Morgunblaðið - 05.06.1993, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993
19. landsþing Landssambands sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði
Vegur kvenna innan
flokksins verði meiri
„ÞETTA var ánægjulegt og málefnalegt þing,“ sagði Arndís
Jónsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna að loknu
19. landsþingi sambandsins í gær, en það stóð í tvo daga og var
haldið í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði. Helstu mál þingsins
voru sveitarstjórnamál, næstu kosningar og einnig voru mennta-
mál tU umræðu. Landsþing er haldið annað hvert ár, í sumar-
byrjun.
Fram komu á þinginu áhyggjur
fulltrúa vegna minnkandi stuðn-
ings kvenna við Sjálfstæðisflokk-
inn um þessar mundir, einkum
yngri kvenna. Svo virtist sem karl-
ar styddu flokkinn í meira mæli
en konur og var á þinginu lögð á
það mikil áhersla í málflutningi
þingfulltrúa að sjónarmið kvenna
innan flokksins kæmu fram í rík-
ari mæli fyrir næstu kosningar
sem verða að ári. „Við munum
skoða þetta mál vel og athuga
hvaða leiðir eru færar til að okkar
markmiðum verði náð,“ sagði Am-
dís. „Við munum keppa að því að
vegur kvenna innan flokksins verði
meiri.“
Á síðasta landsþingi var sam-
þykkt stjórnmálaályktun þar sem
sagði að Sjálfstæðisflokkurinn
ætti að beita sér fyrir því að fleiri
konur yrðu kallaðar til ábyrgðar-
starfa á öllum sviðum þjóðfélags-
ins í samræmi við stóraukna
menntun þeirra. Á þinginu sagði
Arndís að þegar litið væri á stöðu
kvenna innan Sjálfstæðisflokksins
hefði í raun lítið breyst.
Aðhald í ríkisfjármálum
I stjórnmálaályktun þingsins er
lýst yfir stuðningi við þá stefnu
ríkisstjórnarinnar að gæta aðhalds
í ríkisfjármálum og einkavæðingu
ríkisfyrirtækj a. Sj álfstæðiskonur
hvetja stjórnina til stórátaka í
þeim málum og leggja áherslu á
að jafnvægi náist í ríkisfjármálum
og erlendar skuldir lækki. Þá skora
þær á stjórnina að láta af allri
forsjárhyggju í byggðamálum og
ná sem hagkvæmastri nýtingu á
gæðum lands og sjávar.
Þá segir einnig í stjórnmálaá-
lyktun þingsins, að renna þurfi
nýjum stoðum undir atvinnulíf
þjóðarinnar og bæta samkeppnis-
stöðu íslenskrar framleiðslu á er-
lendum mörkuðum. fjölga þurfi
nýjum atvinnumöguleikum með
því að nýta umframfjárfestingar
sem til eru í þekkingu, tækni og
fasteignum.
VEÐUR
Heimild: Vedurstofa lslands
(Byggt á vedurspá kf. 16.15 í g»r)
IDAGkl. 12.00
VEÐURHORFUR í DAG, 5. JUNI
YFIRLIT: Skammt suður af Reykjanesi er 990 mb laegð sem þokast
austnorðaustur og grynnist. Milli Jan Mayen og Noregs er 1.025 mb
hæðarsvæði sem þokast vestnorðvestur.
SPÁ: Norðan kaldi eða stinningskaldi norðvestantil á landinu en hæg-
ari norðlæg eða breytileg átt annarstaðar. Austast á landinu verður rign-
ing frameftir morgni en annars verður skýjað með köflum og hætt við
skúrum, einkum síðdegis. Hiti verður á bilinu 4-12 stig, kaldast á annesj-
um norðanlands en hlýjast í innsveitum sunnan til.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG, MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG: Suðaustan- og
austanátt, en líklega norðaustanátt á Vestfjörðum. Sumstaðar strekk-
ingsvindur. Úrkomulítið norðanlands, en rigning eða skúrir í öðrum lands-
hlutum, einkum suðaustanlands. Hiti 5-13 stig, hlýjast í innsveitum
norðan- og vestanlands. Nýir veðurfregnatímar: 1.30,4.30, 7.30,10.45,
12.46,16.30,19.30,22.30. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregn-
ir: 990600.
o a & m m Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk,
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.
/ / / * / * * * * * 10° Hitastig
/ / / / / * / / * / * * * * * V V V V Súid J
Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka S
— . ■ J i'" ' ' - 'IT- :V.. . ,■■■:.
