Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 5
Gróðrarstöð án opinberra styrkja
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JUNI 1993
HÖGNA segir að aðeins séu 100
félagar í akademíu franskra
arkitekta og sé þeim ætlað sæti
ævilangt.
SÆKIÐ SUMARIÐ
TIL OKKAR
Gróðurvinin er í Möridnni
Islendingur í Akademíu franskra arkitekta
Högna Sigurðardóttir
eini útlendingnrinn
Islandsdagskrá í evr-
ópskri sjónvarpsstöð
SÍÐASTLIÐIÐ þriðjudagskvöld var fjögurra klst. löng íslandskynn-
ing á dagskrá evrópsku sjónvarpsstöðvarinnar ARTE í Strassbourg,
en hún er í eigu Norddeutsche Rundfunk og franska ríkissjónvarps-
ins. Þumall kvikmyndagerð og Magna film sáu um gerð dagskrárinn-
ar, og að sögn Sigríðar Halldórsdóttur handritshöfundar hafa fyrir-
spurnir borist hingað til lands í kjölfar sýningarinnar.
Dagskrá ART&sjónvarpsstöðvar- sýnt viðtal þýsks sjónvarpsmanns við
innar er send út bæði til frönsku-
og þýskumælandi landa, og sagði
Sigríður að Þumli og Magna film
hefði borist beiðni síðastliðið haust
um gerð íslandsdagskrárinnar, en
unnið var að henni síðastliðinn vet-
ur. Dagskráin hófst með sýningu
kvikmyndarinnar Atómstöðvarinnar,
en því næst var heimildarmynd um
ísland á árunum 1944-1974. Þá var
frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta
íslands, og síðan heimildarmynd um
Halldór Laxness, sem upphaflega var
gerð af Stöð 2, en Þumall hefur geng-
ið frá í þýskri útgáfu. Næst var sýnd
25 mínútna mynd um Reykjavík sam-
tímans og að lokum mynd sem gerð
var í tilefni þess að 20 ár eru liðin
frá Vestmannaeyjagosinu.
Nýr frystitog-
ari keyptur
SÍLDARVINNSLAN í Neskaups-
stað hefur gengið endanlega frá
kaupum á nýjum 1.200 tonna
frystitogara frá Spáni. Skipið er
í smíðum og gert er ráð fyrir að
það verði afhent í ágústmánuði.
Kaupverð skipsins er 400 milljón-
ir, sem «r innan við 60% af smíða-
verði.
Skýringin á lágu verði er sú að
áætlaður kaupandi varð gjaldþrota á
meðan á smíðatíma stóð og eignaðist
banki á Spáni skipið við það en hann
telur hagsmunum sínum best borgið
með því að selja skipið á lágu verði
frekar en að sitja uppi með það til
lengri tíma.
Skipið er 52 metrar að lengd og
12 metrar á breidd með 3 þús. hest-
afla Wártsíla Vasa aðalvél. Skipið
er systurskip Ottós Wathne, togara
Seyðfírðinga að öðru leyti en því að
það er sérstaklega styrkt til veiða í ís.
Gert út á rækju
Skipið verður gert út á rækju og
veiðar á djúpslóð en ísstyrkingin
auðveldar því rækjuveiðar á Dohm-
banka. Gert er ráð fyrir að í áhöfn
verði 20 manns og 10 manns í skipti-
áhöfn. A'ils verða því ráðnir 30 manns
á skipið.
Á móti skipinu er Hilmir NK 171
úreltur en hann hefur verið seldur
úr landi og verður afhentur í októ-
ber. Loks má geta þess að síldar-
vinnslan á 50% í hlutafélaginu Birt-
ingi hf., sem nýlega seldi samnefnd-
an togara til Suður-Afríku.
-----♦ ♦ <----
Dönskum dag-
blöðum dreift
samdægurs
ALMENN dreifing á dönskum
dagblöðum, Politiken, Ekstrablad-
et, Berlinske Tidende og B.T.
hófst hérlendis 1. júní siðastliðinn
og er blöðunum dreift samdægurs.
Það er I.B. Blaðadreifing h.f., sem
sér um dreifínguna og er þeim dreift
frá kl. 12 til kl. 15, til helstu blaðsölu-
staða í Reykjavík og úti á landi. Þjón-
ustan býðst einnig í föstum áskrift-
um. Þá eru einnig bresk og banda-
rísk dagblöð í dreifíngu, svo og
sunnudagsblöð.
Síldarvinnslan í
Neskaupsstað
HÖGNA Sigurðardóttir, arkitekt, tók sæti í Akademíu franskra
arkitekta 27. maí. Akademíunni tilheyra aðeins 100 félagar og
er Högna eini útlendingurinn. Hún segir útnefninguna mikinn
heiður fyrir sig.
Högna, sem lengi hefur lifað og
starfað í París, sagði að sér hefði
verið boðin innganga í akademíuna
fyrir tæpu ári. „Ég sagði þá strax
eins og satt er að ég væri útlending-
ur og ynni alltaf í samvinnu við
þijá aðra arkitekta. En þeir sögðu
það enga fyrirstöðu og svona boði
væri alltaf tekið vegna þess hversu
mikill heiður fælist í því. Svo ég
þakkaði aðeins fyrir,“ sagði Högna.
þrjá félaga sína vinna að ýmsum
verkefnum í París. „En aðalverk-
efnin tvö og þau sem liggur mest
á eru viðbót við Parísarháskóla og
bókhlaða fyrir fjármálaráðuneytið,"
sagði hún. Hvað verkefni á íslandi
varðaði sagðist hún ekkert hafa
gert hér frá því að hún hefði lokið
áfanga við sundlaugarbyggingu í
Kópavogi. Eftir Högnu liggja líka
fjölmörg íbúðarhús á íslandi.
150 ára akademía
Hún sagði að akademían, sem
er 150 ára gömul, léti til sín taka
ýmis mál innan stéttarinnar. „Hún
ver t.d. mál hennar, gefur út bækl-
inga, heldur sýningar, verðlaunar
arkitektanema og veitir styrki til
arkitekta. Mestu heiðursverðlaun
akademíunnar eru svo gullmedalia
og fær hana að þessu sinni norski
arkitektinn Sverre Sehn. Hann
kemur til að veita henni viðtöku
núna síðast í júní,“ sagði hún.
Veigamikil verkefni
Högna sagðist í samvinnu við
-------♦ ♦ ♦------
Harðgerðar, stórar og fallegar plöntur
eru aðalsmerki okkar. Þið fáið vel ræktuð
lauftré, skrautrunna og barrtré í miklu
úrvali. Einnig bjóðum við skógarplöntur
á einstöku verði.
• Ráðleggjum um plöntuval.
• Sendum plöntur hvert á land sem er.
• Gerum ræktunarsamninga til lengri tíma.
• Auðvelt að semja um hagstæð kjör ef um
stærri kaup er að ræða. Góð lausn fyrir
fyrirtæki, félagasamtök, húsfélög
og bæjarfélög.
• Biðjið um vandaðan garðræktarbækling
með plöntulista.
• Nú er komið út veggspjald með myndum
og upplýsingum um skrautrunna.
GRÓÐRARSTÖÐIN
í* pí
STJORNUGROF18, SlMl 814288