur varð Guðjón fyrst vinnumaður að Sunnuhvoli, sem var stórbú við Miklatún. Þar kynntust þau Daníela. Um nokkur ár var Guðjón utanbúðarmaður við sveita- verslunina Vaðnes við Klapparstíg, en gerðist síðan starfsmaður Eim- skips og starfaði þar til þess að hann hætti störfum á áttræðisaldri. Guðjón var hár maður og þrekvax- inn. Svipurinn einbeittur og alvöru- gefínn. Hann var fámáll en er hann lét skoðanir sínar í ljós, var hann kjarnyrtur. Hveija frístund notaði hann til lesturs. Þegar þau Daníela settu bú sam- an í Aðalstræti 6, hafði Guðmundur Bjarnason þar klæðskeraverkstæði. Daníela annaðist morgunverð fyrir starfsfólkið og ræstingarstörf. Þau hjón voru all ólík. Hún lágvaxin, kvik í hreyfingum og glaðlynd handavinnukona, sem lét sér aldrei verk úr hendi falla. Hún var skýr í hugsun og firnanlega fróð. Systur átti hún, sem fór vestur um haf með stóran barnahóp. Einn afkom- enda hennar, kona, varð síðar rit- stjóri Lögbergs/Heimskringlu í Winnipeg. Þau hjónin bjuggu dóttur sinni hlýlegt heimili. Grétu lifir vinkona hennar Lilja Sigurðardóttir, rúmu ári eldri. Hún fluttist með foreldrum sínum frá Vogi á Mýrum 1917 í PHILCO Þvottavélar á verði sem allir ráða við! Þær nota HEITT OG KALT vatn ■ spara tíma og rafmagn • Fjöldi þvottakerfa eftir þínu vali •Sérstakt ullarþvottakerfi •Fjölþætt hitastilling •Sparnaðarrofi •Stilling fyrir hálfa hleöslu Verð 42.000,- 39.900,- Stgr. $ Verð 52.500,- 49.875," Stgr. (D munIlAn Heimilistæki hf SÆTÚNl 8 SÍMI 69 15 00 . FAX 69 15 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.