FÆRÐA VEGUM:
(Kl. 17.30 í gær)
Það er yfirleitt ágæt færð á þjóðvegum landsins. Fært er fyrir létta bíla
um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar og á Botns- og BreiÓadalsheiði á
Vestfjörðum. Fólksbílafært um Lágheiði á Norðurlandi. Á Norðaustur-
landi er ófært um Öxarfjarðarheiði, og Hólssand, ágæt færð um Möðru-
dalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Á Austurlandi er fært um Breiðdals-
heiði, Vatnsskarð eystra og Hellisheiði eystri. Hálendisvegir eru lokaðir
vegna snjóa og aurbleytu. Viðgerðir á klæðingum eru víða hafnar og
eru vegfarendur beðnir um að virða hraðatakmarkanir sem settar eru
vegna hættu á grjótkasti.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
í grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
%’m / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 8 alskýjað Reykjavík 12 skýjað
Bergen 14 skýjað
Helsinki 12 skýjað
Kaupmannahðfn 19 léttskýjað
Narssarssuaq 6 hálfskýjað
Nuuk +1 þoka
Ósló 16 léttskýjsð
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Þórshöfn 8 rigning
Algarve 21 léttskýjað
Amsterdam 21 léttskýjað
Barcelona 23 skýjað
Berlín 20 iéttskýjað
Chicago 11 rigning
Feneyjar 26 léttskýjað
Frankfurt 20 hálfskýjsð
Glasgow 14 skýjað
Hamborg 20 léttskýjað
London 20 skýjað
Los Angeles 17 skýjað
Lúxemborg 20 léttskýjað
Madríd 28 iéttskýjað
Malaga 27 léttskýjað
Mallorca 24 léttskýjað
Montreal 11 léttskýjað
NewYork 16 skúrir
Orlando 23 þokumóða
Parfe 21 skýjað
Madelra 22 hálfskýjað
Róm 24 skýjað
Vin 21 þrumuveður
Washlngton 19 þokumóða
Winnipeg 6 léttskýjað
Morgunblaðið/Einar Falur
Fara á brott með víkingnm
SJÁLFSTÆÐISKONUR fengu fylgd víkinga að loknu landsþingi
í gær, en tveggja daga þingi þeirra lauk með kvöldverði í Fjör-
unni í Hafnarfirði.
Vextir á óverðtryggð-
um lánum 2,6% hærri
en á verðtryggðum
Minnsti munur í sparisjóðum og Landsbanka
RAUNÁVÖXTUN óverðtryggðra skuldabréfalána hjá bönkum
og sparisjóðum er nú 11,8%, ef miðað er við 1% verðbólgu, og
er það 2,6% hærri ávöxtun en á vísitölubundnum lánum. Þessi
munur hefur verið að aukast vegna þess að nafnvextir hafa
ekki lækkað í takt við verðbólgu.
Að sögn Ólafs K. Ólafs í peninga-
máladeild Seðlabanka íslands voru
vextir vísitölubundinna lána 9,4% á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs en
raunávöxtun almennra óverð-
tryggðra skuldabréfaútlána 10,2%
að meðaltali þannig að munurinn var
0,8%. Síðan hafi verðbólgan minnkað
mikið en nafnvextirnar ekki að sama
skapi. Sagði Ólafur að það sem af
væri öðrum ársfjórðungi væri mun-
urinn 3,5%, því vísitölubundnu vext-
irnir væru 9,2% og þeir óverðtryggðu
12,7% miðað við óbreytta vexti í júní.
Hann sagðist þó búast við frekari
lækkun nafnvaxta og myndi það
minnka bilið.
Landsbankinn og sparisjóðirnir
eru með lægstu raunávöxtun al-
mennra skuldabréfalána, 11,5%, eins
pg sést á meðfylgjandi súluriti, en
íslandsbanki er með hæstu vextina,
12,3%.
Mesti munur á vöxtum verð-
tryggðra og óverðtryggðra útlána er
hjá Búnaðarbankanum, 2,8%, en
minnsti munurinn er hjá sparisjóðun-
um, 2,2%.
Raunávöxtun útlána banka og sparisjóða
frá 1. júní. 1993 E1 Búnaðarbanki
Athugasemd fra
utanríkisráðuneyti
Morgunblaðinu hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá utan-
ríkisráðuneyti:
Að gefnu tilefni vill utanrikis-
ráðuneytið taka fram eftirfarandi:
Það er rangt að Jón Sigurðsson,
starfandi utanríkisráðherra í íjar-
veru Jóns Baldvins Hannibalsson-
ar, hafi gengið á fund starfandi
sendiherra Bandaríkjanna á ís-
landi, eftir að utanríkisráðuneyt-
inu hafi borist formleg mótmæli
bandarískra stjómvalda vegna
ummæla Þorsteins Pálssonar, sjáv-
arútvegsráðherra.
Hið rétta er að settur sendifull-
trúi og yfirmaður sendiráðs
Bandaríkjanna á íslandi gekk á
fund Jóns Sigurðssonar þann 16.
maí sl. í tilefni af tilteknum um-
mælum sjávarútvegsráðherra, sem
skoða yrði sem móðgun við forseta
Bandaríkjanna og afflutning á
stefnu Bandaríkjastjórnar.
Starfandi utanríkisráðherra,
Jón Sigurðsson, baðst ekki afsök-
unar á ummælum sjávarútvegsráð-
herra en tók fram, að hvorki
mætti líta á þau sem vott um mark-
aða stefnu ríkisstjómarinnar né
vitnisburð um skoðun ríkisstjórn-
arinnar á forsetaembættinu eða
þeim forseta, sem nú gegnir emb-
ættinu.
Aths. ritstj.:
í frétt Morgunblaðsins í gær segir
að starfandi utanríkisráðherra hafi
„í reynd" beðist afsökunar á ummæl-
um Þorsteins Pálssonar um Banda-
ríkjaforseta.
I athugasemd utanríkisráðuneytis
segir að starfandi utanríkisráðherra
hafi sagt að „hvorki mætti líta á
þau, sem vott um markaða stefnu
ríkisstjórnarinnar né vitriisburð um
skoðun ríkisstjórnarinnar á forseta-
embættinu eða þeim forseta, sem nú
gegnir embættinu".
Að mati Morgunblaðsins felst í
þessu afsökunarbeiðni „í reynd“.
Blaðið stendur því við frétt sína,
enda hefur það fyrir henni óyggjandí
heimildir eins og öðrum fréttum.