Morgunblaðið - 03.06.1993, Page 50

Morgunblaðið - 03.06.1993, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Nú gefst þér tækifæri til að skreppa í smá ferðalag með ástvini eða sinna sam- eiginlegum hagsmunum fjölskyldunnar. Naut (20. apríl - 20. mat) Sumir eignast gæludýr í dag. Þú ert með hugann við starfið og í dag miðar þér vel áfram að settu marki í vinnunni. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Þú þarft að sinna verkefni úr vinnunni árdegis. Síð- degis getur þú notið helgar- innar og slappað af með ástvini. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þeim sem íhuga íbúðakaup gefst tími til að kanna markaðinn í dag. Þú ættir að eyða kvöldinu í ró og næði með fjölskyldunni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Dagurinn hentar þér vel til ferðalaga og til að koma skoðunum þínum á fram- færi. í kvöld heimsækir þú vini. Meyja (23. ágúst - 22. september) <J.-t Góðar hugmyndir geta leitt til tekjuaukningar. Settu markið hátt. í kvöld færir einhver þér góða gjöf. Vog n. (23. sept. - 22. október) Vertu ekki að hugsa um vinnuna í dag. Njóttu þess í stað lífsins, því allt virðist ætla að ganga þér í hag í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) A|j0 Það gerist eitthvað á bak við tjöldin í dag sem á eftir að færa þér betri afkomu. Þú Ieggur líknarmáli lið. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Sumir óttast að ástarsam- band feli í sér einhverja frelsisskerðingu. Vinir reynast þér vel í dag og heimboð er í vændum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þ.ér miðar hratt að settu marki og í dag nærð þú mikilvægum áfanga. Ein- hverjir erfiðleikar koma upp varðandi vin. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Dagurinn hentar vel til ferðalaga eða samvista við góða vini. Tilboð sem þér berst getur verið varasamt. Farðu að öllu með gát. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ’S* Þú færð góðar fréttir varð- andi fjárhaginn. Þú nýtur stuðnings einhvers nákom- ins og sinnir fjölskyldunni í kvöld. Stjömuspána á að lesa setn dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS FERDINAND SMÁFÓLK A5 A UOORLD FAM0U5 ATT0RNEV, W0ULP VOU EVER. BE INTERE5TEP IN BEC0MIN6 A MEMBER OF TWE 5UPREME C0URT7 ^ Sem heimsfrægur lögfræðingur, myndir Hví ekki þú einhvern tímann hafa áhuga á að það? vera í Hæstarétti? OF C0UR5E, V0UP WAVE J0 MOVE TO UUASMIN6T0N. Þú yrðir auðvitað að flytja tii Hvar er hún? Keykjavíkur ... BRIDS Fyrirframlíkur á því að litur brotni 3-3 eru rúmlega 35%. Þetta eru sannindi sem spilarar skola niður með móðurmjólkinni og varðveita æ síðan. Norður ♦ K5 VÁK ♦ K87643 ♦ G92 Suður ♦ Á872 V 7654 ♦ Á ♦ K1087 Suður spilar 3 grönd og fær út hjarta. Hvernig er best að spila? Tvennt kemur til greina: (1) Taka tígulás, fara inn í borð á spaðakóng og spila tígulkóng og meiri tígli. Samningurinn er þá í húsi ef tígullinn brotnar 3-3. (2) Gleyma tíglinum og reyna að fá þrjá slagi á lauf með svíningu fyrir drottninguna. Valið er einfalt fyrir þá sem þekkja líkindafræðin. Svíning er þó 50%. Þegar menn þroskast í spilinu, þá lærist þeim að líkur taka breytingum þegar bytjað er að spila. Dæmi: Fyrirframlíkur (a priori) á því hvernig 6 spil í lit skiptast milli tveggja handa eru þessar: 3- 3 = 35,5% 4- 2 = 48,5% 5- 1 = 14,5% 6- 0 = 1,5% En segjum nú að búið sé að spila litnum tvisvar og allir fylgi lit. Þá eru 5-1- og 6-0-Iegurnar dottnar út úr myndinni og þar með hljóta líkurnar á því að litur- inn skiptist 3-3 að aukast. (í spilinu að ofan getur sagnhafi tekið tvo efstu í tígli áður en hann gerir upp við sig hvort hann svínar í laufl eða spilar þriðja tíglinum.) Séu öll spil varnarinnar í litn- um jafngild (eins og í ofanrituðu dæmi), þá helst hlutfallið milli 3- 3- og 4-2-skiptingarinnar óbreytt — um það bil 11 (35,5%) á móti 15 (48,5%). Sem þýðir að 3-3-legan er nú 42,3%, en 4- 2-legan 57,7%. Svíningin er því betri. En breytum nú einum tígul- hundi blinds í gosa. Hvaða áhrif hefur það á líkurnar? Við skoðum þá stöðu á morg- un. j SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Metz í Frakk- landi í vor kom þessi staða upp hjá franska alþjóðlega meistaran- um Aldo Haik (2.410), sem hafði hvítt og átti leik, og rússneska stórmeistaranum Andrej Kharlov (2.580). Svartur er illa beygður, með peðastöðuna í rúst og getur ekki hrókað. Eina von hans er bundin við frípeðið á a3, en hún brást einnig: 22. Hxa3! — Hxa3, 23. Hb8+ - Dd8, 24. Hxd8+ - Kxd8, 25. Rxf6 - Bxg2, 26. Kxg2 - Bxf6, 27. Dxc6 - Be7, 28. d5 og Kharlov gaf þessa von- lausu stöðu. Baráttan um efsta sætið á mótinu í Metz stóð aðal- lega á milli Rússa og Úkraínu- manna og höfðu þeir fyrrnefndu betur: 1.-3. Krasenkov, Henkín og Búdnikov, Rússland, 7 v. af 9 mögulegum, 4.-13. Eingorn og Rotstein, Úkraínu, Pigusov, Rúss- landi, Spragett, Kanada, Sadler og Conquest, Englandi, Schwartz- man og Istratescu, Rúmeníu, Klovans, Lettlandi og Röder, Þýskalandi 6 xh v.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.